Morgunblaðið - 22.12.1990, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
Gjaldþrot Grundarkjörs:
Rætt hvort höfða
eigi riftunarmál
unnt sé að rifta framsalinu þegar
það hafi verið gert til tryggingar
vegna vöruúttekta en ljóst sé að
unnt sé að rifta greiðslum á skuld-
um.
Að sögn Skarphéðins hefur mál
þetta þá þýðingu fýrir kröfuhafa
að vinnist það fæst greiðsla upp í
almennar kröfur, sem séu 200-210
milljónir króna en að öðrum kosti
finnist ekki í búinu eignir til greiðslu
á öðru en um það bil 20 milljóna
króna forgangskröfum.
Dómsmálaráðu-
neytið:
Leyfi veitt
fyrir 7 0
happdrætt-
um á árinu
Morgunblaðið/Svemr
Hafnarfjarðaræð fær stærri dælustöð
Starfsmenn Hitaveitu Reykjavíkur hafa lagt nótt
við dag við stækkun og tengingu á dælustöð veitunn-
ar á Hafnarfjarðaræð við Reykjanesbraut. Að sögn
Hreins Frímannssonar yfirverkfræðings, er gert ráð
fyrir að verkinu ljúki um kl. 15 í dag. „Það er næg-
ur þrýstingur á Hafnarfjarðaræð þó svo að rennslið
sé tregt inn í einstaka hús,“ sagði hann. „Eftir sem
áður verður að fylgjast með inntakssíunum en reynt
verður að ná úr vatninu þeim útfellingum, sem eiga
leið hjá dælustöðinni."
SKIPTAFUNDUR hefur verið
boðaður í þrotabúi Grundarkjörs
þann 8. janúar næstkomandi til
að taka ákvörðun um hvort búið
höfði riftunarmál gegn fimm
aðilum til riftunar á framsali eig-
anda verslananna til þeirra á
greiðslukortaávísunum að verð-
mæti 30 milljónir króna síðasta
mánuðinn fyrir gjaldþrot fyrir-
tækisins.
Að sögn Skarphéðins Þórissonar
hrl., bústjóra þrotabúsins, var
ákvörðun um þetta efni frestað á
fyi’sta skiptafundi í október og
ákveðið að boða sérstakan fund til
að taka afstöðu til þessa. Eigandi
Grundarkjörsverslanana framseldi
greiðslukortaávísanirnar til ákveð-
inna heildsölufýrirtækja, aðallega
til tryggingar greiðslu á vöruúttekt
en einnig til greiðslu eldri skulda.
Að sögn Skarphéðins er uppi lög-
fræðilegur ágreiningur, sem ekki
hefur fengist úr skorið, um hvort
Formaður VSÍ segir að samningar lækna séu undir smásjá:
Kröfurnar þýða 60% kauphækk-
un að óbreyttu fyrirkomulagi
Læknar óska eftir samningafundi í dag
LÆKNAR hafa óskað eftir fundi með samninganefnd ríkisins í dag
vegna krafna aðstoðarlækna um auknar greiðslur fyrir yfirvinnu.
„Við höfum óskað eftir fundi með það fyrir augum að leysa þetta
fyrir jól ef vilji er fyrir hendi,“ sagði Haukur Þórðarson, formaður
Læknafélags Islands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir
lækna vi\ja firra vandræðum, sem fyrirsjáanleg séu vegna aðgerða
aðstoðarlækna, einkum á slysadeild Borgarspítalans.
Læknar hafa ekki gert kröfur
um grunnk'aupshækkanir umfram
aðra. Einar Oddur Kristjánsson,
formaður Vinnuveitendasambands-
ins, sagði hins vegar í samtali við
Morgunblaðið í gær að VSÍ hefði
það frá launaskrifstofu ríkisins að
kröfur aðstoðarlæknanna um yfir-
vinnuálag þýddii 60% kauphækkun,
að óbreyttu vinnufýrirkomulagi.
