Morgunblaðið - 22.12.1990, Page 14

Morgunblaðið - 22.12.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 Um skipulega afbökun á íslenskri fornmenningu Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Arthúr Björgvin Bollason: Ljóshærða villidýrið. (159 bls.) Mál og menning 1990. í þessari bók tekur Arthúr Björgvin sér fyrir hendur að rekja tengsl þýska nasismans við forn- norræna menningu og bókmennt- ir. Löngum hafa menn þóst vita að nasistar hafi sótt töluvert til fornra bókmennta okkar til að undirbyggja eigin hugmynda- fræði. Sömuleiðis hefur legið í loft- inu að slíkt hafi verið gert af lítilli sannleiksást. Hugmyndafræðing- ar nasista létu greipar sópa um þennan menningararf eins og hann væri þeirra eigin, dásömuðu það sem hentaði þeim, skekktu annað sem illa hæfði og þögðu yfír því sem var þeim ekki að skapi. ”Af þessum sökum eri t.d. af- staða Þjóðveija nú á tímum til fomíslenskra bókmennta vægast sagt blendin. Að minnsta kosti enn sem komið er vekja nöfn Sigurðar fáfnisbana, Guðrúnar Gjúkadótt- ur, Gísla Súrssonar og Gunnars Hámundarsonar tortryggni og jafnvel blendnar tilfinningar. Fyrir vel upplýstan Þjóðveija vakna óvart hugrenningatengsl við svarta og niðurlægjandi fortíð. En þetta er að breytast — til batnaðar fyrir fornbókmenntirnar okkar. ”Fleira er að breytast. Áhugi á hugsanlegum og sannanlegum tengslum íslenskra manna við þýska þjóðernissósíalismann hefur verið býsna lifandi allra seinustu árin eins og bókaútgáfan hefur sannað. ”Arthúr Björgvin byggir bók sína nokkum veginn í tímaröð. í fyrstu köflunum rekur hann for- sögu þess þegar Þjóðveijar taka að leita róta sinna norður á bóg- inn. Hér er um að ræða anga af rómantískri menningarpólitík sem teygir sig langt aftur fyrir allan nasisma. Framarlega þar í fiokki vora þeir bræður Jakob og Wil- helm Grimm sem era þekktari fyr- ir þrekvirki á öðram sviðum en menningarsögu. Engum dettur í hug að kenna þá við einhvers kon- ar for-nasisma þrátt fyrir þennan norrænuáhuga. "Lunginn úr bókinni fjallar um hvemig nasistar heyjuðu sér hug- myndir úr fornnorrænni menn- ingu. Hér vitnar Arthúr Björgvin í framheimildir nokkurra nasískra hugmyndafræðinga og er það flest allfróðlegt. T.a.m. var það þessum lesanda nýnæmi að heyra hve kenningar þeirra era sumar fjöl- breytilegar þótt flest sé þar kát- broslegt. Til marks'um það er til dæmis það að hugmyndafræðing- arnir háðu ritdeilur um stöðu kvenna í samfélagi sögualdar (Kummer gegn Höfler) og um bardagafýsn fornhetjanna (Nau- mánn gegn Kummer). ”Angi af þessari umræðu náði t.d. alla leið norður til íslands 1928 þegar Einar Ólafur Sveins- Varnarlaus þjóð í kínverskum klóm Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Friðarhöfðingi — Sjálfsævisaga Dalai Lama Gísli Þór Gunnarsson íslenskaði Útg. Fjölvi 1990 Tíbet er eitt þeirra landa sem í margra hugum er sveipað leyndar- dómum. Land lokað útlendingum að mestu svo skipti öldum enda ekki beint greiðfært þangað yfir fjöll og firnindi. íbúarnir — hverjir era þeir og hver er saga þeirra. Það er kannski helst eftir að Kínveijar tóku sig til, gerðu innrás í landið eftir að kommúnistar höfðu komist til valda í Kína, og gerðu tilkall til Tíbets með hervaldi og kváðu það jafnan hafa verið hluta Kína að menn fóra svona almennt að velta þessu landi fyrir sér. Trúarleiðtog- inn Dalai Lama sem hrökklaðist frá Tíbet eftir að Kínveijar gerðu hon- um lífið óbærilegt þar og hefur síðan lengst af búið í Indlandi hefur einatt vakið athygli á hlutskiptí þjóðar sinnar á alþjóðavettvangi en lítinn hljómgrunn