Morgunblaðið - 22.12.1990, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
25
plnr^iwiW^ií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Uppgjörið nálgast
í Sovétríkjunum
Edúard Shevardnadze var
óþekktur maður á alþjóða-
vettvangi, þegar Míkhaíl Gorb-
atsjov kallaði hann til sumarið
1985 oggerði hann að utanríkis-
ráðherra í staðinn fyrir Andrej
Gromyko, sem hafði gegnt emb-
ættinu í tæpa þijá áratugi. Ráð-
stöfun Gorbatsjovs þótti þá enn
ein vísbendingin um að hinn nýi
aðalritari sovéska kommúnista-
flokksins hefði náð undirtökun-
um í flokknum og stjómkerfínu
á ótrúlega stuttum tíma. Menn
voru þó ekki alveg vissir um
þetta, því að Gromyko var gerð-
ur að forseta Sovétríkjanna og
sumir töldu að úr því háa emb-
ætti myndi hann fjarstýra hinum
nýja óreynda utanríkisráðherra
og utanríkisstefnunni.
Shevardnadze ávann sér fljótt
traust út á við og á þeim
skamma tíma, sem hann hefur
gegnt embætti, hafa orðið meiri
breytingar á utanríkisstefnu
Sovétríkjanna og afstöðu þeirra
til annarra ríkja en nokkum gat
órað fyrir. Gromyko var oft kall-
aður Herra nei, vegna þess
hvemig hann brást við tillögum
Bandaríkjamanna og beitti oft
neitunarvaldinu í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Shev-
ardnadze ætti að kalla Herra já
vegna þess hve mikla áherslu
hann hefur lagt á samvinnu við
Vesturlönd og einkum Banda-
ríkin. Hefur þetta gleggst komið
fram á síðustu vikum eftir inn-
rás íraka í Kúvæt. Samstaðan
í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna um viðbrögðin við yfir-
gangi íraka er einstök. Gjör-
breyting hefur orðið í Evrópu,
þar sem árangursríkar viðræður
um afvopnunarmál hafa komið
í stað pólitískrar spennu milli
austurs og vesturs. Sambúð
Sovétríkjanna og Kína hefur
tekið stakkaskiptum.
Skyndileg afsögn sovéska ut-
anríkisráðherrans á fimmtudag
er öllum harmsefni sem áttu við
hann samskipti. Ef hann hefur
hrökklast úr embætti vegna
gagnrýni þeirra sem vilja taka
upp aðra og neikvæðari utanrík-
isstefnu en hann fylgdi er af-
sögnin mikið áhyggjuefni. í ein-
ræðisríkjum eru völd áhrifamik-
illa einstaklinga þess eðlis að
brotthvarf þeirra getur auðveld-
lega leitt til kúvendingar. Gorb-
atsjov er að vísu enn við stjórn-
völinn í Kreml og hann studdi
eindregið við bakið á utanríkis-
ráðherranum og leit á Shev-
ardnadze sem vin sinn. Gorb-
atsjov áréttaði á fimmtudag að
fylgt yrði óbreyttri utanríkis-
stefnu. En hvers má Gorbatsjov
sín? Hefur hann ekki haldið í
völdin undanfarna mánuði með
því að sveifla sér á milli ólíkra
hópa?
