Morgunblaðið - 22.12.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
29
Sautján lagafrumvörp sam-
þykkt á tveimur dögum
Þingmcnn hafa notað löggjafarvaldið óspart síðustu daga. Auk fjár-
laganna hafa sextán mál verið samþykkt sem lög frá Alþingi síðustu
tvo sólarhringa.
Brýna nauðsyn ber til að afgreiða
mikinn málafjölda fyrir jólaleyfi
þingmanna, reynir mjög á krafta og
starfsþrek þingmanna, þingforseta
og starfsmanna Alþingis. Til að mál
fengju afgreiðslu hafa forsetar þing-
deilda einnig beitt nokkurri lögvísi í
beitingu afbrigða á þingsköpum; eft-
ir að fundi lauk, hófst sá næsti, og
mál tekin til umræðu og meðferðar
með afbrigðum frá þingsköpum.
í fyrradag og fyrrakvöld urðu sjö
frumvörp að lögum. Til þess að svo
mætti verða, voru haldnir 7 fundir í
neðri deild, 4 í efri deild og 2 í sam-
einuðu þingi. Þinghaldið hófst kl. 10
árdegis og lauk kl. 1.54 aðfaranótt
föstudagsins.
í neðri deild voru samþykkt sem
lög: Sérstakur skattur á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði. Þessi skatt-
heimta á sér áratugs hefð en var í
upphafi tímabundin. Frumvarp um
samskiptamiðstöð heyrnarlausra
varð að lögum. Frumvarp um Há-
skóla íslands varð að lögum, lögin
gera Háskólanum fært að færa miðs-
vetrarpófín frá janúar til desember.
í efri deild voru samþykkt lög um
heilbrigðisþjónustu; um skipan sérs-
taks samstarfsráðs sjúkrahúsanna í
Reykjavík, m.a. til að móta fram-
tíðarstefnu og stuðla að sem hag-
kvæmastri verkaskiptingu. Einnig
hlutu samþykki sem lög frumvarp
um almannatryggingar, þ.e. elli-
Kvöld- og næturum-
ræða um fjárlög 1991
Egill Jónsson hafði síðasta orðið
Frumvarp til fjárlaga var rætt á kvöld- og næturfundi Sameinaðs
þings í fyrradag. Þingmenn ræddu bæði almennt um fjármálastjórnina
og einnig nokkuð um einstaka málaflokka sem hefðu hlotið mismikla
náð fyrir augum fjárveitingarncfndar.
Egill Jónsson (S-Al) gagnrýndi
ýmislegt varðandi framíög til land-
búnaðar. Egill taldi núverandi land-
búnaðarráðherra, Steingrím J. Sig-
fússon, að mörgu leyti velviljaðan
mann og undraðist því hvernig hann
gæti átt hlut að öðru eins frumvarpi
sem biyti lög á bændum m.a. varð-
andi framlög og framkvæmdir vegna
jarðræktarlaga. Einnig ræddi Egill
nokkuð um fjárveitingar og útreikn-
inga tengda landgræðsluáætlun.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(SK-Vl) saknaði margs í frumvarpinu
og taldi að áherslur mættu vera með
öðrum hætti. Til að reyna að breyta
eða bæta frumvarpið eilítið, mælti
hún fyrir nokkrum breytingatillög-
um. T.d. um hækkuð frarhlög til
barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Ennfremur' til Kvennaathvarfsins í
Reykjavík.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra taldi frumvarpið
vera eftir atvikum „ásættanlegt" og
ýmsar stofnanir landbúnaðarins
fengju sanngjarnari meðferð nú en
oft áður. Af orðum ráðherrans mátti
ótvírætt skilja að hann teldi sig ekki
hafa tekið við góðu búi er hann sett-
ist í ráðherrastól. — Steingrímur
hafði nokkrar tölur og reyndar línu-
rit máli sínu til stuðnings. Ræðumað-
ur taldi íhugunarefni hvort þingið
útvegaði nútíma tæki til að miðla
myndrænum upplýsingum. Guðrún
Helgadóttir forseti sameinaðs þings
kvaðst mundu ræða það mál við
lífeyri sjómanna, frumvarp um tekju
pg eignarskatt, frumvarp um hlut
íslands í stofnfé Endurreisnar- og
þróunarbanka Evrópu. Og að end-
ingu, frumvarp um tekju- og eignar-
skatt til að tryggja óbreytta skatt-
byrði einstaklinga.
