Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
ítfámR
FOLK
FráJóni
Halldóri
Garóarssyni
ÍV-Þýskalandi.
■ BAYER Leverkusen, sem er í
3. sæti í þýsku knattspyrnunni,
teflir fram 10 núverandi og fyrrver-
andi landsliðsmönnum frá fimm
þjóðum í byijunar-
liði sínu. Leikmenn-
irnir koma frá V-
Þýskalandi, A-
Þýskalandi, Bras-
ilíu, Póllandi og Rúmeníu, en
þýski markvörðurinn Vollborn á
aðeins unglingalandsleiki að baki.
■ UDO Lattek hefur sterklega
verið nefndur sem stjóri hjá Köln,
en blaðið Bild, sem hann hefur
unnið hjá, hefur gefið grænt ljós á
að hann fari.
■ FRANZ Beckenbauer fær sem
samsvarar um 216 millj. ísl kr. í
laun næstu tvö árin hjá franska
liðinu Marseille. Beckenbauer er
með gott tilboð frá Knattspyrnu-
sambandi Bandaríkjanna um að
stjóma málum fyrir HM 1994, en
segist ætla að bíða með að taka
ákvörðun, því vel geti hugsast að
hann verði áfram hjá Marseille.
■ MANFRED Kaltz lék á ný með
HSV um helgina eftir árs fjarveru.
Kappinn, sem er 37 ára, er næst
leikjahæsti leikmaður deildarinnar.
■ THOMAS Kempe, leikmaður
Bochum og áður Stuttgart, varð
fyrir áfalli á laugardag eftir leikinn
gegn Dortmund. Þegar hann kom
úr sturtu voru félagarnir á bak og
burt og rútan farin!
■ ABERDEEN og Glasgow
Rangers mætast í undanúrslitum
skosku bikarkeppninnar í lok sept-
ember. í hinum leiknum mætast
— Celtic og Dundiee United.
■ MICHAEL Klein, sem leikið
hefur með rúmenska liðinu
Dinamó Búkarest, hefur skrifað
undir eins árs samning við Bayer
Uerdingen. Hann var um árabil
einn sterkasti varnarmaður Rúm-
ena og þurfti Uerdingen að borga
rúmar 30 milljónir króna fyrir hann.
■ SOVÉTMENN hafa ákveðið að
halda opið tennismót fyrir atvinnu-
menn í nóvember. Kremlín-bikar-
inn verður það kailað og stjörnur
á borð við Jimmy Connors, Brad
Gilbert og Tim Mayotte hafa þeg-
ar boðað þátttöku. Eihnig er gert
ráð fyrir að Yannick Noah, Emilio
Sanchez og Amos Mansdorf verði
_ 'v- með.
SEGLBRETTASIGLINGAR
Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson
Meistari á ferd
Aron Reynisson varð íslandsmeistari í seglbrettasiglingum, en keppnin fór fram um helgina. Aron er hér á fullri ferð
við Seltjarnarnes. Hann er 85 kg, en seglbiettið, sem hann siglir á, er 10 kg. Hrafnkell Sigtryggsson varð annar og
Valtýr Guðmundsson hafnaði í þriðja sæti.
HANDKNATTLEIKUR
Leikið í níu vinnuvikur
ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt-
leik hefst um næstu helgi,
eða sömu helgina og einni
tvísýnustu 1. deildarkeppni í
knattspyrnu í langan tíma er
að Ijúka. Forraðamenn 1.
deildarliðanna í handknattleik
hafa ekki getað valið sér
óheppilegri tíma til að hefja
keppni. Þessi tímasetning
kemur aðeins í kjölfarið á
vægast sagt vanhugsaðri
fjölgun liða í 1. deild og
breyttu fyrirkomulagi, sem á
eflaust eftir að skaða islensk-
an handknattleik.
Fjölgun liða í 1. deild, fjölgun
leikja og breytt fyrirkomulag,
þar sem 1. deildinni er skipl upp
I 1. og 2. deild undir lokin, eða
Ap þegar úrslita-
INNLENDUM keppni hefst, var
VETTVANGl verk sem vaðið var
^0
SigmundurÓ.
Steinarsson
í án þess að hugsa
um afleiðingar.
Breytingin virðist
ekki hafa verið
hugsuð til enda.
Þegar er búið að
riðla fyrstu um-
ferð 1. deildar-
keppninnar vegna knattspyrnu-
leika. Aðeins tveir af sex leikjum
sem áttu að fara fram kl. 16.30
á laugardaginn fara fram. Vegna
lokaumferðannnar í knattspyrnu
hafa þrír leikir verið færðir. Þeir
verða leiknir á sunnudag.
