Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
37
Miniiing:
Stefán G. Björnsson
fv. ffamkvæmdastjóri
Fæddur 17. júní 1906
Dáinn 2. september 1990
í dag er til moldar borinn Stefán
G. Björnsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sjóvátryggingafélags
íslands hf. Stefán fæddist á Djúpa-
vogi þann 17. júní 1906 og var því
84 ára er hann lést 2. september
sl. Foreldrar Stefáns voru hjónin
Margrét K. Jónsdóttir og Björn
Stefánsson, verslunarstjóri. Stefán
kvæntistárið 1931 Sigríði Jónsdótt-
ur frá Móum, stýrimanns Árnason-
ar og konu hans, Ragnhildar Jóns-
dóttur. Þau eignuðust þijá syni,
Olaf Walter, Björn og Jón Ragnar.
Að loknu gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1922 hóf hann störf á Vátrygginga-
stofu Axels V. Tuliniusar. Þar með
var starfsvettvangur Stefáns mark-
aður, því næstu 49 árin starfaði
hann við vátryggingar. Innlend vá-
tryggingastarfsemi var á þessum
árum að stíga sín fyrstu skref sem
hluti uppbyggingar íslensks at-
vinnulífs, fyrst með stofnun Bruna-
bótafélags íslands 1915 og síðan
með stofnun Sjóvátryggingafélags
íslands hf. árið 1918.
Þann 1. júlí 1925 réðst Stefán
sem skrifstofumaður til Sjóvátrygg-
ingafélagsins. Ári síðár varð hann
gjaldkeri og frá 1938 til 1957 aðal-
gjaldkeri og skrifstofustjóri félags-
ins. Er Brynjólfur Stefánsson, mag-
ister, lét af störfum framkvæmda-
stjóra Sjóvátryggingafélagsins 1.
desember 1957 tók Stefán við og
gegndi því starfi til 1. október 1971,
er hann settist í helgan stein, eftir
langan og farsælan feril sem vá-
tryggingamaður. Hann var þátttak-
andi og frumkvöðull í þeirri mikil-
vægu þróun er átti sér stað þegar
vátryggingastarfsemin var að flytj-
ast í hendur íslenskra félaga, en
erlend félög, einkum dönsk, höfðu
rekið hér umboðsskrifstofur um
nokkurt skeið.
Eins og nafn Sjóvátryggingafé-
lagsins bar með sér annaðist það
einungis sjótryggingar fyrstu árin.
Nýjum deildum var bætt við smám
saman, brunadeild 1925, líftrygg-
ingadeild 1934, bifreiðadeild 1937
og ábyrgðardeild 1953, svo nokkuð
sé nefnt. En Stefán var ekki einung-
is þátttakandi í þessari uppbygg-
ingu Sjóvátryggingafélagsins. Þeg-
ar íslenskum vátryggingafélögum
ijölgaði og þeim óx fiskur um
hrygg, þá varð forystumönnum fé-
laganna ljóst, að nauðsyn bæri til
að standa saman um hagsmuni, er
vörðuðu vátryggingafélögin í heild.
Við stofnun Sambands íslenskra
tryggingafélaga (SÍT) 1960 var
Stefán kjörinn fyrsti formaður
stjórnar og sat nær óslitið í stjórn
SIT til 1972, þar af 7 ár sem for-
maður. í viðurkenningarskyni fyrir-
gifturík störf í þágu váti-ygginga-
starfsemi á íslandi og forystu í
málefnum SÍT var Stefán gerður
að fyrsta heiðursfélaga Sambands
ísl. tryggingafélaga, er hann lét af
störfum. Auk þess sat Stefán í
ýmsum öðrum stjórnum er snertu
vátryggingar, m.a. íslenskrar end-
urtryggingar og Björgunarfélags-
ins hf. Þá gegndi Stefán starfi
framkvæmdastjóra Könnunar hf.
(Lloyd’s Agents) árin 1968 til 1971.
Áhuga Stefáns á félagsmálum á
breiðum grundvelli var við brugðið.
Hann var áhugasamur um útivist,
bæði ferð.alög og skíðagöngur.
Hann sat í stjórnum og var heiðurs-
félagi Glímufélagsins Ármanns og
Skíðafélags Reykjavíkur. Stefán
var félagi í Oddfellow og var kjör-
inn til margvíslegra trúnaðarstarfa
innan reglunnar.
Stefán sat í stjórn Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur og var
jafnframt heiðursfélagi. Hann var
í varastjóm og stjórn Verslunar-
ráðsins frá 1952 til 1971. Mörg
önnur trúnaðarstörf tókst hann á
hendur sem ekki verða gerð skil hér.
