Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 2

Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 Francois Mitterrand Frakklandsforseti: Islendingar verða að gera sérstakan samning við EB FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti telur óhjákvæmilegt fyrir íslendinga að gera sérsamning við Evrópubandalagið (EB), hvort heldur hann standi sjálfstæður eða verði hluti að samn- ingi Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB eða ekki. Þá telur forsetinn að ýmsar hindranir séu í vegi samkomulags EFTA og EB. Kemur þetta fram í svari sem Morgunblaðið fékk frá franska sendiráðinu í Reykjavík, þegar blaðið bað um skýringu á ummælum forsetans á blaðamannafundi hér 29. ágúst síðastlið- mn. Hér birtist svar franska sendi- ráðsins í heild: „Á blaðamannafundi Mitter- rands forseta miðvikudaginn 29. ágúst 1990 var rætt um samn- ingaviðræður EFTA og EB og einnig um sérstöðu íslands. í upphafi sagði Mitterrand, að hann hefði mikinn skilning á ótvíræðri sérstöðu Islands. Efna- hagslíf íslendinga byggðist nú einkum á fískveiðum og það virt- ist mjög brýnt fyrir Islendinga að ná samningum við Evrópu- bandalagið. Mitterrand forseti sagðist einnig styðja að gerður yrði almennur samningur milli EB og EFTA. Þegar rætt var um hvemig íslendingar ættu að haga samn- ingaviðræðum sínum, lét Mitter- rand forseti ekkert uppi um það hvort hann hallaðist frekar að tvíhliða samningum milli EB og íslands eða almennari samningi milli EB og EFTA. Vegna þess hve staða íslands er sérstæð innan EFTA er þó ljóst að íslendingar verða að semja við EB. Um þessar mundir eiga EB og EFTA í samningaviðræðum hins vegar er alls ekki víst að almennt samkomulag milli bandalaganna tveggja náist, þar sem önnur lönd innan EFTA biðja um undanþágur (Sviss vegna bankakerfisins, Austurríki vegna flutninga...) Náist ekki samkomulag milli EB og EFTA, jafngildir það alls ekki því að íslendingar ættu ekki að semja um neitt við EB, við þær aðstæður yrði nauðsynlegt að gera tvíhliða samning. Hins vegar væri unnt að fella samning íslands og EB inn í al- mennari EB/EFTA samning og láta Island á þann hátt halda hinni miklu sérstöðu sinni innan EFTA. Francois Mitterrand Spurningamar eru þessar: Finna EFTA-löndin sameiginleg- an grundvöll fyrir samkomuiagi? Er almennur samningur æskileg- ur þegar EFTA-löndin fara fram á svo margar undanþágur? Hefur almennur samningur enn gildi þegar hann hefur í raun að geyma ýmsa tvíhliða samninga sem eiga mjög lítið sameiginlegt? Mitter- rand forseti vildi aðeins vekja máls á þessu með tilliti til vitn- eskju sinnar um sérstöðu ís- lands.“ Formaður útvarpsréttarne fndar: Otvírætt að reglur um þýðingar- skyldu nái til dreifingar á efni BBC ÞORBJÖRN Broddason, for- maður útvarpsréttarnefndar, segir það ótvírætt að væntan- legar útsendingar á efni frá erlendum sjónvarpsstöðvum, s.s. BBC, í gegnum kapalkerfí, falli undir reglur um þýðingar- skyldu. Muni nefndin væntan- lega gefa einhverjar Ieiðbein- ingar um hvemig þeim reglum beri að fylgja í slíkum tilvikum. Eins og greint var fi*á í Morgun- blaðinu í gær hafa náðst samn- ingar í öllum aðalatriðum milli Landssamtaka kapalkerfa og BBC TV-Europe imi dreifingu á útsendingum þessarar bresku sjónvarpsstöðvar á íslandi. Aðalfundur Heimdallar kvöld Aðalfundur Heimdallar, lags ungra sjálfstæðis- anna í Reykjavík, er í kvöld lalhöll og hefst klukkan 20. Formaður Heimdallar, Birgir