Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
3
Niðurstöður Ríkisendurskoðunar:
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
50,1% atkvæða í Aiþingiskosning-
um, væri kosið nú, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun sem Fé-
lagsvísindastofnun Háskólans hef-
ur gert fyrir Morgunblaðið. Fylgi
flokksins hefur ekki mælst áður
yfir 50% í skoðanakönnunum
stofnunarinnar, en það mældist
45,5% í síðustu könnun í mai.
Alþýðuflokkurinn bætir einnig við
sig fylgi frá síðustu könnun, hækkar
úr 8,1% í 11,5%. Fylgi Framsóknar-
flokks minnkar úr 16,4% í 15,8%,
Fylgi Alþýðubandalags minnkar úr
11,9% í 9,4% og fylgi Kvennalista
minnkarúr 14,5% í 9,4%. Aðrir flokk-
ar eru með 1% fylgi eða minna.
í skoðanakönnuninni voru menn
spurðir hvaða flokk eða lista þeir
kysu ef Alþingiskosningar væru á
morgun. Ef svarið var: „veit ekki“
voru menn spurðir hvaða flokk væri
líklegast að þeir kysu. Ef svarið var
enn óráðið, var spurt hvort líklegra
væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn
eða einhvern annan flokk. Með þessu
móti fór hlutfall óráðinna niður í
Fprstöðumaimi Mó-
gilsár gert að endur-
greiða 170.000 krónur
RÍKISENDURSKOÐUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að Jóni
Gunnari Ottóssyni, fyrrverandi forstöðumanni Rannsóknastöðvar Skóg-
ræktar ríkisins að Mógilsá, beri að endurgreiða 170 þúsund krónur í
ríkissjóð, sem hann hafi notað í heimildarleysi meðan hann var forstöðu-
maður rannsóknastöðvarinnar, meðal annars til að greiða simakostn-
að, ferðakostnað, stöðumælasektir og gistikostnað á hótelum í
Reykjavík. Kemur þetta fram í endurskoðunarskýrslu um athugun á
bókhaldi og ársreikningum Rannsóknarstöðvarinnar að Mógilsá, sem
Ríkisendurskoðun gerði að beiðni landbúnaðarráðherra. Hefur ríkis-
endurskoðun óskað eftir því við ríkisféhirði að Jón Gunnar verði kraf-
inn um greiðslu á umræddri upphæð.
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar:
Sjálfstæðisflokkurinn
með hreinan meirihluta
7,3%, en fylgi Sjálfstæðisflokksins,
meðal þeirra sem tóku afstöðu, lækk-
aði úr 54,1% í 50,1%.
Sjá' niðurstöður könnunarinnar
á bls. 20.
I skýrslu ríkisendurskoðunar, sem
nær yfir tímabilið 1. janúar 1989 til
1. júní 1990, kemur fram að Jóni
Gunnari Ottóssyni beri að greiða
símreikninga að upphæð rúmlega 50
þúsund krónur, sem hann hafi fengið
endurgreidda, en þar af eru tæplega
18 þúsund krónur vegna reikninga
sem hann hafi fengið tvígreidda. Þá
beri honum að endurgreiða 12 þús-
und krónur vegna ferðakostnaðar
innanlands, 11 þúsund vegna stöðu-
mælasekta, rúmlega 33 þúsund krón-
ur vegna gistikostnaðar á hótelum í
Reykjavík og 50 þúsund vegna
tvígreiðslu ritlauna.
Fram kemur í skýrslunni að Jón
Gunnar hafi stofnað til ýmissa út-
gjalda rannsóknastöðvarinnar, sem
Ríkisendurskoðun telur að hann hafi
skort heimildir til. Þar er meðal ann-
ars um að ræða 600 þúsunda króna
kostnað vegna myndbandsgerðar og
kaup á tölvubúnaði fyrir tæplega
eina milljón króna.
Þá kemur einnig fram í skýrslu
ríkisendurskoðunar áð á árinu 1989
hafi verið farið 539 þúsund krónur
fram úr fjárheimildum Rannsókna-
stöðvarinnar að Mógilsá, og frá 1.
janúar til 31. maí 1990 hafi kostnað-
ur stofnunarinnar umfram framlög
numið 1.241 þúsund krónum.
Jón Gunnar Ottósson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann teldi
rekstrarumfang rannsóknastöðvar-
innar hafa verið innan fjárheimilda
Áform um áliðnað í Miðausturlöndum:
ísland gæti nýtt sér óvissuna
Ztirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁSTANDIÐ í Miðausturlöndum getur haft jákvæð áhrif á framtíð áliðn-
aðar á Islandi og annars staðar. Fjölmörg fyrirtæki sem höfðu áform
um að framleiða samtals um milljón tonn af hrááli í þessum heimshluta
á ári hafa lagt áætlanir sínar á hilluna að sinni. Ódýr orka vegur ekki
á móti óvissunni sem þar ríkir þar. Stöðugt stjór'narfar og vatnsorka
kynni að hafa aðdráttarafl fyrir einhver þessara fyrirtækja.