Er Rotaryklúbburinn Reykjavík-
Austurbær var stofnaður 1963 var
Stefán í hópi stofnenda og enn á
ný var Stefán gerður að heiðursfé-
laga. Þeim er þessar línur ritar er
mjög ljúft að minnast þess hve
hugulsamir og nærgætnir synir
Stefáns voru, er þeir mættu með
honum á fundi í Rotary, þegar
heilsu hans tók að hnigna hin síðari
ár. Það mátti glöggt skynja ánægju
hans, enda þótt hann ætti erfitt
með mál.
í stjórn Sjóvátryggingafélagsins
sátu margir landskunnir athafna-
menn á sviði útgerðar, kaupsýslu
og iðnaðar. Með þessum mönnum
átti Stefán samleið og þeir treystu
honum og völdu til forystu.
Sjóvátiyggingafélagið átti alla
tíð því láni að fagna að hafa gott
starfsfólk í þjónustu sinni. Allmarg-
ir unnu nær allan sinn starfsferil
hjá félaginu eða í um 50 ár. Stefán
var í þessum hópi og var hann virt-
ur af samstarfsmönnum sínum, sem
og viðskiptavinum. Stefán var
þekktur fyrir drengskap og velvilja.
Að Stefáni G. Björnssyni gengn-
um má segja að vissum kafla í þró-
un íslenskrar vátryggingastarfsemi
sé lokið.
Eg votta frú Sigríði, sonum
þeirra og öðrum aðstandendum
samúð mína. Jafnframt flyt ég inni-
legar samúðarkveðjur stjórnar og
starfsmanna Sjóvá-Almennra
trygginga hf.
Einar Sveinsson
Stefán G. Björnsson var fæddur
á Djúpavogi 17. júní 1906, þar sem
faðir hans var verslunarstjóri. Þeg-
ar íjölskyldan fiuttist til Reykjavík-
ur starfaði Stefán fyrst hjá Vá-
tryggingastofu Axels V. Tulinius
og seinna hjá Sjóvá, fyrst sem gjald-
keri og varð síðan forstjóri.
Hjá Skíðafélagi Reykjavíkur
starfaði Stefán í mörg ár og þegar
Kristján Ó. Skagfjörð hætti sem
formaður, tók Stefán við. í for-
mannstíð hans breyttist margt í
Skíðaskálanum í Hveradölum, ljós
voru sett í svigbrekkur og göngu-
brautir lagðar. Skíðaskálinn var
eftirsóttur áningarstaður fyrir
Reykvíkinga, oftast um helgar var
fullt út úr dyrum. Mörg skíðamót
voru haldin á vegum Skíðafélags
Reykjavíkur og var Stefán oftast
mótsstjóri.
Stefán var félagi í „Litla Skíðafé-
laginu“ og fóru þeir félagarnir
marga frægðarför um hálendi ís-
lands. Stefán var heiðursfélagi í
Skíðafélagi Reykjavíkur. Súlurnar
tvær ofan við Skíðaskálann lét Stef-
án reisa í minningu L.H. Múller og
Kristjáns Ó. Skagfjörð.
Skíðafélag Reykjavíkur sendir
ættingjum Stefáns innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd Skíðafélags
Reykjavíkur,
Ellen Sighvatsson.
Látinn er á 85. aldursári Stefán
G. Björnsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sjóvátryggingafélags
íslands hf. og heiðursfélagi Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga.
Stefán var ungur að árum er
hann árið 1925 réðst til starfa hjá
Sjóvátryggingafélagi íslands hf., en
áður en hann hóf störf þar hafði
hann um nokkurt skeið unnið á
Vátryggingastofu A.V. Túliníusar.
Saga íslenskrar vátryggingastarf-
semi var og ekki löng orðin um þær
mundir, sem Stefán valdi sér ævi-
starf. Stefán gegndi störfum hjá
Sjóvátryggingafélagi íslands hf. í
ríflega 45 ár, þar af hafði hann
gegnt stöðu framkvæmdastjóra í
tæp 15 ár, er hann lét af störfum
árið 1971. Á þessum árum varð
stórstíg þróun í vátryggingum og
vátryggingastarfsemi hér á landi.
íslensk vátryggingafélag tóku að
hasla sér völl í stöðugt fleiri vá-
tryggingagreinum og vátryggingar
sem áður voru að verulegu leyti
sóttar til erlendra vátryggingafé-
laga, færðust á íslenskar hendur.
Stefán hafði mikil áhrif á þessa
framþróun, bæði sem stjórnandi
eins hinna stærri almennu vátrygg-
ingafélaga, og einnig sem forystu-
maður um framgang ýmissa sam-
eiginlegra hagsmunamála á sviði
vátrygginga.