1. deildarkeppnin var ekki rishá
sl. keppnistímabil, enda mikið af
miðlungsleikjum. Gjáin á milli
efstu liðanna og neðstu liðanna
var djúp og sú gjá hefur ekki
verið brúuð. Miðlungsleikjunum
mun fjölga.
Fjölgun um 136 leiki
90 leikir voru leiknir í l. deild
sl. keppnistímabil, en í vetur verða
þeir 192. Þetta er 102! leikja fjölg-
un í 1. deild karla. í 1. deild
kvenna voru leiknir 88 leikir, en
í vetur verða þeir 112. Samtals
verða leiknir 304 leikir í 1. deild
karla og kvenna í stað 178 leikja
sl. keppnistímabil. Leikjum hefur
því verið fjölgað um 136 í deildun-
um tveimur. í vetur verður því
boðið upp á nær níu vinnuvikur ,
af handknattleik í þessum tveimur
deildum.
Þetta kostar að æfingatímum
hjá félögum í íþróttahúsum mun
fækka. Það er ekki hægt að vera
að keppa og æfa samtímis í
íþróttahúsunum. Laugardalshöllin
verður t.d nær eingöngu keppnis-
hús, því að þar leika Fram,
Víkingur og KU í 1. deild kvenna
og karla, Þróttur og Ármann í
öðrum deildum og KR í úrvals-
deildinni í körfuknattleik.
Dómarar eru uggandi vegna
ástandsins sem mun skapast og
segja þeir að margir leikir koma
ekki með að fara fram í vetur við
óbreyttar aðstæður. Dómarar eru
ekki svo fjölmennir að þeir geti
með góðu móti mannuð alla leik-
ina. Nýja fyrirkomulagið mun
auka álagið á dómui-unum, sem
eru flestir ungir og óreyndir.
Dómarar sem dæmdu tvö til fjóra
leiki á viku sl. keppnistímabii
koma til með að dæma fjóra til
sex leiki á viku í vetur. Þ.e.a.s.
að þeir verða að dæma flesta daga
vikunnar.
Áhorfendafækkun
Það er ljóst að áhuginn á hand-
knattleik mun ekki aukast hjá
áhorfendum. S.l. vetur var áhorf-
endafækkun í 1. deild karla. Með
nýju fyrirkomulagi er ekki fyrir-
sjáanlegt að breyting verði þar
á. Áhorfendum á eftir að fækka.
Það varða hvorki færri né fleiri
en 132 leikir leiknir í forkeppni í
1. deild karla. Forkeppni fyrir
úrslitakeppni, en í henni verða
leiknir 60 leikir. Þrjátíu leikir í
úrslitakeppninni um Islandsmeist-
aratitilinn og þijátíu leikir í
keppninni um fallið. Fyrir nokkr-
um árum var boðið upp á svipaða
úrslitakeppni. Þá kom fram áhorf-
endafækkun í deildarkeppninni
sjálfri. Áhorfendur völdu síðan
úrslitakeppnina um meistaratitil-
inn, en liðin sem léku um fallið -
léku fyrir fáa áhorfendur.
Handknattleikur er kominn á
hættulega braut. Undirritaður
benti á sl. vetur að fjölgun liða í
1. deild myndi skaða og benti á
um leið að nær væri að fækka
liðum úr tíu í átta, en að fjölga
úr tíu í tólf. Það er of seint að
fara að ræða aftur um það. Barnið
er dottið ofaní brunninn og það
þarf þrekvirki til að bjarga því
upp aftur.
FRJALSAR
Um400
manns í
Reykja-
lundar-
hlaupinu
Reykjalundarhlaupið ’90 var
haldið í Mosfellsbæ um helgina
og voru mættirtil leiks um fjög-
ur hundruð manns. Fólkið lét
ekki rigningarsuddann hafa
minnstu áhrif á sig, heldur
flykktist ívegalengdirnar sem
boðið var upp á, 2 km, 3 km,
6 km og 14 km.
Hlaupinu hefur ávallt verið ætlað
að höfða til sem flestra, fatlaðra
sem ófatlaðra, og lét fólk í hjólastólum
og með önnur hjálpartæki sig ekki
vanta á laugardaginn og stóð sig með
prýði eins og aðrir.
Eftir hlaup var síðan boðið upp á
léttar veitingar og verðlaun dregin
út, bæði siðir sem tíðkast hafa í öllum
Reykjalundarhlaupunum.
