Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
13
Bókmenntaráðstefna í Þrándheimi:
Oræð ásjóna módemismans
Fyrri grein
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Um mánaðamótin júlí—ágúst sl.
var sautjánda ráðstefna Alþjóðlegra
samtaka um norræn fræði (Intemati-
onal Association for Scandinavian
Studies) haldin við háskólann í
Þrándheimi.
Þátttakendur voru vel yfir 200
talsins og komu sumir langt að. Fyr-
ir utan fjölda þátttakenda frá V-Evr-
ópu mættu allmargir Bandaríkja-
menn, m.a.s. kom einn frá ísrael og
annar frá Japan. Mesta athygli
vakti þó mikill fjöldi gesta frá aust-
antjaldsríkjunum fyrrverandi. Þama
voru m.a. rússneskir, armenskir,
eistneskir, tékkneskir, pólskir og
ungverskir norrænufræðingar. Sum-
ir þeirra höfðu ekki átt heimangengt
í langan tíma og hungraði því í nýj-
ustu bókmenntastrauma á Norður-
löndum.
Viðfangsefni ráðstefnunnar var
að þessu sinni módernismi í norræn-
um bókmenntum. Skipulag ráðstefn-
unnar var tiltölulega fijálslegt að því
leytf að fyrirlestramir höfðu afar
mismunandi snertilfleti við megin-
þemað. í gangi var hópvinna um fjöl-
breytileg efni sem á einn eða annan
hátt tengdust módemisma. Nefna
má sögu, aðferðafræði og hugmynd-
afræði módernismans, lesnir og
rýndir voru módernískir textar, og
fjallað var um tengsl annarra list-
greina við módernisma í bókmennt-
um.
Daglega voru haldnir þrír almenn-
ir fyrirlestrar, auk þess voru flutt
stutt erindi innan hópanna. Allt í
allt telst mér til að um 70 framsögu-
erindi hafi verið haldin á fjórum dög-
um! Það sem hér verður rakið er því
aðeins brotabrot af því broti sem
einn ráðstefnugestur náði að njóta.
Segja má að tvenns konar tilhneig-
ingar hafí gætt í umfjöllun fyrirlesar-
anna um módernisma. Annars vegar
ræddu þær um hann sem bók-
menntafræðilegt hugtak, sem væri
nothæft um ýmis bókmenntaverk á
ýmsum tímum, og hins vegar sem
bókmenntasögulegt hugtak sem tæki
yfir ýmsa strauma á 20. öld, strauma
eins og expressjónisma, fútúrisma,
dadaisma og súrrealisma.
Fyrirlestur Torbens Broström,
prófessors við Kennaraháskóla Dan-
merkur, tilheyrði seinni hópnum.
Ohætt er að segja að fyrirlestur
hans, sem fjallaði um upphaf mód-
ernisma í norrænum bókmenntum,
hafi vakið einna mesta athygli á ráð-
stefnunni. Broström talaði í ljóðrænu
líkingamáli um fyrirbrigðið módern-
isma, líkt því við blekspúandi kol-
krabba, margarma skrímsli, sem
ætti auðvelt með að koma að óvörum
og fanga fórnalömb sín. Leaves of
Grass eftir Walt Whitman kom út
1855 og Les Fleur du Mal eftir Baud-
elaire kom út tveim árum síðar.
Broström bendi á að þessar bækur
veittu ólík andsvör við nýjum og
sundurlausum veruleika. Whitman
reyndi að lyfta sér yfir mótsagnir
samtímans en Baudelaire greindi og
tókst á við hugmyndaklofninginn
sem bauð aftur upp á endurtekinn
klofning en enga lausn. Og einmitt
í þvi að takast á við hið óþekkta og
óskiljanlega sýndist Broström felast
módemísk afstaða.
