Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 Forseti Islands í Lúxemborg: „Það er g*ott að vera Is- lendingnr í Lúxemborgu Lúxemborg, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Annar dagur opinberrar heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands til Lúxemborgar var í gær. Forseti heimsótti meðal annars klaustrið í Clervaux þar sem Halldór Laxness ól manninn um tíma og hélt móttöku fyrir íslendinga sem búsettir eru í Lúxem- borg. í gærkvöldi hélt forseti veislu til heiðurs stórhertogahjónunum. Dagurinn hófst á því að ekið var til Clervaux sem er í norður- hluta Lúxemborgar. Þar tók ábóti klaustursins.á móti forseta og leiddi hana um kapellu klausturs- ins og inn í bókasafn þess. Þar lágu frammi ritverk tengd íslandi auk Nonnabókanna ástsælu. For- seti ritaði nafn sitt í gestabók klaustursins og færði bókasafni þess að gjöf Heimsljós, Kristni- hald undir Jökli og íslandsklukk- una eftir Halldór Laxness í franskri þýðingu. Að því loknu tók borgarstjóri bæjarins á móti for- seta og sýndi henni Clervaux kast- ala. Frá Clervaux hélt forseti ásamt fylgdarliði til bæjarins Echternach þar sem snæddur var hádegis- verður í boði lúxembúrgískra stjórnvalda. Jacques Santer for- sætisráðherra rifjaði upp í ávarpi sínu dvöl íslenska Nóbelskáldsins í Clervaux og fór nokkrum orðum um sérstakt og náið samband ís- lands og Lúxemborgar. Vigdís Finnbogadóttir þakkaði hlý orð í sinn garð og íslensku þjóðarinnar og fjallaði í ávarpi sínu um nauðsyn íslendinga á góðum tengslum við umheiminn. Forseti vísaði til sagnarinnar um Óðin sem með fulltingi Hugins og Munins sá um veröld alla. Þá hélt forseti til Betzdorf og skoð- aði og fræddist um jarðstöð em dreifir sjónvarpsefni margra stöðva um gervihnött vítt um Evrópu. Síðdegis var móttaka fyrir ís- lendinga búsetta í Luxemborg. Rumlega 300 gestir komu í mót- tökuna og var forseta fagnað inni- lega. Þorbjörg Jónsdóttir for- maður íslendingafélagsins bauð Vigdísi Finnbogadóttur velkomna á Islendingaslóðir í Lúxemborg og afhenti forseta 35.000 franka að gjöf til skógræktar á íslandi með þeirri ósk að það mætti duga til að gróðursetja eitt tré fyrir Morgunblaðið/Gunnar Vigfússon Forseti ritaði nafn sitt í gestabók klaustursins og færði bóka- safni þess að gjöf Heimsljós, Kristnihald undir Jökli og íslands- klukkuna eftir Halldór Laxness í franskri þýðingu. hvern Islending sem búsettur er þjóð á borð við Islendinga kynnti í LÚxemborg. Forseti flutti íslend- sig vel hvar sem fulltrúar hennar ingunum bestu kveðjur að heiman væruá ferð. „Það er gott að vera og þakkaði góða gjöf. Hún lagði íslendingur í Lúxemborg, þökk áherslu á nauðsyn þess að smá- sé ykkur,“ sagði forseti að lokum. VEÐURHORFUR ÍDAG, 12. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Suðvestankaldi eða stinníngskaldi og skúrir um vestanvert landið en hægari suðvestanátt og þurrt að mestu aust- anlands. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, vaxandi vestantil á landinu síðdeg- is. Súld og sföar rigníng sunnanlands og vestan en þurrt og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 9-14 stig, hlýjast norðaust- an- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Áfram umhleypingar með sunnan- og suðvestanáttum. Rigning eða skúrir um allt sunn- an- og vestanvert landiö en úrkomulftið norðaustanlands. Hiti 6-12 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. -JQ Hrtastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E1 = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * * 'Æ > VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veiur Akureyri 12 skýjað Reykjavik 9 skýjaö Bergen m rigning Helsinki 10 skýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Narssarssuaq S léttskýjað Nuuk ■ 8 skýjað Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 12 léttskýjað Algarve 25 hálfskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Bertfn 17 skúr Chicago 21 þokumóða Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 14 suid Qlasgow 17 hálfskýjað Hamborg 17 léttskýjað LasÞalmas 26 skýjaö London 21 skýjað Los Angeles ÍÉIl helðskirt Lúxemborg 14 skýjað Madríd 128 skýjað Malaga 28 