I gær var stundvíslega hafist
handa við afgreiðslu mála kl. 10 ár-
degis. Fyrst var fjárlagafrumvarpið
samþykkt í sameinuðu þingi. Síðan
hófust deildafundir.
Neðri deild samþykkti lánsfjárlög
fyrir árið 1990, einnig lög um Hús-
næðismálastöfnun, þ.e. um stimpil-
gjöld af lánssamningum vegna kaupa
á félagslegum íbúðum.
í efri deild voru samþykkt frum-
varp um útflutningssjóð, frumvarp
um iðnlánasjóð. Einnig frumvarp um
jöfnunargjald. Frumvarp um trygg-
ingagjald, því frumvarpi var breytt
allverulega fyrir tilmæli framsóknar-
manna. - Frumvarp um virðisauka-
skatt. Frumvarp um staðgreiðslu
opinberra gjalda. Einnig var frum-
varp um starfsmannahald samþykkt,
en það frumvarp gerir m.a. ráð fyrir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þingmenn fóru í jólafrí í gær.
Þing kemur aftur saman 14. jan-
úar. Hér eru þau að kveðjast
Guðmundur H. Garðarsson og
Rannveig Guðmundsdóttir.
því að launþegar þurfí ekki að skipta
um stéttarfélag, vegna breytinga á
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga.
Nokkur mál sem kapp hafði verið
lagt á að hlytu afgreiðslu, verða að
bíða fram yfir áramót. Má þar helst
nefna lánsfjárlög fyrir árið 1991.
Tímabundinn
yfirdráttur
Sukk og svínarí, segir
Kristinn Pétursson
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hefur mátt þola
harða gagnrýni undanfama daga
í umræðum um fjárlög næstkom-
andi árs. Kristinn Pétursson (S-
Al) hefur verið einna skeleggast-
ur í gagnrýninni.
I umræðum í fyrradag mælti
Kristinn Pétursson fyrir tillögu um
að afnema heimild fjármálaráðherra
til að stofna til tímabundins yfir-
dráttar á viðskiptareikningi ríkis-
sjóðs. Kristinn telur heimild þessa
vera framsal á valdi Alþingis. Krist-
inn Pétursson telur að þetta og fleira
í ráðsmennsku fjármálaráðherrans
bijóti í bága við stjómskipunarlög.
Kristinn sagði ríki hafa misst fjár-
hagslegt sjálfstæði sitt í svipuðu
sukki og óráðsíu og rekstur ríkis-
sjóðs bæri nú vitni um. Ráðherrann
brá sér hvergi við þessa gagnrýni
og las dagblaðið Þjóðviljann.
Við atkvæðagreiðslu um frum-
varpið til fjárlaga í gær var tillaga
Kristins felld með 37 atkvæðum
gegn 2.
húsfriðunamefnd.
Landbúnaðarráðherra taldi sig
hafa sýnt Agli Jónssyni og öðmm
þingmönnum fram á að ekki væri
hægt að greiða gamlar skuldir og
um leið jarðræktarstyrki.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
taldi ýmislegt vanáætlað í þessu
fmmvarpi og ekki athugað sem
skyldi hver þörfin væri fyrir ýmsa
þjónustu sem væri styrkt í frumvarp-
inu. Ingi Björn Albertsson sagði
m.a. að fjármálaráðherrann og skat-
takóngurinn hefði nú slegið persónu-
legt met, „hat trick“ á fótboltamáli.
Asgeir Hannes Eiríksson ræddi
fjárlögin vítt og breitt, taldi að víða
væri vel gert, dró þó ekki dul á að
nokkurs óraunsæis gætti við fjár-
lagagerð, væri tími til þess kominn
að ígrunda ríkisútgjöldin nánar, t.d.
hversu lengi við gætum haldið uppi
námslánakerfinu.
