Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
Ast er...
... að hæí'a beint í hjartað.
TM Rog. U.S. Pat Off.—all righta roaorvad
C 1990 Los Angelos Timoa Syndtcato
Ég sagdi túbur ekki rakett-
ur, bjáni...
Slattu ekki eins og auli. —
Haltu áfram að blása!
HÖGNI HREKKVÍSI
BANPH MVICUU/M."
Undarleg
ummæli
Til Velvakanda.
Ég gat ekki orða bundist yfir
ummælum J.S. í klausu sinni sem
birtist í Velvakanda miðvikudaginn
5. september um Whitesnake hljóm-
sveitina. Hér er um að ræða stór-
kostlegan viðburð í sögu tónleika-
halds á íslandi, og er þetta sannköll-
uð hátíð fyrir alla unnendur góðs
rokks. í klausu J.S. segir m.a.:
„Tónlist og boðskapur þeirra á að
Bnáka-
engun
sahliómleika Whitesnake. Tónlist
boðskapur þeirra á að y^key
ningarvitin. Þú getur lesið textana
næstu plötubúð, og serð að þarn.
nengandi og sóðalegur boðskapu
»rð Þetta eru eins konar vikmg.
n gera strandhögg inní hugarheir
._i 'i cíann burtu me
yfirkeyra skilningarvitin". Ég held
að J.S. hafi alls ekki farið í plötu-
búð og lesið texta, eins og hann svo
löðurmannlega mælir með að fólk
geri, hvað þá hlustað á tónlist um-
ræddrar hljómsveitar. Ef hann hef-
ur gert það og fundist boðskapurinn
svo „mengandi og sóðalegur", eins
og kom fram í umræddri klausu,
held ég að enskunámskeið myndi
skýra málið fljótlega.
íris Berg
Breytnin
skiptir öllu
Til Velvakanda.
Til þeirra sem eru að rífast um
Biblíuna. Hvaða máli skiptir þetta
með Jehóva eða Jahve, er það ekki
breytni fólk sem skiptir öllu máli?
Hættið þessu ef þið viljið teljast
siðaðir menn.
Elín Eyjólfsdóttir
Hluti engils sem á er ritað nafn Guðs, á gröf Klements XIII páfa í
Péturskirkjunni í Páfagarði.
Rangt að láta
nafn Guðs ónotað
Kæri Velvakandi.
Grúskari nokkur, sem lætur ekki
nafns síns getið, skrifar þér grein
5. september síðastliðinn undir fyr-
irsögninni Nafn guðs.
Það er rétt sem grúskarinn held-
ur fram að enginn veit með vissu
hvernig nafn guðs JHVH var borið
fram. Samt er nafnið Jehóva þekkt-
asta mynd nafnsins um víða veröld
og mest notað í gegnum aldirnar,
svo afar ósennilegt er að nafnið
hafi horfið með öllu.
Það sem er hið alvarlega í þessu
sambandi er að láta nafnið ónotað,
þó svo að einhver framburðarmunur
geti verið á því nú miðað við sem
,var þegar-Guð opinberaði nafn sitt
ísraelsþjóðinni fyrir milligöngu
Móses. T.d. má merkja bæði fram-
burðarmun og rithátt milli ólíkra
þjóða og tungumála.
Vottar Jehóva gáfu úr árið 1985
bækling á íslensku sem heitir:
„Nafn Guðs sem vara mun að
eilífu". Rit þetta er afar vandað
vísindalegt rannsóknarrit byggt á
áratuga löngum rannsóknum. Vil
ég benda mönnum sem grúska í
þessum málum á þetta rit.
Jafnframt vii ég segja eftirfar-
andi: Vottar Jehóva hafa engan
einkarétt á nafni Guðs og standa
skoðanaskipti ekki um það. En þeir
gera þó það sem aðrir kristnir menn
gera ekki; þeir nota nafn Guðs og
helga það.
