Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
27
Minkar
skotnir við
höfnina á
ísafirði
ísafirði.
MENN sem vinna við Sunda-
höfn á Isafirði hafa orðið varir
við mink endrum og eins og á
síðasta ári var einn drepinn inni
á gólfi í einni rækjuverksmiðj-
unni. Að morgni sunnudags
skaut Birkir Þorsteinsson oliu-
afgreiðslumaður tvo minka á
grjótgarði við höfnina.
Birkir sagði að þarna væri um
ung dýr að ræða og nokkuð víst
að greni væri þarna í görðunum.
í hvassri austanátt og hásjávuðu
hafa ungarnir hrakist út úr gren-
inu, en þeir fullorðnu gætt sín
betur. Þarna er mikið æti frá fisk-
iðjuverunum og því gósenland fyr-
ir minkinn.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Minkurinn virðist vera farinn að
búa um sig í nábýli við manninn.
Þessi tvö ungdýr voru unnin á
athafnasvæði ísaijarðarhafnar
og taldi minkabaninrr; Birkir
Þorsteinsson, nokkuð víst að þar
hafi minkur haldið sig að stað-
aldri síðustu árin.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
11. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verft verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 94,00 79,00 84,06 4,440 373.308
Þorskursmár 73,00 73,00 73,00 0,523 38.251
Ýsa 107,00 90,00 96,55 1,011 97.617
Ufsi 35,00 35,00 35,00 0,153 5.355
Steinbítur 98,00 96,00 96,52 0,058 5.598
Lúða 300,00 300,00 300,00 0,018 5.400
Koli 99,00 99,00 99,00 0,926 91.674
Samtals 86,55 7,130 617.203
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 97,00 80,00 89,48 6,183 553.255
Ýsa 137,00 50,00" 115,72 8,353 966.617
Karfi 38,00 34,00 34,03 3,413 116.130
Ufsi 43,00 10,00 41,21 3,711 152,940
Steinbítur 90,00 79,00 80,11 1,371 109.827
Langa 55,00 55,00 55,00 1,041 57.255
Skarkoli 114,00 30,00 106,77 0,444 47.404
Keila 34,00 34,00 34,00 0,589 20.026
Blandað 20,00 20,00 20,00 0,109 2.180
Undirmál 74,00 74,00 74,00 0,408 30.192
Samtals 370,00 10,00 88,15 25,687 2.264.291
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 94,00 60,00 89,47 2,118 189.504
Ýsa 131,00 50,00 100,13 1,968 197.047
Karfi 52,00 52,00 52,00 2,429 126.309
Ufsi 36,00 36,00 36,00 0,089 3.204
Lúða 340,00 195,00 260,33 0,637 165.830
Skarkoli 64,00 64,00 64,00 0,016 1.024
Koli 72,00 72,00 72,00 0,475 34.200
Lax 155,00 155,00 155,00 0,121 18.755
Keila 40,00 40,00 40,00 0,911 36.474
Langa 53,00 53,00 53,00 0,419 22.207
Skata 74,00 74,00 74,00 0,005 370
Skötuselur 300,00 74,00 149,54 0,078 11.664
Gellur 160,00 160,00 160,00 0,033 5.280
Samtals 87,30 9,230 811.868
Selt var úr dagróðrabátum og úr Happasæl 4 kör af þorski. Einnig var seld-
ur afli úr Þuríði Halldórsdóttur.
Olíuverð á Rotterdam-markaði
1. ág. -10. sept., dollarar hvert tonn
ÐENSIN
-407/
404
W 358/ ~ 354
Blýlaust-
10. 17. 24. 31. 7. sept.
425"
375"
350“
325'
300
275
GASOLIA
150-
A-r^ -TÍr
10. 17. 24. 31. 7. sept.
Aðalfundur samtaka sunnlenskra sveitarfélaga:
Raforka í heildsölu verði á
einni hendi og verðið jafnað
Selfossi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hluti fundarnianna á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
AÐALFUNDUR Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga var haldinn
6. og 7. september. Fundinn sóttu
um 90 sveitarstjórnarmenn úr
Suðurlandskjördæmi. I ályktun
um orkumál er skorað á sljórn-
völd að gera ráðstafanir til jöfn-
unar raforkuverðs í landinu og
ennfremur að sala á raforku sé
þannig skipulögð að- ekki sé
nema einn heildsöluaðili. Þá var
þeim tilmælum beint til stjórn-
valda að veita aukna aðstoð til
hitaveitna sem staðið hafa í
kostnaðarsainri uppbyggingu á
undanförnum árum. I samgöngu-
málum er meðal annars skorað
á stjórnvöld að taka fullnaðar-
ákvörðun um smíði nýs Heijólfs
ásamt tilheyrandi aðstöðu í landi.