Á þessu stigi snýr hið ógn-
vænlega við afsögn Shevardn-
adze ekki beint að umheiminum
heldur að þróuninni í Sovétríkj-
unum sjálfum. „Einræðishyggj-
unni vex stöðugt ásmegin, um-
bótasinnar hafa látið undan
síga. Enginn veit hvers konar
einræði tekur við eða hver mun
verða einræðisherra. Ég get
ekki sætt mig við þjáningarnar
sem vofa yfír þjóðinni,“ sagði
Shevardnadze skjálfandi röddu,
þegar hann tilkynnti agndofa
þingheimi afsögn sína. Boðar
hann ekki með þessum orðum,
að Gorbatsjov hafí mistekist
ætlunarverk sitt? Stendur sov-
éska þjóðin frammi fyrir einræði
eftir tæplega sex ára perestr-
ojku og glasnosfí
Á Vesturlöndum hefur mátt
greina tvenns konar meginvið-
horf til Sovétríkjanna undir for-
ystu Gorbatsjovs. Sú skoðun
hefur notið yfírgnæfandi stuðn-
ings, að aðstoða eigi Gorbatsjov
eftir fremsta megni og ekki gera
neitt sem kæmi sér illa fyrir
hann. Á þessum grunni hafa
vestrænir ráðamenn til dæmis
heykst á afgerandi stuðningi við
sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts-
landanna. Hinir hafa mátt sín
minna í almennum umræðum
sem hafa varað við of miklu
trausti á Gorbatsjov — hann sé
ekki valdameiri en her og lög-
regla leyfi.
Shevardnadze var ef til vill
að beina spjótum sínum sérstak-
lega að Gorbatsjov þegar hann
vísaði til þróunarinnar í ein-
ræðisátt. Sagt er að utanríkis-
ráðherrann hafi viljað segja af
sér í fyrra eftir að hermenn
beittu eiturgasi gegn almenningi
sem söng sálma og baðst fyrir
í Tbilisi, höfuðborg heimalands
hans, Georgíu. Kannski sér hann
nú fyrir sér, að svipuðu valdi
verði beitt til að bæla sjálfstæð-
iskröfur lýðveldanna og vill ekki
eiga aðild að slíku ofbeldi?
Gorbatsjov getur ekkí enda-
laust siglt milli skers og báru
við stjórn Sovétríkjanna. Stund
uppgjörsins nálgast óðfluga.
Söguleg afsögn sovéska ut-
anríkisráðherrans gefur því mið-
ur til kynna, að hert einræði en
ekki aukið frelsi verði næsti
áfangi á leið Sovétmanna út úr
rústum kommúnismans.
Fúaspýtur einar
eftir Þorstein Pálsson
Sjaldan hefur það komið betur í
ljós en í umræðum á Alþingi í þess-
ari viku að undirstöður stjórnar-
stefnunnar eru fúaspýtur einar.
Ríkisstjómin hefur staðið berskjöld-
uð og sundurlaus í mikilvægustu
málum er ráða framvindu efna-
hags- og fjármála á næsta ári.
Pjárlög fyrir næsta ár sem nú
' hafa verið afgreidd og frumvarp til
lánsfjárlaga eru að mestu leyti
marklaus plögg. Útgjaldavanda
ríkissjóðs er sópað undir teppi svo
nemur mörgum milljörðum króna
og tekjuáætlunum er hagrætt þvert
á allar efnahagslegar vísbendingar
og aðvaranir frá Þjóðhagsstofnun.
Islandsmet í skattheimtu
Augljóst er að fjárlagahallinn
mun vaxa umtalsvert á næsta ári
og vinstri stjómin sem nú situr mun
setja íslandsmet í skattheimtu
þriðja árið í röð.
Augljóst má vera að fjárlagahall-
inn verður ekki brúaður með skatta-
hækkunum. Sú tilraunastarfsemi
sem núverandi ríkisstjórn hefur
stundað, og boðar að muni halda
áfram á næsta kjörtímabili fái hún
til þess umboð, leiðir til verulegs
háska í efnahagsmálum. Skatta-
hækkanir valda samdrætti í at-
vinnulífinu og draga úr verðmæta-
sköpun. Tekjustofnar ríkissins
rýrna með þeim hætti og útgjalda-
vandinn vex.
Augljóst má vera að sívaxandi
skuldasöfnun ríkisins gerir einstakl-
ingum og fyrirtækjum stöðugt erf-
iðara fyrir á lánamarkaðnum. Á
þessu ári hefur ríkið tekið til sín
vaxandi hluta af lánum á innlendum
markaði en hlutur atvinnufyrirtækj-
anna hefur minnkað stórlega. Slík
stefna leiðir til samdráttar og versn-
andi lífskjara.