Einar Ingvi Magnússon
Skrifíð eða hringið til
Yelvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fóstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfong
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfhndur óski nafh-
leyndar. Ekki verða birt nafhlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafngreint fólk.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Yíkveiji skrifar
Víkveiji rakst á þessa klausu í
breska vikuritinu The Spectat
or nýlega en höfundur hennar er
Alexander Chancellor, fyrrum rit-
stjóri blaðsins. Hanr, segir:
„Afar sérkennileg grein birtist í
síðasta tölublaði Sunday Telegraph
— svo sérkennileg, að hefði hún
verið birt á þeim tíma, hefði ég
tafarlaust talið, að um aprílgabb
væri að ræða. Kjarni hennar var
sú staðreynd, að konur eiga öll
helst laxveiðimetin en ekki karlar.
Þetta var þó ekki hið skrýtna í
greininni. Það var að finna í kenn-
ingu prófessors við háskólann í
Glasgow, sem Duff Hart-Davis,
hinn virti sérfræðingur blaðsins í
veiði- og útivistarmálum, ræddi af
virðingu og alvöru, að sigra kvenna
í laxveiðum mætti rekja til þess að
laxinum þætti þær kynferðislega
aðlaðandi. Hart-Davis vitnaði at-
hugasemdalaust í þessi orð Peters
Behans prófessors: „Það er alveg
hugsanlegt að þeir [laxarnir] nemi
kynhormóna kvenna og laðist að
þeim.“ Getur þetta verið satt? Nú
á tímum verður maður að vera
undir það búinn að trúa næstum
hveiju sem er, en þetta gengur
heldur of langt. Hvað sem því líður
ætti greinin (sem ég viðurkenni að
ég las af ákefð) að hvetja konur til
að feta í fótspor drottningarmóður-
innar og Diana Rigg og hefja veið-
ar í alvöru, þær vita nú um forskot
sitt gagnvart hinu kyninu."
xxx
Grunnskólanemi sem var að fá
stundarskrá sína hafði á orði
við Víkveija, að undarlegt væri að
lesa í skránni, að hann ætti að læra
dönsku og ensku en ekki íslensku.
Hann sagði, að í stað þess að tala
um íslensku settu kennararnir orðið
„málrækt" í stundarskrána. Þá
væri ekki heldur talað um sögu í
skránni heldur væri kennslu í henni
að finna á bakvið orðið „samfélags-
fræði“.
Víkveija finnst þetta jafn undar-
legt og grunnskólanemanum og
áttar sig ekki að fullu á uppeldis-
fræðilegu gildi þess að fella orð
eins og „íslenska“, „saga“ og
„landafræði“ úr stundarskrám.
Dregur hann þó ekki í efa að hinir
vísu aðilar í stjórnkerfinu, sem hafa
tekið ákvarðanir um þetta, hafi ein-
hver rök fyrir því. A hinn bóginn
vaknar sú spurning, hvort hin nýju
orð „málrækt" og „samfélags-
fræði“, sem erfitt er að átta sig á
hvað þýða, dragi ekki úr áhuga
nemenda. Að vísu hafa ýmsir sér-
fræðingar í skólamálum sérstakan
áhuga á að fella alla nemendur í
sama mót og draga óskýrar línur.
Á ef til vill að líta á þetta orðaval
í því ljósi?
XXX
Af hálfu yfirvalda er lögð mikil
áhersla á læsi um þessar
mundir. Baráttan snýst ekki aðeins
um að menn læri að lesa, ekki er
síður talið mikilvægt að menn skilji
hvað þeir eru að lesa. Ekki er síður
brýnt að hvetja þá sem þurfa að
festa eitthvað á blað, að þeir setji
boðskap sinn fram á ótvíræðan
hátt. .Hvergi er þetta mikilvægara
en í skólum og helst meðal yngstu
nemendanna. Þess vegna ættu yfir-
völd skólamála að nota ár læsis til
að athuga, hvort ekki eigi að hætta
að nota orðin „málrækt“ um
íslenskukennslu og „samfélags-
fræði“ um sögukennslu.