Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 8

Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Iðnaður Höfum gætt þess að hagræða alltafírekstrí Rætt við Geir Agnar Zoéga framkvæmdastjóra ísaga um starfsemi fyrirtækisins, sem sænska gasfyrirtækið AGA vill aftur eignast hlut í eftir 16 ára aðskilnað FYRIRTÆKIÐ ísaga hefur verið í fréttum að undanfornu vegna skyndilegs áhuga sænska gasfyrirtækisins AGA og íslenskra verð- bréfafyrirtækja á kaupum á hlutabréfum fyrirtækisins. Heimildir Morgunblaðsins herma, að viðskiptaráðuneytið hafi gefið AGA undan- þágu frá þeim lögum sem kveða á um 49% eignaraðild erlendra fyrirtækja og heimilað því að eignast fyrirtækið 100%, verði öll hluta- bréfin til sölu. Heildarverðmæti hlutabréfanna miðað við tilboð AGA er rúmar 216 milljónir króna. ísaga keypti verksmiðju frá Noregi, sem tekin var í notkun í maí sl., en þrátt fyrir þessa viðbót segir forstjóri þess, Geir Agnar Zoéga, að verksmiðjan sé á góðri leið með að nýtast vel. Hann sér fram á aukin umsvif með fljótandi köfn- unarefni og súrefni til stórra aðila eins og ÍSAL, Stálverksmiðjunn- ar og innan tíðar til Járnblendisins. Til að forvitnast nánar um hvað liggur að baki rúmlega 70 ára starfsemi fyrirtækisins brugðu blaða- maður og ljósmyndari sér upp í Breiðhöfða, þar sem fyrirtækið hefur verið til húsa síðan það var endurreist eftir brunann mikla 1963. „Gasstöðin á Rauðarárstíg brann til kaldra kola árið 1963,“ segir Geir Agnar Zoéga. „Svo að við þurftum að hefjast handa upp á nýtt og þá var í fyrstu aðeins byggt húsið, sem þú sérð þama út um gluggann.“ Og Geir bendir á eitt húsanna sem stendur á lóð ísaga, reyndar það minnsta af þremur byggingum fyrirtækisins. „Nú er aðeins gasframleiðslan þarna, en hún fer minnkandi ár frá ári. í stað- inn fyrir gasið er notuð rafsuða, argonsuða, slíkt.“ plasmaskurður og AGA átti 85% fyrirtækisins ísaga var stofnað til að framleiða gas fyrir vita, en áður hafði gasið verið flutt inn frá Danmörku. Það var Þorvaldur Krabbe vitamála- stjóri, sem var aðalhvatamaður að byggingu verksmiðjunnar og hann fékk í lið með sér ýmsa framámenn í þjóðfélaginu. Þeir áttu þó aðeins HÁMARKSNÝTING (85-90%) á geymslurými • Hjólaskáparnir frá Havik ieysa vandann. • Þeir eru þægilegir í notkun, og ekki mínnst níðsterkir. • Hf. Ofnasmiðjan hefur áratuga reynslu í að skipuleggja skjalageymslur. • láttu okkur um að skipuleggja lagerinn, við gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. KOMIÐ í VERSLUNINA OG SANNFÆRIST EÐA HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR í SÍMA 21220. IF.OFIUSMIIMAII HÁTEIGSVEGI 7 - SÍMI 21220 15%, en AGA, sænska gasfyrirtæk- ið átti 85%, en hafði þó lítil af- skipti af reksri félagsins. Árið 1947 þegar hlutaféð var aukið, heimilaði Emil Jónsson ráðherra AGA ein- ungis 55% eignaraðild, en Ísaga mátti sjálft með undanþágu eiga 30%. Þannig gekk þetta til ársins 1974, en þá gekk starfsemin ekki nógu vel hjá AGA í Suður-Ameríku og seldi fyrirtækið alla starfsemi, sem var ekki 100% í eigu þeirra. Þáverandi hluthafar bættu við sig hlutafé og einhverjir nýir eigendur bættust við. „í kringum 1924 var hafin fram- leiðsla á súrefni með kaupum á lítilli samstæðu sem framleiddi 3 rúmmetra af súrefni á klukku- stund,“ segir Geir Agnar. „Til sam- anburðar má geta þess, að núver- andi samstæða getur framleitt 750 rúmmetra á klukkustund af súrefni og 250 rúmmetra af köfnunarefni. Næsta skref var stigið árið 1936, þegar byggð var 15 rúmmetra sam- stæða, sem keyrð var öll stríðsárin. — Það er í rauninni óskiljanlegt,“ segir hann, „að hún hafi getað annað allri þeirri eftirspurn, sem varð á þeim tíma. — En síðan var ekki bætt við vélum fyrr en árið 1947 að 30 rúmmetra samstæða var byggð. Eftir brunann 1963 var farið að fylla súrefni á hylki uppi í Áburðar- verksmiðju. En þegar stórir notend- ur fóru að bætast við varð að byggja verksmiðju sem framleiddi fljótandi lofttegundir. Það varð úr að við keyptum notaða verksmiðju 1984 frá Danmörku, sem fram- leiddi 150 rúmmetra súrefnis á klukkustund. Við rifum hana niður og settum hana upp hér og byrjuð- um að framleiða súrefni og köfnun- arefni sjálfir. Núna er fljótandi