Morgunblaðið - 05.01.1991, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991
MORÍGUNBLÁÐIÐ LÁUGARDÁGUR 5. JANÚÁR 1991
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónssori.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Iskugga
Saddams Husseins
Eftir því sem nær dregur 15.
janúar og að frestinum
ljúki, sem Sameinuðu þjóðimar
gáfu Saddam Hussein til að
draga herafla sinn frá Kúveit,
eykst ótti manna við að styij-
öld hefjíst við Persaflóann.
George Bush Bandaríkjaforseti
lætur engan bilbug á sér finna.
Hann segist hafa mestar
áhyggjur af því, að Hussein
átti sig ekki á hættunni sem
hann kalli yfír þjóð sína með
því að fara ekki að tilmælum
Sameinuðu þjóðanna. Það sé
engu líkara en íraski einræðis-
herrann átti sig hvorki á stað-
föstum vilja andstæðinga sinna
til að hrekja hann frá Kúveit
né hve mikill og öflugur her-
afli hefur verið kallaður saman
í því skyni að framfylgja álykt-
unum Sameinuðu þjóðanna.
Allir þjóðarleiðtogar sem
bera umhyggju fyrir velfamaði
þegna sinna og þurfa að sækja
umboð sitt til þeirra hefðu nú
þegar bmgðist við yfírvofandi
hættu á annan veg en Saddam
Hussein. Hann kæfír alla and-
stöðu heima fyrir með kúgun
og ofbeldi og lætur út á við
eins og hann hafí í fullu tré
við andstæðinga sína. Þrýsting-
ur og ályktanir Sameinuðu
þjóðanna hafa allar miðað að
því að frelsa Kúveit undan her-
námsliðinu með friðsamlegum
hætti. Það er enginn sem vill
hernaðarátök við Persaflóann
nema Saddam Hussein. Fram-
ganga hans sannar enn einu
sinni, að einræðisherrar og
harðstjórar em hættulegasta
ógnin við friðinn — lýðræðis-
þjóðir em knúnar til að snúast
til varnar svo að viðurkenndar
reglur um samskipti þjóða og
ríkja séu virtar.
Um leið og lokatilraunir em
gerðar til að koma á viðræðum
deiluaðila, undirbýr almenning-
ur í nágrannaríkjum hugsan-
legs átakasvæðis brottför sína
þaðan. I þeim hópi em Islend-
ingar eins og fram kom í frétt-
um Morgunblaðsins í gær.
Fólkið óttast einna helst að
Hussein kunni að grípa til eit-
urvopna, ef til átaka kæmi.
Asdís Guðmundsdóttir í Bahr-
ain sagðist til dæmis hafa tekið
endanlega ákvörðun um að fara
þaðan, þegar hún sá hollenska
sendiráðsstarfsmenn afhenda
fólki gasgrímur og hlífðarfatn-
að gegn eiturárás og sýna
hvernig eiturgasið virkaði.
Ovissan og ógnin vegna eitur-
vopna Husseins setur einstak-
lega óhugnanlegan svip á allar
umræður um hugsanleg átök.
Mannkyn hefur aldrei staðið
frammi fyrir sambærilegum
hótunum.
Fréttirnar af íslendingunum
við Persaflóa og af siglingu
Jökulfellsins á þessum slóðum
hafa minnt okkur óþyrmilega
á þá staðreynd að innrásin í
Kúveit hefur áhrif um alla
heimsbyggðina. Henni hefur
verið svarað með alþjóðlegu
herliði, ríki heims hafa verið
hvött til að standa sameigin-
lega undir kostnaði við hern-
aðaraðgerðir og hjálparstarf og
hækkun á olíuverði setur efna-
hag margra þjóða, einkum
hinna fátækustu, úr skorðum.
Við erum aðilar að Atlants-
hafsbandalaginu með Tyrkjum,
er eiga landamæri að Irak.
Vegna ótta við átök fóru Tyrk-
ir þess á leit við samaðila sína
að bandalaginu að þeir sam-
þykktu að svonefnt h'raðlið
bandalagsins yrði sent til að
styrkja vamir Tyrklands. Var
tekin ákvörðun um það af Atl-
antshafsráðinu, þar sem fasta-
fulltrúar frá öllum aðildarríkj-
um bandalagsins sitja, að verða
við þessum tilmælum og senda
40 orrustuþotur til Tyrklands.
