Morgunblaðið - 07.11.1990, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER 1990
SUND
WKIPPNÍN
ÍSLENSKIHANDBOLTINN
10. UMFERÐ
Miðvikudagur 7.11.
KR-Stjarnan
Kl. 20:00
Laugardalshöll
Miðvikudagur 7.11.
Haukar-Valur
Kl. 20:00
Strandgata, Hafnarfirði
Föstudagur 9.11.
ÍBV-Víkingur
Kl. 20:00
Vestmannaeyjar
Föstudagur 9.11.
KA-ÍR
Kl. 20:30
Iþróttahöllin, Akureyri
Laugardagur 10.11.
Grótta-Fram
Kl. 16:30
Seltjarnarnes
B Ragnheiður sigursæl
11. UMFERÐ
Þriðjudagur 13.11.
Víkingur-KR |
Kl. 20:00
Laugardalshöll I
VÁTRYGGIIVGAFÉLAG ÍSIAM)8 HF
RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir,
sundkona frá Akranesi, hefur „
náð góðum árangri á sundmót-
um í Bandaríkjunum að undan-
förnu. Hún hefur meðal annars
synt á betri tíma en íslandsmet
hennar í 100 og 200 m bringu-
sundi samkvæmt viðmiðunar-
töflu.
Ragnheiður stundar nám í Ala-
bama háskólanum jafnframt
því að æfa sund undir handleiðslu,
Jonty Skinner, sem er einn virtasti
^■■1 sundþjálfari heims
Conrad og fyrrum heims-
Cawley methafi.
sknfar Hún hefur tekið
þátt í þremur mót-
um fyrir hönd Alabama-skólans að
undanförnu. Á þessum mótum hef-
ur hún fimm sinnum náð að sigra
9g synt á betri tíma en gildandi
ísiandsmet í 100 og 200 m bringu-
sundi, ef tekið er mið af viðmiðunar-
töflu. En að öllu jöfnu eru notuð
mælieiningin stika (yard) í Banda-
ríkjunum.
Ragnheiður synti 100 stiku sund
á 1.03,92 mín, sem jafngildir
1.10,52 mín. í metrum. íslandsmet
hennar er 1.10,66 mínútur. í 200
stiku bringusundi synti hún á
2.18,05 mín., sem jafngildir 2.31,85
mín. í metrum og er það 0,50 sek.
betri tími en íslandsmet hennar.
KORFUKNATTLEIKUR
Valur-KR 71:76
íþróttahús Vals, úrvalsdeildin i körfuknattleik, þriðjudaginn 6. nóvember 1990.
Gangur leiksins: 0:2, 21:12, 27:13, 37:26, 43:36, 45:50, 57:61, 59:70, 71:76
Stig Vals: Magnús Matthíasson 22, David Grissom 17, Ragnar Jónsson 14, Helgi Gústafs-
son 8, Jón Bender 4, Matthías Matthíasson 4, Guðni Hafsteinsson 2.
Stig KR: Páil Kolbeinsson 17, Matthías Einarsson 14, Lárus Árnason 13, Axel Nikulás-
son 10, Jonathan Bow 8, Hermann Hauksson 5, Hörður Gauti Gunnarsson 5, Björn
Steffensen 2, Böðvar Guðjónsson 2.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Kristinn Oskarsson og dæmdu þeir þokkalega.
Áhorfendur: Um 80.
Slök vítahittni Valsmönnum að falli
Valsmenn geta kennt slakri vítahittni um að þeir náðu ekki að bera
sigurorð af KR-ingum á Hlíðarenda í gærkvöld. í-fyrri hálfleik höfðu
Valsmenn yfirhöndina. Þeir léku skynsamlega gegn slakri vörn KR-inga.
Sóknirnar langar og þeir héldu niðri hraðanum. KR-ingar hófu síðari
hálfleikinn með látum, keyrðu upp hraðann og röðuðu
körfum á Valsmenn. Allt annað var að sjá til KR-inga í
vöminni, mikil barátta og Valsmönnum ekki gefin færi á
auðveldum skotum. Þessi barátta kostaði auðvita villur,
en það kom ekki að sök þar sem Valsmenn hittu illa úr
vítaskotum sínum, eða aðeins úr 12 af 21. í fyrri hálfleik gerðu Vals-
menn 19 körfur úr 32 tilraunum en aðeins 8 körfur úr jafnmörgum tilraun-
um í síðari hálfleik.
Magnús Matthíasson sýndi bestan leik Valsmanna. Einnig var Ragnar
Jónsson góður þann stutta tíma sem hann fékk að leika. Grissom var góður
í fyrri hálfleik en dalaði í þeim síðari. Hjá KR var Páll Kolbeinsson best-
ur, átti 10 stoðsendingar og margar fleiri sendingar sem samherjar hans
nýttu ekki.
Pétur
Hraín
Sigurösson
skrifar
Tindastóll - Snæfell 93:85
íþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 6. nóvember 1990.
Gangur leiksins: 6:3, 8:10, 19:18, 25:24, 29:30, 35:42, 37:46, 43:48, 51:56, 56:62, 64:68,
69:68, 77:75, 81:81, 85:83, 93:85.
Stig Tindastóls: Ivan Jonas 41, Pétur Guðmundsson 17, Einar Einarsson 13, Sverrir
Sverrisson 10, Haraldur Leifsson 8, Pétur Vopni Sigurðsson 4.
