Morgunblaðið - 22.12.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
Samherji og Sæplast kaupa
30% hlut í K. Jónssyni
SÆPLAST hf. á Dalvík hefur keypt 15% hlut í Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar og co. á Akureyri og forráðamenn Samheija
íhuga einnig kaup á 15% hlut í fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Sam-
heija vildi ekki staðfesta að fyrirtækið væri búið að kaupa umrædd-
an hlut í fyrirtækinu, sagði að menn væru að skoða málið, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins var gengið frá samningum um
kaupin í vikunni og verða hlutabréf afhent í janúar. Um nokkurt
skeið hefur 36% hlutur í fyrirtækinu verið til sölu, Kristján Jónsson
stærsti eigandi þess nýtti sér forkaupsrétt sinn, en hefur nú selt
áðurnefndum fyrirtækjum 15% hlut hvoru. Kristján Jónsson á 70%
í fyrirtækinu.
Pétur Reimarsson framkvæmda-
stjóri Sæplasts hf. á Dalvík stað-
festi að umrædd kaup hefðu verið
gerð, en hann vildi ekki gefa upp
kaupverð. Hann sagði að hlutafé
væri lítið í fyrirtækinu sem stæði,
en stefnt væri að því að auka það
samhliða því að starfsemin yrði efld
og jafnframt væri stefnt að því að
gera fyrirtækið að almennings-
hlutafélagi innan nokkurra ára.
Pétur sagði að einnig væri fyrir-
hugað að efla mjög sölustarfsemi á
vegum fyrirtækisins, en um 90%
af framleiðsluvörum þess fara á
markað í útlöndum. „Við höfum
mikla trú á fyrirtækinu og þeirri
starfsemi sem þar fer fram. Það
er þó ljóst að vinna þarf að öflugri
vöruþróun og markaðssókn og okk-
ur þykir það spennandi að taka
þátt í að efla útflutningsfyrirtæki,
þó það sé ekki á því sviði sem við
höfum starfað á hingað til,“ sagði
Pétur.
Þorsteinn Már Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri Samheija vildi ekki
staðfesta að fyrirtækið væri búið
að kaupa hlut í Niðursuðunni, sagði
að verið væri að skoða málið og
það yrði gert fram yfír áramót og
ákvörðun um kaup tekin þá.
Hann sagði það vilja fyrirtækis-
ins að styrkja atvinnulífið í bænum,
en það hefði verið í mikilli lægð
undanfarið. Hann nefndi sem dæmi
samdrátt í Slippstöðinni, fækkun
starfsmanna hjá Álafossi og Plast-
einangrun væri hætt starfsemi á
Akureyri. „Þrátt fyrir að okkur sé
núið því um nasir, að allur kvóti
sé að safnast hingað, þá er það
alveg ljóst að deyfð hefur verið í
atvinnulífinu hér. Ég held því að
það sé mjög mikilvægt að við styðj-
um við atvinnulífið í bænum. Það
er fyrir því vilji að styrkja Niðursuð-
una og þeir hafa rætt við okkur í
því sambandi," sagði Þorsteinn.
Niðursuðuverksmiðjan er um 50
ára gamalt fyrirtækið, það stærsta
á þessu sviði í landinu með veltu
upp á 1.000 milljónir á ári og þar
starfa að jafnaði um 90 manns.
Fyrirtækið hefur sagt sig úr Sölu-
samtökum lagmetis og fer öll sala
á framleiðsluvörum þess eftir ára-
mót í gegnum söludeild fyrirtækis-
ins sjálfs.
Kirkjukór Dalvíkurkirkju.
Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson
Dalvíkurkirkja:
Vel sóttir aðventutónleikar
GÓÐ aðsókn var að aðventutón-
leikum sem haldnir voru í Dalvík-
urkirkju miðvikudagskvöldið 12.
desember sl. Flutt voru ýmis
kirkjuleg verk af tónlistarfólki
Grímsey:
Jólasveinar stytta börnun-
um biðina á Þorláksmessu
Grímsey.
SJÓSÓKN gekk treglega í des-
ember vegna veðurs og var veiði
lítil. Voru flestir hættir um miðjan
mánuðinn. Nú liggur bátafloti
Grímseyinga bundinn í nýju höfn-
inni og prýðir ljósasería stærsta
bátinn.
Kvenfélagið Baugur og Kiwanis-
klúbburinn Grímur hafa nokkur und-
anfarin ár staðið fyrir samverustund
í félagsheimilinu þar sem allir eru
velkomnir og á meðan fólkið staldrar
við getur það keypt jólaglögg og
meðlæti, sem eru ostapinnar, pipar-
kökur og snittur.
