Morgunblaðið - 22.12.1990, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
Mótettukór Hallgrímskirkju.
Schiitz o g Bach
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Jólatónleikar Mótettukórs
Hallgrímskirkju sem haldnir voru
sl. miðvikudagskvöld voru helgaðir
tveimur mestu snillingum Þjóðveija
í gerð kirkjulegrar tónlistar, nefni-
iega Heinrich Schutz og Johann
Sebastian Bach. Schutz var ekki
aðeins gott tónskáld, heldur tókst
honum að tileinka sér mikilfenglega
kórtækni ítalskra snillinga, tón-
skálda eins og Giovanni Gabrieli og
Claudio Monteverdi, aðlaga hana
og leggja þar með grunninn að lút-
herskri trúartónlist, sem blómstraði
í verkum J.S. Bach. Þessi fjölkóra-
tækni lagðist hins vegar af hjá
ítölskum tónskáldum eftir daga
Monteverdis en varð sérgrein Þjóð-
veija.
Tónleikamir hófust á Magnificat
anima mea, sem talið er að Schútz
hafi samið um og fyrir 1665. Þessi
lofsöngur til Maríu Guðsmóður er
saminn fyrir einsöngvarakór, tvo
kóra, tvær fiðlur, 3 básúnur og
fylgirödd (basso continue). Notkun
mismunandi samsöngshópa hjá trú-
artónskáldum endurreisnarinnar
var að miklu leyti hugsuð til að ná
fram margvíslegum styrkleika-
áhrifum en hljómsveitin var, að því
að talið er, oft ekki nema tvær fiðl-
ur og jafnvel aðeins eitt orgel, svo
að hljómmögnunin var því að mestu
verk kórsins eins.
Einsöngvarakórinn var skipaður
Mörtu Halldórsdóttur, Guðrúnu
Finnbjarnardóttur, Gunnari Guð-
bjömssyni og Sigurði S. Stein-
grímssyni, sem flutti einfaldan tón-
bálk verksins af þokka. Sama má
segja um kórinn og hljómsveitina,
þ.e. strengina og básúnukórinn.
Einsöngskantatan Jauchzet Gott
in allen Landen eftir Bach er stór-
kostleg tónsmíð sem flutt var af
Mörtu Halldórsdóttur, Ásgeiri H.
Steingrímssyni trompetleikara og
strengjasveit. Marta söng þetta erf-
iða verk mjög glæsilega, ekki að-
eins raddlega heldur og músíkalskt
og í ekta barokkstíl. Verkið skiptist
í fjóra þætti; aríu, tónles, aríu og
kóral. Tónlesið er undursamlega
fallegt og síðari arían sannkallað
„bravúra“-verk fyrir söngvarann og
þar var söngur_ Mörtu frábær.
Trompettleikur Ásgeirs í fyrstu
aríunni og kóralnum var glitrandi
fallegur, svo og leikur hljómsveitar-
innar í kóralkaflanum, sem er stór-
kostlega magnaður tónvefnaður.
Tónleikamir enduðu á „Fæðing-
arsögu Jesú Krists" eftir Schútz.
Þetta fallega verk mun hafa verið
frumflutt í Dresden 1660 og að
hluta til gefið út 1664. Ástæðan
fyrir því mun hafa verið sú ætlan
höfundar, að þeir sem hygðu á
flutning verksins yrðu að leigja eða
kaupa það af tónskáldinu eða hrein-
lega að semja sjálfir það, sem á
vantaði. Að formi til er verkið órat-
oría og söng Gunnar Guðbjömsson
hlutverk guðspjallamannsins, sem
er viðamikið hlutverk og var flutn-
ingur Gunnars mjög góður, bæði
hvað varðar framsetningu texta og
mótun tónhendinga. Hlutverk eng-
ils var flutt af Mörtu Halldórsdóttur
íslenska óperan:
Ráðgerðar eru viðræður ríkis og
stjórnar óperunnar um skipulags-
skrá og starf íslensku óperunnar.