Er þetta einstæð ákvörðun í
rúmlega 40 ára sögu þessa frið-
arbandalags og stóð fulltrúi
íslands að henni með öðmm
fastafulltrúum. Þessum vélum
verður ekki beitt frekar en öðru
herliði er starfar í nafni Atl-
antshafsbandalagsins til árásar
á neinn, heldur em þær sendar
til að staðfesta að aðildarríkin
ætla að halda í heiðri ákvæði
5. greinar Atlantshafssáttmál-
ans um að árás á einn sé árás
á alla.
Vegna umsvifanna við
Persaflóa hafa Bandaríkja-
menn kallað héðan frá
Keflavíkurflugvelli _ tvær
AWACS-ratsjárvélar. í hinu
aiþjóðlega herliði í Saudi
Arabíu em íslendingar sem
hafa gengið í frönsku útlend-
ingahersveitina. Allt sýnir
þetta okkur, að við emm eins
og aðrir á jarðarkringlunni í
skugga einræðisherrans í
Bagdad. Hér eins og annars
staðar biðja menn þess og vona,
að það takist með friðsamleg-
um hætti að hrekja Hussein
með lið sitt frá Kúveit. Hann
er hinn eini sem vill stríð við
Persaflóa.
4-
OVEÐRIÐ NORÐANLANDS OG VESTAN
Tjón RAEIK skiptir
tugum milljóna kr.
Rafmagnsnotendur þurfa að bera eigið tjón
LJÓST er að tjónið á rafmagnslínum í óveðrinu norðanlands og vestan
í vikunni kostar RARIK marga tugi milljóna kr., að sögn Kristján Jóns-
sonar rafmagnsveitustjóra. Vitað er um 220 brotna staura á Norður-
landi. Kostnaður við hvem staur með uppsettri línu er yfir 100 þúsund
krónur þannig að kostnaður við að endurnýja ónýta staura er að minnsta
kosti 20-30 milljónir kr.
Allt tiltækt lið RARIK vann í gær
að viðgerðum á rafmagnskerfinu. Á
Norðurlandi voru hátt í 200 manns
að störfum. Kristján sagði að við-
gerðirnar hefðu verið erfiðar vegna
þess hvað mikið var að og veður
slæmt. I gær átti að vinna fram yfír
miðnætti og reyna að koma raf-
magni sem víðast á og háldið verður
áfram í dag.
Rafmagn er komið á allsstaðar á
Vesturlandi. Kristján sagði að vonast
væri tíl að hægt yrði að tengja
Blönduós, Skagaströnd og Hofsós
seint í gærkvöldi eða nótt. Einnig
Langadal og Blönduhlíð. Hins vegar
yrði ekki hægt að koma rafmagni á
Skagann og ýmsa staði í Skagafirði
fyrr en í dag. Vonaðist hann til að
hægt yrði að koma rafmagni á mest-
allt svæðið í dag en það færi þó eft-
ir veðri. Sömu sögu væri að segja
um Norðurland eystra. Þar hefði tek-
ist að koma rafmagni á nokkru svæði
en önnur biðu þar til í dag, til dæm-
is Tjömes og Reykjahverfi.
Kristján sagði að RARIK bætti
notendum ekki tjón sem þeir yrðu
Morgunblaðið/RAX
Jakob Guðmundsson bóndi á Árbakka við Skagaströnd við mjalt-
ir. Hann hefur handmjólkað 30 kýr kvölds og morgna við skimuna
frá kertaljósi en megnið af mjólkinni hefur verið hellt í flórinn.
Þó hafa kálfamir notið góðs af þessu óvanalega verklagi og feng-
ið spenvolga mjólk í hvert mál og heimiliskötturinn hefur fengið
sinn sopa líka.
Handmjólkað við
tíru frá kertaljósi
Á BÆNUM Árbakka skammt utan við Skagaströnd búa hjónin
Jakob Guðmundsson og Helga Hermannsdóttir ásamt dóttur
þeirra Þórhildi, tengdasyninum Ólafi Péturssyni vélstjóra og
bami þeirra. Þar hafði verið rafmagnslaust frá því kl. 22 á
miðvikudagskvöld og kalt í stofum þegar Morgunblaðsmenn
bar að garði.
Húsfreyjan sinnti eldhússtörf-
um við kertaljós og beið bónda
síns sem hafði ekið dóttur sinni
og barnabami til vinafólks á
Skagaströnd sem hafði kynt upp
híbýli sín í þá klukkustund sem
þeim hafði verið skammtað raf-
magn.
