Morgunblaðið - 07.11.1990, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER 1990
39
Bjarni Einarsson
sóknir færu nákvæmlega eins fram
og fornleifanefnd vill, sérstaklega
með tilliti til að niðurstöður eru oft
háðar aðferðinni. Að lokum stendur
í síðustu grein skilmálanna: „ . . .
Fornleifanefnd áskilur sér einnig
rétt til að afturkalla leyfí þegar í
stað, ef að hennar mati er gerður
svo mikilvægur fomleifafundur að
eðlilegt megi teljast, með hliðsjón
af hagsmunum þjóðarinnar og rétti
til menningararfleifðar sinnar, að
frekari rannsóknir fari fram á veg-
um opinberra aðila.“ Samkvæmt
þessu er ekki treystandi að láta
fornleifafræðinga, sem standa utan
opinberra stofnana, sjá um áfram-
hald rannsókna, ef þjóðarheill er í
veði. Þá skal kalla til opinbera aðila
(fornleifadeild Þjóðminjasafnsins?),
og láta þá bjarga þjóðarverðmætun-
um. Enginn er fullgóður fomleifa-
fræðingur, nema hann sé ráðinn
af Þjóðminjasafninu. Með tilliti til
þess að eini fasti starfsmaður Þjóð-
mir\jasafnsins hefur ekki lágmarks-
gráðu í fornleifafræðum, er þetta
bein móðgun við þá sem hana hafa.
Og þó svo væri, er aldrei heppilegt
ef nýr aðili tekur við af öðrum í
ókláruðum fornleifauppgreftri. Við
höfum þegar nokkur dæmi um slíkt
í íslenskri fornleifafræði. Og hver
á að dæma um hvort fundur varðar
þjóðarheill eða ekki? Að vissu
marki má segja, að allir fundir
varði þjóðárheill. Svo lítið hefur
verið gert í íslenskri fornleifafræði,
að allt sem gert er varðar þjóðar-
heill, ef sá skilningur er lagður í
orðið þjóðarheill að átt sé m.a. við
menningarsögu landsins.
Útlendingar í íslenskri
fornleifafræði
Við erum sammála því að þegar
um er að ræða stórfelldar rannsókn-
ir eigi þær helst að vera undir
stjórn íslendinga. En þegar um er
að ræða mjög sérhæfðar rannsókn-
ir, eins og beinarannsókn Thomas
H. McGovems, leikur enginn vafi á
að leyfa ber slíka rannsókn. í álykt-
un um fornleifarannsóknir út'lend-
inga á íslandi (samþykkt í Þjóðminj-
aráði 4. júlí 1990) stendur: „Þegar
á allt er litið er því yfirleitt ekki
rétt að veita erlendum mönnum
leyfi til fornleifarannsókna á ís-
landi. Það er heldur ekki háttur
nágrannaþjóða íslendinga að leyfa
slíkt í löndum sínum. Ekki hefur
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
t.d. frést að áðrar Norðurlandaþjóð-
ir hafí leyft stórfelldar erlendar
fornleifarannsóknir hjá sér eða talið
þær brýnar." Þetta er að sumu
leyti rétt, en notað á villandi hátt
í röksemdafærslunni gegn McGo-
vem. Það er rétt að nágrannaþjóð-
irnar hafa ekki leyft stórfelldar
rannsóknir erlendra fornleifafræð-
inga í sínum löndum að öllu jöfnu
(sjá síðar), en beinarannsókn Mc-
Governs er ekki stórfelld rannsókn,
hún er sérhæfð rannsókn. Útlend-
ingum hefur verið gefið leyfi til
sérhæfðra rannsókna á Norðurlönd-
um. Og enn stendur: „Einungis í
undantekningartilfellum má veita
erlendum mönnum leyfi til fornleif-
arannsókna á Islandi og þá til sér-
hæfðra verkefna á sviði rannsókna
sem eru á ábyrgð Islendinga og
undir þeirra forræði." Hér kemur
fram hrein og bein rökleysa. í
fyrsta lagi ef rannsókn á að vera
á ábyrgð Islendinga og undir þeirra
forræði, eru það þeir sem eiga að
sækja um leyfið skv. Skilmálum
leyfis til fornleifarannsókna,
(samþykkt á fundi fornleifanefndar
12. júní 1990), en ekki útlending-
arnir. í öðru lagi er það svo, að
enginn íslendingur hefur þá sér-
fræðiþekkingu á sviði McGoverns,
að viðkomandi geti borið ábyrgð á
hans rannsóknarverkefni. Hins veg-
ar teljum við eðlilegt, að Islending-
ar skuli vera ráðnir við verkefnið,
þó ekki sem eins konar vaktmenn,
heldur m.a. af hagsýnum ástæðum.