Að sögn Svavars Gestssonar
menntamálaráðherra hafa komið
fram hugmyndir um að óperan yrði
ríkisópera þannig að ríkið hefði
fulltrúa í stjórn hennar, en hann
kveðst hafna þeirri hugmynd.
Hann sagði að í febrúar á næsta
ári yrði gengið frá samningum við
óperuna hvað varðaði hlut ríkisins
í rekstri hennar til ársins 1996 eða
’97. Hann sagði að áfram yrði leit-
að eftir stuðningi Reykjavíkurborg-
ar reksturs óperunnar.
Skammtímaskuldir óperunnar
eru á bilinu 20-30 milljónir kr. og
sagði menntamálaráðherra að lögð
og af því öryggi sem henni er lag-
ið. Hlutverk Heródesar var sungið
af Sigurði S. Steingrímssyni en
hann er enn í söngnámi. Hvað varð-
ar raddgæði og öryggi, er hér á
ferðinni efniiegur söngvari. Hljóm-
sveitin var góð, að öðru leyti en
því, að sellóið var allt of sterkt í
„continue“-undirleiknum. Það er
það eina sem stjómandanum, Herði
Áskelssyni, láðist að huga að, þó
stjórn hans að öðru leyti væri mjög
góð og tónleikamir í heild vel fram
færðir.
Kveðja
frá Kamtsjatka
Morgunblaðið hefur verið
beðið að birta meðfylgjandi
bréf, sem ritað er af Oleg
K. Divakov, formanni Félags-
ins Kamtsjatka- ísland. Kamt-
sjatka er skagi austast í Sov-
étríkjunum við Kyrrahaf. Þar
er óbeisluð orka í iðrum jarð-
ar og ýmislegt líkt með stað-
háttum hér á landi. Divakov
er mikill áhugamaður um að
efla samskipti við ísland eins
og fram kemur í bréfi hans
er barst blaðinu fyrir milli-
göngu Ólafs Egilssonar,
sendiherra íslands í Moskvu.
Fyrir tilstilli Morgunblaðsins
langar mig til að færa bestu
kveðjur og óskir um góða líðan,
hamingju og velfamað til frú
Vigdísar Finnbogadóttur, for-
seta íslands. Hún sendi okkur
nýlega fallegt bréf, þar sem hún
lýsti ánægju sinni yfír viðleitni
okkar til að efla vináttu með
íbúum á Kamtsjatka og íslandi.
Við sendum einnig hlýjar
kveðjurtil Svavars Jónatansson-
ar, Guðmundar Pálmasonar,
Össurar Skarphéðinssonar, Þór-
arins Magnússonar, Sigþórs Jó-
hannessonar og fjölskyldna
þeirra. Þeim má líkja við
víkinga, þar sem þeir em fyrstu
íslendingarnir, sem hafa heim-
sótt Kamtsjatka.
Kunnátta þeirra, verklagni og
vinsamleg framganga hefur
snortið hjörtu íbúa Kamtsjatka
og þeirra verður ætíð minnst.
Við ámum íslensku þjóðinni
einnig heilla á ókomnum tímum.
Ósk okkar er að sérfræðingar
ykkar úr hinum ýmsu greinum
geti heimsótt Kamtsjatka á ár-
inu 1991 og beitt þekkingu sinni
til að efla efnahag og atvinnulíf
þar.
Megi árið 1991 verða ár
Kamtsjatka á íslandi og ár vin-
áttu Kamtsjatka og íslands.
Ég hlakka til að hitta íslenska
vini okkar á Kamtsjatka.
Með kærri kveðju
Oleg K. Divakov
Formaður Félagsins Kamt-
sjatka-ísland.