„Mest af mjólkinni hefur farið
í kálfa og við sendum mjólk nið-
ur í kaupstað því þar var allt að
verða mjólkurlaust í morgun. En
við höfum líka þurft að hella
niður mikilli mjólk,“ sagði Helga,
húsfreyja á Árbakka.
Þau hjónin eru með 30 kýr
og hafa þau þurft að handmjólka
kvölds og morgna við tíruna frá
kertaljósi, en hveijar mjaltir hafa
tekið tvo menn fjórar klukku-
stundir.
Jakob kvaðst vera farinn að
íhuga af alvöm að koma sér upp
díselrafstöð því þetta ástand
væri hroðalegt. Minntist hann
þess að 1973 hefði staðan þó
verið enn verri þegar hann var
án rafmagns í tíu daga sam-
fleytt. Hins vegar hefði þetta
hafst núna með aðstoð tengda-
sonarins Ólafs og með mikilli
vinnu.
fyrir í rafmagnsleysinu, þeir væru
eingöngu skaðabótaskyldir vegna
. eigin mistaka. Hann sagði að vissu-
lega yrði fólk fyrir miklum óþægind-
um, til dæmis gætu matvæli eyði-
lagst í frystikistum og kúabændur
ættu í miklum erfiðleikum vegna
rafmagnsleysisins. RARIK gerði það
eina sem á þess valdi stæði, að reyna
að koma straumi á sem allra fyrst.
Aðspurður um hvort eitthvað væri
hægt að gera til að minnka hættuna
á svona stórvandræðum í kjölfar
veðuráhlaups sagði Kristján að
raflínumar væru byggðar samkvæmt
stöðlum og ættu að þola flest veður.
Það væri hins vegar óhemjudýrt að
endurbyggja þær þannig að þær
þyldu eins mikla ísingu og verið hef-
ur undanfama daga þar sem línur
sem eru 2-3 cm í þvermál hlóðu utan
á sig svo mikilli ísingu að þær væru
10 og jafnvel allt að 30 cm í þver-
mál og brutu niður staurana í rok-
inu. Það myndi kosta milljarða að
ganga þannig frá þeim og sá kostn-
aður kæmi fram í raforkuverðinu.
Kristján sagði að RARIK hefði
óskað eftir auknum fjárveitingum í
styrkinu á dreifikerfi sveitanna en
þeir peningar hefðu ekki fengist.
Ekki væri heldur víst að línurnar
þyldu þau ósköp sem nú dundu yfir
þó búið hefði verið að styrkja þær.
Morgunblaðið/RAX
í baráttu við náttúruöflin
Þessir starfsmenn RARIK unnu hörðum höndum í hríðarkófi miðja
vegu milli Blönduóss og Skagastrandar við að reisa nýja rafmagns-
staura í stað þeirra sem sligast höfðu undan ísingu á línum og brotn-
að. Klakinn á línunni sem sést á myndinni var um 40 cm í þvermál en
þó hafði hann þiðnað mikið frá því hann var sem mestur, að sögn
starfsmanna RÁRIK. Alls brotnuðu um 50 staurar á leiðinni milli
Blönduóss og Skagafjarðar og rafmagnslaust í báðum kaupstöðunum
auk þess sem hvorki símasamband né vatn var að hafa á Skagaströnd.
3 þúsund
bíðaflugs
FLUGFÉLÖGIN aflýstu í gær
flugi til flestra áætlunarstaða á
Norðurlandi, Vestfjörðum og
Vesturlandi vegna veðurs. Ekki
hefur verið flogið til Akureyrar
og nokkurra annarra staða síðan
fyrir áramót. Bíða nú um 3.000
manns eftir flugi.
Flugleiðir flugu í gær til Vest-
mannaeyja, Hafnar, Egilsstaða og^.
Sauðárkróks. Hins vegar var ekkert
flogið til Akureyrar, Húsavíkur og
‘Vestfjarða. Flugið féll niður vegna
sjókomu og of mikils vinds norðan-
lands og vestan, auk þess sem Veð-
urstofan sendi út viðvörun vegna
mikillar ókyrrðar í lofti. Þá voru
öll aðflugsljós við flugvellina á Ak-
ureyri og Húsavík óvirk vegna raf-
magnsleysis. Með farpöntunum fyr-
ir daginn í dag bíða nú 2.800 manns
eftir flugi með félaginu, þar af 900
manns frá Akureyri til Reykjavfkur.
