Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
STRÍÐSÁSTAND VIÐ PERSAFLOA
Birgðaflutningar til
Persaflóasvæðisins:
Danskt
skipafélag
leggnr til
tvöskip
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
DANSKA skipafélagið A. P. Möll-
er hefur boðist til lána tvö af
skipum sínum til þess að flytja
vopn og vistir frá Bandaríkjun
um til Persaflóasvæðisins endur-
gjaldslaust.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, færði Dönum þakk-
ir fyrir boð skipafélagsins á fundi
með utanríkisráðherrum Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) í Brussel
í fyrradag. Þar skoráði hann á
NATO-ríki að leggja til flugvélar
og skip til þess að flytja bandaríska
hermenn til Persaflóasvæðisins.
Skipin, sem A.P. Möller býður
að láni eru Adrian Mærsk og Al-
bert Mærsk. Bandaríkjastjórn hefur
leigt tvö skip frá Mercandia útgerð-
arfélaginu til að flytja vistir og
hergögn til Persaflóasvæðisins og
er Ieigan fyrir þau bæði samtals
85.000 danskar krónur á dag eða
jafnvirði 800.000 ÍSK. Reynst getur
erfitt að manna þau því þar sem
þau koma til með að flytja hergögn
vilja danskir sjómenn ekki skrá sig
á þau nema gegn áhættugreiðslum.
Frakkar ákváðu í gær að verða
við áskorun Bandaríkjamanna og
senda fjögur skip til þess að flytja
hermenn oggögn til Persaflóasvæð-
isins.
Talsmaður varnarmálaráðuneyt-
isins í Ankara, höfuðborg Tyrk-
lands, vísuðu í gær á bug fregnum
þess efnis að tvær tyrkneskar frei-
gátur væru á leið til Persaflóa til
þátttöku í aðgerðum hins alþjóðlega
flota sem þar er_ saman kominn
vegna innrásar íraka í Kúvæt.
Heimildir úr röðum tyrkneska hers-
ins hermdu að tregðu gætti hjá
yfirvöldum í því að senda herlið til
Persaflóasvæðisins.
Eftirlíking
Reuter
Þrettán ára kúvæsk stúlka teiknar nasistaarmband á mynd sem hún
teiknaði af Saddam Hussein íraksforseta í sýningarbás á vörusýningu,
sem nú stendur yfir í Damaskus í Sýrlandi. Við hlið teikningarinnar
er mynd af nasistaforingjan um Adolf Hitler.
Skriður kom-
inn á brott-
flutning
flóttamanna
Amman. Reuter.
UM 300.000 Egyptar og a.m.k.
65.000 Asíubúar bíða þess að
komast til Jórdaníu frá Irak,
að sögn talsmanns hjálparstofn-
unarinnar Rauða hálfmánans í
Irak. A hveijum degi flýja þús-
undir manna yfír landamærin
og bíður þeirra erfíð vist í
flóttamannabúðum í steikjandi
hita þar sem sporðdrekar heija.
Að sögn Klaus Wiersing, full-
trúa Neyðarhjálpar Sameinuðu
þjóðanna (UNDRO), hafa vestræn
ríki bmgðist vel við beiðni um
aðstoð við flóttamenn í Jórdaníu.
Berast nú matvæli og hjálpar-
gögn í miklum mæli og mun það,
að sögn Wiersings, auðvelda að-
hlynningu og bæta vist tugþús-
unda flóttamanna sem hafast við
í hrörlegum búðum í brennandi
hita í jórdönsku eyðimörkinni.
Verulegur skriður er kominn á
brottflutning flóttamanna frá
Jórdan og t.a.m. flaug fjöldi flug-
véla í gær með rúmlega 3.700
flóttamenn til nokkurra Asíuríkja.
Hugmyndir risaveldanna um öryggisbandalag:
Egyptar óttast um hlutleysi sitt
Rabat, Kairo. Reuter.
HUGMYNDIR Bandaríkjamanna um að stofnað verði varnarbanda-
lag í Mið-Austurlöndum, sem hlutu góðar undirtektir Sovétmanna
á Ieiðtogafundinum í Helsinki á sunnudag, hafa valdið óróa í Egypt-
alandi. Þrátt fyrir góð samskipti við Bandaríkin hefur Egyptum
verið mikið í mun að halda í hlutleysið og hafa þeir verið í forystu
arabaríkja í andstöðu við hernaðarbandalög sem risaveldin eiga
aðild að.
Þrátt fyrir sameiginlega yfirlýs-
ingu Míkahíls Gorbatsjovs Sovét-
leiðtoga og George Bush Banda-
ríkjaforseta eftir leiðtogafundinn í
Helsinki sl. sunnudag um að her-
sveitir verði ekki degi lengur í
Saudi-Arabíu en þörf krefur, segja
sumir stjórnmálaskýrendur að orð
Bush um að bandarískar hersveitir
verði á svæðinu þar til öryggis
verði gætt þar á þann hátt sem
Bandaríkjamenn geti sætt sig við,
vera merki um að þeir muni ekki
kalla hermenn sína heim fyrr en
varnarbandalag, hliðhollt Banda-
ríkjamönnum, verður stofnað.