fengið annað en samúðarfull orð. Eins og marga rekur minni til gerðist það svo ekki alls fyrir löngu að Kínveijar rýmkuðu um leyfi út- lendinga til landsins og að íbúamir sýndu lit á að una ekki yfirráðum kommúnistastjómarinnar lengur. En þá hvarf Tíbet líka aftur. Þessi bók Dalai Lama er skrifuð eftir að hann hefur hrökklast frá Tíbet og segir því frá atburðum sem gerðust fyrir æðilöngu en ekki fjall- að um þróunina nú síðasta árið. En það breytir ekki því að bókin er mjög fróðleg aflestrar og segir merkissögu. Það er hógvær maður og hjartahreinn sem segir söguna, maður sem í einlægni hefur viljað leggja sig fram um að þjóð sín fengi frelsi en ekki haft erindi sem erf- iði. Tíbet er sýnilega ekki á „réttu“ heimssvæði. Dalai Lama greinir frá því hvern- ig Tíbetar eru, hver er uppruni son ritdæmdi bók Bernhards Kum- mers, Hnignun Miðgarðs. Einar Ólafur virðist hafa orðið einlæg- lega hissa á þankagangi höfundar og telur hann ekki hafa sýnt „hóf- semi, óhlutdrægni og raunsæi“ í meðferð sagnanna. ”í þessu verki Arthúrs Björg- vins er alla jafna lítið um að dregn- ar séu ályktanir af efninu, á köfl- um verður megintextinn lítið ann- að en eins konar tenging milli beinna tilvitnana í verk ýmissa ólíkra spekinga, allt frá Tacitusi til Rosenbergs. ”Vogunin eykst hins vegar þeg- ar líða tekur á bókina. Þar er fjall- að um tengsl, ljós og óljós, ýmissa nafntogaðra íslendinga við þýska menningar- og stjórnmálafrömuði á tímum Hitlers-Þýskalands. Hér koma m.a. við sögu Alexander Jóhannesson, Guðmundur Kam- ban, Guðmundur Finnbogason og Gunnar Gunnarsson. ”Mestu púðri eyðir Arthúr Björgvin í Gunnar og samskipti hans við forastumenn í nasista- flokknum. Flest af þessu hefur áður verið fjallað um, t.d. það að Gunnar hafi verið í för með þýsk- um pílagrímum til íslands með skipinu Milwaukee og að hann hafí hitt Hitler persónulega. Arthúr Björgvin Bollason "Arthúr Björgvin gerir litla til- raun til að leggja dóm á sam- skipti Gunnars og annarra íslenskra andans manna við þýska nasista en segir samt: „Það hlýtur að valda nokkurri furðu að mikil- hæfir rithöfundar á borð við Gunn- ar Gunnarsson og Guðmund Kam- ban skyldu fínna hjá sér hvöt til að leggja lag sitt við stofnanir þýska nasistaflokksins." Hérna sýnist mér gæta fullmikillar ein- földunar. Á þeim árum sem rithöf- undarstjarna Gunnars skín sem skærast eru nasistar við völd í Þýskalandi. Allt byggðist á múg- sefjun og dulúðugri einingu: „Ein Volk, ein Reich“. Þar sem flokkur og ríki voru sama apparatið hlaut opinber þýsk viðurkenning um leið að vera nasísk. Ekki má gleyma því í þessu sambandi að bækur Gunnars urðu á þessum tíma feikn vinsælar í Þýskalandi, á bóka- markaði með tugmilljónir lesenda, og voru yfirleitt umsvifalaust þýddar á þýska tungu um leið og þær komu út í Danmörku. Það þarf því ekki að þykja furðulegt þótt Gunnar hafi verið dipló- matískur í samskiptum við nasista. Honum hefur eðlilega vérið í mun að Þjóðveijar mættu ótruflaðir lesa bækur hans. Enda bætir Art- húr Björgvin þessum orðum við í nokkurn veginn beinu framhaldi af fyrri ívitnun: „Það var ekki auðvelt fyrir höfund ofan af Fróni að hafna því þegar Þjóðveijar buðu honum gull og græna skóga ...