Morgunblaðið - 07.11.1990, Page 22

Morgunblaðið - 07.11.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1990 Furðufyrirbæri á sveimi yfir Evrópu París. Reuter. UNDARLEG fyrirbrígði sáust á lofti yfir nokkrum Evrópulöndum í gær. Var þeim lýst sem appelsínugulum boltum, þríhyrningum og ljósblettum. Frásagnir af fyrirbærunum bárust frá Frakklandi, ít- alíu, Sviss og Belgíu. 1605. f>ví er fagnað á hverju ári að tilræðið misheppnaðist. Lögreglu og slökkviliði í Frakk- landi bárust ijölmargar lýsingar í gærkvöldi á óþekktum fyrirbærum sem oft eru nefnd einu nafni Fljúg- andi diskar til hægðarauka. Starfs- maður Reuíers-fréttastofunnar i Genf sagðist sjá stóran, appelsínu- gulan bolta er hreyfðist yfir nætur- himininn frá Júraíjöllum í átt til Alpanna. Sérfræðingar í Munchen í Þýskalandi sögðu að e.t.v. hefði loftsteinn sprungið en belgísk yfir- völd sögðu að flugherinn væri að kanna frásagnir af þríhymingi ásamt þrem ljósum er borist hefði hægt og hljóðlaust til suðvesturs. Á Ítalíu sáu sex flugmenn farþega- véla „dularfull og mjög sterk ljós- fyrirbæri" suðaustur af Torino. I Bretlandi sáust engin furðufyr- irbrigði enda yar fólk önnum kafið við að skjóta upp flugeldum í tilefni af degi Guy Fawkes sem reyndi að sprengja þinghúsið í loft upp árið Japan: Vísa á bug ásökunum um dráp á höfrungum Tókýó. Reuter. JAPANSKA utanríkisráðuneytið hefur vísað á bug fréttum um að sjómenn á eyjunni Fukue hafi nýlega slátrað 600 höfrungum til að vernda fiskimið sin. Fréttir þar að lútandi hafa vakið mikla reiði á alþjóðavettvangi. „Þetta var fjöldasjálfsmorð,“ sagði Taizo Watanabe, talsmaður ráðuneytisins, við fréttamenn. Hann sagði að sjómenn frá bænum Mijraku á eyjunni Fukue i suður- hluta Japans, hefðu árangurslaust reynt að reka á sjó út stórar höfr- ungavöður sem nálguðust strönd eyjarinnar síðastliðinn föstudag. „Daginn eftir fann fólk 600 höfr- unga á ströndinni eða svamlandi rétt fyrir utan,“ sagði Watanabe. „Sjómenn í þremur bátum reyndu að reka þá hvali sem eftir lifðu burt, en sífellt fleiri renndu sér upp í fjöruna,“ sagði hann. Watanabe sagði að staðaryfirvöld hefðu skipað sjómönnunum að skera þá hvali sem þeir óskuðu eft- ir til átu, en grafa hina. Sjónvarps- fréttir af atburðunum á Fukue-eyju hneyksluðu áhorfendur jafnt í Jap- an sem annars staðar. Naoko Kakuta, sjávarlíffræðing- ur og Grænfriðungur í Japan, sagði að það væri ákaflega óvenjulegt að fleiri en fjórir höfrungar syntu samtímis á land upp. Hún sagði einnig að höfrungar væru sjaldnast fleiri en 100 saman í vöðu. Taylor selur málverk Reuter Leikkonan Elizabeth Taylor með málverk Vincents van Goghs, „Hælið og kapellan í Saint-Remy“ sem hún keypti fyrir nokkrum áratugum. Hún hyggst láta bjóða það upp hjá Christie’s-uppboðsfyrirtækinu í London í byrjun desember og er búist við að hún fái allt að 20 milljón- ir Bandaríkjadollara (1.100 milljónir ÍSK) fyrir listaverkið. Taylor gaf aðeins nokkur hundruð þúsund dollara fyrir það á sínum tíma. Nýr erkibiskup á Irlandi: Harður andstæð- ingur IRA Dyflinni. Reuter. CAHAL Daly hefur verið valinn erkibiskup kaþólskra á írlandi. Athygli vekur að hann hefur gagnrýnt Irska lýðveldisherinn (IRA) harðlega. Leiðtogi mótmæl- enda á Norður-írlandi fagnaði kjöri Dalys í gær. Cahal Daly er 73 ára gamall og hefur verið biskup í Down and Conn- or og þar af leiðandi verið andlegur leiðtogi kaþólikka í Belfast. Hann hefur verið óhræddur við að gagn- rýna ofbeldisverk IRA og baka sér óvinsældir á þann máta. Hins vegar er hann virtur gáfumaður og við- leitni hans til að auka starfsmögu- leika í fátækrahverfum Belfast hafa vakið athygli og aðdáun. Daly þykir hafa svipaðar skoðanir og Jóhannes Páll páfi II. Hann hefur hvatt til einingar kirkjunnar. Umdeildur rabbíni myrtur í New York: Ottast að ísraelskir öfga- menn hefni leiðtoga síns Npw York. .Ipnisalem. Rpnter. New York, Jerúsaiem. Reuter. MEIR Kahane, herskár rabbíni sem barðist fyrir því að arabar yrðu reknir frá Israel, var myrtur á hóteli í New