Morgunblaðið - 05.01.1991, Page 13
viðhorf dagsins. Það sem einkennir
reynsluheim konunnar, hins vegar,
er fómfýsin; það viðhorf sem segir
„við“, þ.e. viðhorf næturinnar. Lög-
mál karlmannsins em bara lögmál
þessa heims, þ.e.a.s. (skráð) lögmál
manrtanna. Lögmál konunnar, hins
vegar, em í raun og sannleika af
öðram heimi, þ.e.a.s. guðlegrar
ættar: (óskráð) lögmál guðanna.
Það er því skiljanlegt — að öllu
athuguðu — að konan skuli ekki
lengur una því hlutskifti að vera
veikari aðilinn, þ.e. í skugganum
af karlmanninum. Allt bröltið og
vopnaskakið í karlmanninum hefur
fyrir löngu komið heiminum á helj-
arþröm, og nú finnst konunni tími
til kominn að sólin fái að skína á
sig og sín viðhorf. Þar að auki: Það
var Eva sem forðum gaf karlmann-
inum bita af eplinu góða — og
ekki öfugt. Karlmaðurinn hefur
m.ö.o. ætíð bergt af viskubrannum
undirheima, og fer ekki dult með
það! Lögmál dagsins eiga því upp-
sprettur lífsþróttar síns í ríki næt-
urinnar, í hinum* kyrrstæða heimi
óendanleikans: þeim viðhorfum
sem hafa heill allra að leiðarljósi;
þ.e.a.s. í eiðsvarinni einingu allra
í þöglum vötnum óminnisdjúpanna.
Allar þær hugsjónir, sem karlmað-
urinn byggir heimsveldi sitt á, eiga
því í raun og vera uppsprettur í
ríki næturinnar. Bræði konunnar
er því ófurskiljanleg. Henni finnst
eins og skáldskaparmiðinum hafi
verið rænt frá sér.
Konan hefst því handa um að
skrifa eigin sögu, ljóðið um reynslu-
heim kvenna. I þessu sambandi er
þó rétt að geta þess, að það er
eðli skáldskaparins (svo framarlega
sem skáldskapurinn er raunvera-
legur skáldskapur og ekki bara
innantómur leirburður) að höfða
jafnt til allra. Skáldskapur konunn-
ar hlýtur því að minnsta kosti að
hafa jafn almennt gildi og skáld-
skapur karlmannsins. Þetta hljóta
kvæðið komið þaðan og ýmist feng-
ið uppáskrift eða jákvæða þátttöku
Stjómarráðsins.
Ég hygg að vandi samningsaðila
við næstu samningagerð verði ekki
fyrst og fremst verðbólgan, heldur
mun frekar vaxandi launamunur í
landinu og óþolandi lífskjör lægst-
launaða fólksins. Það verður bæði
erfitt og óæskilegt að ná þjóðarsátt
um óbreytta skipan launamála,
enda verður að finna leið til að létta
veralega undir með því fólki sem
lifir af lágu taxtakaupi. Þá verða
launakjör opinberra starfsmanna
öragglega í brennidepli á ný, en
vonandi með öðrum hætti en við
höfum horft upp á undanfarin ár.
Þau verða ekki leyst nema í kjölfar
uppstokkunar á ríkisijármálum,
þ.m.t. fækkun ríkisstarfsmanna.
En hér erum við komin inn á
vandamál sem aðilar vinnumarkað-
arins geta ekki leyst. í samfloti
verkalýðsfélaganna verður æ erfið-
ara að fá viðurkennda sérstöðu
þeirra lægst launuðu, ekki hvað síst
vegna þeirrar staðreyndar, að
launataxtamir segja oft lítið um
raunveralegar tekjur. Sé samflotinu
hins vegar slitið bíða hæst launuðu
hóparnir eftir samningum hinna og
bæta þá gjaman einhveijum smá-
ræði við í hvert sinn.
Skipulagsmál verkalýðshreyfing-
arinnar, svo og Iögin um stéttarfé-
lög og vinnudeilur, era orðin úrelt
og er brýn þörf á að þau verði end-
urskoðuð sem fyrst.