“ "Ljóshærða villidýrið er ekki fræðilegt verk, miklu frekar eins konar aðdragandi að slíku. Höf- undur er ekki að prófa einhveija „tesu“ heldur virðist tilgangurinn sá að safna saman í eina bók heim- ildum sem hann hefur viðað að sér á löngum tíma. ”Hér er því um að ræða áhugaverða bók fyrir þá sem vilja fá stutt yfirlit um það hvernig nasistar moðuðu úr forn- um menningararfi okkar í eigin- hagsmunaskyni. Hins vegar kem- ur fátt nýtt fram í þeim hluta bókarinnar sem fjallar um tengsl íslenskra menningarfrömuða við nasista — og úrvinnslan fremur yfirborðskennd. Hér hlýtur að eiga eftir að kafa dýpra. (Svona allra seinast og innan sviga — en ekki endilega síst: Rit- villur era óþægilega margar.) Galdur og gamalt fólk Dalai Lama þeirra og hvemig þeir velja leiðtoga sinn: þeir trúa því að sál þess trúar- leiðtoga sem skal taka við búi um sig í sálum ólíklegustu barna og leita eftir táknum og merkjum sem gefa vísbendingar þar að lútandi og hvernig það varð í hans tilviki þegar hann var lítill snáði. Hann hlaut síðan uppeldi í samræmi við það. En um það leyti sem hann er að verða fulltíða maður gerðu svo Kínveijar innrásina í landið og þó hann sæti enn um sinn á eins kon- ar valdastóli kom að þvl eins og fyrr sagði að honum var ekki leng- ur vært. Það er líka athyglisvert og upp- Iýsandi að lesa um samskipti Dalai Lama og tíbetskra stjórnmála- manna við Mao Tse Tung, Chou En Lai og fleiri 'forystumenn Kínveija eftir að kommúnistar náðu völdum í landinu. Má skilja að Dalai Lama hefur í aðra rönd.ina hrifist af Mao formanni og talið hann ein- lægan í ásetningi og hugsjónum en grunaði Chou meira um græsku. Mér þótti þetta sem sagt lær- dómsrík lesning og læsileg í betra lagi. Þýðing Gísla Þórs Gunnarsson- ar er góð en dálítið misjöfn á köflum og stundum er prófarkalestri ábóta- vant þó það sé ekki í stóru. Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Hókus pókus Einar Áskell Höfundur: Gunilla Bergström Þýðandi: Sigrún Árnadóttir Fleiri sögur af Frans Höfundur: Christine Nöstlinger Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir Útgefandi: Mál og menning — Litlir lestrarhestar Einar Áskell er líklega ein af uppáhaldssögupersónum forskóla- barna og barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Hann er venjulegur drengur, sem býr hjá pabba sínum; dálítið furðulegum pabba sem er búinn að gleyma ævintýrinu í lífinu og er alltaf að reyna að lagfæra raunveruleikaskynið hjá Einari. En þó fer það gjarnan svo, að á endan- um finnur pabbinn ævintýrið aftur. í þessari bók hitta Einar Áskell og Viktor vinur hans gamlan mann, sem galdrar fimmkall út úr nefinu á þeim báðum. Þeir verða aldeilis upprifnir og líf þeirra fer að snúast um að hitta galdramanninn — og hundinn hans, Singó. Þeir komast að því hvar galdra- maðurinn býr og fara að heimsækja hann. Hitta þá ljúfuna hans, sem er eiginkonan og þau hjónin taka vinunum opnum örmum. Sá gamli heldur áfram að galdra fyrir þá ólíklegustu hluti og ljúfan ber í þá ■ saft og góðgæti. A endanum biður Einar Áskell galdramanninn að galdra fyrir sig hund. Sá gamli galdrar fyrir hann leikfangahund — en búmms! Einar Áskell hrapar nið- ur úr þessum heillandi galdraheimi og sannfærist um að pabbi hans hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði að galdramenn væru ekki til. Vonbrigðin era hræðileg. Galdra- maðurinn áttar sig á þessu og býð- ur Einari Singó; hann og ljúfan séu orðin of gömul til að snúast í kring- um hann og fara með hann út að ganga. Og pabbi Einars lærir eina lexíu enn: Það eru alvöru galdra- menn sem leysa vel úr öllu — án þess að beita brellum og brögðum. Fleiri sögur af Frans hefst einn daginn þegar Frans er mjög um- komulaus. Hann Frans sem er krúnurakaður af því hann hefur andstyggð á lokkaflóðinu sem gerir hann líkan stelpu. Það er morgunn og Frans kemst að því að mamma hans hefur gefið uppáhaldsbuxurn- ar hans. Hann fær æðiskast — al- veg sama þótt buxurnar hafi ekki passað á hann lengur. Mamma hans bregst ókvæða við, hann rýkur inn í svefnherbergi, þar sem pabbi hans sefur og gerir hann óðan líka. Hann á ekkert skjól hjá foreldrum sínum og ákveður að fara á elliheimilið til ömmu. Honum finnst stutt þangað — hefur oft farið með pabba sínum á bílnum. En fyrir lítinn fótgang- andi strák er þetta löng leið. Þegar hann kemur á elliheimilið er amma ekki heima og ekki heldur vinkonur hennar — og Frans: Stelp- urnar á fyrstu hæðinni hafa brugð- ið sér út. Hann kemst inn hjá eldri manni sem býr á hæðinni — fer út á svalir hans og skríður yfir á sval- irnar hjá ömmu. Frans er kúgupp- gefinn og sofnar í sólstól á svölun- um — sefur þar lengi dags. Hann vaknar við að síminn er að hringja — það er mamma hans að leita að honum. Hann þykist vera amma sín og breytir röddinni, en mamma lætur ekki gabba sig. Frans skellir á hana, fer aftur út á svalir, lokar hurðinni á eftir sér — og hún læs- ist. Þegar hann áttar sig á þvi að hann er læstur úti á svölum, verður hann ósköp hræddur og byijar að gráta. En honum er bjargað og kemst til mömmu og pabba sem verða mikið fegin að endurheimta týnda soninn. Þetta eru skemmtilegar sögur, skemmtilega myndskreyttar og vel þýddar. Fyrri sagan lýsir ólíkum viðhorfum þriggja kynslóða til raunveruleikans, sem þó er hægt að sætta og samræma. Sú seinni lýsir kannski fremur ólíku tímavið- horfi þriggja kynslóða. Foreldrar Frans hafa of mikið að gera til að ræða við hann um hlutina og tillits- leysi þeirra er með eindæmum þeg- ar þau gefa það sem hann á. Til að leita sér skjóls eða flýja raun- veruleikann, sækja Einar.Áskell og Frans til eldra fólksins og foreldr- arnir læra lexíur sem þeir ættu að muna. í báðum tilfellum er það miðkynslóðin — foreldrarnir — sem þarf að læra, því bilið er styttra milli þeirra elstu og yngstu. TVÆR GOÐAR Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Varenka, rússnesk sögn endursögð og myndskreytt af Bernadette. Þýðing: Vilborg Dagbjartsdóttir Setning, umbrot og filmuvinna: G. Ben. prentstofa hf. Prentað í Þýskalandi Útgefandi: Orn og Örlygur hf. Undurfallegt ævintýr. Fólk er á flótta undan ,ærðum hermönnum, vill að Varenka sláist í för. „Ef ég kem með ykkur, hver verður þá til að liðsinna ferðamönnum sem eiga leið um skóginn? Hver hjálpar börn- unum sem villast í skóginum? Og hver hýsir dýrin og gefur fuglunum þegar veturinn kemur með snjó og kulda?“ Varenka fer hvergi. Hún hýsir Pétur og geit hans. Hún hýs- ir Stefán og blóm hans. Hún hýsir Bódúlu og dúfuna hennar. Hvert kvöld bað Varenka Guð að gera skjól um húsið hennar, svo her- mennimir sem komu nær og nær, finndu það ekki. En Guð var seinn til svars, meðan hún enn var að bjarga vinunum, sem að framan greinir. Síðan huldi hann húsið mjöll. Hermennirnir fóru hjá. Aftur kom vor, friður og vor, og ný veröld af því er hún hafði bjarg- að og vemdað. Heillandi ævintýr i snilldarþýð- ingu Vilborgar, Hundalíf Lubba Höfundur: Marcus Pfister Þýðing: Helga K. Einarsdóttir Heimavinna og útgefandi þeir sömu og hinnar. Prentað í Belgíu Flækingslíf er engum auðvelt. Hættur. Ognir. Öryggisleysi. Því fékk Lubbi að kynnast, fann ekki vin, sem treystandi var fyrr en hann tók boði kisu um að þau byggju saman, vernduðu hvort annað. Ekki mikið lesmál, en hér í ágæt- is búningi Helgu. Það eru myndir bókarinnar sem heilla. Hreinustu gersemar, sem börn skoða aftúr og aftur full að- dáunar. Falleg, eiguleg bók. Það er gaman að rétta börnum slíkar bækur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.