Stig Snæfells: Ríkharður Hrafnkelsson 23, Hreinn Þorkelsson 19, Bárður Eyþórsson 16,
Gennadíj Perégued 16, Brynjar Harðarson 10, Sæþór Þorbergsson 1.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og Víglundur Sverrisson. Dæmdu þokkalega.
Áhorfendur: 450.
Meistaraefnin í vandræðum
Það var lítill meistarabragur á Tindastóli í gær er liðið sigraði Snæ-
feil naumlega á heimavelli sínum. Gestirnir náðu yfirhöndinni og
héldu henni út hálfleikinn. Munurinn varð mestur níu stig og gestirnir
léku skynsamiega með Hrein og Ríkharð sem bestu menn. Heimamenn
náðu að jafna um miðjan síðari hálfleik, 68:68, en það var
ekki fyrr en þijár mínútur voru eftir, og Snæfellingar í
villuvandræðum, að Tindastóli tókst að gera útum leikinn.
Ivan Jonas hélt heimamönnum á floti og Sverrir Sverrisson
og Einar Einarsson áttu góðan leik. Valur Ingimundarson
lék nánast ekkert með vegna veikinda og Pétur Guðmundsson var lítið
með af sömu sökum. Hreinn og Ríkharður voru bestir í liði Snæfellinga
og Bárður Eyþórsson og Peregued léku vel.
vis - KEPPNIN
STÓRLEIKUR
í kvöld kl. 20.00:
HAIIKAR - VALUR
Björn
Bjömsson
skrifarfrá
Sauöárkróki
í Iþróltahúsinu v/Strandgötu, Hafnarfiröi
&
PRENTBÆR HF.
Síðan Ragnheiður fór til Banda-
ríkjanna fyrir næstum tveimur
árum hefur hún náð að þroskast
bæði andlega og líkamlega. Hún
hefur oft synt vel fyrir skólann, en
náði þó ekki að sýna sitt besta á
Evrópumótinu í Róm í ágúst sl.
sumar. Eg held þó að slakur undir-
búningur landsliðsins fyrir mótið í
Róm hafi haft sitt að segja varð-
andi árangur hennar þar.
Mm
FOLX
■ JÓHANN Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Fram, missti af flugvélinni sem
flutti Framliðið frá London til
Barcelona í fyrrakvöld. Ástæðan
var sú að leigubílinn sem hann var
í lenti í umferðarhnút á leiðinni út
á flugvöll. Leiðin frá miðborg Lon-
don út á flugvöll er vanalega um
hálftíma akstur, en tók tvo tíma í
þetta skipti og því fór sem fór.
Jóhann kom síðan til Barcelona í
gærdag.
■ LUIS Bolabuer er ræðismaður
Islands í Barcelona. Hann verður
meðal áhorfenda á leik Fram og
Barcelona í kvöld. Hann er ekki
alveg ókunnur í herbúðum Barcel-
ona því faðir hans var forseti fé-
lagsins á árunum 1925 til 1929.
■ LEIKUR Fram og Barcelona
fer fram á Nou Camp-leikvangin-
um í Barcelona í kvöld kl. 19:45
að íslenskum tíma. Leiknum verður
lýst beint á Rás 2.
■ FORRÁÐAMENN Barcelona
hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa
danska leikmanninn Jan Mölby frá
Liverpool til að taka stöðu Ron-
alds Koemans, sem er meiddur.
Liverpool vill fá 1,6 milljónir
punda, eða um 165 milljónir ÍSK,
fyrir Mölby og þykir forráðamönn-
um Barcelona það full mikið.
■ TOMAS Brolin, landsliðsmað-
urinn ungi sem leikur með Parma
á Ítalíu, var um helgin kjörinn
knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð.
Hlaut því gullbolta
Aftonblaðsins og
sænska knatt-
spyrnusambandsins.
■ ÁRID hef'ur ver-
ið ævintýri líkast hjá Brolin —
hann gerði sjö mörk í jafn mörgum
leikjum með Norrköping í vor, er
liðið varð meistari, gerði tvö mörk
í fyrsta landsleik sínum og fimm
alls í þremur leikjum og var sá eini
sem stóð sig sæmilega í HM á ít-
alíu. Hann hefur staðið sig mjög
vel með Parma í vetur og gert 3
mörk í deildinni.
Þorsteinn
Gunnarsson
skrifarfrá'
Svíþjóð
■ STEFAN Rehn hjá IFK
Gautaborg, sem var á samningi
hjá Everton síðasta vetur, er
líklega á förum til Bari á Italíu.
Hann lék mjög vel á keppnistímabil-
inu, sem lauk um helgina.
■ IFK Gautabovg tryggði sér
sænska meistaratitilinn á laugar-
daginn með því að gera 0:0 jafn-
tefli gegn Norrköping heima. IFK
vann fyrri leikinn 3:0 á útivelli.
Þetta er 12. meistaratitill liðsins.
■ EINS og svo oft áður var
Thomas Ravelli, landsliðsmark-
vörður, í aðalhlutverki. Hann átti
stórleik og tryggði liði sínu titilinn.
Þessi sigur Gautaborgar í ár kom
mjög á óvart því liðið er ungt; flest-
ir enn um tvítugt nema Ravelli og
Rehn. Titillinn er mikill sigur fyrir
Roger Gustafsson, þjálfara, sem
tók við liðinu st. vetur og hafði
áður verið yfirumsjónarmaður ungl-
ingaflokka félagsins í mörg ár.