Þau rök sem þjóðminjaráð tínir til
í gegn McGovern eru í raun honum
í vil, þó niðurstaðan hafi verið á
hinn veginn og honum hafi verið
hafnað um rannsóknarleyfi af form-
anni fornleifanefndar og af Þjóð-
minjaráði. í ofanálag var um fram-
haldsrannsókn að ræða, sem flest-
um ætti að vera kunnugt um í þess-
um fræðum, og ýtir það enn undir
réttlætingu leyfisins.
Aðrar tæpar fullyrðingar í álykt-
uninni eru m.a. sú staðhæfing að
íslenskar fornleifar séu fátæklegar
og fáar miðað við nágrannaþjóðir
okkar. Ekki er það allsendis víst,
að á íslandi séu t.d. hlutfallslega
færri bæjarhúsarústir frá járnöld
og miðöldum en á Norðurlöndum.
Nær er að telja að á íslandi séu
hlutfallslega fleiri bæjarhúsarústir
og óspilltari, en á Norðurlöndum.
Rétt er að íslenskar fornleifar eru
kannski fátækari af gripum, sumar
hveijar, en það gerir þær ekki síðri
fyrir bragðið, þveit á móti. Slíkt
ber að túlka á sinn hátt. Er
yfirleitt rétt að bera sig saman við
útlönd og þannig að afsaka ákveðið
aðgerðaleysi og verða af þekkingu
sem er þrátt fyrir allt mikilvæg
fyrir sjálfsmeðvitund okkar í dag.
í framtíðinni munu nýjar aðferðir
líta dagsins ljós, nýjar tegundir
fornleifa, nýjar aldursgreiningarað-
ferðir, nýjar upplýsingar úr eldri
rannsóknum o.s.fi’v. Einnig munu
nýjar spurningar vakna, spurningar
sem við getum ekki einu sinni
spurt í dag. Hver nútíð þarf að
kunna skil á fortíðinni og fortíðin
tekur breytingum með tímanum.
Önnur vafasöm fullyrðing er að
útlendingar séu ekki færir um að
stunda fornleifarannsóknir á íslandi
sökum þess að þeir séu ekki læsir
á íslenska menningarsögu. Hér vilj-
um við taka undir gagmýni Félags
íslenskra fræða, en bæta því þó við
að frumsaga íslands er ekki aðeins
okkar saga, henni deilum við með
nágrannaþjóðum okkar, bæði fýrir
austan og vestan. Nú væri rétt að
benda á það, að á íslandi hafa er-
lendir fornleifafræðingar verið
fengnir til að sjá um stórfelldar
rannsóknir. T.d voru sænskir forn-
leifafræðingar fengnir til að sjá um
stóru rannsóknina í Aðalstræti og
Suðurgötu í Reykjavík í byrjun átt-
unda áratugarins. Á Nyfundnalandi
voru t.d. norskir fornleifafræðingar
fengnir til að rannsaka norræna
búsetu á L’anse aux Meadows og
svona mætti lengi telja. Það jaðrar
við menningarhroka og þjóðarremb-
ing, að halda því fram, að við séum
svo sérstæð þjóð, að við einir getum
rannsakað sögu okkar. Við höfum
vissulega ákveðið forskot á aðra í
þessu samhengi, en ekki meir. Og
þegar um hreinar beinarannsóknir
er að ræða, skiptir engu máli hverr-
ar þjóðar sá eða sú sem rannsakar
er, ef viðkomandi þekkir þau bein
sem búast má við, og kann að
vinna úr þeim. Ekki spillir ef sami
aðili og rannsakar beinin grefur þau
upp sjálfur. Það má benda á, að
áður hafa bein verið send til McGo-
verns frá mörgum íslenskum forn-
leifarannsóknum og þar á meðal
af formanni fornleifanefndar.
Fornleifadeild
Þjóðminjasafnsins
Að síðustu viljum við fara nokkr-
um orðum um þessa deild Þjóð-
minjasafnsins,. Þar starfar aðeins
einn fastráðinn einstaklingur. Hon-
um ber að sjá um öll mál, sem við
koma deildinni, svo sem skyndi-
rannsóknir, stærri rannsóknir,
skráningu á föstum fornleifum,
tengsl við almenning o.s.frv. Hversu
vel sem hann er af guði gerður og
hversu kappsamur sem hann kann
að vera, er hann í vonlausri að-
stöðu. Það er hreinlega ekki á færi
eins manns að sjá um öll þessi
mál. Enda er það staðreynd að
skýrslur eru óskrifaðar um verkefni
sem áttu sér stað fyrir mörgum
árum. Ef heldur fram sem horfir
verður halarófan af óskrifuðum
skýrslum lengri og sífellt minni
líkur á að þær verði viðunandi, ef
þær berast nokkurn tímann. Hér
erum við komin að rótum alls mold-
viðrisins, sem geisað'hefur. Forn-
leifadeildin er hreinlega ekki fær
um að sinna öllum þeim málum, sem
hún á að sinna. Um þetta hlýtur
fornleifanefnd að vera kunnugt, en
hún hefur því miður lagt ofur-
áherslu á að veitast aðeins að deild-
arstjóra fornleifadeildar og að
McGovern, sem hefur starfað í nán-
um tengslum við hann. Við teljum
að það sé röng leið, þó við séum
þeirrar skoðunar að deildarstjórinn
hafi að mörgu leyti skapað þessa
stöðu sjálfur.
