Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 1

Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 1
56 SIÐUR B 206. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóadeilan: Varað við hermd- arverkum Iraka Nicosiu, Bagdad, Washington. Reuter, Öaily Telegraph, dpa. DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, scgir vaxandi hættu á að hryðjuverkamenn á vegum fraka geri árásir á bandarísk skot- mörk víða um heim. Ráðherrann, er svaraði fyrirspurnum þingmanna I gær, hvatti til aukinnar árvekni og sagði bandarískum embættismönn- um hafa verið hótað með sprengjuárásum. Þúsundir íraka æptu slag- orð utan við bandaríska sendiráðið í Bagdad, höfuðborg íraks, í gær og brenndu brúðumyndir af George Bush Bandaríkjaforseta, Fahd, konungi Saudi-Arabíu og Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. Reuter 480 flóttamenn frá Bangladesh, er starfað hafa í Kúvæt, sitja á dýnum í farmrými risastórrar, sovéskr- ar flutningavélar af gerðinni An-124 á flugvellinum í Amman í Jórdaníu. Farangrinum er staflað upp til hliðar og strengd hafa verið reipi um rýmið til að fólkið geti haldið sér. íraskir flölmiðlar sögðu að Bush hefði mistekist að þvinga Sovétmenn til að samþykkja bandaríska hernað- aruppbyggingu við Persaflóa á Hel- sinki-fundinum á sunnudag. Sovét- menn hefðu einnig snúist gegn hug- myndum um árás á írak. Breska útvarpið BBC sagði í gærkvöldi að stjórnin íhugaði að senda landherlið til Saudi-Arabíu. Fimm ríki ákváðu í gær að láta stjórnarerindreka sína í Kúvæt yfir- gefa sendiráðin og halda til Bagdad þar sem ekki væri mögulegt að halda uppi eðlilegri starfsemi. Óljóst er hve mörg sendiráð eru enn starfandi í Kúvæt-borg. Bandaríska stórblaðið The New York Times segir að Bandaríkja- stjórn sé reiðubúin að íhuga ráð- stefnu um málefni Mið-Austurlanda bg koma þannig til móts við Sovét- menn. Ný skoðanakönnun blaðsins Washington Post og ABC-sjónvarps- stöðvarinnar gefur til kynna að nær 80% Bandaríkjamanna styðji stefnu Bush forseta í Persaflóadeilunni og stuðningur við hernaðaruppbygging- una virðist fara vaxandi. Sjá einnig fréttir á bls. 21. Róttæk umskipti samþykkt á þingi stærsta lýðveidis Sovétríkjanna: Markaðskerfí tekið upp í Rússlandi á 500 dögum Deilt um einkavæðingu á sovéska þinginu og staða Ryzhkovs forsætisráðherra talin veik Moskvu. Reuter. b __ . ÞING Rússlands, stærsta lýðveld- is Sovétríkjanna, samþykkti í gær drög að róttækri áætlun er kveð- ur á um að frjálst markaðskerfí verði innleitt í lýðveldinu á næstu 500 dögum. Á vettvangi Æðsta ráðsins, þings Sovétríkjanna, er deilt um hvort taka beri áætlun þessa upp í landinu öllu og þykja þær umræður allar hafa grafíð undan stöðu Níkolajs Ryzhkovs forsætisráðherra. Taismaður þingheims sagði að aðeins einn fulltrúi hefði lýst sig andvígan áætluninni, sem kennd er við hagfræðinginn Staníslav Sjat- alín. Þykir þessi niðurstaða mikill sigur fyrir Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og þekktasta leiðtoga róttækra umbótasinna í Sovétríkj- unum. Hann hefur ákaft hvatt til þess að horfið verði frá þeirri al- gjöru miðstýringu sem einkennir til- skipanaveldi kommúnismans og jafnframt farið hörðum orðum um umbótastefnu Míkhaíls S. Gorb- atsjovs, leiðtoga sovéska kommún- istaflokksins. Rússland er lang- stærst og fjölmennast lýðveldanna sovésku og talið er að um 75% af auðlindum Sovétríkjanna sé að finna þar í landi. Þykir þessi niðurstaða ekki síst söguleg í ljósi þessa. Á sama tíma og atkvæðagreiðsl- an fór fram var ákaft deilt á fundi Æðsta ráðs Sovétríkjanna um hvort iveuter ' Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, ræðir