Ríkisstyrkur-
inn hækkaður
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hækka framlag til íslensku ópe-
runnar á næsta ári um fimm milljónir kr., úr 20 milljónum í 25
milljónir kr. Ríkisstjórnin hyggst hækka þann stuðning ef forsvars-
mönnum óperunnar tekst að afla fimm milljóna kr. frá öðrum
styrktaraðilum.
hefðu verið drög að því að þeim
yrði framlengt til nokkurra ára. Þá
hefur ríkisstjómin hækkað framlag
sitt á fjárlögum 1990 til íslensku
óperunnar úr 14 milljónum kr. í
rúmar 20 milljónir kr.
Ríkisstyrkurinn er aðallega ætl-
aður til að standa undir fastakostn-
aði vegna rekstursins, s.s. skrif-
stofuhalds og slíku. í grein í nýút-
komnu Ópemblaði sem Islenska
óperan gefur út bendir Ámi Tómas
Ragnarsson stjórnarmaður í ís-
lensku ópemnni á að óperuhúsið í
Gautaborg fær 90% af rekstrar-
kostnaði greiddan frá opinbemm
aðilum. Styrkur ríkisins til íslensku
ópemnnar hafí hins vegar á undan-
fömum áram numið 20-30% af
rekstrarkostnaði ópemnnar.
fiQaMlsLt máD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Nú hefur heldur en ekki orðið
bið á því, að ég segði frá þriðju
hljóðskiptaröð sterkra sagna.
Veit ekki hvort það er af því,
að annað væri mér ofar í huga
eða hinu, að undirvitundin hafi
munað að 3. röð er erfíð viður-
eignar. Hún er að vísu auðþekkt
frá fyrstu og annarri röð, en er
torveld að því leyti, að stofn-
sérhljóð þriðju raðar sagna er
e. Það hljóð sýnist mér hafa
verið óstöðugra og breytigjarn-
ara en önnur sérhljóð. Miklum
þetta samt ekki fyrir okkur,
heldur tökum einhveijar reglu-
legar sagnir fyrst. Hljóðröðin á
að vera e-a-u-u (eða o), þar sem
u-hljóðið er upphaflegra, eins
og í 4. kennimynd 2. raðar. Þá
koma dæmi: bresta, brast,
brustum, brostið; hverfa,
hvarf, hurfum, horfið; smella,
small, smullum, smollið og
veiya, varp, urpum, orpið.
Utúrdúr I:
Þat’s órétt,
ef orpit hefr
á máskeið
mörgu gagni,
ramriðin
Rökkva stóði,
vellvönuðr, •
því’s veitti mér.
(Arinbjamarkviða 24; kviðuháttur.)
Egill segir: Það væri ósann-
gjarnt, ef hinn örláti maður (Ar-
inbjöm) hefði kastað á glæ öllum
velgjörðum sínum við mig.
(Hann getur þess að skip fari
oft um höfin.)
Útúrdúr II:
Jón Grunnvíkingur Ólafsson
(1705-1779) var til þess fenginn
að leggja mat á íslendingasög-
ur, hvort þýða skyldi á dönsku
og prenta síðan. Hann sagði um
Eglu: „Má translaterast, en ei
þrykkjast. Nóta, hversu svívirði-
lega Agli fórst við sinn merki-
lega vin og Wohltáter, Arin-
bjöm“! Jón hefur ekki metið
Arinbjarnarkviðu hátt, og er hún
þó óbrotgjarn „lofköstur“ um
viðfangsefnið. Útúrdúrum lokið.
Eins og bresta beygðust einn-
ig: sleppa, spretta, svelgja,
svelta, velta, verða og þverra.
Það e, sem er í 1. km. þriðju
raðar, gat breyst á nokkra vegu,
og skal að þessu sinni aðeins
rifja upp svonefnda a-klofningu,
en þá breyttist e í ja. Dæmi:
gjalla, gall, gullum, gollið,
bjarga, barg, burgum, borgið.
Þessar sagnir hafa þrásinnis
„veikst“ í nútímamáli, svo að
nærri stappar fullkomnu heilsu-
leysi, þó segja menn enn hik-
laust að einhveijum sé borgið.