Raunvextir hafa hækkað veru-
lega á þessu ári. Ástæðan er fyrst
og fremst sú að engin stjóm hefur
verið á útgjöldum ríkissjóðs.
Stefna ríkisstjómarinnar er því
ekki einasta gagnslaus. Hún er
beinlínis háskaleg. Engum getur
dulist að ríkisþenslustefna stjómar-
innar stefnir verðlagsmarkmiðum
kjarasamninganna frá því í febrúar
í vemlega hættu.
í ítarlegri greinargerð sem full-
trúar Sjálfstæðisflokksins í ljárveit-
inganefnd birtu við þriðju umræðu
fjárlaga koma nokkrar mikilvægar
staðreyndir fram.
Þenslustefna
Við lokaafgreiðslu fjárlaga kem-
ur í ljós að skattar til ríkissjóðs
hafa verið hækkaðir um 16 millj-
arða króna. Það jafngildir 240.000
krónum a hveija fjögurra manna
fjölskyldu í landinu. Skattahækkun-
in á hveija fjögurra manna fjöl-
skyldu samsvarar þannig þriggja
mánaða launum verkamanns.
Þrátt fyrir þessar gífurlegu
skattahækkanir stefnir í það að
samansafnaður halli ríkissjóðs á
árunum 1988 til 1991 verði yfir 30
milljarðar króna.
Á sama tíma og skattar hafa
verið hækkaðir hafa lántökur opin-
berra aðila stómm aukist. Lántök-
urnar em nú áætlaðar meira en
helmingur af væntanlegum pen-
ingalegum sparnaði landsmanna á
næsta ári. Heildarlántökur ríkis-
sjóðs hafa hækkað úr rúmlega 7%
af landsframleiðslu árið 1988 í tæp-
lega 15% á næsta ári.
í ljós hefur komið að ráð er fyrir
því gert að stöðugildum hjá ríkinu
fjölgi um 550 árið 1991, en á þessu
ári fjölgaði þeim um 400. Á sama
tíma hefur störfum í atvinnulífínu
fækkað um 5-600. Þetta er ekki
leið til aukinnar verðmætasköpun-
ar.
Ráð er fyrir gert því gert að sam-
neyslan aukist um 2% á næsta ári
eða umtalsvert meira en aðrar þjóð-
hagsstærðir.
Vandanum sópað undir teppi
Vanda Byggingarsjóðs ríkisins
er með öllu sópað undir teppi og
hagsmunum lífeyrissjóðanna sem
lánað hafa byggingarsjóðnum á
undanfömum árum stefnt í tvísýnu
fyrir þær sakir. Engin útgjöld hafa
verið dregin saman eða skorin nið-
ur. Vandinn hefur aðeins verið
færður til í bókhaldinu til þess að
falsa niðurstöðutölur í A-hluta ríkis-
sjóðs.
Sömu sögu er að segja um Lífeyr-
issjóð opinberra starfsmanna og
Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Með beinni bókhaldsfölsun hefur
yfirtöku á skuldum Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins verið haldið
fyrir utan niðurstöður fjárlaga-
dæmisins.
Allt sýnir þetta að ríkisfjármála-
stefnan er í molum. Hún stríðir
gegn markmiðum um jafnvægi í
efnahagsmálum og hjöðnun verð-
bólgu. Hún hindrar að því mark-
miði verði náð að auka hagvöxt og
hún færir okkur fjær því markmiði
að geta bætt lífskjör fólksins í
landinu.