við blaðamenn í Moskvu í gær en að baki honum getur að líta málverk af Vladímír Lenín, sem stjórnaði valdaráni bolsjevikka í Sovétríkj- unum árið 1917. samþykkja bæri áætlun Sjatalíns þannig að hún tæki til allra lýðvelda Sovétríkjanna eða hvort hrinda bæri í framkvæmd tillögum Ryzhkovs forsætisráðherra er kveða á um mun hófstilltari umskipti á vettvangi sov- éskra efnahagsmála. Gorbatsjov lýsti yfir því á fundi Æðsta ráðsins að hann væri hlynnt- ur tillögum Sjatalíns, sem m.a. gera ráð fyrir einkavæðingu ríkisfyrir- tækja og afnámi verðstýringár. Hann hélt hins vegar uppi vörnum fyrir Ryzhkov en þótti jafnframt sigla milli skers og báru. Lét hann þess m.a. getið að óhæfum mönnum bæri að víkja úr embætti „með eðli- legum hætti“ og þótti lítill vafi leika á því að þessum orðum væri beint til forsætisráðherrans. Reiði bæði stjórnmálamanna og almennings í Sovétríkjunum vegna ömurlegra lífskjara og sívaxandi skorts á nauð- synjum hefur einkum beinst að Ryzhkov. Hafa róttækir umbóta- sinnar gagnrýnt slælega framgöngu forsætisráðherrans á þessum vett- vangi og krafist afsagnar hans. Ryzhkov fékk fremur kuldalegar móttökur er hann kynnti tillögur sínar í gær en hann er þeirrar skoð- unar að áætlun Sjatalíns auki bæði á fjárlagahallann í Sovétríkjunum og hleypi af stað óðaverðbólgu. Tveir þingmenn kröfðust þess að Ryzhkov léti af embætti og annar þeirra gat þess í framhjáhlaupi að það ætti Gorbatsjov einnig að gera. Ryzhkov hótaði afsögn í gær og þykir líklegt að sú verði raunin hafni þingheimur tillögum hans en Gorb- atsjov boðaði í gær að málamiðlun- artillaga yrði kynnt í dag, miðviku- dag. Líbería: Ástralía: Elsta land- nám hvítra? Sydney. Daily Tclegraph. LÍKLEGT er að skipbrots- menn frá Hollandi, Þýska- landi og Norðurlöndum hafí sest að í Ástralíu meira en 70 árum áður en Bretar komu til Botany-flóa árið 1788. Vísbendingarnar eru m.a. gömul tóbaksdós, er fannst við vatnsból norðan við Perth og sjaldgæfur, arfgengur sjúk- dómur sem greinst hefur í frumbyggjum. Flak hollenska skipsins Zuyt- dorp, sem brotnaði í klettum við Hákarlaflóa, 48 km frá vatnsból- inu, árið 1711, fannst fyrir mörgum árum. Nýlega fundust svo skjöl í Amsterdam sem greindu frá því að Zuytdorp og annað skip voru í leigusiglingum fyrir Hollenska Austur-Indíu fé- lagið. Efnaskiptasjúkdómur, porfyria variegata, kom upp á báðum skipum og 112 af 286 manna áhöfnum dóu áður en skipin náðu höfn í Höfðaborg á leiðinni austur á bóginn. Sjúk- dómur þessi hefur nú greinst í afkomendum frumbyggja sem •bjuggu við umrætt svæði. Stuðningsmenn Doe forseta eltir uppi Freetown. Reuter. SKÝRT var frá hörðum bardöguni í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær. Uppreisnarmenn eltu uppi hermenn úr liðsafla Samuels Doe forseta sem sagður er hafa verið felldur. Margir gáfust upp og af- klæddust einkennisbúningum sinum en nokkur hópur" varðist enn af liörku í rammlega víggirtri forsetahöllinni. Framkvæmdastjóri Efnahags- bandalags V-Afríkuríkja (ECOW- AS), hvatti Charles Taylor skæru- liðaforingja og menn hans, er ráða mestöllu landinu, til að hætta að beijast þar sem þeir hefðu náð tak- marki sínu; að koma Doe frá völd- um. Talið er að menn annars upp- reisnarforingja, Prince Johnsons, hafi drepið Doe eftir að hafa hand- samað hann í aðalstöðvum 4.000 manna friðargæsluliðs sem er í Líberíu á vegum ECOWAS-ríkja. Framkvæmdastjórinn sagði gæsluliðið ekki bera ábyrgð á hand- töku Doe og vísaði á bug að hann hefði verið ginntur í launsátur. Ekki er vitað af hveiju Doe hélt til stöðva friðargæsluliðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.