Erfiðleikar láglaunafólks verða
ekki leystir við samningsborðið
nema að hluta til. Fyrirtækin í
landinu bæta ekki á sig neinum
umtalsverðum launakostnaði, til
þess er íjárhagsstaða þeirra al-
mennt of veikburða. Þetta er sagt
hér þrátt fyrir þá vitneskju að árið
hefur verið nokkuð þokkalegt fyrir
mörg fyrirtæki. Enn er eiginfjár-
staða íslenska 'fyrirtækja almennt
of veik til að þau þoli umtalsverðar
kostnaðarhækkanir. Framfærslu
heimilanna þarf að lækka. Það þarf
að takast þjóðarsátt um umtals-
verða lækkun á verði landbúnaðar-
vara, það verður að fínna leið til
lækkunar útsvars og endurgreiðan-
Iegs skatts og opna verður fyrir
innflutning á kjúklingum, eggjum,
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991
13
allir að sjá. Þar af leiðir, að í raun
og vera er enginn grundvallar- eða
eðlismunur á (skáld)verkum kon-
unnar og karlmannsins. í verkum
sínum stendur konan einfaldlega
jafnfætis karlmanninum.
Skyndilega — og þó of seint —
vaknar konan upp við vondan
draum. Nú, sem fyrr, hefur hún
verið brögðum beitt. I starfi sínu
hefur konunni tekist að hefja líf
undirdjúpanna — þennan heim sem
veit að guðsneistinn býr með okkur
öllum — upp í dagsbirtuna. Og sjá:
í dagsbirtunni era verk hennar í
engu frábrugðin verkum karl-
mannsins. Hin sama birta sem af-
hjúpar stundlegt eðli þeirra verka,
sem karlmaðurinn er ábyrgur fyrir,
skín nú líka á verk hennar. Konan
hefur þannig gerst samsek karl-
manninum í þéim glæp að setja líf
undirheimánna á hreyfingu; íjúfa
hringrás — heilaga kyrrð — náttúr-
unnar.
Það er ekki ástæða til að fara
mörgum orðum um þessa hörm-
ungasögu. Konan leggur upp í sókn
sína eftir frægð og frama með það
yfirlýsta markmið í huga að undir-
strika séreðli sitt; leggja áherslu á
það sem er öðruvísi í fari hennar
og karlmannsins. Karlmaðurinn —
alltaf við sama heygarðshornið —
lætur þá krók mæta bragði, og ligg-
ur nú á því lúalagi að ... koma
fram við konuna sem jafningja
sinn. Hann lofar verk hennar í
hástert — búgtar sig og beygir —
og býður hana velkomna í eigin
hóp. Konan er því allt í einu —
öllum að óvörum — komin í fótspor
karlmannsins; þ.e.a.s. hún er — í
raun og verueins og karlmaður-
inn. Því verður a.m.k. ekki á móti
mælt, að það er ekkert smámál —
ekkert áhlaupaverk — að vera
öðruvísi í hópi jafningja! Það verður
m.ö.o. ekki betur séð, en að konan
verði einfaldlega að sætta sig við
það auma hlutskifti að vera talin
svínakjöti, kartöflum og smjörlíki.
Þetta á að gera í áföngum með
stiglækkandi verndartollum sem
tekur einhver ár að lækka niður í
viðunandi horf.
Ef marka má greinar sem nýver-
ið hafa verið birtar, hefur útreikn-
ingi á verði landbúnaðarvara verið
verulega ábótavant um langan ald-
ur. Þar hafa verið birtar tölur sem
sýna að um umtalsyerða oftöku
hefur verið að ræða af hálfu sex-
mannanefndarinnar. Með oftöku á
ég við að verð á landbúnaðarvöram
er allmikið hærra en búvöragrand-
völlurinn segir til um, og er þó
naumast hægt að segja að hann sé
bændum óhagstæður.
Sé þetta rétt, sem þarf að sann-
reyna, hlýtur neytandinn að gera
þá kröfu að þetta verði umsvifa-
laust leiðrétt. Þótt eflaust séu mörg
álitamálin við útreikning á búvöra-
grandvellinum, þá er það satt best
að segja með ólíkindum, ef opinber
stofnun er vísvitandi að hygla einni
stétt á kostnað annarrar með því
að skekkja eðlilegar forsendur við
útreikninga sína.