„Það gefur augaleið að eins og
ástatt er í þjóðfélaginu í dag, hljóta
allir slíkir samningar að vera undir
mjög mikilli smásjá,“ sagði Einar
Oddur.
Samninganefnd ríkisins hefur
krafizt þess að læknar samþykki
að komið verði á reglubundnum
vöktum á spítulunum til þess að
vinnulotur, sem leiða til greiðslu
tvöfaldrar yfirvinnu, heyri til und-
antekninga. Davíð Á. Gunnarsson,
forstjóri Ríkisspítálanna, og Jó-
hannes Pálmason, framkvæmda-
stjóri Borgarspítalans, sögðu báðir
í samtölum við Morgunblaðið í gær
að vegna verulegrar fækkunar að-
stoðarlækna, sem fyrirsjáanleg er
á næsta ári, yrði óhjákvæmilegt að
breyta vinnufyrirkomulagi á sjúkra-
húsunum og fjölga sérfræðingum.
Talsverður fjöldi íslenzkra sérfræð-
inga erlendis væri tilbúinn að koma
heim ef stöður losnuðu.
„Stöður aðstoðarlækna eru
námsstöður. Það er spurning hvort
ekki sé eðlilegra að manna spítalana
eingöngu með sérfræðingum og
hafa aðstoðarlæknastöðumar ein-
göngu sem námsstöður,“ sagði
Ðavíð Á. Gunnarsson.
Jóhannes Pálmason sagði að sá
tími, sem væri fram að næstu út-
skrift úr læknadeild, hlyti að verða
notaður til að skoða hvemig ætti
að manna starfsemi spítalanna með
aðstoðarlæknum að því leyti, sem
hægt væri og sérfræðingum að
öðru leyti. Hann sagði að fjölgun
sérfræðinga myndi þýða aukin
lailnaútgjöld, en því mætti ekki
gleyma að sérfræðingar hefðu
mikla menntun að baki og ættu að
geta sinnt læknisþjönustu betur og
fljótar en óreyndir menn.
Haukur Þórðarson samsinnti því
að breyta þyrfti vinnufyrirkomulagi
vegna fækkunar læknakandídata
og fjölga sérfræðingum með ein-
hveijum hætti. Ýmsar leiðir væru
til i þessum efnum, en læknar væm
ekki endilega inni á því að setja
ætti inn í kjarasamning hvað vakt-
staðan ætti að vera löng, vegna
þess að það væri breytilegt frá ein-
um stað til annars. Hyert sjúkrahús
þyrfti að setja upp sína vaktaskipan
eftir því hver verkefnin væru.
Haukur sagði að læknar gætu ekki
sætt sig við hlaupandi átta tíma
vaktir. „Það gæti gengið hjá öðrum
stéttum, en virkar ekki hjá aðstoð-
arlæknum. Þeir eru heldur ekki það
Atli Heimir Sveinsson
Guðbjörg Þorbjarnardóttir
Sigfús Halldórsson
Þrír nýir í heiðurslaunaflokk
Átján listamenn munu skipa
heiðurslaunaflokk á næsta ári,
en tillaga þess efnis var sam-
þykkt við þriðju umræðu fjárlaga
á Alþingi I gær.
Þrír nýir Iistamenn skipa heiðurs-
launaflokk, þau Atli Heimir Sveins-
son tónskáld, Sigfús Ilalldórsson
tónskáld og Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir leikkona. Tveir heiðurslauna-
þegar létust á árinu, þeir Guðmund-
ur Daníelsson rithöfundur og Valur
margir, að það gengi upp,“ sagði
hann.
Ýmsar leiðir voru reyndar í gær
til að losa um hnútinn í samninga-
viðræðunum, meðal annars höfðu
læknar samband við Guðmund
Bjarnason heilbrigðisráðherra og
Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra í gær til að fá þá til að
reyna að greiða fyrir lausn deilunn-
ar.
