Morgunblaðið - 22.12.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
39
Friðrik Sigmarsson,
Seyðisfírði - Minning
Fæddur 7. maí 1929
Dáinn 17. desember 1990
Seyðfirskir skammdegisdagar
eru alla jafnan stuttir og dimmir.
Þó virtist mér 17. desember vera
sérstaklega dimmur, en langur. Það
var þá sem ég visi að Frissi vinur
minn og félagi væri dáinn.
Ótímabært andlát hans, langt
fyrir aldur fram, kemur mér til að
stinga niður penna og minnast hans
með örfáum orðum. Svo lengi sem
ég man eftir mér finnst mér ég
muna eftir Frissa. Hann var þess
konar maður sem allir tóku eftir,
glaðvær í framkomu og ákafamað-
ur, hvort sem var í félagsmálum
eða vinnu. Ókunnugum gat virst
að hann væri stundum eilítið kaldr-
analegur, en við sem þekktum hann
betur, vissum að undir yfirborðinu
sló hlýtt hjarta og viðkvæm sál.
Hann var manna fyrstur að koma
til hjálpar ef hann vissi um erfið-
leika eða bágindi hjá einhverjum.
Það var honum eiginlegt því hann
var höfðingi í lund og alltaf fús til
að gefa af sér.
Við Frissi vorum vinnufélagar
um tíma, ekki vorum við alltaf sam-
mála og stundum var nokkur há-
vaði í skoðanaskiptunum, því báðir
stóðu fast á sínu. Sá ágreiningur
jafnaðist þó ætíð fljótt, enda báðir
örir í skapi.
Við vorum báðir svo lánsamir að
leita til SÁÁ með vandamál okkar.
Ég fyrst, Frissi síðar. Ég vona að
ég hafi veitt honum örlítin stuðn-
ing, þegar hann var að stíga sín
fyrstu skref á þeirri braut. A þeim
vettvangi vann hann sem annars
Sigrún Helgadóttir frá
Grímsey — Minning
Fædd 8. október 1920
Dáin 2. desember 1990
2. desember sl. lést Sigrún
Helgadóttir móðursystir mín á
heimili sínu í Hátúni lOa, en hún
hafði átt við veikindi að stríða und-
anfarin ár og þó sérstaklega undan-
farna mánuði.
Sigrún var fædd í Grímsey 8.
október 1920 og var hún eitt 14
barna hjónanna á Borgum, þeirra
Guðrúnar Pálínu Sigfúsdóttur og
Helga Ólafssonar smiðs. Af barna-
hópnum lifír aðeins Guðlaug móðir
mín tæpra 84 ára og býr hún á
Akranesi.
Ég kann fátt að segja frá æsku
Sigrúnar og uppvexti í Grímsey, en
veit að fljótlega þurfti hún að taka
til hendinni á heimilinu og taka
þátt í daglegum störfum þar, enda
í mörg hom að líta á mannmörgu
heimili. í þá daga höfðu allir sitt
hlutverk og átti það jafnt við um
börn sem fullorðna. Lífsbaráttan
bauð ekki uppá að neinn skærist
úr leik. Ég veit að það sem hún
lærði til húsverka á æskuheimili
sínu reyndist henni góður skóli sem
hún bjó að alla ævi, enda varð það
hlutskipti hennar og ævistarf að
vinna við mat og matargerð. Á
þeim vettvangi var hún engin með-
almanneskja, eins og þeir mörgu
vita sem með henni unnu eða nutu
verka hennar á einn eða annan
hátt. Allt sem hún gerði, gerði hún
á þann veg að betur varð ekki gert.
Ein fyrstu kynni mín af frænku
minni voru þegar hún sótti mig 12
ára gamlan til Akraness og við fór-
um saman í ferðalag, alla leið til
Grímseyjar. Þar dvaldi ég sumar-
langt hjá ömmu, afa, frændum og
frænkum. Þessi dvöl mín í Grímsey
er mér svo minnisstæð, að enn þann
dag í dag eru mörg atvik jafn ljós-
lifandi fyrir mér sem þau hefðu
gerst í gær.
Sumarið leið við leik og störf og
ég hef oft rætt það við frænku.
mína, að í Grímsey lék ég minn
fyrsta knattspymuleik í marki, því
í einhverri neyð var ég settur á
milli markstanganna, þegar eyja-
skeggjar voru að leika einn af mörg-
um leikjum sínum við áhafnir af
síldarbátunum, sem oft lágu tugum
eða hundruðum saman á Grímseyj-
arsundi á þessum árum.