Þegar hér var komið sögu lauk
Ásgeir sinni ræðu, þótt hann ætti
nokkur blöð ólesin. Ræðumaður vildi
ekki lengja þinghaldið óhóflega en
hann þóttist merkja nokkuð óþol hjá
Halldóri Blöndal (S-Ne). Var nú
fundi frestað og gengu þingmenn til
starfa í deildum. Að þeim afloknum
nokkra eftir kl. 1 hófst umræðan að
nýju. Einungis einn ræðumaður
reyndist á mælendaskrá og hafði sá
síðasta orðið, Egill Jónsson (S-Al)
ítrekaði gagnrýni sína á fjárlögin,
einkum varðandi framlög til landbún-
aðarmála. Fundi var slitið kl. 1.54.
Ekkí um lögbrot að ræða við
ákvörðun vaxta bankanna
- segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
HARÐORÐAR umræður urðu utan dagskrár um vaxtamál í sameinuðu
þingi í gær, á síðasta starfsdegi Alþingis fyrir jólaleyfi þingmanna.
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þar harð-
lega ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum um vaxtahækkanir Búnað-
arbanka og sparisjóðanna og sagði að ástandið á lánamarkaðnum
mætti fyrst og fremst rekja til aðgerða ríkissljórnarinnar. I umræðun-
um sagði viðskiptaráðherra meðal annars, að ekki hefði verið um lög-
brot að ræða við vaxtaákvörðun bankanna og Guðmundur G. Þórarins-
son sagði að vaxtahækkunin væri aðeins aðlögun nafnvaxta að verð-
bólgu.
Þorsteinn Pálsson óskaði eftir
umræðunum vegna þeirra ummæla
Steingríms Hermannssonar, forsæt-
isráðherra, í fjölmiðlum, að hækkun
Búnaðarbanka og sparisjóðanna á
nafnvöxtum væri ein versta aðför
að þjóðarsáttinni, sem gerð hefði
verið, og stangaðist jafnvel á við lög.
Þorsteinn gagnrýndi þessi ummæli
harðlega og sagði að ástandið á lána-
markaðnum ætti fyrst og fremst
rætur að rekja til stefnu ríkisstjórn'-
arinnar og hún gæti ekki þvegið
hendur sínar af því.
Forsætisráðherra fjallaði almennt
um þróun vaxtamála og taldi að veru-
leg umskipti hefðu átt sér stað í átt
til vaxtalækkunar þegar ríkisstjóm
hans tók við völdum í september
1988. Hann sagðist telja, að stjóm-
völd ættu að hafa afskipti af þessum
málum til þess að koma í veg fyrir
brask og gjaldþrot, sem væru afleið-
ingar hávaxtastefnu.
Frumvarp til fjárlaga
1991 samþykkt í gær
í gærmorgun voru greidd atkvæði um frumvarp til fjárlaga
fyrir árið 1991. Tekjur ríkisins á næsta ári eru áætlaðar tæpir
102 milljarðar en upphaflega voru þær áætlaðar um 99 og hálfur
milljarður.
Greidd voru atkvæði um frum-
varpið í nokkrum liðum, ýmist með
handauppréttingu eða nafnakalli.
Þess má geta að tillaga frá þing-
mönnum Samtaka um Kvennalista
um styrk til rannsóknarstofu í
kvennafræðum var felld með 28
atkvæðum gegn 9. Tillaga um
framlag til stofnunar og reksturs
búminjasafns á Hvanneyri var
einnig felld með 32 atkvæðum
gegn 7. Hins vegar var tillaga um
heiðurslaun listamanna samþýkkt
með 44 samhljóða atkvæðum.
Breytingatillaga um að fjármála-
ráðherra sé heimilt að gefa út fyr-
ir hönd ríkissjóðs verðbréf og spa-
riskírteini og ríkisvíxla fyrir 8
milljarða króna var samþykkt með
33 atkvæðum gegn 7 en 13
greiddu ekki atkvæði. Þessi tillaga
var lögð fram sökum þess að ekki
tókst að afgreiða frumvarp til
lánsfjárlaga fyrir áramót.