Aðalfundurinn fagnaði fyrirhug-
uðum flutningi kjötvinnslu Sláturfé-
lags Suðurlands til Hvolsvallar og
skorar á ríkisstjórnina að fylgja
málinu þannig eftir að flutningurinn
geti átt sér stað næsta vor. í álykt-
un um atvinnumál er því beint til
landbúnaðarráðherra að við gerð
nýs búvörusamnings verði tillit tek-
ið til nálægðar mjólkurframleiðenda
við markaðinn sem þýðir að mjólk-
urframleiðsla fái að aukast á Suð-
urlandi. Fagnað er fram komnum
hugmyndum um byggingu þilplötu-
verksmiðju og lagt er til að henni
verði fundinn staður í Þorlákshöfn.
í samgöngumálum er lögð
áhersla á að framkvæmdir við nýja
Markarfljótsbrú heíjist nú þegar og
þvi verki verði lokið á næsta ári.
Skorað er á þingmenn að beita sér
fyrir brúargerð á Kúðafljóti í beinu
framhaldi af framkvæmdum við
Markarfljót. Ennfremur að endur-
bætur á þjóðvegi 1 vestan Víkur í
Mýrdal frá Eldhrauni að Kirkjubæj-
arklaustri verði gerðar hið fyrsta.
Skorað er á stjórn vegamála að
leggja áherslu á að lítið uppbyggðir
og snjóþungir vegir hafi forgang í
uppbyggingu vegakerfisins og
bendir á að með því megi spara
stórfé við snjómokstur þegar til
lengri tíma sé litið. Þá er lögð
áhersla á að þjóðvegi 1 í kjördæm-
inu verði haldið opnum alla virka
daga yfir vetrarmánuðina.
Fundurinn beinir því til hlutað-
eigandi yfirvalda að haldið verði
áfram þeirri uppbyggingu á sjó-
varnargörðum á ströndinni frá Sel-
vogi að Knarrarósi sem hafin var
eftir náttúruhamfarirnar 9. janúar
síðastliðinn.
Fundurinn ítrekar nauðsyn þess
að fjármagni sé veitt til fyrir-
hleðslna vegna ágangs vatns og
sjávar í kjördæminu. Fagnað er
byggingu brúar á Tungufljót og
minnt á nauðsyn þess að tengja
uppsveitir Árnessýslu með brúar-
gerð.
Aðalfundurinn samþykkti að fela
nýkjörinni stjórn að koma með til-
lögu fyrir næsta aðalfund í april
1991 um framtíðarskipan samtak-
anna og hvaða verkefni þau skuli
annast. Jafnframt verði stjórninni
falið að leita leiða til að afla auk-
inna sértekna vegna sérgreindrar
þjónustu. Þá er stjórninni falið að
koma með tillögur úm það hvemig
húsnæðismálum samtakanna verði
háttað miðað við hagkvæma nýt-
ingu fjármagns.
Fram kom í umræðum að sveitar-
stjórnarmenn vilja gera starf sam-
takanna markvissara og forðast
óþarfa ljárfestingar sem leiði til
aukins beins kostnaðar hjá sveitar-
félögum í gegnum árgjald til sam-
takanna. Argjaldið var hækkað úr
220 krónum 1989 í 350 krónur
fyrir 1990 en tillaga stjórnar var
um 400 krónur fyrir yfirstandandi
ár. Hækkunin er að mestu leyti til
komin vegna húsnæðiskaupa sam-
takanna en þau eru til húsa á Aust-
urvegi 2 á Selfóssi, í gamla Kaupfé-
lagshúsinu. Sig. Jóns.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
7. -10. september 1990
Um helgina voru 494 verkefni
bókfærð í dagbók lögreglunnar.
Bókfærð verkefni síðastliðinnar
viku, frá mánudegi til mánudags,
voru alls um 1.188.
Tilkynnt var um 55 umferðar-
óhöpp um helgina. Þar af voru 8
umferðarslys og í þremur tilvikum
er grunur um að ökumenn hafi
verið undir áhrifum áfengis. Um
’hádegi á föstudag slösuðust öku-
menn tveggja bifreiða eftir harðan
árekstur á Breiðholtsbraut við
Norðurfell. Um líkt leyti varð gang-
andi vegfarandi fyrir bifreið á Mi-
klubraut við Réttarholtsveg. Um
miðjan dag á föstudag varð gang-
andi vegfarandi fyrir strætisvagni
á Lönguhlíð við Skaftahlíð. Að
kvöldi föstudags slasaðist tvennt í
árekstri tveggja bifreiða á Suður-
Iandsvegi við Breiðholtsbraut.
Skömmu fyrir hádegi á laugardag
slasaðist ökumaður í árekstri á
Hringbraut gegnt Landspítalanum
og á sunnudagsnótt varð gangandi
vegfarandi fyrir bifreið á Hverfis-
götu. Ökumaðurinn ók á brott eftir
óhappið. Mikið hefur verið um
umferðarslys undanfarnar vikur og
er full ástæða til þess að hvetja
fólk til þess að fara varlega.
