Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 19

Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 19 að standa á gömlum mel, fortíðin óafturkallanleg þarna á horni Snorrabrautar og Skúlagötu, en sjórinn þó ennþá hinn sami, Ijaran, fjöllin blá. Við sáum nýju dælustöðvarnar á Skúlagötunni, mikið nýjabrum og örugglega ágætar til síns brúks, þær dæla skólpinu þó nokkurn spöl út í sjó, reyndar bráðfyndið hve vel mátti greina hvar það kom út, því þar sat heilt mávager og hossaðist í hring og át „skít“! En hvers vegna var ekki byggð hreinsunarstöð, sem ekki einungis síar burt það allra- allraversta, fyrst verið var að þessu á annað borð? Fjaran í Reykjavík verður hreinni, en hvað um aðrar strendur. Við Bessastaði höfðu ýmsir óskemmtilegir afgangar skolast í land. Ýmis smáatriði bar fyrir augu okkar ferðalanganna, t.d. að brúnn (þ.e. óklórhreinsaður) pappír, virð- ist óþekkt fyrirbæri á Islandi. Und- anfarin ár hefur snjóhvítur klósett-’ og eldhúspappír meira eða minna horfið af markaðnum í Svíþjóð, einnig er orið sjálfsagt mál að bréf- kaffipokar (“filter") séu brúnir. Umslög og annað þess háttar hefur ennig tekið miklum stakkaskiptum, þannig að yfirleitt er hægt að velja vöru sem er „miljövanlig" þ.e. verndar náttúruauðlindir, ef maður vill. Einnig er endurnýting á pappír og innsöfnun hans (þar á ég við dagblöð, auglýsingasnepla o.s.frv.) að verða sjálfsagður hlutur meðal almennings. í hverri einustu mat- vörubúð er tekið á móti áldósum til að koma þeim áleiðis til endur- nýtingar, sama hvað þú ert með margar eða fáar. Eftir að austantjaldslöndin opn- uðust meira og meira, hafa hin geigvænlegu umhverfisvandamál sem þau eiga við að stríða orðið augljós. Þar hefur mengunin gert vatn ónothæft til drykkjar, sjóinn of óhreinan til að baða sig í, valdið sjúkdómum og beinlínis skert lífslengd manna. Þessi vandamál hafa opnað augu margra fyrir að haf og loft eru ekki einkaeign, fyrr eða síðar berast óhreinindi og eitur á milli. íslendingar hafa stundum orð á því í suðaustanátt, að loftið frá meginlandinu sé ekki eins hreint að anda að sér og við eigum ann- ars að venjast. I sömu andrá er yppt öxlum yfir þeirri mengun (t.d. af völdum bifreiða) sem á sér stað hér, því hún ku öll blása á burt í rokinu! Fyrsta kvöldið í Reykjavík borð- uðum við góða ýsu hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti meðan við nutum útsýnisins yfir Elliðavatn gegnum eldhúsgluggann. En svo hófst pílagrímsferðin á ný: Aburð- arverksmiðjan í Gufunesi með sinn gula strók, öskuhaugarnir — sam- ferðamaðurinn var hissa á að fólk PliorgiwiiJi- í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI bjó í raðhúsum alveg „ofaní þessu“, eitthvað spurði hann út í reykinn úr Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi sem sást greinilega í góða veðr- inu, en ég var orðin langþreytt á að svara honum og stakk upp á að við færum í Bláa lónið. Á leiðinni þangað tók ekki betra við, hann vildi ólmur mynda Straumsvík og Stáliðjuna og svo fiskþurrkunina sem er skammt frá. En eftir þetta var ómögulegt að fá hann til að borða harðfisk. Loksins gat ég slappað af í Bláa lóninu og hann var yfir sig hrifinn. Þetta var eins og að baða sig upp úr volgri mjólk! Gufan hafði góð áhrif og margir verða betri til heilsunnar eftir böð á þessum stað, þótt ég hafi ekkert heyrt minnst á geð- heilsu í því sambandi. Ég tók með mér fallega, grænleita steina af botninum til að gefa sænskum vin- um. Næsta dag ætluðum við vestur. Jeppinn var ekki hrokkinn í sundur ennþá, þótt hann væri eiginlega „blæju-jeppi“ og eigandi hans stundum langeygur á eftir upp- hækkuðum „alvöru-slíkum" á blöðrudekkjum og með gijótgrindur að framan. Höfundur er búsett í Svíþjóð og er áhugamaður um umh veríls vernd. MALA- SKÓLINN MÍMIR HEFUR ÁRATUGA REYNSLU f TUNGU- MÁLAKENNSLU Á ÍSLANDI ENSKA ÞÝSKA SPÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA F. ÚTLENDINGA ENSKA FYRIR BÖRN JAPANSKA SÆNSKA O.FL. INNRITUN STENDUR YFIR 10 004 216 55 Málaskólinn Mímir STJÓRNUNARFÉLAG islands ER EIGANDI MALASKÓLANS MlMIS Þ.ÞORGRÍMSSDN &C0 MU RUTLÁND gHU ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 NVt ÞWSStóUNN SKÍLAR BETRI ÁRANGRI Innritun kl. 13-19, Reykjavík 38830, Hafnarfirði 652285 Kennsla hefst 15. september BIODROGA VETURINN 1990 BIODROGA fagnar vetrinum 1990 með it 15 nýjum varalitum it 15 nýjum naglalökkum it og annarri litavöru í takt við það Kynntu þér nýjungarnar ó næsta útsölustað BIODROGA BIODROGA lífrænar jurtasnyrtivörur Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Brá Laugavegi, Ingólfsapótek Kringlunni, Snyrtistofan Rauðarárstíg 27, Snyrtistofa Lilju Grenigrund 7, Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Eyfirð- inga, Húsavíkurapótek, Vestmannaeyjaapótek. ATHYGLISVERT! Frumleg hönnun, gæöi og nýjungar í innri búnaði eru sterkustu einkenni Ármannsfells innréttinganna. Leikur aö litum og fjölbreytt efnisval auövelda þér aö finna nákvæmlega réttu innréttinguna fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.