Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 39 ELFA „Martröðin," O.D. Wilson, í sjónvarpsviðtali meðan á keppninni stóð. Hann er heljarmenni að burðum en athygli vakti hve hálssver hann er. Keppni að hefjast í síðustu grein, þar sem Jón Páll tryggði sér sigur- inn. Fyrir honuin lá 200 metra spretthlaup með inúrsteinana á bakinu. AFLRAUNIR Jón Páll marði sigur í seinustu keppnisgrein Þessi keppni var geysilega spennandi og Jón marði sigur í síðustu keppnisgrein, sagði Hjalti „Úrsus“ Árnason í samtali við Morgunblaðið, en dagana 16.-18. ágúst fór í bænum Joensuu í Finn- landi fram keppnin um titilinn „Sterkasti maður heims,“ en þar fór Jón Páll Sigmarsson með sigur af hólmi. Þetta var í fjórða sinn sem Jon Páil sigrar í þessari keppni, og er hann einn um að hafa unnið slíkt afrek. Keppnin fór fram með hefð- bundnu sniði. Keppendur voru átta talsins, og keppt var í jafnmörgum greinum. Sigurvegari í hverri grein hlaut átta stig fyrir sigurinn, og svo koll af kolli, þannig að sá keppandi sem lökustum árangri náði fékk eitt stig fyrir þá grein. Mikill við- búnaður er ætíð þar sem keppni þessi er haldin. Til dæmis fylgja henni upptökulið sjónvarpsstöðva, og varð reyndar að fá leyfi TWI- sjónvarpsstöðvarinnar, sem á sýn- ingarrétt á keppninni, til að greina frá úrslitum hennar í smáatriðum hér í blaðinu. Jón Páll var talinn sigurstrang- legur fyrir keppnina, og í bæklingi sem aðstandendur hennar gáfu út til kynningar á keppendum segir, að létt lund Jons Pals og mann- blendni, útlit hans og ótrúlegir kraftar hafi fært honum vinsældir meðal tuga milljóna sjónvarpsá- horfenda víða um heim. Keppinautar Jóns Páls voru eng- ir aukvisar. Fremstan ber að telja bandaríkjamanninn O.D. Wilson, eða Martröðina eins og hann er nefndur. Þá voru þarna þeir Laszlo Fekete frá Ungveijalandi, sem tók þátt í þriðja sinn og Daninn Henn- ing Thorsen, sem keppti í fyrsta sinn í keppninni um sterkasta mann heims, fulltrúi heimamanna, Ilkka Nummisto, Bretinn Adrian Smith, sem þjálfaður er af hinum gamal- reynda Geoff Capes, Rússinn Aap Uspenski og Hollendingurinn Tjall- ing Van Den Bosch. Að morgni 16. ágúst hófst keppnin, þegar keppt var í drætti á um 15 tonna þungu fljótandi tijádrumbabúnti. Draga þurfti búntið 20 metra vegalengd á móti straumi árinnar sem rennur um Joensuu. Að því loknu var keppt í hinum hefðbundna trukkadrætti, og „víkingabátslyftum“,'en á öðrum keppnisdegi byijaði keppnin á kol- amokstri- og burði við gamla kola- námu. Þegar þarna var komið sögu var keppnin hálfnuð, og hafði O.D. Wilson forystu, með 24 stig, en Jón var í öðru sæti, hafði nælt sér í 22,5 stig. Forysta O.D. hafði þá minnkað, því eftir víkingabátalyft- urnar hafði hann 5,5 stiga forystu á Adrian Smith, en 7,5 á Jón Pál. Jón sigraði svo í kolanámunni. Eftir þetta breyttist keppnin í einvígi á milli þeirra Jóns Páls og O.D. Wilsons. Þennan annan keppn- isdag var einnig keppt í hnullunga- SKÚLACÖTU 32-34 óvó Námskeið fyrir byijendur (yngst 4ra ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 72154 frá kl. 11-19. Afhending skírteina laugardaginn 15. september frá kl. 12-16. lyftum, þar sem allt að 125 kílóg- ramma björgum var sveiflað upp yfir höfuð, og þollyftum með út- rétta handleggi. Þegar annar keppnisdagur var að kvöldi kominn var staðan orðin sú að O.D. hafði 38 stig, en Jón Páll 33,5, og tveim- ur greinum var ólokið. A þriðja og síðasta degi keppn- innar var keppt í burði á steðjum og spretthlaupi með 100 kílógrömm af múrsteinum á bakinu. I fyrri greininni sigraði O.D., hlaut stigi meira en Jón Páll, og jók forskot sitt í 5,5 stig. Seinasta greinin var þannig skipulögð að tveir og tveir keppendur hlupu brautina saman, og var hlutunum komið svo fyrir að tveir efstu menn hlypu brautina saman. Þarna stakk Jón O.D. bók- staflega af, náði besta tímanum og hlaut fyrir 8 stig, á meðan keppi- nautur hans lenti í næstneðsta sæti, og bætti því aðeins við tveimur stig- um. Þannig lauk Jón Páll keppni með 48,5 stig, og O.D. Wilson ját- aði sig sigraðan, hlaut 48 stig. Morgunblaðið/Hjalti Árnason Verðlaunapallurinn. O.D. Wilson, lengst til vistri, klappar keppinaut sínum lof í lófa, og heimamaður- inn, Ilkka Nummisto, samfagnar Jóni Páli. I I II I — BALLET KLASSISKUR BALLET Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING RUSSIAN METHOD. Félag íslenskra listdansara Spaðaviftur - borðviftur - bað- herbergisviftur - gróðurskála- viftur - röraviftur - iðnaðarviftur - fjósviftur Hagstætt verð. ___________iM_______ Élnar Farestvelt&Co.hf. BORGUTÚNI28, SÍMI622901. ■lwum Kennsla hefst 17. september. 9 • í m m i) Tiutancv Heílsuvörur nútímafólks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.