Ibrahim Faraq, framkvæmda-
stjóri Nýja Wafd-flokksins í
Egyptalandi, segir vamarsáttmála
Arababandalagsins áfram munu
standa bestan vörð um öryggi í
arabalöndunum.
Ákvörðun nokkurra aðila Araba-
bandalagsins um að flytja höfuð-
stöðvar þess frá Túnis til Kairo
hefur valdið deilum innan banda-
lagsins. Höfuðstöðvar Araba-
bandalagsins voru fluttar frá Kairo
til Túnis árið 1979 þegar Egyptar
gerðu friðarsáttmála við ísraela og
voru reknir úr bandalaginu fyrir
vikið. Þeim var leyft að ganga í
bandalagið aftur á síðasta ári.
Austur-Þýskaland:
Eiginkonur sovéskra hermanna
mótmæla vegna heimflutnings
Burg, A-Þýskalandi. New York Times.
EIGINKONUR sovéskra hermanna efndu til óvenjulegra tveggja daga
mótmæla í herstöð í Burg í A-Þýskalandi nýlega. Vildu þær láta í ljós
óánægju með að verða fluttar heim til Sovétríkjanna.
Sovéskir hermenn við hreyfanlega SS-12 kjarnorkuflaug í A-Þýskalandi.
■ STOKKHÓLMI- Sovéski flu-
græninginn Míkhaíl Mokretsov
var dæmdur í fjögurra ára fangelsi
í gær fyrir að ræna sovéskri flug-
vél 5. júlí sl. og neyða flugmennina
til að fljúga til Svíþjóðar. Þetta
hefur það í för með sér að Mokr-
etsov verður ekki framseldur til
Sovétríkjanna að afplánun Iokinni,
eins og tveir landar hans sem einn-
ig rændu flugvélum í sumar og létu
snúa þeim til Svíþjóðar.
■ KAUPMANNAHÖFN
- Fimm hvalir hafa verið veiddir
í leyfisleysi við Grænland í sumar;
hnúfubakur við Sukkertoppen,
hrefna við Nuuk, tvær langreyður
við Kangatsiak, ein við Egedesm-
inde og ein í Umanak. 15 smábata-
eigendur í Kangatsiak sem stóðu
að drápi eins hvalsins hafa verið
sektaðir um 1.000 danskar krónur
hver, jafnvirði 9.500 ÍSK.
■ KAUPMANNAHÖFN - Mikil
reiði hefur gripið um sig í Græn-
landi vegna öldu nauðgana. Nýlega
var fjögurra og átta ára stúlkum
nauðgað og í bæ á vesturströndinni
kom maður vilja sínum fram við
24 ára dóttur sína. Þá var 83 ára
konu nauðgað á elliheinmil í Nuuk
og sömu örlög biðu 69 ára gamallar
konu á heimili sínu. Hefur Moses
Olsen, sem fer með félagsmál í
landsstjórninni, fyrirskipað dóm-
stólum að grípa til harðari refsingar
en hingað til nauðgunarmálum og
ýmis kvennasamtök hafa krafist
opinberra umræðna um vandann.
Hans Engell, dómsmálaráðherra
Danmerkur, hefur látið málið til sín
taka í blaðagrein og segir að Græn-
lendingar flýi raunveruleikann með-
an þeir ræði ekki um áfengisneysl-
una og glæpamálin í samhengi.
■ PRAG - Tékkar hafa ákveðið
að hætta þátttöku í umfangsmikl-
um sameiginlegum heræfingum
Varsjárbandalagsins en hyggjast
taka þátt í minniháttar æfingum,
að sögn Miroslavs Vaceks vamar-
málaráðherra. Hann sagði Tékka
vera endurskoða skipulag varnar-
mála sinna og yrði herinn staðsett-
ur meðfram landamærunum í stað
þess að safna honum öllum við vest-
urlandamærin eins og hingað til.
Munu sveitirnar því taka sér stöðu
við landamærin sem liggja að Sov-
étríkjunum í fyrsta sinn frá árinu
1938.
■ SRINAGAR - Að minnsta
kosti 21 maður beið bana í gær er
indverskar hersveitir skutu á lang-
ferðabíl aðskilnaðarsinna frá
Kasmír. Yfirmaður indversku
landamærasveitanna sagði að að-
skilnaðarsinnar hefðu hafið
skothríð er landamæraverðir gáfu
bílstjóranum stöðvunarmerki.
Henni var svarað og sprakk bíllinn
þá í tætlur þar sem hann var hlað-
inn vopnum og sprengiefni.
■ NAIRÓBÍ - Jóhannes Páll
páfi hefur reitt menn sem eru í
forystu baráttunnar gegn alnæmi í
Afríku til reiði með yfirlýsingum
sínum um getnaðarvarnir. I nýlok-
inni 10 daga heimsókn til þriggja
Afríkuríkja fordæmdi páfi notkun
smokks við samfarir en hann hefur
verið talin ein besta vörn við al-
næmi. Sagði páfi að eina leiðin til
að veijast sjúkdómnum væri að
stunda ekki kynlíf utan hjónabands.