Þá var einnig samþykkt að fjár-
málaráðherra væri heimilt að
höfðu samráði við menntamála-
ráðherra að leita samninga við
Reykjavíkurborg og aðra aðila um
lausn á fjárhagsvanda Islensku
óperunnar. Var ákvæði þar um
samþykkt með nafnakalli. Það
kom til nokkurra orðaskipta. T.d.
sagði Geir H. Haarde (S-Rv) að
þessu ákvæði væri bætt inn í til
að koma höggi á borgarstjórann
í Reykjavík. Svavar Gestsson hins
vegar hafði orð um framsýni, og
ekki væri rétt að lýsa vantrausti
á borgarstjórann. Þórhildur Þor-
leifsdóttir (Sk-Rv) kallaði tilraun-
ina yfirklór til að ýta vandanum
yfir á aðra en hún vildi ekki standa
gegn neinu sem orðið gæti óper-
unni til bjargar. Þessi heimild var
samþykkt með 33 atkvæðum, 7
voru andvígir, 14 greiddu ekki
atkvæði og níu voru fjarverandi.
í endanlegri gerð var frumvarp-
ið samþykkt með 33 samhljóða
atkvæðum.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, lagði áherslu í máli sínu á að
fylgja bæri frjálslyndri stefnu í
vaxtamálum og taldi hann að stefna
ríkisstjórnarinnar í peningamálum
væri almennt vel heppnuð. Varðandi
ummæli forsætisráðherra sagði við-
skiptaráðherra, að ekki hefði verið
um lögbrot að ræða við ákvörðun
Búnaðarbanka og sparisjóðanna á
hækkun nafnvaxta.
Guðni Ágústsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður
Bankaráðs Búnaðarbanka, sagðist
harma ummæli forsætisráðherra. I
máli hans kom fram, að ósamræmi
hefði verið orðið milli verðtryggðra
og óverðtryggðra reikninga og
vaxtahækkunin hefði aðeins komið
fram á óverðtryggðum reikningum,
þannig að ekki hefði verið um al-
menna vaxtahækkun að ræða.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sagði það furðulegt,
að forysta Sjálfstæðisflokksins vildi
efna til almenns málfundar um þessi
mál nú og treysti sér til að kenna
ríkisstjórninni um stöðuna í vaxta-
málum, í ljósi þess að spariskírteina-
vextir hefðu verið komnir upp í 9%
í stjómartíð sjálfstæðismanna en
væru nú 6%.
Friðrik Sophusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að ríkið
hefði afgerandi áhrif á raunvaxtastig
í landinu. Ríkið hefði getað sótt láns-
fé á markaðinn í ár án þess að vext-
ir hækkuðu mikið vegna þess að at-
vinnulífið hefði haldið að sér höndum
í þeim efnum, en ljóst væri að á
næsta ári þyrfti atvinnulífið á meira
lánsfé að halda og því gætu vextir
hækkað þá. Friðrik sagði að með
ummælum sínum hefði viðskiptaráð-
herra rassskelt forsætisráðherra.
Guðmundur G. Þórarinsson, þing-
maður Framsóknarflokksins í
Reykjavík, sagði að það væri í sam-
ræmi við þjóðarsáttina að nafnvextir
fylgdu verðbólgu og það væri það,
sem gerst hefði nú hjá Búnaðarbanka
og sparisjóðunum.
Steingrímur Hermannsson sagði
við lok umræðnanna að hann og við-
skiptaráðherra væru ósammála um
margt í vaxtamálum og hann sjálfur
væri stoltur af því að vera lágvaxta-
maður.
Þorsteinn Pálsson líkti forsætis-
ráðherra við keisarann í sögu H.C.
Andersen og sagði að viðskiptaráð-
herra, Guðni Agústsson og Guð-
mundur G. Þórarinsson hefðu nú
sýnt fram á að hann væri ekki í
neinum klæðum. Þorsteinn vitnaði í
orð forsætisráðherra um afstöðuna
til vaxtamála og sagði það sýna best
stöðuna í ríkisstjórninni, að forsætis-
ráðherra væri stoltur af því að vera
í andstöðu við viðskiptaráðherra eig-
in ríkisstjórnar.
Dé Longhi djúp-
steikingarpotturinn
er byltingarkennd
nýjung
Hallandi karfa, sem snýst
meðan á steikingu stendur:
• jafnari steiking
• notar aðeins 1,2 Itr. af oliu
í stað 3ja Itr. í venjulegum"
pottum
• styttri steikingartíma
• 50% orkusparnaður
——50%—
(DeLonghi)
Dé Longhi erfallegur
fy rirferdarlítill ogfljótur
/rQniX
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420