íslandsmet í
erlendri skuldasöfnun
Núverandi ríkisstjórn hefur sett
íslandsmet í söfnun erlendra skulda
tvö ár í röð. í tíð sjálfstæðismanna
í fjármálaráðuneytinu tókst að
koma erlendum skuldum úr 50%
af landsframleiðslu niður í 40%
Núverandi ríkisstjórn hefur komið
skuldahlutfallinu upp í 52% af
landsframleiðslu.
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn réði
ríkisfjármálunum tókst ennfremur
að lækka verulega greiðslubyrði
þjóðarinnar af erlendum lánum.
Hún var komin niður í 16% af út-
flutningstekjum árið 1987. Núver-
Þorsteinn Pálsson
„í ljós hefur komið að
ráð er fyrir því gert að
stöðugildum hjá ríkinu
fjölgi um 550 árið 1991,
en á þessu ári fjölgaði
þeim um 400. A sama
tíma hefur störfum í
atvinnulífinu fækkað
um 5-600. Þetta er ekki
leið til aukinnar verð-
mætasköpunar. “
andi ríkisstjórn hefur með fjármála-
st'efnu sinni tekist að koma þessu
hlutfalli upp í nálega 22%
Á sama tíma og kaupmáttur ráð-
stöfunartekna launafólks er talinn
hafa lækkað um 15% hefur atvinnu-
leysi þrefaldast og gjaldþrotum ein-
staklinga og fyrirtækja fer sífellt
fjölgandi.
Ráðleysi í húsnæðismálum
Húsnæðismálin eru eitthvert
skýrasta dæmið um stefnuleysi og
hringlandahátt ríkisstjórnarflokk-
anna. Afleiðingarnar koma auðvit-
að með mestum þunga niður á hús-
byggjendum og íbúðarkaupendum
en koma um leið við sögu ríkisfjár-
málanna.
Félagsmálaráðherra hefur fyrir
löngu lagt til að húsnæðislánakaerf-
ið frá 1986 verði lagt niður. Þó að
sú ákvörðun yrði tekin þyrfti árlegt
framlag vegna fyrri skuldbindinga
að nema rúmlega 400 milljónum
króna. Verði kerfinu á hinn bóginn
ekki lokað þarf ríkissjóðsframlagið
að lágmarki að vera rúmar 1000
milljónir króna.
Félagsmálaráðherra hefur marg-
sinnis tekið fram að ákvarðanir um
lokun eða framhaldsstarfsemi kerf-
isins yrði að taka fyrir afgreiðslu
fjárlaga. Nú eru fjárlög afgreidd
en ríkisstjórnin hefur enga afstöðu
tekið.
Þegar formaður Framsóknar-
flokksins var að því spurður nú í
vikunni hver væri stefna ríkisstjórn-
arinnar í þessum efnum sagði hann
það eitt, að það væri erfitt að loka
húsnæðiskerfinu frá 1986, vanda-
samt að hækka vexti og ekki auð-
velt að útvega fjármuni. Spurning-
arnar um ákvarðanir og stefnumót-
un var svarað út í hött.
Varaformaður Alþýðubandalags-
ins lýsti því á hinn bóginn yfir að
Alþýðubandalagið væri ekki að svo
stöddu reiðubúið að fallast á að
loka húsnæðiskerfinu frá 1986 með
þeim hætti sem félagsmálaráðherra
hefur lagt til. Aðaltalsmaður Fram-
sóknarflokksins í húsnæðismálum,
Alexander Stefánsson, greindi jafn-
framt frá því að Framsóknarflokk-
urinn hefði á flokksþingi tekið
ákvörðun um að halda áfram starf-
semi þessa kerfis. Engin framlög
eru til Byggingarsjóðs ríkisins á
næsta ári, en hann þarf rúmlega
400 milljónir til þess að standa ein-
ungis við fyrri skuidbihdingar. Þeim
vanda er einfaldlega sópað undir
teppi. Úrræðaleysið er algjört.