Þama á líka heima sögnin að
gjalda (galt, guldum, goldið).
Hún er enn sterk, en lítið notuð
í þátíð. Það ja, sem orðið var
til úr e með a-kl., gat haldið
áfram að breytast og orðið að
tvíhljóði á undan 1 og öðru sam-
hljóði. Þetta sést í skjálfa (skalf,
skulfum, skolfíð) og hjálpa. Sú
hin síðari var einu sinni sterk
(*halp, *hulpum, holpið).
Fjórða kennimynd hefur svo
breyst í hólpið og er hún þar
með hólpin, þótt sterka beyg-
ingin sé að öðra leyti ekki höfð.
Verður nú hvikað frá 3. röð
um sinn, og bíður betri tíma.
Hjón kváðust á (Jórunn Jóns-
dóttir og Jón Jónsson; sjá Skag-
firðingabók 19):
Hann:
Ketil velgja konumar,
kaffið svelgja forhertar,
ófriðhelgar alstaðar
og af því fjelga skuldirnar.
Hún:
Bændur svína brúka sið,
belgja vínið sinn í kvið,
skynsemd týna, skerða frið
og skæla trýnið út á hlið.
★
Ragnar Böðvarsson Kvistum í
Ölfusi skrifar mér skemmtilegt
bréf og þakkar þættina um
íslenskt mál hér í Morgunblaðinu.
Hann kvartar undan þeirri mál-
leysu, sem honum þykir gæta
einna mest í sjónvarpi, er menn
víkjast undan þeim vanda að
mynda eðlilegan viðtengingarhátt
af sögnum. Ragnar er ekki einn
569. þáttur
um þess konar kvartanir, svo sem
iðulega hefur sést. Umsjónarmað-
ur lætur þess eins getið um sinn,
að myndún viðtengingarháttar í
þátíð getur verið vandasöm.
Dæmi: Ef hann leitaði vel, fyndi
hann ána sína. Eða: við slægjum
ekki hendinni á móti þessu. En
ekki dugir að flýja vandann, held-
ur reyna að takast á við hann.
Ragnari fínnst aftur á móti að
heldur hafi dregið úr vitlausri
beygingu kvenkynsorða sem enda
á ing. Menn segi ekki eins oft og
áður „vegna „byggingu" [í stað
byggingar] hússins”. Betur ef
satt væri. Ragnar telur skylt að
geta þess, að margir fréttamenn
séu ágætlega talandi. Betur verð-
ur vikið að bréfí Ragnars Böðvars-
sonar síðar.
Ásgeir Bl._ Magnússon segir
m.a. um jól í íslenskri orðsifja-
bók (útdráttur): Upprani óviss
og umdeildur. Hugsanlega skylt
fornháþýsku jehan „segja, stað-
hæfa, játa“, lat. jocus „gaman-
mál“ ... og upphafleg merking
þá „bæna- og töfrahátíð" og
„blót til árs og friðar“.
Aðrir ætla að jól (< germ.
*jehwla-, *jegwla-... sé hljóð-
firringarmynd úr [indógerm-
önsku orði] „hjól“ og upphafleg
merking „vetrarsólhvörf, árs-
hringur”. Aðrar skýringartilgát-
ur svo sem tengsl við ísl. él
(snjóatíð) eða litháisku jenku,
jékti „blindast" (dimmur tími)
era lítt sennilegar.
Þetta var meginefni þess sem
Á.B.M. segir um jól. Sumstaðar
eru skammstafanir leystar upp
og orðmyndir með mjög erfiðu
letri undan felldar.
Þótt aliir knerrir berist fram á bárum
til brots við eina og sömu klettaströnd,
ein minning fylgir mér frá yngstu árum,
—þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd.
Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum
við Ijós, sem blakti gegnum vetrarhúmið.
Og svo var strokið, lokki af léttri hönd,
sem litla kertið slðkkti og signdi rúmið.
(Einar Benediktsson. Landið helga.)