Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
,;X;X-P
fclk í
fréttum
Jack Nicholson
KUVENDING
Nicholson í
hnapp-
helduna
Nú er orðið deginum ljósara að
kvikmyndaleikarinn Jack Nic
holson er á leiðinni að altarinu og
það er hin kornunga barnsmóðir
hans Rebecca Broussard sem hefur
meitlað það á afrekaskrá sína. Nic-
holson er rómaður flagari og hefur
yfirleitt talað illa um hjónabandið.
Sem dæmi má nefna, að þrátt fyrir
að hafa verið meiri og minni sam-
býlismaður Anjelicu Houston á ann-
an áratug tókst henni aldrei að
lokka hann í hnapphelduna og hafði
hún þó á því talsverðan áhuga. Upp
úr sambandi þeirra slitnaði er það
spurðist að Rebecca fyrrnefnd ætti
von á barni með hinum 53 ára
gamla Nicholson. Brúðkaupið verð-
ur í París í næsta mánuði.
SKERJAFJÖRÐUR
Vel heppn-
uð veisla
Fyrir stuttu efndu íbúasamtök í
Skeijafirðinum til grillveislu
fyrir börnin í hverfínu og var í til-
efni dagsins reist stórt tjald og
kallaðir til skemmtikraftar. Meðal
þeirra sem komu voru leikararnir
Þórdís Arnljótsdóttir og Jón Hjart-
arson og léku leikritið „Tröllið
týnda“ við mikinn fögnuð barn-
anna. JJm kvöldið voru svo grillaðar
pylsur' og sungnir skátasöngvar.
Veðrið lék við fólkið og var því sleg-
ið föstu að stefna árlega að slíkri
skemmtun. Færist mjög í vöxt að
íbúa- og hverfasamtök gangist fyr-
ir mannfagnaði af ýmsu tagi og er
þess skemmst að minnast þegar
Þinghyltingar slógu upp útiballi
síðia ágústmánaðar.
Morgunblaðið/Jón Ögmundur Þormóðsson
Ingþór Sigurbjörnsson og Arnór Hannibalsson við fatakassa, sem
Ingþór hefur sent til Póllands. Myndin er tekin í kjallara kirkju einn-
ar í pólsku borginni Olsztyn, þar sem hjálparstofnun kaþólsku kirkj-
unnar tekur við fötunum og dreifir þeim.
^mmmmmtmm
POLLANDSFOR
Gamall draumur Ingþórs
Sigurbjörnssonar rætist
Gamall draumur Ingþórs Sigur- um 200-300 tonn af notuðum fatn-
björnssonar málarameistara aði, aðallega barnafatnaði, undan-
um að heimsækja Pólland rættist farinn áratug.
nýlega en Ingþór hefur sent Pólveij- Ingþór fór til Póllands 31. ágúst
síðastliðinn, ásamt Jóni Ögmundi
Þormóðssyni lögfræðingi og Arnóri
Hannibalssyni, sem var túlkur í
ferðinni. í Póllandi heimsóttu þeir
meðal annars hjálparstofnun ka-
þólsku kirkjunnar í borginni Olsztyn
en þangað hafa fötin verið send.
Að sögn Jóns Ögmundar fengu
þeir mjög góðar móttökur í Póllandi
og undrast Pólveijar mjög dugnað
og úthald Ingþórs við hjálparstarfið
en hann er 81 árs að aldri. „Pólveij-
ar vilja færa öllum kærar þakkir
fyrir fatnaðinn, sérstaklega börnun-
um, sem hafa afhent Ingþóri föt,“
segir Jón Ögmundur.
Hann segir að Eimskip hafi flutt
fatagámana ókeypis til Póllands,
svo og hafí Flugleiðir greitt götu
Ingþórs með frímiða til Kaup-
mannahafnar.
Morgunblaðið/Erik
Eitt skemmtiatriðanna í veislu Skerfírðinga.
* / /
LAUGARASBIO
Simi 32075
frumsýnir spennu-grínmyndina
A bláþræði
kl. 5, 7, 9 og 11.10