Fjölmennt lið var komið bæði frá
Skokkklúbbi Seltjarnarness og
Skokkklúbbi Mosfellsbæjar og setti
það fólk skemmtilegan svip á hlaupið.
Ekki eru menn mikið að keppast
við tíma í styttri vegalengdunum held-
ur frekar að komast í mark en í 14
km hlaupinu var hörð barátta enda
um fímmtíu vanir hlauparar mættir
til leiks. Helstu úrslit fara hér á eftir.
I tveimur kílómetrum kom Ylfa Osp
Áskelsdóttir fyrst í mark af konum
og Eyþór Árnason var fyrsti strákur-
inn: Rúmlega sjötíu manns voru með
í þessari vegalengd sem var reyndar
fijálslega túlkuð og má nefna að
Edda Bergmann og Jón Sigurðsson
fóru mun fleiri hringi í hjólastóium
sínum.
Haukur Hauksson kom fyrstur í
mark karla í þremur kílómetrunum á
tímanum 12 mín. og 37 sek., Björn
Björnsson varð annar á 13,14 og Jens
Hjartarson þriðji á 13,24. Anna Lov-
ísa varð fyrst kvenna á 13,02, Kristín
Rut Kristinsdóttir önnur á 13,46 og
Ragnhildur Pétursdóttir þriðja á
14,01. Flestir þátttakendur voru með
í þessari vegalengd, einir tvö hundruð
sem skokkuðu eða gengu, já eða hjó-
luðu því ekki má gleyma Birni Adolfs-
syni sem varð í raun fyrstur í mark
og notaði reiðhjól sem hjálpartæki.
Jóna Þorvarðardóttir varð fyrst
kvenna í 6 km hlaupinu á 27,39, Lilja
Þorleifsdóttir önnur á 29,02 og Rikka
Mýrdal þriðja á 29,06. Þorgeir
Óskarsson varð fyrstur karla á 22,57,
Oití Freyr Gíslason annar á 23,24 og
Gísli Ásgeirsson þriðji á 23,25. Alls
tóku 72 þátt í sex kílómetra leiðinni.
Nokkuð erfíður hlaupahringur í
kringum Ulfarsfell beið 14 km hlaup-
aranna en þeir létu það ekki hafa
mikil áhrif á sig og ágætur tími náð-
ist. Eymundur Matthíasson varð
fyrstur karla á 53,05 og Jakob Bragi
Hannesson annar á 55,19. Anne
Marie var fyrst kvenna á 66,04 og
Fríða Bjarnadóttir önnur á 67,18.
Tími annarra fylgir hér á eftir, fyrst
kvennanna.
Þorbjörg Erlendsdóttir 73,00, Margrét Jóns-
dóttir 75,13, Svanfríður Sigurlaug Óskars-
dóttir 75,40, Guðlaug Eiríksdóttir 78,48,
Kristín Jónsdóttir 79,27, Hafdís Ólafsdóttir
83,33 og Svanhildur Valsdóttir 86,16. Tími
annarra karla var eftirfarandi: Jóhann Heiðar
Jóhannsson 56,16, Gunnlaugur Nielsen 56,50,
Jónas Tryggvason 59,33, Birkir Már Kristins-
son 60,03, Hannes Jóhannsson 60,46, Bene-
dikt Höskuldsson 60,48, Óskar Ólafsson 61,55,
Magnús Öm Friðþjófsson 62,41, Páll Stein-
þórsson 63,27, Atli Hauksson 64,06, Gísli
Ragnarsson 65,14, Gunnar Jónsson 65,12,
Halldór Víglundsson 65,34, Krístinn Bene-
diktsson 67,24, Egill Jóhannsson 67,47, Torfi
Leifsson 68,03, Jóhannes Bjamason 68,04, Jón
Guðmar Jónsson 69,43, Ragnar Siguijónsson
69,25, Magnús Bjarnason 69,36, Hjalti Gunn-
arsson 69,54, Guðmundur Sigurðsson 70,12,
Guðmundur Atlason 71,02, Björn Magnússon
71,39, Einar Magnússon 72,49, Steinar Hös-
kuldsson 74,56, Vöggur Magnússon 74,59,
Kristján Sæmundsson 75,13, Anton Sigurðs-
son 75,57, Þröstur Lýðsson 76,12, Guðmundur
Friðþjófsson 76,44, Ingólfur Sveinsson 78,25,
Sigurður Antonsaon 83,21, Sigfús Gunnarsson
85,16 og Jónas Jóhannsson 85,52.