Flugleiðir athuga með flug til
Akureyrar og Húsavíkur snemma í
dag og til Vestfjarða þegar birtir.
Arnarflug innanlands hf. flaug
til Vestmannaeyja og Bíldudals L
gær. Ekki var hægt að fljúga til
Snæfellsness, Flateyrar, Siglufjarð-
ar, Hólmavikur og Gjögurs vegna
veðurs. Um 200 manns bíða eftir
flugi hjá Arnarflugi innanlands.
Síðdegis í gær voru flestir aðal-
vegir færir. Fært var yfír Hellis-
heiði og um Suðurland til Aast-
fjarða og Norðurleiðin til Akur-
eyrar, Húsavík og allt til Vopna-
íjarðar var fær. Norðurleiðinni
verður haldið opinni í dag ef veður
leyfir.
Ljósleiðarinn enn bilaður;
Yiðgerðarflokkar urðu frá
að hverfa vegna óveðurs
VIÐGERÐARFLOKKUM Pósts
og síma tókst ekki að gera við
bilun á Ijósleiðarastrengnum á
milli Sauðárkróks og Blönduóss
í gær. Miklir erfiðleikar eru því
með símasamband við stærstan
hluta Norðurlands vestra og
Strandir.
Bilun varð á ljósleiðarastrengn-
um á milli Sauðárkróks og Blöndu-
óss um klukkan fimm aðfaranótt
fimmtudags. Við það varð féll niður
almennt símasamband við Húna-
vatnssýslur og Strandasýslu og
Skagafjörð að hluta. Farsímakerfið
hefur þó virkað. Mælingar Pósts
og síma sýna að bilunin er á
strengnum þar sem hann er
strengdur yfir gil í Skálarhnjúksdal
á Laxárdalsheiði. Viðgerðarflokkar
Pósts og síma fóru frá Reykjavík í
fyrradag og lögðu af stað frá báðum
endum í gærmorgun, þ.e. frá
Blönduósi og Sauðárkróki. Gekk
þeim illa að komast á bilunarstað
vegna erfíðrar færðar og slæms
veðurs og urðu viðgerðarmennirnir
sem fórum vestan megin að snúa
frá heiðinni. Bilunin er nær Sauðár-
króki en Blönduósi. Viðgerðarflokk-
urinn frá Sauðárkróki og annar
flokkur sem fór honum til aðstoðar,
alls tólf menn á 4 jeppum, ýtu og
gröfu, komust langleiðina að bilun-
arstaðnum í gær en urðu frá að
hverfa í gærkvöldi vegna óveðurs,
að sögn Reynis Kárasonar stöðvar-
stjóra Pósts og síma á Sauðár-
króki. Gistu þeir á bæ í Laxárdal
í nótt og ætla að freista þess að
komast að gilinu árdegis í dag og
gera við bilunina.
Þorvarður Jónsson, yfirverkfræð-
ingur Pósts og síma, sagði í gær-
kvöldi að búið væri að tengja
símalínur frá Reykjavík við stöðv-
amar í Ávík (Trékyllisvík á
Norður-Ströndum), Hólmavík og
Skagaströnd og væri komið sima-
samband á þá staði. Ekki væri
hægt að tengja stöðvamar á
Blönduósi og Hvammstanga á sama
hátt þar sem þær væm stafrænar
og yrði samband við svæði þeirra
að fara fram um Ijósleiðarastreng-
inn. Hins vegar væri búið að tengja
vallínur í símstöðvarnar þar þannig
að fólk gæti hringt frá símstöðvun-
um. Einnig hefðu verið settir upp
farsímar á símstöðvunum sem fólk
gæti notað.
Húsavík:
Rafmagnsleysi og
fáir heyra í útvarpi
Húsavík.
AF ástandinu á Húsavík í veðrahamnum sem við búum nú við er
þetta að segja. Nægur hiti var í gær í húsum því heitavatnsrennsli
í þau flest er óháð rafmagni og þau fáu hús sem þarf að dæla til
fá rafmagn frá vararafstöð. Hún er þó mjög lítil svo að bæjarkerf-
inu þarf að skipta í sex til átta hverfi sem fá rafmagn tvo tíma í
senn og þá með löngu millibili. Símasamband hefur verið þolanlegt.
í gær kom í ljós að átta raf-
magnsstaurar voru brotnir á
Hvammsheiði og þar var mikil
ísing. Þangað kom í gær vinnu-
flokkur frá Egilsstöðum sem vann
að því að koma í veg fyrir frekari
skemmdir og koma hinu í lag.