Broström skyggndist aftur til upp-
hafs módemisma á Norðurlöndum
og gaumgæfði þann jarðveg sem
hann er sprottin úr. Symbólisminn
var örvæntingarfuli tilraun til að
skapa brú milli lífsfyllingar og tóms,
hann var að mati Broströms „mál-
farslegt björgunarbelti". Svar sym-
bólismans við klofningi vitundarinn-
ar var annað en í módemismanum
síðar. Það fólst í sjálfri ljóðagerð-
inni, ljóðrænni framsetningu og
myndum. Symbólistamir álitu að
bókmenntimar gætu orðið akkeri í
tættri tilveru. Hjá þeim varð ljóðlist-
in friðþæging eða brú milli illsættan-
legra andstæðna, í henni fundu
Edith Södergran
skáldin heild sem ekki var til staðar
í tilverunni. Broström nefndi að í
skáldskap Einars Benediktssonar,
Olafs Bulls og Einos Leinos endur-
spegiaðist þessi tilhneiging vel.
Meginverkefni Broströms var síð-
an að rekja feril módernismans í-
norræni bókmenntasögu. Það kom
fram hjá honum sem og mörgum
öðmm fyrirlesurum, að gildi fmnskra
bókmennta verður ekki ofmetið í
þessu samhengi. Sérstaklega nefndi
hann Edith Södergran, erkiengil
norræns módernisma, og rakti
menntun hennar og áhrif. Fjölbreyti-
legar alþjóðlegar menningaraðstæð-
ur hafa líklega átt þátt í mótun henn-
ar sem skálds. Hún bjó á Kirjála-
eiði, sem lengi hefur verið bitbein
Finna og Rússa, en gekk í þýskan
skóla í Pétursborg. Hún dvaldist
lengi í Sviss og kom áftur til Péturs-
borgar rétt eftir októberbyltinguna
1917 full af Nietzsche og þýskum
expressjónisma. í Septemberlyran
(1918) og í Framtidens skugga
(1920) brýst fram ný staða ljóðmæl-
andans, „égsins“, sem átti eftir að
hafa mikil áhrif á önnur skandínav-
ísk skáld (og þar með talið íslensku
atómskáld akynslóðina).
Broström taldi baráttuskeiði mód-
ernismans vera lokið. Hann væri al-
mennt viðurkenndur sem bókmenn-
taleg staðreynd, orðinn hefð. Samt
hlyti að felast í þessari stöðu stór
þversögn, því hvernig getur mótþróa-
full bókmenntagrein spilað sig í sátt
við hefðina? Broström hélt því fram
að nú gæti allt gerst, bókmenntirnar
væru suðupottur þar sem gamlar og
nýjar hreyfingar ýmist blönduðust
eða stönguðust á. Runninn væri upp
tími nýrra andmælabókmennta sem
andmæltu eldri andmælum. Ásjóna
þessa skeiðs væri því jafntorkenni-
legt og útlit kolkrabbans blekspú-
andi. Og þetta væri einmitt einkenni
á núverandi, illskilgreinanlega skeiði
sem ýmist er nefnt stílmódemismi
eða póstmódemismi.
í þjónustu grimmdarinnar
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Blóðugur blekkingaleikur
Höfundur: Ion Mihai Pacepa
Þýðandi: Ólafur B. Guðnason
Útgefandi: Almenna bókafélagið
Það er kannski eðlilegt að yfir
okkur dembist bókmenntir um
hrylling kommúnismans þessa dag-
ana — og já, næstu árin. Líkast til
liggur allmörgum af þeim milljónum
sem hann hafa þurft að þola sitt-
hvað á hjarta. Og nú nýverið kom
út í íslenskri þýðingu bókin „Blóð-
ugur blekkingaleikur," þar sem
Pacepa, fyrmm yfirforingi rúm-
ensku öryggislögrelgunnar í tíð
Ceausescus, afhjúpar spillingu þá
sem viðgekkst í hans valdatíð.
Pacepa flýði frá Rúmeníu í júlí
1987, þegar hann var sendur til
Þýskalands til að falast eftir vest-
rænum hernaðarleyndarmálum.
Honum var nóg boðið, eftir að hafa
þjónað kommúnismanum í 27 ár —
og ekki undarlegt.