Stjórnarsamstarfíð byggist á fúa-
spýtum einum saman.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Spá OECD um íslensk efnahagsmál:
Telja að erfitt verði
að hindra þenslu
Efnahags- og framfarastofn-
unin (OECD) í París hefur sent
frá sér skýrslu um horfur í efna-
hagsmálum sem gefin er út
tvisvar á ári. í kaflanum um ís-
land kemur fram að sérfræðing-
ar stofnunarinnar telja að erfitt
muni reynast að koma í veg fyr-
ir þenslu í efnahagslífinu og
ekki verði hægt að hafa hemil á
verðbólgu nema samið verði um
litlar kauphækkanir. Skýrslan
fer hér á eftir.
Þjóðarframleiðsla virðist hafa
verið svipuð á þessu ári og síðastlið-
ið ár en minnkaði næstu tvö ár á
undan. Skyndileg lækkun kaup-
máttar undanfarin tvö ár gerði
kleift að minnka viðskiptahallann
sem varð til á þensluárunum þar á
undan. Gert er ráð fyrir að fjárlaga-
hallinn á þessu ári verði rétt innan
við fimm milljarða króna eða um
1,5% af þjóðarframleiðslu. Stefnt
er að því að 1991 verði hann um
1% af þjóðarframleiðslu. Talið er
að viðskiptahallinn 1990 verði um
2,5% af þjóðarframleiðslu en um
það getur þó brugðið til beggja
vona. Sé miðað við fast verðlag
minnkaði verðbólga mjög vegna
allsheijarsamkomulags aðila á
vinnumarkaði um kaup og kjör sem
gert var í febrúar og það tókst að
halda gengi krónunnar föstu.
Ólíklegt er að framleiðsluaukn-
ing verði í sjávarútvegi næstu tvö
ár þótt gert sé ráð fyrir að verð á
helstu fisktegundum muni halda
áfram að hækka. Spá OECD gerir
ráð fyrir_að 1991 verði byijað að
reisa álver Atlantsáls sem nú er
verið að semja um. Bygging versins
og raforkuversins í tengslum við
það mun auka fjárfestingar, inn-
flutning og eftirspurn verulega
næstu árin. Gera má ráð fyrir að
innflutningurinn á byggingart-
ímanum muni auka viðskiptahall-
ann verulega árin 1991 og 1992.
Áhrifín á vinnumarkaðinn eru
nokkru minni en vænta má vegna
þess að verkefnið er svo fjármagns-
frekt auk þess sem senn verður
lokið við að reisa annað raforkuver
[Blönduvirkjun]. Samt sem áður
getur orðið erfitt að hafa hemil á
Ragnar Hafliðason hjá bankaeft-
irliti Seðlabanka íslands sagði að
engin ákvæði væru í lögum um
hagnað viðskiptabanka eða spari-
sjóða, önnur en ákvæðið um lág-
marks eiginfjárhlutfall. Bendi hann
á að fleira hefði áhrif á eiginíjár-
hlutfallið en hagnaður, til dæmis
samsetning eigna. Það væri hins
vegar skiljanlegt sjónarmið hjá
bönkunum að þeir vildu hafa eðli-
legan arð af sínu.eigin fé, það er
þeirri tegund þenslu sem áður hef-
ur þjakað íslenskan efnahag. Eigi
að hafa taumhald á verðbólgunni
verður krónan að halda verðgildi
sínu og semja verður um litlar
kauphækkanir. Það verður auð-
veldara að ná áðurnefndum mark- *
miðum ef það tekst að koma í veg
fyrir aukna eftirspurn allra næstu
árin. Líkur eru á því að kaup og
verðlag hækki fullmikið og verð-
bólga gæti aukist eitthvað 1992.
að segja hagnað.
Eiginfjárhlutfall Búnaðarbank-
ans var 9,6% um síðustu áramót,
en sama hlutfall hjá Landsbankan-
um til dæmis var 7%. Margir af
stærstu sparisjóðunum voru með
hátt eiginfjárhlutfall, hjá Sparisjóð-
ir Reykjavíkur og nágrennis var
það 10,2%, Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar 17,1% og Sparisjóði vélstjóra
20,4%.
