Morgunblaðið - 05.01.1991, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991
25
Jósep Halldórs
son - Minnmg
Fæddur 30. ágúst 1896
Dáinn 15. nóvember 1990
Mig langar í örfáum orðum að
minnast afa míns, Jóseps Halldórs-
sonar, sem lést á fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað þann 15. nóv-
ember síðastliðinn.
Jósep afi minn var mér mjög kær
og á ég margar og góðar minning-
ar um hann allt frá því ég fyrst
man eftir mér sem lítil telpa á
Strandgötunni í Neskaupstað. Þar
var afi minn ávallt fastur punktur
í tilverunni svo traustur og góður.
Já, minningarnar frá Strandgötunni
eru góðar. Þar ólst ég upp frá fæð-
ingu til sautján ára aldurs með
Laufeyju móður minni og bjuggum
við þá hjá afa Jósepi og Gunnari
bróður mömmu.
Það var margt brallað á Strand-
götunni í þá daga og skiptust oft
á skin og skúrir í lífi ungra telpu.
Var þá oft gott að hafa afa til að
halla sér að og rekja honum raunir
sínar. Sérstaklega minnist ég vel
stundanna í eldhúsinu þegar gestir
komu en þá kunni hann alltaf frá
ýmsu að segja, enda einstaklega
minnugur á atburði frá fyrri tíð.
Tíminn leið þá hratt hjá mér við
að hlusta á ævintýralegar sögur úr
sveitinni forðum, hvort heldur þær
áttu rætur að rekja til lands eða
sjávar. Virtist afi eiga ótæmandi
sjóð sagna. Einnig voru oft fjörugar
umræður um málefni líðandi stund-
ar og lét afi þá vel í sér heyra,
enda hafði hann gaman af líflegum
skoðanaskiptum í góðra vina hópi
og stóð fast á sínu. Þannig var afi,
hann naut sín best með vinum og
vandamönnum, hógvæ'r og hlé-
drægur að eðlisfari. Afi var geysi-
lega vinnusamur og aldrei féll hon-
um verk úr hendi meðan hann hafði
krafta til en samt var það svo und-
arlegt að ef ég þurfti á honum að
halda þá var hann alltaf á sínum
stað, traustur og góður.
Afi minn, Jósep Halldórsson,
fæddist á Þuríðarstöðum í Eiða-
þinghá 30. ágúst, einn af tíu börn-
um Halldórs Marteinssonar og Guð-
rúnar Jósepsdóttur og var Jósep
íjórði í röðinni. Öll eru þau systkin-
in nú látin nema Guðríður sem býr
í Reykjavík. Árið 1919 var mikið
hamingjuár í lífi Jóseps en þá gekk
hann að eiga Sigurbjörgu Halldórs-
dóttur frá Gerði. Jósep og Sigur-
björg bjuggu á nokkrum stöðum
uns þau fluttu til Neskaupstaðar
1933 og keyptu húsið „Bifröst“ þar
í bæ sem í dag er eflaust betur
þekkt sem Strandgata 6. Þar
bjuggu þau til dauðadags. Jósep og
Sigurbjörg eignuðust sex börn, það
elsta, Árni, búsettur í Reykjavík,
svo Helga, en hún lést 1940 aðeins
tvítug að aldri, Gunnar, búsettur í
Neskaupstað, Óli, búsettur í
Reykjavík og svo tvíburasysturnar
Laufey og Rósa, sem einnig búa í
Reykjavík. Sigurbjörg amma mín
lést þann 19. nóvember 1960 og
var það afa mikill harmur.