Bókin spannar þó ekki þessi 27
ár, heldur eingöngu tímabilið frá
því í mars 1978, til loka apríl, auk
Kirkjuhús-
ið flutt í
Kirkjuhvol
VERSLUNIN Kirkjuhúsið er
flutt í Kirkjuhvol, Kirkjutorgi 4,
gegnt Dómkirkjunni. Kirkjuhús-
ið, sem sameinast hefur Skál-
holtsútgáfunni, er sjálfseignar-
stofnun á vegum þjóðkirkjunnar
og annast það margs konar þjón-
ustu við einstaklinga og söfnuði.
Kirkjuhúsið sér um framleiðslu á
og selur fræðsluefni hvers konar
og heppilegt lesefni fyrir börn auk
margs konar gripa til nota í kirkj-
um, svo sem hökla, ljósastikur og
krossa. Þá er í Kirkjuhúsinu útsala
frá Biblíufélaginu og eru þar seldar
allar gerðir Biblíunnar sem fáanleg-
þess sem segir frá því í eftirmála
hvernig Pacepa flýði. En þetta
stutta tímabil segir mikla sögu,
einkum og sér í lagi vegna þess að
í fyrri hluta bókarinnar stekkur
höfundurinn til og frá í tíma. Hann
tengir söguþráðinn við löngu liðna
atburði og leynimakk Ceausescus —
þó sérstaklega þá svikamyllu sem
hann setti upp í kringum PLO og
ísrael og Hussein í Jórdaníu. Þetta
ráp til og frá í tíma gerir bókina
eilítið ruglingslega til að byija með,
vegna þess að Pacepa er að lýsa
svo ótrúlegum hlutum, að maður
hreinlega missir tímaskynið.
Pacepa dregur ekki upp fagra
mynd af leiðtogum kommúnismans
né arabaleiðtogum. Hann var aðal-
aðstoðarmaður Ceausescus í að
koma á samningum og sambandi
milli Rúmeníu og Arafats og Rúm-
eníu og Gaddafis — og er því lík-
lega besti heimildarmaður um spill-
inguna og tvöfeldnina sem í því
öllu fólst. Ceausescu átti sér þann
draum æðstan að fá friðarverðlaun
Nóbels og eyddi því töluverðu púðri
í að fá Arafat til að slaka á kröfum
sínum og breyta hryðjuverkasam-
tökum sínum í útlagastjórn. Sömu-
leiðis skáldaði hann upp mikið ráða-
brugg til að fá vestræn ríki til að
ar eru á íslensku. Þá annast Kirkju-
húsið einnig útvegun bóka og ann-
arra gagna í kirkjulegu starfi og
veitt er sérstök þjónusta vegna
margs konar kirkjulegra athafna
svo sem fermingar og skírnar. Auk
Ion Mihai Pacepa
viðurkenna PLO-samtökin. í raun
og veru var honum alveg sama um
þetta allt — vildi bara frá friðar-
verðlaun.
Pacepa lýsir leyniþjónustunni,
DIE, skipulagi hennar og innviðum,
sem hafði á sínum snærum allar
þess eru seld minningarkort í
Kirkjuhúsinu. Stór þáttur í starfi
Kirkjuhússins, Skálholtsútgáfunn-
ar, er útgáfa á fræðsluefni fyrir
safnaðarstarf svo og útgáfa Víð-
förla, sem er fréttablað kirkjunnar.
tegundir af njósnurum; iðnnjósnara,
efnahagsnjósnara og hemaðarn-
jósnara, svo eitthvað sé nefnt,
blekkingameistara, áróðursmeist-
ara — kerfi og efni til að láta fólk
tala, veikjast og deyja.
Njósnanet Ceausescus náði um
allan heim — og um alla Rúmeníu.
Sem dæmi um virknina gerist það
á einum stað að Ceausescu finnst
njósnakerfið innan Rúmeníu ekki
nógu fullkomið og skipar svo fyrir,
að framleiddir skuli nýir símar og
í hverjum þeirra var hljóðnemi —
síðan skuli allar aðrar tegundir af
símum bannaðar.