Ný þjóðarsátt verður að innihalda
hvort tveggja í senn, annars vegar
víðtækt samkomulag um lækkun á
framfærslukostnaði heimilanna og
skattabætur fyrir láglaunafólk, hins
vegar breytta stjórnun efnahags-
mála þar sem almennar peningaleg-
ar hagstjómaraðferðir taki við af
þeim aðferðum sem beitt hefur ver-
ið nú um skeið. Þetta era áfangar
á leið okkar út úr stöðnun og lækk-
andi lífskjörum til hagvaxtar og
þokkalegra þjóðfélags. Á stór við-
fangsefni nýs áratugar hefur nán-
ast ekki verið minnst hér þótt tvö
þeirra hafi eilítið komið til umræðu
— en þau eru tímalega brýnust.
En stóru málin auk landbúnaðar-
mála og ríkisfjármála era skipulag
veiða og vinnslu í sjávarútvegi,
einkum kvótakerfið, Evrópumálin,
uppbygging og leikreglur atvinnu-
veganna og dreifbýlisstefnan.
Þetta eru allt lykilmál. Úrlausn
þeirra mun skipta sköpum fyrir
framtíðarlífskjör og búsetu hér úti
við hið ysta haf.
Höfundur er hagfræöingur sem
starfarí utanríkisráðuneytinu.
jafngild karlmanninum á heima-
velli hans; karlmannsígildi, hvorki
meira né minna — og var það
trauðla ætlunin. Ó vei! ó vei!
Þar með er ekki öll sorgarsagan
sögð. Verk konunnar era ekki leng-
ur yfir gagnrýni hafín, einfaldlega
vegna þess að þau tilheyra menn-
ingu þessa heims; þ.e.a.s. — þegar
öllu er á botninn hvolft — menning-
arheimi karlmannsins. I þessum
heimi þar sem allt er á ferð og
flugi, og hver hreyfing undir smá-
sjánni, og konan fer að sjálfsögðu
ekki varhluta af því. Hún verður
að beygja sig undir þau lögmál sem
gilda í ríki dagsbirtunnar. í hita
baráttunnar skirrist konan því ekki
lengur við að beita sömu vopnum
og karlmaðurinn. Hún setur skil-
yrði og segir mönnum og málefnum
fyrir verkum, predikar um það
hvernig heimurinn „ætti að vera“
(þ.e. í eigin mynd) o.s.frv. Ófrið-
semd hennar er raunar slík að það
bitnar ekki aðeins á karlveldinu.
Konur er löngu farnar í hár saman
um markmið og leiðir. Sumar kon-
ur vilja þannig fara „mjúku“ leið-
ina, aðrar „hörðu“ leiðina, þ.e.a.s.
konur eru farnar í hár saman um
það, hvort þær eigi að fara í hár
saman við karlmanninn eða ekki!
Ergilegast af öllu er þó kannski
sú staðreynd, að ekki er annað að
sjá en að karlmaðurinn láti sér fátt
um allt þetta brölt í konunni finnast
— og haldi sínu striki ótrauður
áfram. Hann getur líka vel við hlut
sinn unað. Réttindabarátta kvenna
hefur í rauninni fært honum hvern
sigurinn á fætur öðrum — á silfur-
fati. Þetta helgast auðvitað af því,
að hefðbundinn reynsluheimur
kvenna nýtur engan veginn sömu
virðingar og áður — a.m.k. ekki
hjá konunni sjálfri. Karlveldið, hins
vegar, hefur aldrei verið sterkara,
einfaldlega vegna þess að konan
hefur gengið því á hönd. Það er
því mikið álitamál, hvort viðleitni
konunnar til að breyta heiminum í
eigin mynd hafi skilað nokkrum
umtalsverðum árangri — nema ef
vera skyldi að styrkja karlveldið í
sessi.
Hins ber þó að gæta að mikill
vill meira, og það er eðli karlmanns-
ins að gína yfir öllu. Þannig gæti
sú staða hæglega komið upp, að
karlmaðurinn sjái sér akk í því að
vera sjálfur talinn kvenmannsígildi
á hefðbundnu verksviðí konunnar
— og geri hana jafnvel brottræka
af heimilinu. Þá fyrst er fokið í öll
skjól, þegar mamma er ekki lengur
það besta sem maður á.