Afi bjó áfram á Strandgötunni
eftir lát ömmu og þannig man ég
líka fyrst eftir mér, afi Jósep einn
ásamt okkur mömmu og Gunnari
frænda. Afi var alltaf heilsuhraust-
ur og má það eflaust mikið þakka
heilbrigðu líferni og mikilli útiveru
en hann stundaði mest sína vinnu
úti við, svo sem smíðar, heyskap
og skepnuhald. Hann var mikill
bóndi í sér og alltaf hafði hann kind-
ur ásamt Gunnari syni sínum meðan
þrek leyfði. Þær' eru ófáar minn-
ingárnar sem ég á með vinkonum
mínum þegar við vorum að fíflast
í heyinu í hlöðunni hjá afa og Gunn-
ari. Afi var einnig mjög lagtækur
við smíðar og var hann eftirsóttur
í vinnu við húsasmíðar í bænum.
Þau eru orðin mörg húsin í Nes-
kaupstað sem hann hefur komið
nálægt. Afi hélt alltaf góðri sjón
þrátt fyrir að ellin færðist yfir en
var farinn að tapa heyrn síðustu
árin. Hann las mikið og fylgdist vel
með því sem var að gerast í kring-
um hann. Síðasta árið dvaldist hann
á elliheimilinu í Neskaupstað en
lést á fjórðungssjúkrahúsinu þann
15. nóvember síðastliðinn, 94 ára.
Eg vil við þetta tækifæri þakka
starfsfólki elliheimilisins og sjúkra-
hússins fyrir mjög góða umönnun.
Nú þegar leiðir skilja kveð ég
afa minn með þakklæti fyrir allt
sem hann hefur gert fyrir mig og
sérstaklega er ég þakklát forsjón-
inni fyrir að dætur mínar tvær
skildu fá tækifæri til að kynnast
honum. Ég veit að honum líður vel
þar sem hann er nú og er það mér
mikil huggun.
Fari afi minn í friði og megi
Guðs friður blessa hann.
Sigurbjörg Helga Bjarnadóttir
Jón H. Sigurbjörns-
son, Garði - Minning
Fæddur 6. maí 1937
Dáinn 23. desember 1990
Mig setti hljóða er Einar, systur-
sonur minn, hringdi og sagði að
faðir hans, Jón Hörður Sigurbjörns-
son, hefði orðið bráðkvaddur að-
faranótt Þorláksmessu sl.
Jón var sonur hjónanna Halldóru
Jónínu Guðjónsdóttur og Sigur-
björns Jónssonar, er bjuggu á Ing-
unnarstöðum í Geiradal, og var
hann yngstur þriggja barna þeirra.
Jón var kvæntur systur minni,
Valgerði Einarsdóttur frá Bakka í
Bjamarfirði. Fyrst áttu þau Jón og
Valla heima á Bakka en fluttu fljót-
lega til Reykjavíkur. En fyrir rúm-
um áratug byggðu þau sér hús í
Eyjaholti 17, Garði, og hafa búið
þar síðan. Þau eignuðust fjögur
börn sem öll eru uppkomin. Þau
eru: Einar Sigurbjörn, sambýlis-
kona hans er Kristín Richardsdótt-
ir; næstur er Benedikt Guðbjörn;
þá Eyþór, sambýliskona hans er
Anna Marta Karlsdóttir og yngst
er Halldóra Sigríður, unnusti henn-
ar er Þórir Hrafnkelsson.
Jón var mikill barnavinur og
hændust öll börn að honum. Hann
gaf sér alltaf tíma til að spjalla við
smáfólkið og sjá nú litlu barnabörn-
in hans; þau Valgerður, Jón Bragi
og litla íris á eftir elskulegum afa.
Ekki má heldur gjeyma litlu vin-
unum hans, þeim Úlfari og Pétri,
sem alltaf gátu talað við hann um
gleði sína og sorgir. Börnin mín
áttu einnig sannan vin þar sem Jón
var.
Jón var rúmlega tvítugur er hann
kom fyrst inn á heimili foreldra
minna og hefur reynst þeim eins
og besti sonur. Það er þeim erfið
raun að sjá á eftir góðum dreng.
Jón tók miklu ástfósti'i við
Strandirnar og dvöldu þau hjónin
þar oft í frítíma sínum, ekki síst
núna seinni árin. Fyrir rúmu ári
keyptu þau fallegan sumarbústað í
Borgarfirði og eyddu þar mörgum
stundum.
Jón vann ýmis störf um dagana,
þó lengst af við bifreiðakastur, og
rúman áratug ók hann eigin
sendibíl. Fyrir nokkru seldi hann
bílinn og vann síðast hjá íslenskum
aðalverktökum.
Elsku Valla mín. Megi góður Guð
styrkja ykkur öll á sorgarstund.
Við munum varðveita minningar
um góðan dreng. Greiðvikni og
hjálpsemi voru aðalsmerki Jóns H.
Sigurbjörnssonar.
Blessuð sé minning hans.
Laufey Einarsdóttir
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
(V. Briem)
Jón Hörður Sigurbjörnsson lést
á heimili sínu 23. desember. Hann
var giftur Valgerði Einarsdóttur og
eignuðust þau fjögur börn: Einar
Sigurbjörn, Benedikt Guðbjörn,
Eyþór og Halldóru Sigríði.
Þegar sú stund kemur að mann
langar að minnast látins vinar með
örfáum orðum, kemur svo margt
upp í hugann að fátt eitt kemst á
blaðið en því fleiri myndir renna í
gegnum hugann. Stundirnar norður
í Bjarnarfirði, öll sú hjálp sem hann
veitti okkur þegar við vorum að
byggja, hjálp við flutninga, bílavið-
gerðir og svo margt margt annað
og núna seinast sumarbústaðurinn
sem Jón og Valla voru að byggja
og þau áttu svo marga drauma um.
Þetta og margt annað rennur í
gegnum hugann svo að vandi er
úr að velja. Þó ber hæst þá mann-
gæsku sem einkenndi Jón og eigum
við samferðafólk hans margs að
minnast og margt að þakka Jóni.
Góður Guð gefi öllum aðstand-
endum Jóns styrk og trú á erfiðum
stundum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Árni og Veiga
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SVEINS SVEINSSONAR,
Gyðufelli 2,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til deildar 11-A Landspítalans og til heimahlynn-
ingar fyrir veitta aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
Pálhanna Magnúsdóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir, Böðvar Hermannsson,
Sveinn Sveinsson, Súsanna O. Skaftadóttir,
Katrín Sveinsdóttir, Rafael Bruna,
barnabörn og barnabarnabarn.
Friðrik Brynleifs-
son - Kveðjuorð
Fæddur 15. maí 1958
Dáinn 22. desember 1990
í þann mund, er okkar stærsta
hátíð, jólin, var að ganga í garð,
lést á heimili sínu tengdasonur okk-
ar, Friðrik Brynleifsson. Það er svo
sárt þegar svo ungt fólk er hrifið
frá okkur í blóma lífsins. Við vonuð-
um svo sannarlega að við gætum
haldið jólin saman en við ráðum
víst engu um það.
1 veikindum sínum sýndi Friðrik
aðdáunarvert æðruleysi og aldrei
heyrðist hann kvarta, þó fársjúkur
væri.
Það er svo ótal margt sem ein-
kenndi Friðrik. Hann var vel greind-
ur, skemmtilegur og þægilegur í
umgengni. Hann var barngóður og
var samband hans og Halldórs
ljrafns einstaklega gott. Hann
fýlgdist af áhuga með verðandi
mæðrum í fjölskyldunum og var það
mikill gleðigjafi í veikindunum þeg-
ar svo drengurinn hennar Helgu
systur hans fæddist í ágúst.
Eftir það var mikið spáð í hin tvö
sem væntanleg eru innan skamms,
um kyn og tíma.
Það er svo margs að minnast,
sem of langt yrði að telja upp. Þess-
ar dýrmætu minningar um góðan
dreng geymum við í hjörtum okkar.
Megi góður Guð styrkja Ólöfu
mína, Halldór Hrafn og ástvini hans
alla.
Sjöfn Jónasdóttir
Og hver skyldi nú búa til galdra-
súpuna? Þær eru margar og skrýtn-
ar spurningar er koma upp nú þeg-
ar hann Friðrik okkar er dáinn.
Friðrik bjó oft til galdrasúpu fyr-
ir Sjöfn Yr litlu af cheeriosi, rúsín-
um eða einhvetju tilfallandi góð-
gæti og allt í einu var tóma skálin
orðin full af einhvetju skemmtilegu
og litla andlitið ljómaði af gleði.
Þær eru auðvitað allt öðruvísi
spurningarnar sem við fullorðna
fólkið veltum fyrir okkur á þessari
stundu. Bitrar, tregafuilar og ósvar-
anlegar. En minningarnar eru ljúfar
og skemmtilegar og ýmislegt var
jú brallað, oft gátum við Halldór
setið tímunum saman og reynt að
leysa hinar og þessar þrautirnar
sem Friðrik lagði fyrir okkur en
oftast endaði það þannig að hann
sýndi okkur Jausnirnar. Það var því
ósjaldan að ég leitaði til hans með
verkefni sem ég var í vandræðum
með og alltaf var hann tilbúinn að
gefa af tíma sínum og rétta mér
hjálparhönd. Aðeins er hálft ár
síðan það uppgötvaðist hversu veik-
ur Friðrik var og sýndi hann þenn-
an tíma mikinn kjark og æðruleysi.
Nú verður svefn lians værðar blíður,
nú vekja hann ekki kvöl og tár,
og eftir því sem lífið líður,
mun lokast þetta djúpa sár.
Þar brosir mynd hans morgunhlý,
svo mrlt við þetta svarta ský.
(Þorsteinn Erlingsson)
Elsku Ólöf og Halldór Hrafn, þið
sem hafið sýnt svo mikinn styrk í
þessari erfiðu göngu, megi Guð
vera með ykkur og styrkja í þess-
ari miklu sorg.
Þórunn Elva Halldórsdóttir
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför
EINARS J. SKÚLASONAR.
Kristjana Þorkelsdóttir,
Skúli Einarsson,
Ingifríður Skúladóttir,
Alexia Ýr Magnúsdóttir.
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu
við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR JÓNSSONAR
frá Flóðatanga.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgar-
nesi fyrir frábæra umönnun.
Jón Jóhannesson,
Helga Jóhannesdóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir,
Sveinn Jóhannesson,
Ólafur Jóhannesson,
Eysteinn Jóhannesson,
Auður Jóhannesdóttir,
Steingrímur Ingólfsson,
Þorbjörg Valdimarsdóttir,
Gerða Ásrún Jónsdóttir,
Gísli S. Guðjónsson,
Marteinn Valdemarsson, María Eyþórsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu, er auðsýnt
hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðárför eiginkonu
minnar, móður okkar og tengdamóður.
ELÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Árgötu 18,
Húsavik.
Gunnar Maríusson,
Sigurhanna Gunnarsdóttir
Jón B. Gunnarsson,
Helga Gunnarsdóttir,
Gerða Gunnarsdóttir,
Björg Gunnarsdóttir,
Maríus Gunnarsson,
Matthildur Gunnarsdóttir,
Sigurlaug Gunnarsdóttir,
Vigdís Gunnarsdóttir,
Inga K. Gunnarsdóttir,
Benedikt Gunnarsson,
Hákon Gunnarsson,
, Jón Hjartarson,
Guðrún Mánadóttir,
Siguróli Jakobsson,
Gunnar Halldórsson,
Ingvar Hólmgeirsson,
Erla Jóhannsdóttir,
Gunnsteinn Sæþórsson,
Davíð Eyrbekk,
Guðmundur Bjarnason,
Baldvin Jónsson,
Guðbjörg Bjarnadóttir,
Snæfriður Njálsdóttir.