Engar lagakröf-
ur um hagnað
viðskiptabanka
í LÖGUM um viðskiptabanka er ákvæði um að eiginfjárhlutfall
bankanna, samkvæmt ákveðnum útreikningum, skuli vera að lág-
marki 5%. Engin lagaákvæði eru um hver hagnaður bankanna skuli
vera. Sparisjóðimir og Búnaðarbankinn eru með einna hæst eiginfj-
árhlutfall íslenskra innlánsstofnana.
Salan á Þormóði ramma hf.:
Þingmenn brutu trúnað
og láku út upplýsingum
væri mikilvægt varðandi framhald
viðræðna um sölu hlutabréfanna.
Þá gerist það að á sama sólahringn-
um leka þessar trúnaðarupplýsing-
ar frá þingmönnunum í hendur
Runólfs Birgissonar og fleiri ein-
staklinga á Siglufirði, sem höfðu
sent bréf í ráðuneytið og lýst áhuga
á málinu en ekki sent neitt tilboð
sjálfír. Daginn eftir skiluðu þeir
hins vegar inn tilboði sem var áug-
Ijóslega byggt á þeim trúnaðar-
tölum sem hafði verið lekið út og
ég veit fyrir víst að Runólfí var
afhent það skjal sem ég lét þing-
mönnunum í té. Það er mjög alvar-
legt þegar fjármálaráðherra hefur
sýnt þingmönnum kjördæmisins
þann trúnað, á viðkvæmum tíma í
söluiðræðunum, að leyfa þeim að
skoða niðurstöðu úr óháðu trúnað-
armati endurskoðenda, þá leki þeir
þessum upplýsingum til annars
hóps samdægurs og hvetji þá til
að nota upplýsingarnar til að bjóða
í hlutabréfin,“ sagði fjármálaráð-
herra.
Ólafur sagðist hafa átt fund með
forseta alþingis í gær þar sem hann
kvaðst íhuga að óska eftir rannsókn
á þessum leka. „Sérstaklega á hlut
Páls Péturssonar fyrir að fara með
trúnaðartölur beint út. Ég íhuga
að óska eftir að forsetar þingsins
-segir Ölafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir að þingmenn
Norðurlandskjördæmis vestra hafi lekið trúnaðarupplýsingum um
mat endurskoðenda á fjárhagsstöðu fyrirtælganna sem sameinuð-
ust í Þormóði ramma hf. við sölu ríkisins sl. miðvikudag. Hann
hafi átt marga fundi með þingmönnunum og kynnt þeim upplýsing-
arnar á viðkvæmum tíma í söluviðræðunum en þeir hafi lekið þeim
samdægurs til samstarfshóps Siglfirðinga og hvatt þá til að senda
inn annað tilboð byggt á þessum trúnaðarupplýsingum. Ásakar
hann Pál Pétursson sérstaklega í þessu sambandi og kveðst íhuga
að fara fram á rannsókn á þessum leka.
Ólafur segir um aðdraganda söl-
unnar að hann hafi átt fundi í haust
með bæjarstjóm Siglufjarðar þar
sem hann hafi lagt áherslu á að
einstaklingar og fyrirtæki á Siglu-
firði keyptú hlut ríkisins í Þormóði
ramma.
„Hvert mannsbarn á Siglufirði
vissi að ríkið byði hlutabréfin til
kaups og öllum væri fijálst að gefa
sig fram. Þá gáfu nokkrir ein.stakl-
ingar sig fram, flestir með lítinn
hlut, en forsvarsmenn Drafnar hf.
og Egilssildar hf. lögðu fram tilboð
sem fólst í að þeir hefðu ekki að-
eins hug á að kaupa hlutabréf í
Þormóði ramma, heldur sameina
þessi þijú fyrirtæki í eitt öflugt og
traust sjvarútvegsfyrirtæki um al-
hliða vinnslu sjávarafurða,“ sagði
Ólafur.