Ég kom því oft drullugur heim
og þurfti frænka mín oft að setja
ofaní við mig, en ég fann það þá
og þó betur síðar að ég var í tals-
verðu uppáhaldi hjá henni og var
því margt fyrirgefið.
Sigrún var sérlega ættrækin og
einstaklega minnug á allar frænkur
og frændur svo ekki sé talað um
afmælisdaga og aðra merkisdaga í
lífí þeirra. Hún ræddi oft við mig
um þetta fólk á þann hátt að ekk-
ert væri eðlilegara en ég þekkti
það. Þegar ég sagði að ég hefði
ekki hugmynd um hvern hún væri
að tala um, leit hún á mig sagði
með undrunarhreim í röddinni: Ja
Mansi. Heldurðu að þú munir ekki
eftir honum Jóni? Og til að bjarga
andlitinu fór mig að ráma í viðkom-
andi og seinna lærði ég að vera
alveg með á nótunum og þekkti
alla frændur og frænkur sem talað
var um.
Ég get ekki minnst Sigrúnar án
þess að minnast á laufabrauðið
hennar. Ég er viss um að hún hefði
orðið margfaldur íslandsmeistari ef
ekki heimsmeistari í þeirri list að
búa til laufabrauð, ef um það hefði
verið keppt. Laufabrauðið hennar
var slíkt listaverk að orð fá ekki
lýst. SI. 18 ár hefur það verið fast-
ur liður hjá mér að heimsækja hana
að Vífilsstöðum, en þar vann hún
allmörg síðustu árin, og sækja til
hennar laufabrauð og taka nokkra
pakka til ættingja í leiðinni. Nú
verða þær ferðir ekki fleiri og laufa-
brauðið hennar Sigrúnar tilheyrir
fortíðinni. Svona er lífið og við því
er víst ekkert að gera.
Sigrún giftist aldrei og átti engin
börn. En ég held að hún hafi átt
marga góða vini og þrátt fyrir að
ekki væri hún rík af veraldlegum
gæðum gat hún alltaf miðlað ein-
hverju til þeirra sem minna máttu
sín.
Kveðjustundin er runnin upp. Ég
þakka frænku minni fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig og mina. Ég
bið henni guðs blessunar um alla
eilífð.
Helgi Daníelsson
ætíð er við kvöddumst, guð veri
með ykkur.
Blessuð sé minning Þóru Guð-
mundu Bjarnadóttur. Guð veri með
hennar börnum og fjölskyldum.
Jón Guðmundsson.
Þóra G. Bjamadóttir
Siglufirði
Þann 8. október síðastliðinn lést
föðursystir mín, Þóra Guðmunda
Bjamadóttir, Hvanneyrarbraut 74,
Siglufírði. Munda, eins og hún var
ætíð kölluð, fæddist á Siglufírði
árið 1912 og bjó þar alla sína ævi.
Eiginmaður hennar hét Friðrik
Steinn Friðriksson, en hann lést 19.
apríl 1963. Böm þeirra em: Friðrik
Bjarni, sem er elstur og er kona
hans Gerða Pálsdóttir. Næst er
Björg Sigríður, gift Sveini Sveins-
syni og eiga þau dætumar Freyju
og Þóru, en þær eiga tvö böm hvor.
Yngstur er Jóhannes Guðmundur,
en kona hans er Kristín Baldurs-
dóttir, böm þeirra eru Fríða Kristín
og Bjarni Friðrik.
Móðir Guðmundu, Ólöf Þorláks-
dóttir, lést 17. janúar 1985, þá 96
ára að aldri. Hafði hún þá búið um
10 ára skeið í sama húsi og Guð-
munda sem var alla tíð móður sinni
mikil stoð og stytta.
- Minning
Heimili hennar var í næsta húsi
við æskuheimili mitt og lá leið mín
oft þangað með vini mínum, syni
hennar Jóhannesi. Þangað var ég
ætíð velkominn og alltaf var von á
góðum móttökum. Eftir að ég flutt-
ist frá Siglufirði og kom í heimsókn
með fjölskyldu mína var alltaf farið
fljótlega yfír til Mundu og vom þá
fagnaðarfundir. Hún var mjög
gestrisin og tók vel á moti okkur
hvenær sem var. Hún heillaði strax
konu mína og börn með hlýju og
vinsemd.
