Morgunblaðið - 22.12.1990, Qupperneq 33
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUK 22. DESEMBER 1990
33
Perlur í náttúru íslands
Perlur í náttúru íslands heitir
nýútkomin bók hjá Máli og menn-
ingu. Hún er eftir sama höfund
og bókin Fuglar í náttúru Islands
sem út kom hjá sama forlagi
árið 1987. Höfundur beggja bók-
anna er Guðmundur Ólafsson.
í bókinni Perlur í náttúru Is-
lands er ferðast fram og aftnr í
tímanum, út í himingeiminn, nið-
ur í iður jarðar og um allt Island
þar sem sérstaklega er komið við
á 70 stöðum.
Morgunblaðið birtir hér úr
tveim köflum; Lesið í landslag
(niðurlag) og BrækUr og Baulur
Norðurárdals.
Lesið í landslag - niðurlag
íslendingar eru börn náttúrunn-
ar og verða það vonandi áfram á
tækniöldum. Þeir eru bændur og
veiðimenn að upplagi og uppruna,
en breytingar á búsetu í landinu
hafa líka breytt samskiptum okkar
við náttúruna. Síðan fólk fluttist.
úr sveitum landsins og sjómenn
hættu að sigla eftir miðum á miðin
hefur staðbundinni þekkingu hrak-
að. Kennileiti og ömefni sem áður
varðveittust mann fram af manni
gleymast og sögur týnast eða
geymast í besta falli á stofnunum,
en nýtast ekki lengur; og er það
miður.
Þó að þekking á staðháttum hafi
farið forgörðum má ekki gleyma
því að nýr og öðruvísi fróðleikur
um landið og náttúm þess hefur
komið í staðinn. Þetta er víðfeðm
þekking á jarðfræði og lífríki lands-
ins, og þá vitneskju þarf nútímafólk
að nema og læra að lesa á bók
náttúrunnar á nýjan máta. Rétt eins
og forfeður okkar lásu vitneskju
úr miðum lesum við fróðleik úr fjöll-
um og dölum. Því að víst er að án
haldgóðrar þekkingar á náttúru
landsins erum við illa stödd bæði
sem einstaklingar og þjóð.
Skilningur og þekking á náttúr-
unni kemur ekki af sjálfu sér. Bæk-
ur eru ágæt hjálpargögn svo og
kort og myndir, en nauðsynlegast
er að skoða og þekkja landið. Ein-
ungis þannig kemst einstaklingur-
inn í samband við það og landið fer
að segja sögur og sýna honum
heima sem hann hefur aldrei áður
litið.
Okkur væri hollt að kynnast
i
Við Eyjafjörð.
heldur „hinn bjarti, glettni foss“.
Upphaflegt heití fossins var
Gleinarfoss og vera má að Glanni
sé afbökun úr Gleinar eftir að
menn höfðu gleymt því hver Glein-
ar, Glen(u)r og Glan(u)r var, en
hann var maki sólarinnar. Eins
líklegt er að fossnafnið Glanni sé
umskiptingur, í bókstaflegri merk-
ingu og afbakað af ráðnum hug til
þess að eyða hinni fomu náttúru-
trú. En löngu eftir siðaskiptin árið
1000 reyndu kirkjunnar menn að
afmá öll ummerki hins forna siðar
í málinu og er nærtækt að nefna
heiti vikudaga.
Gleinarfoss er því fossinn hans
Gleinar(s). Ef til vill hefur sumum
okkar þótt æskilegt að einhver svo
nákominn sólinni settist að í fossin-
um eða eignaðist hann. Gleinar
hefur kannski átt að vernda Norð-
urárdal fyrir nepju Holtavörðuheið-
ar?
Fjállsheitið Baula hefur óljósan
uppruna. Það er talið skylt orðinu
beyla sem merkir kroppur, kryppa
og herðakistill sem svipar til fom-
sænsku orðanna bolin og bulin =
bólginn, fomenskunnar býie = bóla,
bólguhnúður og þýska orðsins
beule = hnúður. Beyla er líka nafn
á þjónustumey hinnar fögm Freyju,
gyðju ásta, fijósemi og gróanda,
en óvíst er hvort það hafi verið
hrós að nefna meyna því nafni.
Stílhrein og tignarleg sem Baula
er þykir vafasamt að hún beri last-
Vatnið rennur af háum fjöllum eftir hvössu grjóti
landinu sjálfu og náttúra þess meira
en við geram. Það þroskar okkur
sem menn og íslendinga, líkt og
lestur fomritanna, því að landið er
ekki dautt á þann hátt, er vér hyggj-
um, heldur á það sér eðli og örlög,
sem svipar til okkar raka, mann-
anna, en era aðeins máttugri, stór-
brotnari, skáldlegri. Það er saga
fyrir sig, hvemig dalurinn þinn hef-
ur orðið til, hversu jöklar, vatn og
vindar hafa sorfið hann í hin bláu
hölkn frá afli og steðja eldsins,
hvernig gróðurinn hefur gætt hann
unaði og angan.
Brækur og Baulur
Norðurárdals
Ömefnið Glanni er ekki talið
uppranalega fossheitið og í merk-
Svalþúfubjarg og Lónadrangar.
ingunni „glannalegur" hæfir það
ekki þessum fríða, bjarta fossi. En
upphafleg merking orðstofnsins
glan er að blika eða gljá og skylt
orðinu glenna sem merkir m.a.
skýjarof eða þar sem grillir í heiðan
himin, hið bjarta. Orðin glotta-
grannt og gletta era merkingartil-
brigði af þessum orðum og í þeim
skilningi er Glanni ekki rangnefni
yrði. Þegar betur er að gáð minnir
Baula óneitanlega á allvænt konu-
bijóst og þess vegna er líklegra að
Baula merki bijóstið á Beylu eða
eitthvað í þá veruna og sé því glens-
yrði. Samkvæmt því era bijóstin tvö
og bæði björt. Gleinar í fossinum
hefur þá oftlega gjóað augum til
Beylubijósta og lái honum hver sem
vill.
SLOPPAR - SLOPPAR
Frottesloppar - stuttir, síðir
Verð frá 3.000,- kr.
Velúrsloppar - Loðsloppar - Sloppasett
lympii
Laugavegi 26 - Glæsibæ - Kringlunni 8-12