■ MOSKVU - Sovéska öryggis-
lögreglan, KGB, bauð sovéskum og
erlendum blaðaniönnum í gær að
heimsækja hið illræmda Lú-
bjanka-fangelsi í Moskvu í gær í
fyrsta sinn. Þar voru pólitískir fang-
ar geymdir og pyntaðir um 30 ára
skeið en margir þeirra báru þar
bein sín. Einnig var blaðamönnun-
um sýnt safn njósnatækja sem sagt
var að bandarískir njósnarar hefðu
verið gómaðir með. Talsmaður KGB
sagði að starfsemi lögreglunnar
væri öllu mannúðlegri en áður.
Nýlega hafa fyrrverandi og núver-
andi KGB-menn hins vegar sagt
að engin breyting hefði orðið á lög-
reglunni frá tímum Stalíns. Hún
væri enn deild í sovéska kommúni-
staflokknum og þar væru í forystu
menn sem andsnúnir væru umbóta-
stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs, leið-
toga flokksins.
í yiðtölum við rússneskar konur
fyrir utan óhijálegar fjölskyldubúð-
irnar kom fram, að með mótmælun-
um væru þær að bregðast við til-
kynningu þess efnis, að 200. vélaher-
deildin ætti í vetur að flytjast frá
þessu austur-þýska sveitaþorpi til
Suður-Rússlands. Þar ættu fjölskyld-
urnar að búa í bráðabirgðahúsnæði
á meðan hermennirnir reistu ný
híbýli fyrir sig og fjölskyldur sínar.
Sovéskur foringi tók svart-hvíta
kvikmynd af mótmælunum og var
hún sýnd í fréttatíma vestur-þýsku
sjónvarpsstöðvarinnar ZDF. Þar sást
kona halda á spjaldi með áletrun-
inni: „Félagi Gorbatsjov, láttu okkur
hafa húsaskjól í Sovétríkjunum!“ og
„Hver á að hugsa um börnin okkar?“
Sjá mátti marga foringja og óbreytta
hermenn á meða! kvennanna og
studdu þeir baráttu þeirra.
Þótt konurnar segðu, að skortur
á húsnæði og vitneskjan um að þær
þyrftu að hírast í einhvern tíma í
óvissu um framtíðina í vetrarkuldum
væri ástæðan fyrir aðgerðum þeirra,
sögðust sumar einnig vera sáróán-
ægðar yfir því, hve skyndilega væri
að brottflutningnum frá A-Þyska-
Iandi staðið. „Sjáið Bandaríkjamenn
og Breta. Hermenn þeirra flytjast á
brott með skipulegum hætti,“ sagði
ung kona. „Við erum rekin af stað
með börn okkar um miðjan vetur og
eigum hvergi húsaskjól.“
Herdeildin í Burg er kölluð heim
samkvæmt einhliða ákvörðun stjóm-
valda í Moskvu á síðasta ári. Brott-
flutningur hennar er ekki hluti af
almennri heimkvaðningu sovéskra
hermanna vegna sameiningar Þyska-
lands. Helmut Kohl, kanslari V-
Þýskalands, og Mikhaíl Gorbatsjov,
forseti Sovétríkjanna, sömdu um það
í júlí í sumar, að 360.000 manna
herlið Sovétmanna og 200.000
manna fylgilið þess skyldi hverfa á
brott frá A-Þýskalandi á fjórum
árum.
Mótmæli kvennanna í Burg endur-
spegla almennan kvíða sovéskra her-
manna yfir því að hverfa aftur heim
til Sovétríkjanna, þar aem almennur
skortur ríkir og ekki er neitt hús-
næði að finna. Talið er að ófremdar-
ástand heima fyrir hafi verið helsta
ástæðan fyrir því, að Gorbatsjov fór
fram á að heimflutningnum yrði
dreift á fjögur ár. Af þessum sökum
samþykktu V-Þjóðverjar einnig að
reisa tugþúsunda nýrra herskála í
Sovétríkjunum.
Rainer Eppelmann, varnarmála-
ráðherra A-Þýskalands, segir að hver
einasti sovéskur hermaður sé kvíða-
fullur yfir framtíð sinni. „Þeir verða
að kveðja súkkulaði-landið og standa
frammi fyrir skortinum heima hjá
sér.“ í Þyskalandi hafa sovéskir her-
foringjar fengið um_ 1000 vestur-
þýsk mörk (36 þús. ÍSK) á mánuði
síðan myntbreyting var framkvæmd
1. júlí sl. Austur-Þjóðveijar báru
kostnað af dvöl liðsins og V-Þjóðveij-
ar öxluðu þá byrði eftir myntbreyt-
inguna. Fyrir þessa peninga geta
sovésku foringjarnir annað hvort
keypt sér birgðir af vestrænum varn-
ingi og bíla eða safnað fúlgu af rúbl-
um með því að skipta mörkunum á
svörtum markaði.