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur veitt 70 aðilum leyfi fyrir
happdrættum á þessu ári, en í
fyrra voru veitt leyfi fyrir 81
happdrætti. Að sögn Bryndísar
Jónsdóttur hjá dómsmálaráðu-
neytinu,' er aðallega um að ræða
ýmis líknarfélög, íþróttafélög og
pólitísk félög sem fengið hafa
leyfi til að vera með happdrætti,
og sagði hún að í flestum þeirra
væri dregið nú fyrir jólin.
Hjá Hagstofunni fengust þær
upplýsingar að á þessu ári hefði sjö
aðilum verið veitt heimild til að
nota þjóðskrá og fyrirtækjaskrá í
tengslum við happdrætti, og væru
það heldur færri aðilar en fengið
hefðu leyfi til þess í fyrra.
Fjármálaráðherra áfrýjar skatteekta-
dóminum:
Dráttarvextir inn-
heimtir þar til niður-
staða fæst í Hæstarétti
Gíslason leikari.
Heildarupphæð heiðurslaunanna
nemur 14,4 milljónum króna og fær
hver heiðurslaunaþegi 800 þúsund
krónur í sinn hlut. Er það hækkun
um 50 þúsund frá síðasta ári.
Fjármálaráðherra hefur
ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar
dómi Borgardóms um dráttar-
vexti af skattsektum, þar sem
ríkissjóði er gert að endurgreiða
Steinum hf. innheimta dráttar-
vexti af skattsektum. Þar til nið-
urstaða Hæstaréttar liggur fyrir
verður haldið áfram að inn-
heimta dráttarvexti af skattsekt-
um, að sögn Braga Gunnarssonar
Iögfræðings í fjármálaráðuneyt-
inu.
Bragi sagði í gær að ráðuneytis-
menn væru almennt ekki sammála
niðurstöðum Borgardóms og viidu
lála reyna á málið fyrir Hæsta-
rétti. Bragi sagði að á meðan yrðu
ekki gerðar breytingar á tekjubók-
haldi ríkisins og dráttarvextir áfram
innheimtir af skattsektum. Þarna
væri um tiltölulega fáa aðila að
ræða, sem ættu að þekkja rétt sinn
eftir- þá umræðu sem orðið hefði
um málið, og gætu því greitt drátt-
arvextina með fyrirvara.
Bragi sagði að dráttarvextir á
skattsektir væru ekki stór hluti af
tekjum ríkissjóðs. Hins vegar væri
þarna um að ræða grundvallaratriði
við innheimtu og nauðsynlegt að
fá niðurstöðu í málinu fyrir æðsta
dómstóli landsins. Ríkisskattanefnd
úrskurðaði skattsektir í tíu málum
á árinu 1989, samtals að fjárhæð
3,3 milljónir kr. tæpar og í tólf
málum á árinu 1998, samtals að
fjárhæð 1,8 milljón kr. Fyrstu ellefu
mánuði þessa árs innheimtust um
800 þúsund kr. í skattsektir og
dráttarvexti af. þeim. Hvað mikill
hluti af fjárhæðinni er dráttarvextir
lá ekki fyrir í gær.
Útlit fyr-
ir hvít jól
SPÁÐ er fremur hægu veðri um
land allt fram á aðfangadag með
vestlægri og norð-vestlægri átt
og éljum á víð og dreif. Frost
verður um allt land og fer harðn-
andi þegar á líður. Veðurfræðing-
ar búast við hvítum jólum.
í vikunni komst frostið í 23°C á
Staðarhóli og á Grímsstöðum á Fj'öll-
um og hafís var kominn á siglingar-
leið við Vestfirði. Að sögn Þórs Jak-
obssonar veðurfræðings, hefur ísinn
hopað og var meginjaðarinn um 30
sjómílur norð-vestur af Straumnesi
þegar farið var í ískönnunarflug
síðastliðinn fimmtudag.