Þetta kom fram í samtali við að reisa álver á íslandi hafi aukist
starfsmann Alusuisse-Lonza (A-L) á síðan Irakar réðust inn í Kúvæt og
þriðjudag. Hann telur líkurnar á að er þeirrar skoðunar, að verinu verði
fyrirtækin í Atlantal-hópnum ákveði valinn staður á Keiíisnesi.
ríkisins á því tímabili, sem skoðun
ríkisendurskoðunar nær til, og hefur
hann í bréfi til landbúnaðarráðherra
farið fram á vegna frétta í sumar
um rekstur stöðvarinnar umfram
fjárheimildir, að ráðuneytið sendi frá
sér yfirlýsingu þar sem sá misskiln-
ingur sé leiðréttur. Þá óskar hann
eftir að 'samanburður verði gerður
við aðrar stofnanir sem heyri undir
ráðuneytið. Á móti kröfu ríkisendur-
skoðunar um endurgreiðslur bendir
Jón Gunnar á að hann eigi inni hjá
ráðuneytinu 111 þúsund krónur
vegna ógreiddra reikninga, auk
ógreiddra launa tímabilið júní til
september 1990.
„Þessar niðurstöður ríkisendur-
skoðúnar eru í raun og veru pantað-
ar af landbúnaðarráðuneytinu. Ég
hef engu að leyna, og ég vil að farið
verði ofan í saumana á Skógrækt
ríkisins á sama hátt til að staðfesta
að það sem hér er um að ræða er
nákvæmlega það sem tíðkast hjá
Skógræktinni", sagði hann.
Álverð hefur hækkað um 30%
síðan í júlí í framhaldi af óvissunni
við Persaflóa. Eftirspurn hefur auk-
ist þar sem álnotendur hafa aukið
birgðir sínar en þær voru áður í lág-
marki. Lágt verð á áli hafði í för
með sér að afkoma A-L á fyrri helm-
ingi þessa árs var mun verri en á
sama tíma í fyrra. Fyrirtækið var
þó rekið með hagnaði.
Páll Eiríks-
son skipaður
yfirlög-
regluþjónn
Dómsmálaráð-
herra hefur skip-
að Pál Eiríksson
til að gegna
starfi yfirlög-
regluþjóns við
lögreglulið
Reykjavíkur.
Páll var einn 19
umsækjenda um
starf Guðmundar Hermannsson-
ar, sem sagt hefur starfi sínu
lausu.
Páll Eiríksson hóf störf í lögregl-
unni í Reykjavík 1. febrúar 1943,
þá 21 árs gamall. Hann varð varð-
stjóri 1961, aðalvarðstjóri 1966 og
aðstoðaryfirlögregluþjónn 1978.
Páll Eiríksson.
Morgunblaðið/Sverrir
Ráðhúsið senn fullbúið að utan
Ráðhús Reykjavíkur verður fullbúið að utan í haust og þegar er farið að taka utan af því vinnupalla, eins
og sést á myndinni sem tekin er frá mótum Vonarstrætis og Tjarnargötu. Gluggar hafa verið gleijaðir
og gengið frá þaki hússins. Innan dyra er meðal annars unnið við múi-verk, pípulagnir og loftræstikerfi.
Fremst á myndinni sést hellulagður botn tjarnar sem verður við norðurenda hússins. Lóðin verður frágengin
í haust að undanskilinni fyllingu í Tjörninni sem fjarlægð verður næsta haust.
Fjóla Kjartansdóttir í Birtinga-
holti ánægð með glænýjar kart-
öflur úr akrinum.
í afmæliskaffí á kartöfluakrinum. Eymundur Kjartansson aðstoðar-
maður, Sigurður Ágústsson bóndi, Fjóla Kjartansdóttir, Sigríður
Eiríksdóttir og Ágúst: Sigurðsson bóndi.
ar, reiddi fram pönnukökur, myndar-
lega brauðtertu og ljúffenga
hrístertu með ijóma. Það var engin
kaffilaut í nágrenninu svo það var
búið um sig á kerruvagni í skjóli við
jeppann.
Brauðtertan var skorin og öðru
ljúffengu kaffimeðlæti skolað niður
með kaffinu sem var hressandi því
vatnskuldi var í loftinu. Sigurður var
hinn ánægðasti með uppskeruna,
sem auðvitað var umræðuefnið, og
gat þess svona í leiðinni að það væri
síst verra að drekka afmæliskaffið
undir þessum kringumstæðum.
Stóra Laxá rann hljóðlega í ná-
grenninu, heyra mátti vélarhljóð frá
upptökuvélum nágrannanna á næsta
akri og í fjarlægð blöstu við reisuleg-
ir bæir Hrunamanna. Þetta var góð
stund. Það er smitandi ánægja að
gleðjast yfir góðri uppskeru.
- Sig. Jóns.