Morgunblaðið - 23.09.1990, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1990
“I
LEIKLIST
Vagnadans í eistn-
eskri kirkju?
Leikhópurinn Fantasía er senn á
förum til Finnlands, Eistlands
og Litháens, en hópnum hefur verið
boðið að koma fram í þessum lönd-
um og sýna verk sitt „Vagnadans".
Raunar er ekki alveg hundrað pró-
sent víst að af ferð hópsins verði,
því ferðin kostar sitt og félagar í
hópnum eru í óða önn að leita sér
að styrktaraðilum. Takist það ekki
fer ferðin út um þúfur, en áætlaður
kostnaður við ferðina mun nema
um 1,3 milljónum króna. Sæmundur
Andrésson, einn félaga í Fantasíu,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hópurinn væri óraveg frá því að
ná inn umræddri upphæð, en hann
vonaði hið besta.
Ferð þessi er þannig tilkomin að
Fantasía var í leikför í Svíþjóð og
kom þá fram á leiklistarhátíð í
Vesterás í Svíþjóð. Upp frá því
komu menn frá umræddum löndum
að máli við félaga í Fantasíu að
koma til sín og sína verkið. Sæ-
mundur sagði þetta vera spennandi
og skemmtilegt verkefni og vonandi
yrði hægt að fjármagna leikhópinn.
„Vagnadans er þriðja verk hópsins
og höfum við samið þau öll sjálf.
Þetta er leikur án orða og hentar
því prýðilega til sýninga á erlendri
grund. Verkið passar hins vegar
mun betur fyrir tónlist. Rammi
verksins er nokkuð skýr, en mikið
frelsi er þó gefið,“ sagði Sæmundur.
Fantasía mun sýna verk sitt í
Vislu og Tallín og einnig í Hels-
inki, en leikhúsaðilar þaðan sáu til
Fantasíu í Vesterás í sumar og
buðu þeim að vera með gestaleik
er hópurinn færi til Eystrasaltsríkj-
anna í byijun október. Alls fara,
ef farið verður, 10 leikarar og
tæknimenn.
Verkið Vagnadans er trúlega
öðru vísi en hinn almenni leikhús-
gestur á að venjast og nægir að
benda á myndina sem þessu fylgir.
Fantasíumenn lýsa verkinu nánar
með þessum hætti: „Sjónleikurinn
Vagnadans er leikur án orða. Það
er líklega þess vegna sem mönnum
ber einatt ekki saman um inntak
hans. Sumir vilja túlka verkið sem
tilbrigði við sköpunarsöguna eða
táknræna útfærslu á lífshlaupinu,
jafnvel að það ljalli um lífsgæða-
kapphlaupið. Enn aðrir láta sitja
við að skellihlæja að öllu saman.
Og þetta er prýðilegt og kannski
helsti styrkur sýningarinnar: hún
stelur engu af áhorfandanum en
getur gefið ýmislegt og hver sækir
þangað það sem honum hentar."
Fantasíúmenn koma til með að
gera einhverjar breytingar á út-
færslu verksins með hliðsjón af því
umhverfi sem verkið verður flutt í.
Til dæmis stendur til að flytja
Vagnadansinn í eistneskri kirkju!
Því verður hönnuð ferðaleikmynd
og „yrkja sýninguna síðan inn í
nýja umhverfið" eins og leikararnir
segja sjálfir.
RITSTÖRF
LaToya
hefur
skrifað
„Jackson-
bókina“
Söngkonan LaToya Jackson hef-
ur nú loksins lokið við handri
tið að „sögu Jackson-ljölskyldunn-
ar“ sem verið hefur í deiglunni all-
lengi. Var mikið umtal er hún hóf
ritun sögunnar og hinn margfalt
frægari bróðir hennar, Michael
Jackson, reyndi meðal annars að
fá systur sína ofan af því að skrifa
bókina með peningagreiðslum, en
allt kom fyrir ekki. LaToya segir
Jackson-ijölskylduna nú hafa þykk-
Njóttu þess besta
-útilokaðu regnið, rokið og kuldann
• Mjög hátt brotþol. DIN 52290.
• Beygist kalt.
• Meiri hitaeinangrun en gengur
og gerist.
• Hluti innrauðra geisla ná í gegn.
GENERAL ELECTRIC PLASTICS
LEXAN ylplast
velur það besta úr veðrinu.
SINDRI
LEXAN ylplastið er nýjung
sem gjörbreytir möguleikum okkar
til þess að njóta þess besta sem
íslensk veðrátta hefur að bjóða
- íslensku birtunnar.
LEXAN ylplastið er hægt að nota
hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið
fái að skína, t.d. í garðstofur, yfir
sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir
húsagarð, anddyri og húshluta.
Möguleikamir eru óþrjótandi.
LEXAN ylplast
• Flytur ekki eld. Er viðurkennt
af Brunamálastofnun.
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22
íslensk veðrátta er ekkert
lamb að leika við. Þess vegna
nýtum við hverja þá tækni sem
léttir okkur sambúðina við veðrið.