Föstudaginn 14. desember hófst
jólafrí í skólanum að afstöðnum litlu
jólunum og að sjálfsögðu fengu börn-
in jólasvein í heimsókn. Hann og
bræður hans hafa verið á ferli um
nætur og gefíð í skóinn. Frést hefur
að kartöflur hafi slæðst innan um
það sem í pokunum er.
Þá eigum við von á jólasveinum í
'neimsókn á Þorláksmessu, en þeir
hafa fyrir sið að banka upp á í
hveiju húsi og færa bömum smá-
glaðning til að dreifa huganum þegar
biðin eftir hátíðinni er orðin löng.
Jólaundirbúningur er sjálfsagt
svipaður hér og annars staðar.
Laufabrauð er búið til á öllum bæjum
og hjá sumum er einnig bakað gróft
laufabrauð. Mikið er bakað og þeir
eru til sem búa sér til eigið jólakonf-
ekt. Svo er allt þvegið hátt og lágt
eða bara málað.
Víða eru komnar ljósaseríur og
alls kyns jólaljós bæði úti og inni,
jólatré eru utan við félagsheimilið
Múla og verslunina á staðnum og
óneitanlega setur þetta jólalegan
svip á eyjuna okkar og kemur okkur
í jólaskap.
Hólmfríður
frá Akureyri og kirkjukór
Dalvíkur. Nýtt og veglegt pípu-
orgel hefur verið tekið í notkun
í kirkjunni og lék Björn Steinar
Sólbergsson organisti við Akur-
eyrarkirkju einleik við þetta nýja
hljóðfæri.
Dagskráin hófst með því að
Kirkjukór Dalvíkur flutti nokkra
jólasálma frá 15., 16, og 17. öld
undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Þá
lék Bjöm Steinar Sólbergsson Tocc-
ötu og Pastorale eftir J.S. Bach á
nýja pípuorgelið. Kirkjukórinn flutti
síðan Litlu orgelmessuna eftir Jos-
eph Hayden við undirleik Björns
Steinars og strengjasveitar frá Ak-
ureyri, en hana skipuðu Magna
Guðmundsdóttir, Anna Podhajska,
Örnólfur Kristjánsson og Jón
Rafnsson. Einsöng annaðist Mar-
grét Bóasdóttir. Tónleikarnir end-
uðu síðan með því að leikið var
Noél (jól) nr. 9 og 10 eftir Louis-
Claude d’Aquin á pípuorgelið, sr.
Jón Helgi Þórarinsson sóknarprest-
ur flutti bæn og kirkjugestir sungu
jólasálm.
Fréttaritari
lölaéiöfin í ái
nýjar
í pakka (
kr. 1.750.-
ÆTTAR-
MÓTIÐ
ÞJÓÐLEGUR FRASI MEÐ SÖNGVUM
EFTIR BÖÐVAR GUÐMUNDSSON.
Leikstjórn: Þráinn Karlsson.
Tónlist: Jakob Frímann '
Magnússon.
Leikmynd og búningar:
Gylfi Gíslason. Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikendur: Ragnhildur Gísladóttir, Valgeir Skagfjörð, Björn Björns-
son, Jón St. Kristjánsson, Þór St. Kristjánsson, Þórey Aðalsteins-
dóttir, Sunna Borg, Björn Ingi Hilmarsson, Rósa Rut Þórisdóttir,
Árni Valur Viggósson, Nanna Ingibjörg Jónsdóttir, Marinó Þor-
steinsson, Kristjana N. Jónsdóttir, Guðrún Silja Steinarsdóttir,
Þórdís Steinarsdóttir, Arnar Tryggvason, Kristján Pétur Sigurðs-
son, Haraldur Davíðsson, Jóhann Jóhannsson, Svavar Þór Guð-
jónsson og Hörður Kristinsson.
Frumsýning: 27. des. kl. 20.30
2. sýning 28. des. kl. 20.30
3. sýning 29. des. kl. 20.30
4. sýning 30. des. kl. 17.00
mf pj l
rrfíiiíí ffl w n Ul FIIhiribiI
3 1.S jjjsFO
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Miðasölusími: 96-2 40 73
SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Bautamótið
Bautamótið í innanhússknattspyrnu
sunnudaginn 30. des.
Enn er mögulegt að tilkynna þátttöku til Sveins í síma
25885, vs. 25606, og Magnúsar í síma 26260, vs.
22543, til loka fimmtudags 27. des.
Knattspyrnudeild KA.
Óskum öllum styrktaradilum okkar,
áhangendum og knattspyrnumönnum
um allt land gledilegra jóla,
árs og fridar.
Þökkum stubninginn. L,ifib heil.
Knattspymudeild Þórs.
7V
ÚTGEFANDI: fSLENSK SPIL HF.
DREIFING:
verðbrefaspilið
: T # SNJALLT SPIL FYRIR F(
F0RSJALT F0LK