Annars eyðir Pacepa engum tíma
í að segja frá því hvemig innan-
landsstjórn Ceausescus vann, held-
ur er hann fyrst og fremst að lýsa
samskiptum Ceausescus við um-
heiminn. Ég verð nú að segja eins
og er, að þessi Ceausescu hefur
verið aldeilis makalaus maður. Yfir-
sýn hans var með ólíkindum og
þótt hann hefði mörg þúsund-
manna njósnanet er hreint ótrúlegt
hvað hann gat meðtekið af upplýs-
ingum og tekið ákvarðanir út frá
þeim. Þótt löngu sé orðið ljóst að
Ceausescu var svo siðlaus og
grimmur að jaðraði við ómennsku
var hann greinilega ekki heimskur.
Enda tókst honum að blekkja hálf-
an, ef ekki allan heiminn, lengi
vel. En Pacepa lýsir honum einnig
sem hégómlegum, sjúklega líf-
hræddum og að miklu leyti i haldi
hjá Elenu — konu sinni.
Myndin sem dregin er upp af
Elenu er ótrúleg — og greinilegt
að allir aðstoðarmenn Ceausescus
hötuðu hana eins og pestina. Hún
er kölluð nornin, herfan og þaðan
af verra. Hennar mesta yndi var
að hlusta á upptökur af ástarleikj-
um, sem njósnakerfið sá henni fyr-
ir í kílómetravís. Hún var orðljót,
ofstækisfull og hafði einstakt yndi
af því að niðurlægja alla í kringum
sig — og yfirleitt þegar hún kemur
fram í bókinni er hún einhvers stað-
ar fáklædd að draga karl sinn í
rúmið.
Síðasti hluti bókarinnar fjallar
um heimsókn Ceausescu-hjónanna
til Bandaríkjanna í tíð Carters.
Elena, sem var yfirmaður Efna-
fræðistofnunarinnar — ög átti heilt
ritsafn, með sínu höfundarnafni,
sem aðrir höfðu unnið, hafði ein-
göngu áhuga á heiðursdoktorsnafn-
Við opnun nýja Kirkjuhússins á nýjum stað afhenti framkvæmdastjór-
inn, Edda Möller, biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni, fyrsta ein-
tak nýrrar bókar fyrir börn og unglinga sem heitir „Jesús, maðurinn
sem breytti sögunni.“
bótum og skipaði Pacepa að útvega
þær. Einnig vildi hún láta gefa sér
pelsa og skartgripi. Ceausescu
hafði mestan áhuga á sviðsetning-
unni og heilmikið starfslið sá um
að safna saman DIE-mönnum í
Bandaríkjunum og Kanada til að
hafa huggulega móttöku í rúm-
enska sendiráðinu. Engin mótmæli,
var skipun dagsins. Þrátt fyrir það
urðu heiftarleg mótmæli í New
York-borg, meðan hjónin dvöldust
þar. Og Ceausescu ældi.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru — og bak við þennan ramma
birtast ekki aðeins örlög eins
manns, eða einnar þjóðar, heldur
áhrifin sem spilling þeirra hefur
haft á heiminn. Bókin er nokkuð
stytt í íslenskri þýðingu — og er
það eiginlega miður, því hún er
áhugaverð og fremur skemmtileg
aflestrar. Pacepa dregur ekkert úr
sínum þætti í öllu ógeðinu — hann
hlýddi, þar til hann gat ekki meir
— rétt eins og aðrir nánir starfs-
menn Ceausescus. Og þótt yfir okk-
ur hafi dunið mikið magn af upplýs-
ingum um ástandið í Rúmeníu í
valdatíð Ceausescus er þessi bók
ekki endurtekning — heldur viðbót
— og hefur að geyma heimildir um
hugsunarhátt þessa grimma for-
ingja, sem dáði Hitler í leyni og
geymdi í kvikmyndasafni sínu, spól-
ur með ræðum hans.
Pökkunar-
límbönd
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK - SIMI 687222 -TELEFAX 687295