York aðfaranótt þriðju- dags. Morðinginn náðist eftir að hafa orðið fyrir byssukúlu og bar á sér persónuskilríki með arabísku nafni. Fylgismenn Kahane í Israel sóru þess eið að hefna rabbínans og israelskar öryggissveitir voru sendar á vettvang til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á araba á svæðum í landinu þar sem þeir safnast saman. Kahane var myrtur er hann hélt fyrirlestur um ísrael og Persaflóa- deiluna í Marriot East-hótelinu á Manhattan. Um hundrað manns hlýddu á fyrirlesturinn. „Kahane var að svara spurningum þegar ungur maður gekk að honum, brosandi og ankannalegur, dró upp byssu og skaut hann í höfuðið og öxlina," sagði sjónarvottur. Morðinginn hljóp síðan út úr salnum og særði 73 ára gamlan mann, sem reyndi að stöðva, hann. Morðinginn lagði á flótta frá hótelinu og reyndi á næstu götu að neyða leigubílstjóra til að aka sér í burtu. Hann skaut þar á lögreglu- mann, sem var í skotheldu vesti og særðist aðeins á hendi. Lögreglu- maðurinn skaut á móti og morðing- inn fékk skot í höfuðið. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús og er morð- inginn ekki sagður í lífshættu. Talsmaður lögreglunnar sagði að morðinginn héti E1 Sayed Noseir, væri 37 ára gamall og kæmi frá Jersey-borg í nágrenni New York. Flest benti til þess að hann hefði verið einn að verki. Stjórnmálamenn í ísrael for- dæmdu morðið þótt margir þeirra Meir Kahane Reuter Bretland: Gervihnattasjónvarpsstöðv- arnar BSB og Sky sameinast St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKU gervihnattasjónvarpsstöðvarnar BSB og Sky tilkynntu síðastliðinn föstudag að þær mundu sameinast í nýju fyrirtæki. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt sameininguna og telja að vísa beri málinu til nefndar er fjallar um einokunaraðstöðu fyrirtækja á Bretlandi. Sjónvarpsstöðin Sky hóf útsend- ingar um gervihnöttinn Astra í febrúarmánuði á síðasta ári. Sala á viðtökudiskum gekk hægt í fyrstu, en Sky hafði selt um 800.000 diska við sameininguna. BSB hóf útsendingar í apríl á þessu ári og hafði einungis selt um 110.000 diska er ákveðið var að sameina stöðvamar. Mikið tap hefur verið á rekstri beggja stöðvanna. Talið er að Rup- ert Murdoch, eigandi Sky, hafi lagt í hana 400 milljónir sterlingspunda (40 milljarða ísl. kr.) frá upphafi. Eigendur BSB hafa lagt um 800 milljónir sterlingspunda (80 millj- arða ísl. kr.) í sína stöð. Búist var við að Sky færi að skila hagnaði árið 1992, en BSB ekki fyrr en töluvert seinna, jafnvel ekki fyrr en 1994 eða 95. Eigendur BSB munu eiga hið nýja fyrirtæki til helminga á móti News International, fyrirtæki Murdochs. BSB hættir að selja sína móttökudiska og eingöngu verður sent út um gervihnöttinn Astra. Ástæðurnar fyrir sameiningunni eru nokkrar. BSB, sem er í eigu margra aðila, þeirra á meðal Granada-sjónvarpsstöðvarinnar og fjölþjóðafyrirtækisins Pearson, sem á dagblaðið Financial Times, hefur gengið illa að selja diska. Talið var nær útilokað að það næði að selja 400.000 diska fyrir lok ársins, en lánadrottnar þess töldu það skilyrði fyrir frekari lánveitingum. News International, fyrirtæki Murdochs, sem á 35% af öllum breskum dag- blöðum og er auk þess víðtækt fjöl- miðlaveldi í Ástralíu og Banda- ríkjunum, hefur átt við verulegan skuldavanda að etja að undanf- ömu. Það hefur verið Ijóst um nokkurt skeið, að það þyrfti að líkindum að selja hluta af eigum sínum til að minnka skuldirnar. Einnig hefur verið Ijóst, að breski markaðurinn sé varla nægilega stór fyrir tvær gervihnattastöðvar. Að síðustu hefur samdrátturinn í bresku efnahagslífi valdið því, að færri keyptu sér móttökudiska en búist var við og minna hefur verið um auglýsingar. Talsmenn Verkamannaflokksins í fjölmiðlamálum hafa gagnrýnt þennan samning. Þeir telja óeðli- legt, að sami eigandi geti verið að svo stórum hluta breskra dagblaða og helmingseigandi í gervihnatta- stöð, sem muni verða í einokunar- aðstöðu á þeim markaði um fyrir- sjáanlega framtíð. Þeir hafa kraFist þess, að