Páll sýndi lítinn áhuga
„Tveimur dögum eftir fund með
bæjarstjóm í nóvember óskaði ég
eftir því við Pál Pétursson að eiga
fund með þingmönnum kjördæmis-
ins til að ræða þessi áform. Ég
ítrekaði beiðnina nokkru síðar en
hann virtist hafa lítinn áhuga á
málinu ef dæma má af viðbrögðun-
um. 3. desember hafði aðstoðar-
maður minn samband við Pál til
að skýra honum frá gangi mála
og knýja enn á að fundur yrði hald-
inn. 4. desember hélt ég síðan fund
með þingmönnunum. Þar var rætt
almennt um málið og lögðu þeir
ríka áherslu á að hluti sölunnar
færi í almennt hlutafjárútboð,"
sagði Ólafur.
Hann segist síðan hafa átt tvo
fundi með þingmönnunum. Þann
fyrri 14,. desember. „Þar lagði ég
fram greinargerð og sagði þeim
að fjármálaráðuneytið hefði ákveð-
ið að ganga til viðræðna um sölu
á hlutabréfunum við forsvarsmenn
Drafnar og Egilssíldar. Ég kynnti
fyrir þeim skilyrði við söluna. Ég
tilkynnti þingmönnunum einnig að
leitað hefði verið eftir sérsfræðilegu
mati frá endurskoðendunum Hallg-
rími Þorsteinssyni hjá N. Mancher
Endurskoðunarmiðstöðinni hf. og
Ólafi Nílssyni hjá Endurskoðun
hf., sem eru tveir af virtustu endur-
skoðendur landsins,“ sagði Ólafur.
Trúnaðarupplýsingar •
Hann kveðst svo hafa kynnti
þingmönnunum þá skýrslu sem
Ólafur Nflsson samdi fyrir ráðu-
neytið um fjárhagslegt mat á Þor-
móði ramma og jafnframt mat hans
á fjárhags- og eignastöðu Drafnar
og Egilssíldar.
„Ég las upp lykiltölur úr þessu
trúnaðarskjali og afhenti þeim það
til skoðunar á fundinum. Páll Pét-
ursson og Pálmi Jónsson skrifuðu
niður tölur en ég ítrekaði að ég
væri að sýna þeim þessar upplýs-
ingar í algjörum trúnaði, því þaA
eða Ríkisendurskoðun rannsaki
með hvaða hætti þessi leki átti sér
stað. Svo eru sömu menn og mis-
notuðu upplýsingarnar að flytja
frumvarp á alþingi um að banna
fjármálaráðherra að selja fyrirtæk-
ið og óska eftir rannsókn Ríkisend-
urskoðunar á því, hversvegna þeim
aðila sem þeir láku trúnaðarupplýs-
ingunum til, var ekki selt fyrirtæk-
ið. Það vill svo til að ég heyrði Pál
Pétursson hvetja þá til að nota
þessar trúnaðarupplýsingar til að
búa til annað tilboð, og að þeir
yrðu að gera það fljótt,“ sagði ráð-
herra.
Mat bæði tilboðin
Ólafur segir að forsvarsmenn
Drafnar og Egilssíldar hafi þegar
í stað mótmælt því harðlega að
trúnaðarupplýsingum um þeirra
fyrirtæki hafi verið lekið út um
allan Siglufjörð af þingmönnum
kjördæmisins. „Engu að síður ák-
vað ég að taka tilboð Runólfs og
félaga til skoðunar og lét fram-
kvæma óháð samanburðarmat á
þeim hvað snerti kaupverð, trygg-
ingar, arðsemi fyrirtækisins og
fleira og niðurstaðan var einfald-
lega sú að tilboð Drafnar og Egilss-
íldar var hagstæðara,“ sagði hann.