Á FM-bylgjum útvarps og sjón-
varps hefur ekkert heyrst síðan
um miðjan dag á miðvikudag en
nú orðið hafa langflestir útvarps-
tæki sem aðeins ná útsendingum
á þeirri bylgju. Á miðbylgju, sem
kölluð er svo, heyrum við endur-
varpsstöðina í Skjaldarvík en hún
féll út um miðjan dag á fímmtu-
dag og þá var bara gamla Gufu-
nesstöðin á langbylgju en hún
heyrist mjög illa á Húsavík og er
því um kennt að á Eiðum er endur-
varpsstöð sem útvarpar á sömu
bylgjulengd og trufla þær hvor
aðra.
Sérleyfisbíllinn til Akureyrar
tafðist bæði á fimmtudag og föstu-
dag í Dalsmynni vegna þess að
ekki var hægt að aka um veginn
vegna þess hvað raflínumar voru
lágar og varð hann að bíða eftir
að línumenn lagfærðu og komu
honum áfram. Unnið er hörðum
höndum að úrbótum en hvenær
hlutirnir fara að ganga eðlilega
fyrir sig er ekki hægt að segja
um því að í gær hafði ísingin ekki
minnkað eða veðrið batnað. En
við bíðum því að öll él birtir upp
um síðir.
- Fréttaritari
Morgnnblaðið/Alfons Finnsson
Halisteinn Haraldsson bóndi kíkir upp úr fjárhúsþakinu í Gröf en járnið hreinsaðist af því. Féð
huappaði sig saman inni í húsinu þegar óveðrið gekk yfir en sakaði ekki.
Þakið fank af fjárhúsum í Breiðuvík:
Eitt alversta veður síðari ár
„ÞETTA er eitt alversta veður sem ég hef kynnst hér, þó hér sé
oft hvasst. Það var svo sviptivindasamt, mjög hvasst að norðaustan
cn datt í dúnalogn á milli,“ sagði Hallsteinn Haraldsson bóndi í Gröf
í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi í samtali við Morgunblaðið.
Veðrið var einna verst aðfaranótt fimmtudags og þá fór stór hluti
þaks af fjárhúsunum í Gröf en þar eru á annað hundrað kindur
inni. Fok var á mörgum bæjum í nágrenninu, en tjónið varð mest
í Gröf.
Hallsteinn sagði að fjárhúsin
væru 27 eða 28 ára gömul og aldr-
ei fyrr hefðu fokið jámplötur af
því. Féð var látið standa í húsunum
enda sagði Hallsteinn að ekkert
hefði verið hægt að hreyfa við því,
ekki hefði verið stætt. Siðdegis í
gær var enn varla komið vinnuveð-
ur, en von var á byggingarefni úr
Borgarnesi um kvöldið. Sagði Hall-
steinn að ekki væsti um féð á
meðan úrkomulaust væri.
Fjárhúsin í Gröf eru tryggð.
Umboðsmaður Vátryggingafélags
íslands var ekki kominn til að
meta tjónið þar og öðrum bæjum
í Breiðuvík og sagðist Hallsteinn
ekkert geta sagt um hvað tjónið
væri mikið.
Stórskemmd dráttarvél
Foktjón varð einnig á mörgum
bæjum í Miklaholtshreppi, Eyja-
hreppi og Kolbeinsstaðahreppi á
Snæfellsnesi. Einna mesta tjónið
þar um slóðir varð á Hraunsmúla
í Kolbeinsstaðahreppi. Þar fauk
hluti úr gafli á gamalli hlöðu sem
nú er aðallega notuð sem véla-
geymsla og fór á dráttarvél sem
stóð þar inni. Jónína Eyvindsdóttir,
húsfreyja í Hraunsmúla, sagði
síðdegis í gær að dráttarvélin virt-
ist vera stórskemmd, jám lægi enn
á henni og ekki hægt að hreyfa
við því vegna veðurs. Einnig fór
hluti þaksins af hlöðunni. Veðu-
rofsinn var slikur að gaflinn tók
með sér girðingu þegar hann fauk
út í buskann.
Jónína sagði að tjónið væri til-
finnanlegt því hlaðan hefði ekki
verið tryggð. í gærmorgun komu
bílar frá kaupfélaginu í Borgamesi
með byggingarefni á bæina.