Ármannsson, gefur kost á sér áfram í embættið og bendir allt til að hann verði einn í kjöri. Þá hefur náðst samkomulag um uppstillingu í stjórn félagsins, og standa meðal annars að því samkomulagi þeir einstaklingar sem tókust á um formannsem- bættið á síðasta aðalfundi. í útvarpslögum frá árinu 1985 segir í 3. grein að „útvarpsstöðvar skulu stuðla að almennri menning- arþróun og efla íslenska tungu“. í 38. grein laganna segir -síðan að „ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna í heild eða einstakra kafla hennar". Nú er starfað samkvæmt reglugerð sem sett var af mennta- málaráðherra um „útvarp sam- kvæmt tímabundnum Jeyfum“ þann 22. desember 1989. í 6. grein þeirrar reglugerðar segir: „Út- varpsstöðvar skulu stuðla að al- mennri menningarþróun og efla íslenska tungu. Efni á erlendu máli sem sýnt er í sjónvarpi skal jafnan fylgja íslenskt tal eða neð- anmálstexti á íslensku eftir því sem við á hveiju sinni. Það skal þó ekki eiga við þegar í hlut eiga erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervi- hnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni er sýnir atburði sem gerast í sömu andrá. í síðast- greindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þul- ar.“ Þorbjörn Broddason segir alveg ótvírætt að dreifing á efni frá BBC falli undir þetta enda verði þar um að ræða viðstöðulausa dreifingu „um gervihnött og móttökustöð", líkt og rætt er um í reglugerð- inni. „Þarna er ekki þýðingar- skylda á beinum útsendingum en Menntamálaráðuneyti um álit umboðsmanns: Engin afstaða verið tekin Meimtamálaráðuneytið hefur að sögn Hrólfs Kjartanssonar, deildarsljóra skólaþróunardeild- ar, ekki tekið afstöðu til álits umboðsmanns Alþingis varðandi innheimtu efnisgjalds og kostnað nemenda vegna námsgagna- kaupa. Hrólfur segir að verið sé að skoða málið í ráðuneytinu, en þar hafa lög um Námsgagnastofn- un verið túlkuð á annan veg en umboðsmaður Alþingis gerir. „Þetta mál er miklu flóknara en það virðist á yfirborðinu, og á því eru margar hliðar. Þetta er í fyrsta lagi spurningin um kaup á náms- gögnum frá öðrum en þeim sem sem veitir þau ókeypis, og því tengist spurningin um viðurkenningu á námsgögnum. Síðan er um að ræða efnisgjaldið, sem skólar hafa verið að innheimta, en það er þó fyrst og fremst mál sveitarfélaganna, sem eru rekstraraðilar skólanna. Þau sjá um allan reksturskostnað, og sé þetta skilgreint sem reksturskostn- aður, þá er þetta algjörlega þeirra mál“, sagði Hrólfur. Hann sagði að það sem að menntamálaráðuneytinu ~ sneri í þessu máli væri meðal annars túlkun á gildandi lögum, og þá ekki síst á þeirri grein í lögum um Námsgagna- stofnun, þar sem segir að sjá skuli nemendum í skyldunámi fyrir ókeyp- is námsgögnum samkvæmt ákvörð- un námsgagnastjórnar. „Þessa grein má túlka á ýmsa vegu, og umboðs- maður Alþingis hefur nú látið sitt álit í ljós, en það er að einhveiju leyti andstætt þeirri túlkun sem ráðuneytið hefur áður gefið frá sér, og því munum við skoða þetta allt saman í ljósi álits hans. Á þessu stigi er því ekki hægt að gefa neitt í slíkum tilvikum verður hins veg- ar skylt að kynna efnið og láta endursögn fylgja. En ef efni hefur * verið tilbúið fyrirfram þá sé ég ekki að mönnum sé nein vorkunn að þýða það,“ sagði Þorbjörn. Hvemig það væri gert væri framkvæmdaatriði. Menn gætu til dæmis fengið spólur sendar áður og þýtt. Hann sagði að þetta mál hefði ekki verið rætt af útvarps- réttarnefnd en ljóst væri að enginn vilji væri til að fjandskapast gegn tilraun af þessu tagi. Það kæmi margt gott efni frá BBC. „En við verðum auðvitað að gæta þess að lögum og reglugerðum sé fylgt því að þau eru í gildi. Við munum eflaust gefa einhveijar leiðbein- ingar um hvemig á að gera það og reyna að skýra reglugerðina frekar ef á þarf að halda.