Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 43

Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 43 Þessir hringdu Stofna til upplausnar Sigríður Eymundsdóttir hringdi: „Ætlast háskólamenntaðir kennarar til að fá virðingu nem- enda sinna og annarra með slíkum þorskhausaaðgerðum. Mér fínnst að þeir ættu að skammast sín og byija að kenna og halda sig við sæmilega kristna siði. Þessi stétt er búin að stofna til upplausnar í skólum landsins ár eftir ár þegar að vorprófum kemur. Kannski mín láglaunastétt labbi með lönguhausa um Miðbæinn til að kreista út mannsæmandi laun fyr- ir vinnu sem unnin er alla daga, jafnt helga daga sem virka. Eg spyr, enda ekki með neitt háskóla- próf.“ Sýnið Derrik Sjánvarpsáhorfandi hringdi: „Eg vil skora á aðra hvora sjón- varpsstöðin að hefja sýningar á Derrik á ný. Þetta eru skemmti- legir þættir og svo er það góð æfíng í þýsku að fylgjast með þeim.“ Heyrnartæki Eldri maður, sem var á hring- ferð um landið, tapaði heyrnar- tækjum, trúlega á austfjörðum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 91-37743. Myndavél Kodak myndavél í blárri tösku tapaðist á Vindheimamelum í sumar. í töskunni var átekin filma sem sárt er saknað. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 93-71582. Hjól Rautt kvenreiðhjól af tegund- inni Raleigh fannst fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 670676. Tollpokar Tveir tollpokar gleymdust í Flugstöð Leifs Eiriksonar fyrir skömmu. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í Sigrúnu í síma 675371. Kettlingar 10 vikna læðu vantar heimili. Upplýsiungar í síma 37788. Fjórir kettlingar fást gefins í Reykjavík. Upplýsingar í síma 95-35991. 11 vikna kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 72288. Kœrar þakkir fœri ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum og gjöfum eða minnt- ust mín á annan hátt á 80 ára afmœli mínu þann. 28. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. Kristján Magnússon, Mýrarholti 14, Ólafsvík. OLLUM TTL GOÐA Til Velvakanda. Það verður líklega aldrei of oft kveðin vísa að gæði í sérhverri mynd eru bæði ánægju- og yndis- aukandi en gæði eru ekki almenn heldur eru þau aðeins inn á milli. I þessu sambandi er athyglisvert að skoða fjölmiðla, sem óneitanlega snerta daglegt líf fólks, sérstaklega þó útvarp. Hjá þeim eins og öðrum eru gæðin aðeins inn á milli. Flest- ir dagskrárgerðarmenn tala rétt mál og margir tala góða íslensku. Þó er fátt eins átakanlegt fyrir HEILRÆÐI Það gæti orðið þitt barn! Börnin í umferð- inni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vemda börn- in fyrir hættum í umferðinni. Það gerum við best með því að sýna gott fordæmi. eyrun og að hlusta á sundurslitið mál og oft má heyra að undirbún- ingsvinna þáttanna hefur verið lítil sem engin. Þar af leiðandi geta þættir orðið innihaldslitlir. Það er nefninlega ekki mörgum auðveldur sá leikur að tala samfellt óundir- búið stórslysalaust. En vonbrigði úr útvarpslífi var ekki kveikjan að þessari grein held- ur vil ég þakka fyrir einn mjög at- hyglisverðan og uppbyggjandi þátt sem Aðalstöðin sendir út á fimmtu- dagskvöldum. Hann heitir Á nótum vináttunnar. í þessum þætti, sem Jóna Rúna Kvaran stjórnar, fær að njóta sín einlæg og skemmtileg frá- sögn hennar og gesta þáttarins. Þættirnir eru augljóslega vel undir- búnir því annars væri ekki um fyrsta flokks efni að ræða. Innihald þáttanna ætti að vera flestum hugs- andi vemm til góða þ.e. jákvæð lífsviðhorf og mikilvægi hvers og eins. Ég veit að þessi þáttur hefur stóran hlustendahóp en hann er alltof sjaldan sendur út. Það væri mikil bót ef Aðalstöðvarmenn myndu endurtaka þáttinn svo fleiri mættu njóta. ,» Hlustandi. GoldStar símkerfin eru hvarvetna viður- kennd fyrir gæði og hugvitsamlega hönnun. • Ótal möguleikar fyrir allar stærðir fyrirtækja. • Vönduð uppsetning og forritun. 100% þjónusta. • Tugir ánægöra notenda. • Stöast en ekki síst: Frábært verö. KRISTALL HF. SKEIFAN 11B - SÍMI 685750 Ath! GoldStar síminn m/símsvara á kr.9.952. Þú svalar lestraiþörf dagsins Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS OG HEILDVCfíSLUN Merking orðsins skötuhjú Til Velvakanda. Skötuhjú er eitt af þeim orðum sem maður sér og heyrir í fjölmiðl- um, í allt annarri merkingu en ver- ið hefur til þessa. Þekktir erlendir gestir sem vom hér í heimsókn fyrir skömmu síðan, urðu að skötuhjúum sem lögðu af leið sína norður í land, og í síðasta tölublaði Vikunnar var rætt við skólafólk sem er í framhaldsnámi þar sem skötuhjúin voru innt eftir framtíðaráætlunum sínum. Þetta er afa hvimleitt orð sem ávallt hefur verið notað í niðrandi merkingu. Eyvindur og Halla vom kölluð skötuhjú, og annað flökku- fólk sem þótti grunsamlegt. (Pak, Mand og Kvinde, daariiga personer) eins og þetta orð er skilgreint í orðabók Sigfúsar Blöndals. Þar sem misnotkun á þessu orði fer í taugarnar á mörgum, ætti fjöl- miðlafólk að taka þetta til athugun- ar. G.J. & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRÍMSSQN & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR KORk D PLAST GÓLFFLÍSAR ] KORKFLÍSAR BMF VINKLARÁTRÉ STÓRIÐJUINIET í MÁLMIÐNAÐI Boðað er til kynningarfundar fimmtudaginn 13. september nk. um væntanleg- ar framkvæmdir við stóriðju og orkuver með sérstöku tilliti til verkefna á sviði málmiðnaðar. Fundurinn fer fram að Garðastræti 41, Reykjavík, og hefst kl. 15.00. Gerð verður grein fyrir eðli og umfangi framkvæmdanna og kynntar tillögur um stofnun fyrirtækjaneta um tilboðsgerð í einstaka þætti þeirra. Framsögumenn: - Agnar Olsen, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. - Andrés Svanbjörnsson, verkfræðingur hjá Stóriðjunefnd. - Elías Gunnarsson, verkfræðingur. - Gylfi Aðalsteinsson, verkefnisstjóri Málms 92. - Kristján Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur hjá VSÍ. Fundarstjóri: Skúli Jónsson, formaður FMF. Verkefnisstjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.