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Montreal 13 léttskýjaö NewYork 22 skýjað Orlando 24 mistur París 10 skýjað Róm 22 þrumuveður Vin 14 skýjað Washington 20 alskýjað Wlnnipeg 18 skúr Lúxemborg: Áhersla á að ljúka sammngum við EFTA Lúxemborg, frá Kristófer Má Kristinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. Á FUNDI Jóns Baldvins Hannibalssonar með Jacques Poos utanríkis- ráðherra Lúxemborgar í Lúxemborg í gær kom fram mikill áhugi á því að samningaviðræðum Evrópubandalagsins við EFTA verði lokið fyrir áramót. Jón Baldvin sagði að Poos hefði sagt að á fundi í Róm nýverið hefði verið lögð áhersla á að leggja kapp á að ljúka samningum EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði (EES) á þessu ári. Lúxemborgarar taka við forsæti í ráðherraráði EB af ítölum um áramótin og fundur- inn í Róm var haldinn til að und- irbúa það. Jón Baldvin sagði að aðspurður hefði Poos talið að þjóðir sem sæktu um aðild nú yrði fullgild- ir meðlimir í fyrsta lagi eftir sjö ár. Ekki hefði verið á Poos að skilja að áhugi væri fyrir tvíhiiða viðræð- 'um við þjóðir utan bandalagsins sem stendur. Samkvæmt heimildum í Briissel hafa verið uppi efasemdir innan framkvæmdastjórnar EB um að gægt verði að ljúka samningum um EES fyrr en næsta haust. Heimsmeistaramótið í brids: * Islenska kvennaparið í 2. sæti í undanúrslitum Genf. Fró Joni Baldurssyni, fréttantara Morgunbiaðsins á heimsmeistaramótinu í brids. HJÖRDÍS Eyþórsdóttir og Jacqui McGraiI eru í öðru sæti þegar undan- úrslit kvennaflokksins í tvímenning á heimsmeistaramótinu í brids eru hálfnuð. Þrjátíu og sex pör af 92 í undanúrslitum komast áfram í úrsli- takeppnina. I opna flokknum eru Bjöm Ey- steinsson og Helgi Jóhannsson í 74. sæti af 192 keppendum í opnum flokki. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson eru í 120. sæti og Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson eru í 157. sæti. 72 pör komast áfram I úrslitin. Þessi þrjú pör voru í hópi para sem komust áfram úr undankeppni sem 538 pör tóku þátt í. Þijú önnur íslensk pör náðu ekki í undanúrslitin. Þess má geta að mörg þekkt brid- spör náðu ekki í undanúrslitin, og má þar nefna fyrrum heimsmeistara í tvímenning, Martel og Stansby frá Bandaríkjunum, Gullberg og Göthe frá Svíþjóð og Mello og Janz frá Brasilíu sem eru núverandi heims- meistarar í tvímenning. Heimsmeistaramótinu í sveita- keppninni lauk á mánudagskvöld og þar urðu óvænt úrslit, því fjórir lítt þekktir Þjóðveijar unnu sveit Mike Moss frá Bandaríkjunum í úrslitaleik. Þjóðverjarnir komust í úrslitaleikinn á hálf vafasaman hátt. Þeir unnu kanadíska sveit í undanúrslitum, 154-150, en síðar kærðu Kanada- mennirnir úrslitin á þeirri forsendu að skor eins spilsins hafði verið rangt færð, og þeir því unnið leikinn 150-147. Keppnisstjóm tók kæruna ekki til greina, þar sem hún kom of seint fram, en í mótmælaskyni mættu kanadamennimir ekki í leik um 3. sætið. Úrsiitaieikurinn var jafn framanaf, en svo tóku Bandaríkja- mennirnir 30 stiga forustu. I íok leiksins virtust þó Bandaríkjamenn- imir missa úthaldið og Þjóðverjarnir skutust fram fyrir þá í síðustu spilun- um. Þeir heita Bemard Ludewig, Jochen Bitschene, Georg Nippgen og Roland Rohowsky. ■ Sá síðastnefndi er aðeins 23 ára gamall og er, ásamt Bandaríkjamanninum Bobby Levin, yngsti spilari sem unnið hefur heims- meistaratitil. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skag- firðinga yfirtekur rekstur Melrakka Sauðárkróki. EINS og fram hefur komið var fóðurstöðin Melrakki á Sauðár- króki lýst gjaldþrota síðastliðinn föstudag. Nú hafa hins vegar mál skipast á þann veg, að einn stærsti kröfuhafinn í þrotabúið, Kaupfé- lag Skagílrðinga, hefur yfirtekið reksturinn að minnsta kosti fram til næstu áramóta. Var ákvörðun þessi tekin í sam- ráði við fulltrúa Byggðastofnunar, sem voru hér á Sauðárkróki nú á mánudaginn. Ef fram fer sem horfir er gert ráð fyrir að rekstur fóður- stöðvarinnar verði með eðlilegum hætti næstu mánuðina, þannig að Ioðdýrabændur á Norðurlandi vestra ættu ekki að þurfa að óttast fóðurs- kort fyrir dýr sín'það sem eftir er ársins. BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.