einokunamefnd ríkisins fái málið til meðferðar. Andrew • Knight, framkvæmdastjóri News Intemational, hefur vísað þessari gagnrýni á bug. Ilann segir, að nýja stöðin sendi einungis út á fimm rásum, en í Astra-gervihnett- inum séu 17 rásir nú þegar, öðrum 17 verði bætt við fljótlega og enn öðrum 17 árið 1992. Það sé því fráleitt að tala um einokun. Ekki er ljóst, hvernig útvarpsráð breska ríkisins bregst við þessari sameiningu, en BSB hafði gert samning.við það um útsendingar- tíðni fram til ársins 2004. hefðu verið harðir andstæðingar Kahane." „Það er hægt að andmæla skoðunum hans, deila við hann, en pólitískt morð er allt annar handlegg- ur,“ sagði Abdul Wahab Darawshe, arabi sem á sæti á ísraelska þinginu. Fylgismenn rabbínans í Jerúsalem sóru þess eið að hefna hans. „Ég lofa því að arabískt blóð mun streyma eins og fljót á götunum," sagði einn þeirra. Tveir aldraðir Palestínumenn voru drepnir á Vesturbakka Jórdanar og lögreglan taldi að þeir hefðu verið myrtir til að hefna Kahanes. Lögregl- an bjó sig undir frekari hefndarað- gerðir og taldi einkum hættu á að ráðist yrði á leiðtoga Palestínumanna og araba sem sæti eiga á ísraelska þinginu. Var þrjú ár í fangelsi Kahane fæddist í Bandaríkjunum 1. ágúst 1932. Hann hóf ungur af- skipti af stjórnmálum og gekk í Betar-hreyfinguna í New York, ung- liðahreyfingu Heruts, hægriflokks Menachems Begins, fyrrum forsætis- ráðherra Israels. Þegar Kahane var fimmtán ára var hann handtekinn fyrir að bijóta rúðu í bifreið Ernests Revins, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, til að mótmæla umboði Breta til að stjóma Palestínu. Kahane stofnaði Vemdarfylkingu gyðinga (JDL) árið 1968 en hún naut í fyrstu vinsælda á meðal bandarískra gyðinga þar sem mark- mið hennar var að vernda aldraða gyðinga fyrir árásarmönnum á göt- um New York-borgar. Hreyfíngin komst hins vegar brátt í kast við lögin og var sökuð um aðild að árás- um á húseignir Sovétríkjanna og annarra erlendra ríkja í Bandaríkjun- um. Kahane sat í fangelsi í eitt ár fyrir að framleiða sprengjur. Alls mun hann hafa setið í þijú ár í fang- elsi í Bandaríkjunum og Israel. Framboð flokksins bannað Kahane flutti til Israels 1971 og stofnaði Kach-flokkinn, sem barðist fyrir því að arabar yrðu reknir frá ísrael og svæðunum sem ísraelar hernámu í stríðinu 1967. Hann spáði því að flokkurinn kæmist brátt til valda í ísrael en kjósendur sáu til þess að sú spá rættist ekki. Hann var fyrst kjörinn á ísraelska þingið árið 1984 eftir að hafa í kosningabar- áttunni lagt ríka áherslu á brottflutn- ing araba, sem hann vísaði stundum til sem „hunda“. Samkvæmt skoð- anakönnunum sótti hann einkum fylgi sitt til gyðinga, sem fluttu til ísraels frá arabaríkjunum. „Það er ekki ætlun mín að drepa araba, ég vil aðeins að þeir lifi hamingjusamir t- annars staðar," sagði hann við stuðningsmenn sína. Um 800.000 arabar eru í ísrael og 1,75 milljón á hernumdu svæðunum. Kach-flokknuip var hins vegar bannað að bjóða fram í kosningum árið 1988 þar sem stefna hans þótti bera keim af fasisma og kynþátta- hatri. Flokkurinn var sagður andlýð- ræðislegur en Kahane hélt því fram að heimspeki gyðinga hefði aldrei byggst á vestrænum lýðræðisgildum heldur á lögum, sem hann sagði banna náin tengsl gyðinga við aðrar þjóðir. Hann varaði hvað eftir annað við hjónaböndum gyðinga og araba og hótaði að leita uppi gyðingakonur giftar aröbum í Israel. Grænland: SAS vill far- gjaldahækkun Kaupniannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SKANDINAVÍSKA Hugfélagið SAS hefur sótt um það til sam- gönguráðuneytisins að fá að hækka fargjöld á áætlunarleið- inni milli Kaupmannahafnar og Syðri-Straumfjarðar á Grænlandi frá og með 1. janúar 1991. Leif Petersen, sem hefur yfirum- sjón með þessari flugleið hjá félag- inu, sagði í viðtali við Grænlenska útvarpið að hækkunarbeiðnin ætti rót sína að rekja til kostnaðarhækk- ana og olíuverðshækkunarinnar vegna ástandsins við Persaflóa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.