Nu má spyrja, af hveiju hefur
þessi staða verið við lýði og af
hverju svo lengi? Er hér aðeins við
fjármálavaldið að sakast? Hefur
Þjóðminjásafnið barist fyrir því að
mannafli á fornleifadeild fjölgi í
gegnum árin? Sennilega er svarið
bæði og, en þessu svarar Þjóðminja-
safnið best sjálft. Eitt vitum við þó
að aðeins einu sinni hefur verið leit-
að til annars okkar um minniháttar
frumrannsókn, vegna anna deildar-
stjóra, sem var bundinn í mörgum
öðrum verkefnum það sumar. Þess-
arar forrannsóknar var þó ekki
getið í opinberri ársskýrslu Þjóð-
minjasafns íslands fyrir 1989, þó
að lokaskýrsla lægi fyrir.
Benda má á, að í nágrannalandi
okkar Færeyjum hefur Föroya
Fornminnissavn (Þjóðminjasafn
Færeyja) haft stærri rannsóknir í
gangi undanfarin ár, en Þjóðminja-
safn íslands. Til nánast allra þess-
ara rannsókna voru útlendir forn-
leifafræðingar kallaðir til, vegna
þess að deildarstjóri fornleifadeildar
safnsins var upptekinn af öðrum
málum, sem þurfti að sinna.
Við viljum hvetja fornleifanefnd
til dáða, en biðjum hana samtímis
að endurskoða skilmálana og að-
ferðirnar. Við styðjum markmið
hennar af alhug. Við viljum líka
efla íslenska fornleifafræði og ekki
væri verra ef við fengjum einnig
að leggja okkar skerf af mörkum.
Við viljum einnig hvetja deildar-
stjóra fornleifadeildar til dáða, en
samtímis biðja hann um að hafa
ákveðna forgangsröð á verkefnum
sínum. Uppgröftur án skýrslu er
einskisverður og í raun hreint
skemmdarverk og eyðsla á al-
mannafé. Þessi skrif okkar eru ekki
persónuleg árás á einn né neinn.
Það eru vandamál fyrir hendi, ann-
ars hefði moldin aldrei fokið, og við
skulum öll reyna að finna farsæla
lausn á málinu. Við munum kynna
fornleifanefnd tillögur okkar og
annarra til lausnar málinu á öðrum
vettvangi en þessum. En svo mikið
er víst, breytinga er þörf og það
fljótt. íslenskri fornleifafræði er
best borgið ef fornleifadeild Þjóð-
minjasafnsins er skipuð fólki, sem
hefur tíma og kunnáttu til að sinna
sínum málum með fullum stuðningi
og trausti fornleifanefndar. Jafn
mikilvægt er að fornleifadeild beri
fullt traust til fornleifanefndar.
M.ö.o. fleiri fornleifafræðinga inn á
fornleifadeild.
Bjarni er fornleifafræðingur og
stundar doktorsnám við
Gautaborgarháskóla.
Vilhjálmur er fornleifafræðingur
og stundar doktorsnám við
Arósaháskóla.
Breska verslunarfélagiö
Faxateni 10 ■ Húsi Framtiöar
108 Reykjavik.
Pöntunarsimi. (91)-82265
HÆÐ 188,4
HÆÐ 160,9
BREIDD 95,3 BREIDD 95,3
13.50« KR. 11.700 KR.
Sf OUM Heim
setjum UPp
HÆÐ 133,4
HÆÐ 105,9
BREIDD 95,3
BREIDD 95,3
9.700 KR. 7.600 KR.
ODYRAR
BÓKAHILLUR
4 HÆÐIR OG 4 BREIDDIR
(95,3 cm, 130,5 cm, 165,7 cm og 200,9 cm á breidd)
HVÍTAR, SVARTAR OG UÓS ASKUR
habitat
LAUGAVEGI 13 - REYKJAVÍK - SlMI 625870
(INNGANGUR I HUSGAGNADEILD SMIÐJUSTlGSMEGIN)