“ út frá ráðuneytinu um neina niður- stöðu í málinu, einhveijar breytingar til eða frá, eða hvaða áhrif þetta kann að hafa á framhald málsins." Akranes: Atvinnuástand- ið óbreytt ATVINNULEYSI hefur verið mik- ið á Akranesi allt þetta ár. í byrj- un vikunnar voru 126 á atvinnu- leysisskrá, 96 konur og 30 karlar, sem er heldur aukning frá siðustu skráningu, þegar 113 voru skráðir. Hjá atvinnuleysisskráningu á bæj- arskrifstofunum á Akranesi fengust þær upplýsingar að yfír 100 manns hefðu verið á atvinnuleysisskrá allt þetta ár og mest hefði atvinnuleysið farið yfir 300 í byijun ársins. Úrskurður launanefndar eftir helgi EKKI er búist við að það skýrist fyrr en eftir helgi til hvaða að- gerða verður gripið vegna 0,27% hækkunar framfærsluvísitölu umfram viðmiðunarmörk kjara- samninganna í febrúar. Launanefnd aðila vinnumarkað- arins kom saman til fundar í gær og annar fundur hefur verið ákveð- inn á fimmtudag. Úrskurður nefnd- arinnar skal liggja fyrir 20. þessa mánaðar og tekur hann gildi 1. næsta mánaðar. Kartö fluuppsker- an í góðu meðallagi Engin kartöflumygla í uppsveitum Árnessýslu Selfossi. KARTÖFLUMYGLU hefur ekki orðið vart í görðum bænda í uppsveit- um Árnessýslu og þar var í gær unnið við að taka upp kartöflur. í lágsveitunum og í Þykkvabæ hafa kartöflubændur frestað upptöku á kartöflum vegna kartöflumyglu sem náð hefur sér á strik í görðunum. Þeir áforma að úða garðana með lyfi sem drepur myglugróin en þeg- ar það hefur fengið að verka hefst upptaka á kartöflum þar að nýju. gegn. Sprettan væri mun meiri í görðunum þar sem úðunarkerfi væri og unnt að stýra vökvuninni. Afmælisveisla á kartöfluakrinum Uppskera kartaflna í ár virðist vera í góðu meðallagi. Bændur í Þykkvabæ búast við góðri uppskeru og Ágúst Sigurðsson og sonur hans Sigurður, sem búa félagsbúi í Birt- ingaholti í Hrunamannahreppi, voru vongóðir með þokkalega uppskeru. Þeir voru eins og aðrir kartöflubænd- ur á varðbergi gagnvart myglusjúk- dómnum sem gert hefur vart við sig. Plöntusjúkdómafræðingur skoðaði garða hjá bændum í hreppnum og sú skoðun leiddi í ljós að myglan virðist ekki hafa náð sér á strik í görðum_ þar. Þeir Ágúst og Sigurður eru nýbyrj- aðir að taka upp kartöflurnar eins og aðrir kartöflubændur. Ágúst sagði sprettuna mun minni í görðum þar sem ekki væri vökvunarkerfi og ástæðan væri of lítil úrkoma í sum- ar. Þó ekki hefði viðrað til heyskapar í sumar þá hefði úrkoman verið það lítil að hún bleytti ekki garðana í Það var veislukaffi á boðstólum hjá Birtingaholtsfólkinu í gær þegar gert var hlé á kartöfluupptökunni um kaffileytið. Sigurður Ágústsson bóndi í- Birtingaholti átti afmæli þennan dag, bráðungur maður, 24 ára. Þegar þessi árstími kemur situr kartöfluuppskeran fyrir og annað verður að víkja. Menn vilja nýta tímann sem best og því er kaffið drukkið á akrinum þó afmæliskaffi sé. Ijóla Kjartansdóttir, kona’ Sigurð- Ágúst Sigurðsson bóndi í Birt- ingaholti við upptökuvélina og nýuppteknar kartöflur í sekkjum. —í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.