30 sinnum var veitt aðstoð við
að komast inn f læstar bifreiðir og
7 sinnum inn í læstar fbúðir.
Tilkynnt var um 9 innbrot og 7
þjófnaði. M-a. var brotist inn í bif-
reiðir við Reiðhöllina á meðan
hljómleikar stóðu þar yfir á laugar-
dagskvöld, maður var handtekinn
við innbrot f hús í vesturbænum
aðfaranótt sunnudags, brotist var
inn í geymslur húss við Kapla-
skjólsveg og brotist var inn í pylsu-
vagn í Breiðholti aðfaranótt mánu-
dags. í flestum þjófnaðartilvikun-
um var stolið úr veskjum fólks á
veitingastöðum, bæði starfsfólks
og annarra. Þá voru tveir menn
kærðir fyrir búðahnupl í Kringlunni
á föstudag.
Ungur blaðburðardrengur var
rændur 12.000 kr. við ísbúðina á
Hjarðarhaga á sunnudagskvöld.
Þar voru að verki tveir 16-17 ára
drengir. Þeir eru ófundnir.
Fimm ökutækjum var stolið um
helgina. Einu þeirra var ekið á
ljósastaur og annað fannst á kafi
í Hafravatni.
Þrisvar var óskað aðstoðar
vegna greiðslukortasvika.
21 var kærður fyrir of hraðan
akstur, 8 vegna gruns um ölvun
við akstur, 4 fyrir að virða ekki
rauða ljósið og 52 fyrir önnur
umferðarlagabrot. Einn var stöðv-
aður réttindalaus í helgarumferð-
inni.
í’ilkynnt var um 3 skemmdar-
verk, 11 rúðubrot og 4 líkams-
meiðsl. í flestum tilvikum Iét fólk
skapsmuni sína bitna á mannlaus-
um bifreiðum. Ökumaður veittist
að farþega í bifreið og tók af hon-
um verðmæti. Flytja varð farþeg-
ann á slysadeild vegna meiðsla.
Ibúi réðst að nágranna sínum. Þá
var piltur bitinn f Austurstræti
aðfaranótt sunnudags svo flytja
varð hann á slysadeild. „Bitvargur-
inn“ var færður í fangageymslu.
Ekki viðraði vel til útivistar að
næturlagi um helgina og setti það
mark sitt á dagbókina.
50 manns gistu fangageymslur
lögreglunnar. 12 þeirra voru færðir
fyrir dómara að morgni og var
gert að leggja fram að meðaltali 8
þús. kr. í sáttagreiðslur. Vegna
vandamála heima fyrir þurfti
áfengisvamarfulltrúi að sinna
nokkrum, nokkrir voru færðir til
frekari skýrslutöku og öðrum var
sleppt. Athyglisvert er að 16 þess-
ara 50 óskuðu sjálfir gistingar í
fangageymslu lögreglunnar þar
sem þeir áttu ekki í önnur hús að
venda. Svo er að sjá sem aðkall-
andi sé að skoða þróun mála er
varðar þessa einstaklinga með
hugsanlegar úrbætur í huga. Á
síðasta ári voru 1.267 slíkar gist-
ingar skráðar hjá lögreglunni og
ekki lítur út fyrir að þeim fækki í
ár. Hér er um að ræða fólk sem á
sér fáa málsvara, ber ekki erfið-
leika sína á torg, hefur ekki hátt
í fjölmiðlurn en þarfnast hvað
mestrar aðstoðar.
Taka þurfti áfengi af unglingum
fyrir utan verslun ÁTVR í Kringl-
unni á föstudag. Þá þurfti að færa
mann, sem keypt hafði þar áfengi
fyrir unglinga, á stöðina til skýrslu-
töku.
Hljómleikar voru í Reiðhöllinni á
föstudags- og laugardagskvöld.
Þeir voru vel sóttir. Lögreglan
þurfti lítil afskipti að hafa af gest-
um þó ölvun hafi verið talsverð.
Flytja varð ungan dreng á slysa-
deild á föstudag eftir að hundur
hafði bitið hann í nánd við Tungu-
veg. Hundurinn fannst ekki.
Tveimur „Molotov-kokteilum“
var kastað að Stjórnarráðinu að-
faranótt laugardags. Annar lenti í
grasinu en hinn á byggingunni.
Nálægir lögreglumenn slökktu eld-
inn og handtóku skemmdarvarg-
inn.
Ölvaður maður var handtekinn
á heimili sínu eftir að hafa reynt
að „gabba“ lögreglu og sjúkralið
um helgina. Hann hafði leikið þann
ljóta leik að tilkynna um drukkn-
andi mann í sjónum við Gullinbrú.
r’