Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 23

Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 23 Bretland: Bretar o g Frakkar beijast um latnbakjöt St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VELSKIR bændur kröfðust þess um helgina, að allur innflutningur á frönskum vörum yrði bannaður vegna árása franskra bænda á flutningabíla með lömb frá Wales. Bresk yfirvöld hafa mótmælt árásunum harðlega. I gær stöðvuðu franskir bændur flutningabíl sem kom frá Bretlandi með 600 fjár. Þeir gáfu kindunum að éta og drekka, smöluðu þeim aftur inn í bílinn og sendu hann heim. Þetta gerðu þeir til að sýna að þeir hafa mildað aðferðirnar í barát- tunni gegn kjötinnflutningi. í síðustu viku réðust franskir bændur hvað eftir annað á breska flutningabíla, sem fluttu lömb frá Wales til slátrunar í Frakklandi. Á fimmtudag var franskur flutn- ingabíll stöðvaður í Englandi og bílstjórinn barinn til óbóta. Bresk yfírvöld hafa mótmælt þessum árásum harðlega og krafist þess, að árásarmennirnir verði dregnir fyrir dóm. Hafin var rann- sókn í fyrsta málinu í Frakklandi fyrir síðustu helgi, næstum hálfum mánuði eftir fyrstu árásina. Velskir bændur hafa krafist þess, að gripið verði til viðskipta- banns á franskar vörur í Bret- landi. Búðir í Wales hafa sumar neitað að selja franskar vörur vegna þessara árása. Bændur í Wales sögðust gn'pa til sinna ráða, ef yfirvöld gerðu ekki eitthvað. Dýraverndunarfélög hafa krafist þess að útflutningi á lifandi fénaði verði hætt. Yfirvöld segja, að ekki sé hægt að banna þennan útflutning vegna reglna EB. Útflutningur Breta til Frakklands á lömbum og kjöt- skrokkum er mikill. Á síðasta ári fluttu þeir út lömb til slátrunar i Frakklandi fyrir um hálfan milljarð ÍSK og skrokka fyrir tæpa 30 millj- arða ISK. Mikið framboð á lambakjöti í Frakklandi hefur lækkað verð þar svo mjög, að bændur þar segjast vera á barmi gjaldþrots. Það er ódýrara að ala lamb í Bretlandi en Frakklandi. Markaður fyrir lambakjöt við “ Persaflóa hefur nú lokast vegna átakanna þar. írar hafa flutt þang- að mikið af lambakjöti. Velskir bændur óttast, að írskt lambakjöt flæði yfir markaðinn í Bretlandi og Frakklandi á næstunni og lækki verð enn frekar. Hlerunarbúnaður í kirkjutumi í Tallinn Hclsinki. Reuter. ÞINGMAÐUR á eistneska þinginu hefur ásakað sovésku öryggis- lögregluna, KGB, um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í kirkju- turni í höfuðborg Eistlands, Tallinn, og krafíst þess að hann verði fjarlægður, að sögn dagblaðs í Eistlandi. Finnska dagblaðið Uusi Suomi sagði á þriðjudag að eistneska dagblaðið Paevaleht hefði greint frá því að búnaðurinn væri notað- ur til að hlera símtöl í Finnlandi og Svíþjóð, þ.á m. fjarskipti hers- ins. Paevaleht vitnaði í Luri Liim, þingmann efri deildar eistneska þingsins, sem sagði að búnaður- inn, sem hefði verið komið fyrir árið 1980 fyrir Ólympíuleikana í Moskvu, væri í Olevist-kirkjunni í Tallinn. Keppni í siglingum á Ólympíu- leikunum fór fram fyrir strönd Eistlands, um 80 km frá strönd Finnlands. Liim, sem gagnrýndi starfsfólk kirkjunnar fyrir að hafa haldið vitneskju um búnaðinn leyndri, krafðist þess að hann yrði fjar- lægður og að kirkjuturninn yrði opnaður almenningi, sagði í Paev- aleht. GERMANIA 70 ÁRA Afmælissamkoma í íslensku Óperunni laugardaginn 15. septemberkl. 16.00 Dagskrá: 1. Setning: Þorvarður Alfonsson, formaður Germaniu 2. Kammersveit Reykjavíkur leikur 3. Ræða: Próf. Dr. Ottó Wulff, þingmaður, Bonn. „Vielfalt der europáischen Kultur-Bereicher- ung oder uberlebter Regionalismus?" 4. Einsöngur: Gunnar Guðbjörnsson, tenór við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. ★ ★ ★ Kynnir: GísliAlfreðsson, Þjóðleikhússtjóri. ★ ★ ★ Aðgangur ókeypis og öllum heimill Reuter „Pepsídós “ í Peking Kínverji virðir fyrir sér risastóra uppblásna „pepsídós“ sem komið hefur verið upp í Peking til þess að draga athygli vegfarenda að nýjum veitingastað Pizza Hut-keðjunnar í borginni. Austur-Þýskaland: Liðsmanni Stasi falið að upp- ræta örygg- islögregluna Austur-Berlín. Reuter. PETER-Michel Diestel, innanrík- isráðherra Austur-Þýskalands, staðfesti í gær að erfiðlega gengi að uppræta öryggislögregluna ill- ræmdu, Stasi, sem kommúnistar ráku er þeir voru einráðir í landinu. Sagði Diestel að m.a. hefði komið í ljós að aðstoðarmað- ur hans, sem ætlað var að fylgjast með framgangi þessa þjóðþrifa- máls, hefði sjálfur verið á mála hjá öryggislögreglunni. Diestel sagði að aðstoðarmaður sinn hefði verið leystur frá störfum. Hann gat þess að fyrrum starfs- mönnum Stasi hefði ýmist tekist að eyða ýmsum leynilegum skjölum eða breyta þeim. Þá hefðu nokkrir félag- ar í borgaranefndunum svonefndu, sem falið var það verkefni að rann- saka starfsemi öryggislögreglunnar, selt skjöl og leynilegar upplýsingar og hefði það framferði þeirra valdið nokkrum vanda. Rainer Eppelmann, sem fer með afvopnunar- og varnarmál innan austur-þýsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær að hann hefði ákveðið að láta eyða skjölum er Vörðuðu alla 500 starfsmenn leyniþjónustu austur-þýska. hersins. Hefði það ver- ið gert til að koma í veg fyrir að mennirnir yrðu ákærðir fyrir njósnir eftir að þýsku ríkin tvö hefðu samein- ast. Lét Eppelmann þess getið að Wolfgang Schauble, innanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, hefði talið þetta eðilegan framgangsmáta. vsk'4ö V; irðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðslan nærtit: • Vinnu manna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa. • Vinnu manna við endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði. Endurgreiðslu fá þeir sem byggja á eigin kostnað íbúðarhúsnæði sem ætlað ertil sölu eða eigin nota á eigin lóð eða leigulóð. Sækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem lögheimili umsækjandans er. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging íbúðarhúsnæðis til eigin nota. A i thygli skal vakin á því að um- sækjandi verður að geta lagt fram umbeð- in gögn, t.d. sölureikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil vegna nýbyggingar og verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl o.s.frv. Umsókn skal berast skattstjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Uppgjörstímabil vegna endurbóta eða viðhalds er aldrei styttra en almanaksár. Umsókn skal berast skattstjóra eigi síðar en 15. janúar árið eftir að endurbætur eða viðhald áttu sér stað. Nánari upplýsingar veita RSK og skatt- stjórar um land allt. ^SSu&atts er ve&na RSK RÍKISSKATTSUÓRl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.