I þessum fátæklegu línum er
ekki unnt að gera skil sem vert
væri framlagi Stefáns tú íslenskrar
vátryggingastarfsemi. Ástæða er
þó til að nefna að m.a. fyrir for-
göngu Stefáns var Samband
íslenskra tryggingafélaga stofnað
árið 1960. Var Stefán kjörinn fyrsti
formaður SÍT. Sat hann löngum í
stjórn þess eða í 10 ár og þar af 7
ár sem formaður. Sem formaður
beitti Stefán sér fyrir stofnun
Tryggingaskóla SÍT, sem tók til
starfa árið 1962. Tryggingaskólinn
er enn við lýði og hefur reynst vá-
tryggingafélögunum ómetanlegur í
sambandi við menntun og fræðslu
starfsfólks vátryggingafélaganna.
Ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
innan samtaka vátryggingafélag-
anna gegndi Stefán, en fyrir mikil
og giftudijúg störf í þágu SÍT og
íslenskrar vátryggingastarfsemi
var Stefán kjörinn fyrsti heiðursfé-
lagi SÍT árið 1972. Er hann annar
af aðeins tveimur sem þess heiðurs
hafa notið. Eftir að Stefán lét af
störfum hjá Sjóvátryggingafélagi
íslands hf. leitaðist hann jafnan við
að fylgjast með því sem í deiglu
var á vátryggingasviði. Jafnframt
gerði hann sér far um ásamt ágætri
konu sinni, frú Sigríði Jónsdóttur,
að halda góðum tengslum við vá-
tryggingamenn.
Með Stefáni G. Bjömssyni er
genginn góður og gegn vátrygg-
ingamaður. Undirritaður leyfir sér
f.h. Sambands íslenskra trygginga-
félaga að þakka honum farsæl störf
að vátryggingamálefnum og rækt-
arsemi hans við vátryggingamenn.
Innilegar samúðarkveðjur eru færð-
ar frú Sigríði og sonum þeirra
hjóna.
Ingi R. Helgason,
formaður Sambands
íslenskra tryggingafélaga.
t
14.
BRYNJA RIIS JENSEN,
verður jarðsungin frá kapellu Akureyrarkirkju föstudaginn
september kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristján. H. Ingólfsson.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför dóttur minnar og systur okkar,
ERLU BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Suðurgötu 24,
Sauðárkróki.
Emilía Lárusdóttir og systkini hinnar látnu.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ELÍSABETAR TÓMASDÓTTUR,
Tómasarhúsi,
Eskifirði.
Hjalti Jónsson,
Tómas Hjaltason, Björg Sigurðardóttir,
Guðjón Hjaltason,
Elín Hjaltadóttir, Einar Eyjólfsson
og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem með minningagjöf-
um, þlómum og hlýjum handtökum, auðsýndu okkur samúð og
heiðruðu minningu mannsins míns, föður okkar, tengdaföður,
afa, og langafa,
JÓNS SIGURÐSSONAR,
Hrepphólum,
Hrunamannahreppi.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Heilsugæslu-
stöðvarinnar í Laugarási fyrir margra ára aðstoð. Einnig læknum
og starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands.
Guð blessi ykkur öll.
Elísabet Kristjánsd.óttir,
Elín Jónsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir Ek,
Sigurður Jónsson,
Stefán Jónsson,
Guðjón Jónsson,
Kristján Jónsson,.
GunnarJónsson,
Anna Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Katrín Ólafsdóttir,
Guðmunda Ólafsdóttir,
Guðrún Ásta Gottskálksdóttir,
Sigríður Karlsdóttir,
Sigurður Kristinsson,
t
Innilega þökk færum við öllum þeim er auðsýndu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa
KJARTANS JÓHANNESSONAR,
Karfavogi 34.
Sérstaklega þökkum við Tryggva Ásmundssyni, lækni og starfs-
fólki á lungnadeild Vífilsstaðaspítala fyrir mikla og góða hjálp.
Valgerður Jónsdóttir,
börn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNSTEINS JÓHANNSSONAR,
Þórufelli 12,
Reykjavík.
Sigrún Gunnsteinsdóttir Head, Stephen P. Head,
Sigurður Gunnsteinsson, Guðmunda Jóhannsdóttir,
Egill Gunnsteinsson, Svanhildur Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU HALLDÓRU HELGADÓTTUR,
Álfaskeiði 4,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi S. Guðmundsson, Hera Guðjónsdóttir,
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Sigurður Jakobsson,
Árni Aðalsteinsson,
Hlöðver Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, stjúpföður, sonar, tengdasonar
og bróður,
PÁLS GÍSLASONAR,
Flatahrauni 16B,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks krabbameinsdeildar
11-E, Landspítalanum, fyrir góða umönnun.
Herdís Halldórsdóttir,
Þórir Jónsson,
Sigrún Dagbjartsdóttir, Gísli Friðriksson,
Elísabet S. Jónsdóttir, Halldór M. Ólafsson
og systkini hins látna.