Ólafur kvaðst einnig furða sig á
því að samstarfshópurinn telji nú
að 150 milljóna kr. mat á hlutabréf-
um Þormóðs ramma hafi verið of
lágt. Þeir hafi sjálfir boðið 136
milljónir. „Fjármálaráðuneytið
seldi á hærra verði og miðað[ alls
staðar við efri mörkin í mati Ólafs
Nílssonar, sem var upp á 150 millj-
ónir kr.,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
Róbert Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri Þormóðs ramma hf.:
Oskum eftir víðtækri
þátttöku Siglfirðinga
Eigendur undirbúa hlutafjárútboð og ætla
að fá fyrirtækið skráð á verðbréfamörkuðum
„ÞESSI mótmælaskrif lýsa betur þeim mönnum sem láta þau frá
sér en þeim málefnum sem þeir ætla að fjalla um,“ segir Róbert
Guðfinnsson, framkvæmdasljóri Þormóðs ramma hf. á Siglufirði,
vegna yfirlýsinga sem fram komu á fimmtudag frá samstarfshópi
Siglfirðinga vegna sölunnar á hlut ríkisins í Þormóði ramma. Ró-
bert segir að kaupendur fyrirtækisins liafi margítrékað að þeir
vildu fá þátttöku sem flesta Siglfirðinga í fyrirtækinu og í gær
sendu þeir út opið bréf í hvert hús í bænum þar sem sameining
Þormóðs ramma, Drafnar hf. og Egilssíldar er kynnt og óskað er
eftir stuðningi og samstarfi bæjarbúa í 50 milljóna kr. hlutafjárút-
boði sem fram fer á næstunni.
Að sögn Róberts voru fyrirtækin
öll metinn af óháðum endurskoð-
endum áður en kaupsamningar
voru gerðir og einnig hafí fjármála-
ráðuneytið fengið Olaf Nílsson hjá
Endurskoðun hf. til að meta stöðu
fyrirtækisins. Niðurstaða hans hafi
verið mjög svipuð matsniðurstöðu
annarra endurskoðenda.
Róbert segir að leitað verði eftir
skráningu fyrirtækisins hjá skatt-
yfirvöldum og fljótlega verði einnig
óskað eftir skráningu hlutabréfa á
verðbréfamörkuðum þar sem til
stendur að bjóða aftur út hlutafé
þegar gengið hefur verið frá form-
legri sameiningu fyrirtækjanna.
„Við ætlum að halda áfram að
styrkja þetta fyrirtæki og tryggja
atvinnuhagsmuni Siglfirðinga. All-
ar yfírlýsingar um að við viljum
ekki ná sem víðtækastri eignarhlut-
deild eru út í hött og ekki svara
verðar," sagði Róbert.
í bréfinu til Siglfirðinga segir
að með sameiningu fyrirtækjanna
í eitt sé verið að feta í fótspor ann-
arra sjávarútvegsfyrirtækja, sem
gert hafí slíkt hið sama, til að
styrkja rekstrarundirstöðurnar,
m.a. til þess að mæta ört harðn-
andi samkeppni og kröfum um
tæknilegar framfarir og uppbygg-
ingu. Er í þvl sambandi minnt á
sameiningu Granda hf. og Hrað-
frystistöðvarinnar hf. í Reykjavík
fyrir skömmu. Þá segir að stærra
og öflugra sjávarútvegsfyrirtæki
skapi aukna vinnu, bæti afkomu
bæjarfélagsins og dragi úr fólks-
flótta suður og búi í haginn fyrir
unga Siglfirðinga sem senn koma
út á vinnumarkaðinn.
Bæjarbúar á Siglufirði eiga for-
kaupsrétt að 50 milljóna kr. hluta-
fénu sem boðið verður út innan
tíðar á sama gengi og Drafnar og
Egilssfld keyptu sinn hluta af
ríkinu.