Það er því deginum Ijósara að
karlmaðurinn virðist alltaf standa
með pálmann í höndunum. Það er
ekki annað að sjá en hann sé ein-
faldlega fæddur til sigurs; konan
til ósigurs. Við þessu virðist ekkert
vera að gera; það er eins og hvert
annað náttúrulögmál. Fyrst gerir
konan þá eðlilegu kröfu að fá að
vera einsog karlmaðurinn. Karl-
maðurinn víkur sér þá fimlega und-
an og liggur á því lúalagi að vera
kominn í minnihluta áður en varir;
neitar með öllu að vera með í leikn-
um. Konan gefst því upp á þessum
eilífa eltingaleik við karlmanninn
og gerir nú kröfu til þess að vera
öðruvísi en hann. Og viti menn:
Nú sperrist karlmaðurinn allur upp
— hrósar konunni í hástert — og
liggur á því lúalagi að koma fram
við hana sem jafningja sinn. Það
verður því ekki betur séð en að
konunni hafi gjörsamlega mistekist
ætlunarverk sitt og réttindabarátta
kvenna beðið hroðalegt skipbrot.
Konan fær m.ö.o. hvorki að vera
eins og karlmaðurinn, né heldur
að vera öðruvísi en hann; þ.e.a.s.
þegar konan gerir kröfu til þess
að fá að vera eihs og karlmaður-
inn, þá fær hún bara að vera öðru-
vísi en karlmaðurinn, og þegar
konan gerir kröfu til þess að fá að
vera öðruvísi en karlmaðurinn, þá
fær hún bara að vera eins og karl-
maðurinn.
Ó vei! ó vei! Hvílíkt kviksyndi!
Það gefur augaleið, að það stoðar
lítt þótt konan beiti fyrir sig helsta
vopni sínu í baráttunni við kúgun
karlveldisins. Hin jákvæða mis-
munun er í raun og sannleika ekki
nema plástur á sárið, og getur aldr-
ei komið í staðinn fyrir raunveru-
legt jafnrétti kynjanna. Það er
greinilega eitthvað mikið að. Hvað
er að?
Höfiundur hefur lokið
meistaragráðu íheimspeki í
Frakklandi og Licential-gráðu frá
Danmörku.
Þrettánda-
brenna í
Seljahverfi
SKÁTAFÉLAGIÐ Seguli í Selja-
hverfi í Reykjavík heldur sína
árlegu þrettándabrennu, sunnu-
daginn 6. janúar 1991 á auðu
svæði milli Sundlaugar Öldusels-
skóla og byggðar við Gijótasel.
Athöfriin hefst með blysför frá
skátaheimilinu, Tindaseli 3, kl. 9.45
og verður kveikt í bálkestinum kl.
20.
Skilafrestur
. o *
launaskýrslna o.fl. gagna
Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr.
laga nr. 75/1981 um tekju- og
eignarskatt hefur skilafrestur eftir-
talinna gagna sem skila ber á
árinu 1991 vegna greiðslna o.fl. á
árinu 1990 verið ákveðinn sem
hér segir:
I. Tilogmeð
21. janúar 1991:
1. Launaframtal ásamt
launamiðum.
2. Hlutafjármiðar ásamt
samtalningsblaði.
3. Stofnsjóðsmiðar ásamt
samtalningsblaði.
4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt
samtalningsblaði.
II.Tilogmeð
20. febrúar 1991:
1. Afurða- og innstæðumiðar
ásamt samtalningsblaði.
2. Sjávarafurðamiðarásamt
samtalningsblaði.
III. Til og með síðasta
skiladegi skatt-
framtala 1991:
1. Greiðslumiðar yfir hvers konar
greiðslur fyrir leigu eða afnot af
lausafé, fasteignum og fasteigna-
réttindum, sbr. 1. og 2. tölul.
C-liðs 7. gr. sömu laga.
2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum
þar sem fram koma upplýsingar
varðandi samninga sem eignar-
leigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga
nr. 19/1989, hafa gert og í gildi
voru á árinu 1990 vegna fjár-
mögnunarleigu eða kaupleigu á
fólksbifreiðum fyrirfærri en 9
manns. M.a. skulu koma fram
nöfn leigutaka og kennitala,
skráningarnúmer bifreiðar, leigu-
tímabil ásamt því verði sem
eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir
bifreiðina.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI