Morgunblaðið - 05.01.1991, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991
Dagpeningar til ríkisstarfsmanna:
Sérreglur gilda um
marga embættismenn
SÉRREGLUR gilda um greiðslu dagpeninga til ráðherra, aðstoðar-
manna ráðherra, ráðuneytisstjóra, biskups, forseta Alþingis, ski-ifstofu-
stjóra Alþingis, rikisendurskoðanda, hæstaréttardómara, ríkissátta-
semjara og forsetaritara, samkvæmt reglum um greiðslu ferðakostnað-
ar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.
Samkvæmt sérreglunum fá ráð-
herrar og forseti hæstaréttar greidda
dagpeninga með 20% álagi og að
auki er þeim greiddur gistikosnaður,
hótelherbergi og símtöl. Öðrum þeim
sem séireglumar gilda um eru
greiddir 2/3 hlutar fullra dagpeninga
auk gisti- og símakostnaðar. Þá seg-
ir í reglunum að heimilt sé að greiða
ferðakostnað og helming dagpeninga
til maka ráðherra. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Ríkisbókhaldi fá makar
ráðherra greiddan helming dagpen-
inga með 20% álagi.
Reglur þessar eru í 14. greinum,
og að sögn Jóns Sveinssonar aðstoð-
armanns forsætisráðherra hafa þær
gilt í nokkur ár í þessu formi. Jón
sagði að síðasta breyting á reglunum
hefði verið gerð í fjármálaráðherratíð
Alberts Guðmundssonar, 1983-85 en
þá voru aðstoðarmenn ráðherra sett-
ir undir sérreglurnar.
í október 1971 samþykkti þáver-
andi ríkisstjórn reglur varðandi
greiðslu kostnaðar við utanferðir ráð-
herra og voru þær í fjórum liðum.
Þar kemur fram að fargjöld greiðist
eftir reikningi, gistikostnað og símtöl
á ferðalögum erlendis skuli greiða
en annar kostnaður greiðist með
dagpeningum. Þá sé heimilt að greiða
ferðakostnað og helming dagpeninga
vegna eiginkonu ráðherra allt að tvi-
svar sinnum á ári. Fjórum árum síðar
var ákveðið að greiða 20% álag á
dagpeninga ráðherra.
Við upptöku staðgreiðslu skatta,
áramótin 1987/1988, voru reglur um
skattgreiðslur af dagpeningum hert-
ar, en fram að því höfðu engir skatt-
ar verið greiddir af dagpeningum.
Nú þarf ekki að greiða skatt af venju-
legum dagpeningum, en að sögn
Jónasar H. Jónssonar deildarstjóra
Ríkisbókhalds þurfa ráðherrar að
greiða staðgreiðsluskatt af helmingi
dagpeninga og 20% álaginu, ef gisti-
kostnaður er þegar greiddur. Þá
greiða eiginkonur ráðherra stað-
greiðsluskatt af álagshluta sinna
dagpeninga.
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson
svaraði áramótaspumingu Morgun-
blaðsins 31. desember sl. sagðist
hann telja að núverandi fyrirkomu-
lagi á dagpeningagreiðslum þyrfti
að breyta, og sú breyting ætti ekki
aðeins að taka til ráðherra og þing-
manna heldur einnig embættis-
manna, bankastjóra, og starfsmanna
Seðlabanka og ríkisbanka, sem og
stjórnenda ríkisstofnana og ríkisfyr-
irtækja eða sameignarfyrirtækja
ríkis og sveitarfélaga. Ekkert er get-
ið um þessa aðila í reglunum um
greiðslu ferðakostnaðar, að öðru leyti
en því, að viðkomandi ráðherra geti
heimilað að greiða gistikostnað for-
stjóra stærstu ríkisstofnanna og
helming dagpeninga að auki.
VEÐUR
YFIRLIT I GÆR: Skammt suðaustur af landinu er 970 mb all
víðáttumikil lægð, sem þokast austur og frá henni lægðardrag í
vesturátt allt að Suður-Grænlandi. Yftr Austur-Grænlandi er 1012
mb heldur vaxandi hæð.
SPÁ: Norðaustanátt, víöa allhvöss eða hvöss norðan og vestan til
á landinu en mun hægari suðaustanlands. Áfram má búast við
snjókomu á Vestfjörðum og á Norðurlandi en slyddu norðaustan til
á landinu. Sunnanlands verður hins vegar bjart veður að mestu.
Lítið eitt kólnar i veðri.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 1 sfydduél
Reykjavík 2 skýjað
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustanátt. líklega
nokkuð hvöss um norðvestanvert landið. Snjókoma eða éljagang-
urá Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi, en viðast bjart veð-
ur sunnanlands. Frostlaust við suður- og austurströndina en frostv-
iðast annars staðar.
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Y Skúrir
*
V E'
EE Þoka
= Þokumóða
5, » Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
|Y Þrumuveður
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
Bergen 2 skúrásíð.ktsL
Helsinkl 0 þokumóða
Kaupmannahöfn 5 léttskýjað
Narssarssuaq +1 snjókoma
Nuuk +9 afskýjað
OsJó 2 skýjað
Stokkhólmur 2 þokumóða
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 14 léttskýjað
Amsterdam 6 skýjað
Barcelona 12 mistur
Berlín 8 skýjað
Chicago +11 heiðskfrt
Feneyjar 8 þokumóða
Frankfurt 8 skýjað
Glasgow 6 skúrásíð.klst.
Hamborg 8 skýjað
Las Palmas 20 skýjað
London S skúrásíð.klst.
LosAngelea 12 skúr
Lúxemborg S skúrásíð.klst
Madrfd 6 mistur
Malaga 16 skýjað
Mallorca 16 skýjað
Montreal +7 snjókoma
NewVork +2 léttskýjað
Orlando 18 alskýjað
Parfs 7 skýjað
Róm 16 hálfskýjað
Vín 5 þokumóða
Washington vantar
Winnipeg +19 skafrenningur
Morgunblaðið/Eyjólfur
Guðmundur Ágústsson bendir á gatið í stofuglugganum eftir
flugeldin.
Snarráður unglingur
kom í veg fyrir stórijón
Vorgum.
GUÐMUNDUR Agústsson, 15 ára unglingur, hefur líklega
bjargað miklum verðmætum með snarræði sínu á gamlárs-
kvöld. Guðmundi tókst að slökkva í flugeldi sem fór inn um
stofuglugga heima hjá honum.
„Ég var úti að skjóta upp flug-
eldum þegar ég heyrði ægilegan
dynk. Vinur minn, Sigurður Nóa-
son, sá rauðan loga í stofunni
hjá mér og við hlupum inn í
húsið. Ég greip slökkvitækið um
leið og ég kom inn og sprauta á
flugeldinn þar sem hann lá á
gólfinu. Hann skaust þá út að
vegg þar sem mér tókst að
slökkva í honum,“ sagði Guð-
mundur í samtali við Morgun-
blaðið..^
Flugeldurinn, svokallaður
neyðarflugeldur, skall á stofur-
úðunni og gerði á hana þriggja
tommu gat. Hann reif gat á þykk
gluggatjöld og sleit niður króka
sem héldu þeim uppi. Síðan lenti
hann á sófasettinu og reif það
og endaði síðan á gólfinu.
Líklega hefur flugeldurinn ekki
sprungið fyrr en hann lenti á
stofugólfinu og mesta mildi að
ekki kveiknaði í innanstokks-
munum.
Talsvert tjón er í íbúðinni en
Guðmundur kom í veg fyrir
meira tjón með snarræði sínu.
EG
Níu brunar veg’iia sjón-
varpstækja síðustu ár
TALIÐ er að eldurinn sem varð laus í íbúð í Álftahólum síðdegis
á nýársdag hafi kviknað út frá myndlykli sem tengdur var við
sjónvarpstæki í íbúðinni. Níu eldsvoðar út frá sjónvarpstækjum
hafa verið skráðir hjá Rafmagnseftirliti ríkisins síðustu fimm árin
og sex vegna útvarpstækja.
Að sögn Hauks Ársælssonar hjá
Rafmagnseftirlitinu bendir flest til
þess að eldur hafi komið upp í
myndlyklinum, borist þaðan í borð
og þaðan áfram í sjónvarp og
gluggatjöld. Hann sagði að þetta
væri í fyrsta sinn sem eldsvoði út
frá myndlykli væri skráður hjá
Rafmagnseftirlitinu. Síðustu fimm
árin hefðu níu eldsvoðar út frá
sjónvarpstækjum verið skráðir hjá
eftirlitinu og sex frá útvarpstækj-
um. Hins vegar væri þetta í fyrsta
sinn sem eldsvoða mætti rekja til
myndlykils.
„Okkur hefur þótt myndlyklam-
ir ganga nokkuð heitir en þeir
hafa staðist allar prófanir þrátt
fyrir það. Það er mjög algengt að
alls ekki sé slökkt á myndlyklum
á heimilum og þótt slökkt sé er
ennþá spennustraumur á þeim.
Það er eingöngu slökkt á lág-
spennuhluta tækjanna. Hins vegar
er alltaf spenna á spennubreyti í
tækjunum og er það til þess að
halda rafhlöðu fyrir minni sem er
í tækjunum hlöðnum. Það er því
ekki nóg að slökkva á myndlyklum
til að vera öruggur heldur verður
að taka þá úr sambandi," sagði
Haukur.
Hann sagði að það væri þó ekki
mikið tiltökumál þótt slíkt gerðist
með einn myndlykil af öllum þeim
fjölda sem væri í notkun hér á
landi. Haukur sagði að starfsmenn
Rafmagnseftirlitsins hallist helst
að því að rykmyndun í sjónvarps-
tækjum valdi bruna í tækjunum.
Hann sagði það eitt til ráða gegn
hugsanlegum eldsvoða að láta
hreinsa þau oftar að innan.
Lenging’ vegriðs í Artúns-
brekku til umfjöllunar
BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur vísað til borgarverkfræðings og
yfirverkfræðings umferðardeildar tillögu um að vegriðið í Ártúns-
brekku verði lengt til vesturs, þannig að það nái að austurenda
miðeyju Miklubrautar.
Tillaga um lengingu vegriðsins
var lögð fram í borgarráði í síðasta
mánuði af Kristínu Á. Ólafsdóttur;
borgarfulltrúa Nýs vettvangs. I
greinargerð með tillögunni segir,
að vegriðið, sem nýlega hafi verið
sett upp í Ártúnsbrekku, hafi vafa-
laust aukið öryggið á þessum
hættulega vegarkafla. Nýlega hafi
hörmulegt umferðarslys átt sér
stað skammt vestan við vestari
enda þess og því sé ljóst, að ástæða
sé til að girða frekar fyrir þær
hættur, sem við blasi á þessu
svæði.