súrefni og köfnunarefni fyllt á geyma hér hjá okkur. Sú verk- smiðja var orðin of lítil og var þá keypt önnur frá Noregi nú í vor, sem við vissum að var vel stór. En það sýndi sig þegar hún var komin í notkun í maí síðastliðnum, að eftirspurnin hefur aukist, og við Morgunblaðið/Emilía EFTIRSOKNARVERT — Útlit er fyrir blómlega tíð fram- undan hjá ísaga og því er fyrirtækið orðið eftirsóknarvert fyrir inn- lenda sem erlend aðila. „Við höfum farið okkur hægt en sígandi í fjár- festingum,“ segir Geir Ágnar Zoéga framkvæmdastjóri, en fyrirtækið tók sl. vor í notkun nýja verksmiðju, sem keypt var frá Noregi. megum þakka fyrir að vera búin að koma henni upp.“ Köfnunarefni notað til humarfrystingar Helsta framleiðsla Isaga er súr- efni og köfnunarefni, en flutt er inn argon, sem Geir segir að borgi sig ekki að framleiða hér á landi. Einn- ig er keypt kolsýra frá Hæðarenda í Grímsnesi, sem fyllt er á hylki. Kolsýran er síðan notuð við rafsuðu og í gróðurhúsum. Súrefni hefur fram til þessa verið aðal uppistað- an, en notkun köfnunarefnis er að aukast mjög mikið, til dæmis er nautasæði á nautabúinu á Hvann- eyri fryst með köfnunarefni og hægt er að geyma það ákaflega lengi. KASK á Höfn í Hornafirði hefur notað köfnunarefni við hum- arfrystingu með góðum árangri. Hægt er að ráða hitastigi köfnunar- efnisins og þegar fryst er svo 'snöggt sem raun ber vitni eyði- leggjast frumurnar ekki og gæði framleiðslunnar verða meiri. Hum- arinn er frystur með klóm og fæst þannig hærra verð fyrir hann, enda er dýrara að frysta hann á þennan hátt. Sama aðferð er talin góð fyr- ir hrognafrystingu og lax. Aukin viðskipti við stóriðj ufyrirtækin Súrefnið er notað til logsuðu og logskurðar, en einnig er það notað handa sjúklingum á sjúkrahúsum. „Nú kemur Stálfélagið til með að nota súrefni í miklum mæli til að setja í deiglurnar og auka þannig afköstin. Með þessu geta þeir skipt þrisvar um í þeim í stað einu sinni,“ segir Geir Ágnar. „Aftur á móti er köfnunarefni notað hjá ÍSAL til að hreinsa málminn meira heldur en gert hefur verið. Talað er um að búa til meira hágæðaál en áð- ur. Reyndar er ekki bytjað á því ennþá, en það mun væntanlega hefjast innan tveggja mánaða og þá þýðir það sölu köfnunarefnis í mjög miklu magni. Nú, svo er slát- urtíðin að fara í hönd, sem er upp- skerutími hjá okkur. Þegar haus- arnir eru sviðnir er notað propang- as og súrefni.“ Þegar við ræðum velgengi fyrir- tækisins í gegnum tíðina segir Geir Agnar: „Það hafa verið sveifl- ur upp og niður í stárfseminni eft- ir utanaðkomandi áhrifum, en við höfum reynt að þjóna þessum markaði vel. Við höfum farið hægt í fjárfestingar, ekki flanað að neinu, það liggur ekki meira á en svo. Starfsfólkið, sem er 25 manns, er allt úrvals fólk, sem starfað hef- ur hér yfirleitt mjög lengi.“ Að- spurður hvort ekki þurfi að fjölga starfsfólki miðað við væntanleg umsvif segir Geir Agnar Zoéga, að þeir hafi gætt þess að hagræða alltaf í rekstrinum, þannig að ekki hafi þurft að bæta við fólki. „Vel- gengi fyrirtækisins er hversu gott starfsfólk er hér og að allir hjálp- ast að við að gera breytingar til hagræðingar." 1. Þórður Einarsson 2. Geir AgnarZoega 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. Frímann Jónsson Pétur Pétursson Fiskafurðir Gunnlaugur Björnsson Guðmundur Björnsson Björg Valgeirsdóttir Bjarney Samúelsdóttir Þorvaldur S. Þorvaldsson Dagný Valgeirsdóttir Hallvarður Valgeirsson Björn Valgeirsson Nafnverð 12.493.766 11.551.413 5.395.727 4.447.622 3.000.000 2.462.276 2.462.276 1.937.901 1.837.080 1.823.907 1.025.948 1.025.948 1.025.948 SAMTALS: 50.489.812 85,5% Heildarhlutafé er kr. 59.049.000 HLUTHAFAR — Hér að ofan má sjá hvemig eignaraðild þrettán stærstu hluthafa ísaga hf. var, áður en Þórður Einarsson, sendiherra í Svíþjóð, sem var stærsti hluthafinn, seldi Kaupþingi sinn hlut. Stærstu hluthafarnir eru flestir afkomendur stofnenda fyrirtækisins eða tengjast þeim á annan hátt. Þeir hafa nú til athugunar tilboð sænska fyrirtækisins AGA, sem býðst til að kaupa hlutabréfin á genginu 3,67. Frestur til að svara tilboðinu rennur út þann 28. september nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.