Ég hitti Mundu síðast í ágúst í
sumar er ég dvaldist skamma stund
á æskuslóðum. Var hún þá þreytt
og lasleg en sagði skilmerkilega frá
ferðalagi sem hún fór til Svíþjóðar
fyrr á árinu til Þóru dótturdóttur
sinnar, stolt og ánægð yfír að hafa
upplifað allt sem hún hafði ekki
áður gert. Hennar síðustu orð voru
staðar af ákafa og heilindum til
hinsta dags. Með Lionshreyfingunni
vann hann mikið og óeigingjarnt
starf og var mjög virkur innan
hennar.
Frissi var ákaflega barngóður og
þess fengu litlu dótturdætur hans
að njóta. Hann dáði þær og varði
með þeim miklu af sínum frítíma.
Mér er minnisstætt, er mín börn
voru að ganga í hús til að selja eitt-
hvað eða safna, þá voru þau fús
að fara til Frissa. „Hann kaupir
alltaf af okkur og gefur okkur sæl-
gæti eða smápening aukalega.“
Ég þakka Frissa fyrir samfylgd-
ina og félagskapinn.
Elsku Jónína, börn, tengdasonur,
barnabörn og ættingjár, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Stefán Pétur
Þegar við fengum fregnina um
að hann Friðrik væri dáinn setti
okkur hljóða. Á slíkum stundum
spyr maður gjarnan: Af hveiju? Af
hveiju -hann? Hann sem átti svo
gott líf og átti svo margt eftir.
Hann sem var svo fullur af orku
og áhuga á því sem hann var að
gera hveiju sinni. Af hveiju hann?
Þannig spyijum við oft þegar
dauðinn birtist okkur og ber á burt
ástvin, vin eða félaga og söknuður-
inn situr eftir.
Söknuðurinn, sorgin sem í fyrstu
er svo sár og virðist svo óyfírstígan-
leg en verður seinna að minningum,
myndum sem koma upp í hugann
öðru hvoru og kalla fram bros og
oma manni þannig á lífsleiðinni.
Það verður gott að eiga minning-
ar um mann eins og Friðrik.
Friðrik var trúnaðarmaður SAA
á Seyðisfmði og sem slíkur öðmm
til fyrirmyndar. Hann var með af-
brigðum duglegur og áhugasamur
og sinnti þeim störfum vel þann
stutta tíma sem hann gegndi því.
Það verður mikill missir fyrir sam-
tökin að sjá á eftir honum eins og
honum. Við félagarnir kveðjum
hann með þeirri bæn sem honum
var kær.
„Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem
ég get breytt og vit til þess að
greina þar á milli." (Æðraleysis-
bænin.)
Eiginkonu hans og fjölskyldu
vottum við okkar innilegustu sam-
úð.
Jóhann Öm Héðinsson,
Guðmundur Örn Ingólfsson,
Landsbyggðarþjónustu SÁÁ.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir,
JÓHANNA S. JÓNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 144,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum 20. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðjón Herjólfsson og dætur,
Ásta J. Guðmundsdóttir,
Camilla Jónsdóttir, Ásta Júlfa Jónsdóttir,
Guðmundur Stefán Jónsson.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON,
Böðvarsgötu 4,
Borgarnesi,
lést í Landspítalanum þann 20. desember sl.
Helga Jonsdottir,
Jón Björnsson,
Magnús Þórðarson,
Gunnar Þórðarson,
Hörður Þórðarson,
Þórður Þórðarson,
Guðrún Þórðardóttir,
María Alexandersdóttir,
Munda K. Aagestad,
María Kristjánsdóttir,
Inga Sigurðardóttir,
Guðjón Kristjánsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐBRANDAR SKARPHÉÐINSSONAR,
Dagverðarnesi,
Skorradal.
Kristín Guðbrandsdóttir, Jón Jakobsson,
Jón Óskar Jónsson,
Sólrún Konráðsdóttir, Sæþór Steingrímsson.
t
Öllum þeim, sem heiðruðu minningu
ÁRMANNS ÁRNASONAR,
Teigi,
Grindavík,
og sýndu okkur samúð og styrk, biðjum við guðs blessunar á
jólum og komandi ári. Sömuleiðis til starfsfólks deildar 11-E á
Landspítala og deildar A-4 á Borgarspítala fyrir ómælda hjálp og
hlýju.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Guðmundsdóttir,
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
EGILS GEIRSSONAR
bónda,
Múla,
Biskupstungum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússs Suðurlands.
Páll Haukur Egilsson,
Guðbjörg Egilsdóttir,
Geir Egilsson, Sóley Jónsdóttir,
Anna Sigríður Egilsdóttir, Erlendur Guðmundsson,
Jónfna Margrét Egilsdóttir, Ásgeir Þorleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.