Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991
11
Bókarfregn
eftirE.J. Stardal
Werner Trense. The Big Game
of the World. Útgef. Paul Parey
— Hamborg & Berlín.
Ekki alls fyrir löngu kom út hjá
Paul Parey Verlag í Þýskalandi ný
og endurbætt útgáfa af hinu mikla
riti Das- Grosswild der Erde und
seine Tropháen sem upphaflega var
ritað 1956 af Th. Haltenorth og
Wemer Trense og fýlgdi þeirri út-
gáfu formáli ritaður af þáverandi
forseta Alþjóðaráðs um verndun
villtra dýra, C.H. de Boislambert.
Höfundur hinnar nýju endurskoðuðu
og endurbættu útgáfu er annar fyrri
höfunda þessa verks, W. Trense,
hámenntaður þýskur dýrafræðing-
ur. Hinn er nú látinn. Werner Trense
er auk þess að vera alþekktur með-
al frægra veiðimanna heimskunnur
náttúruverndarmaður, sem hefur
ferðast um flesta heimshluta til þess
að kynna sér ástand hins villta dýr-
alífs, ekki síst veiðidýra og vernd
þeirra og er núverandi forseti áður-
nefnds alþjóðaráðs.
Wemer Trense er jafn ritfær á
ensku og frönsku sem eigið móður-
mál og þessi útgáfa er frumrituð á
ensku og heitir The Big Game of
the World. Nafnið segir ekki alla
sögu því hér er ekki einungis fjailað
um stærri veiðidýr jarðarinnar, held-
ur er greint frá nær öllum helstu
spendýrategundum sem hafa á ein-
hveijum tíma verið eða era veiðidýr
mannsins, útbreiðslu þeirra, vist-
fræði og núverandi ástandi. Bókin
er í allstóru broti, prýdd 381 ljós-
myndum og teikningum, þar af 293
litmyndir; auk þess 316 lituð landa-
kort sem sýna útbreiðslu dýranna
um hnöttinn, ijölda einstaklinga inn-
an tegundanna, sé hann kunnur eða
greint frá áætluðum ijölda þar sem
nákvæma þekkingu þrýtur. Út-
breiðslusvæðum dýrategundanna er
til hagræðis fýrir lesendur skipt í 7
höfuðsvæði. Hið fyrsta þeirra nær
yfir Norður-Ameríku. Svæði 1 er
Evrópa, Afríka norðan Sahara, As-
íulönd norðan Himalajahálendis að
meðtöldum Arabíuskaga. Svæði 2
er Afríka með sitt fjölskrúðuga dýr-
alíf sunnan Sahara. Þriðja svæðið
Minningarsjóður Gunnars Thoroddsens:
Gunnar Kvaran styrkþegi sjóðsins
LAUGARDAGINN 29. desember
sl. fór fram í fimmta sinn styrk-
veiting úr Minningarsjóði Gunn-
ars Thoroddsens, en Gunnar
hefði orðið 80 ára þann dag.
Sjóðurinn var stofnaður af hjón-
unum Bentu og Valgarð Briem
29. desember 1985, þegar liðin
voru 75 ár frá fæðingu Gunnars.
Sjóðurinn er í vörslu borgarstjór-
ans í Reykjavík, sem ákveður
úthlutun úr honum að höfðu sam-
ráði við Völu Thoroddsen.
Styrkþegi að þessu sinni er
Gunnar Kvaran, sellóleikari. Að
loknu námi hér heima stundaði
Gunnar nám við Tónlistarskólann í
Kaupmannáhöfn hjá prófessor Erl-
ing Blöndal Bengtson og var að-
stoðarkennari hans um 6 ára skeið.
Framhaldsnám stundaði Gunnar í
Basel í Sviss. Hann hefur komið
fram sem einleikari og í kammer-
tónlist á öllum Norðurlöndunum,
mörgum Evrópulöndum, Banda-
ríkjunum og Kanada. Gunnar er
nær yfir Mið- og Suður-Ameríku.
Fjórða svæðið er Indland og regn-
skógabelti Suðaustur-Asíu að Nýju
Gíníu. Meginland Ástralíu myndar
eitt og sér fímmta svæðið með því
sérkennilega dýralífi sem þróaðist
þar í landfræðilegri og jarðsögu-
legri einangrun. Suðurheimskauts-
landið er hið sjötta. Loks mynda
víðáttur Kyrrahafsins sjöunda og
síðasta svæðið. Alls er ijallað um
250 dýrategundir í bókinni og fjöl-
margar deilitegundir þeirra eða af-
brigði. Greint er frá fræðilegum lat-
nesk/grískum vísindaheitum dýr-
anna, einnig talin upp nöfn þeirra
á helstu menningartungumálum, og
jafnframt heitum þeirra á máli þar-
lendra íbúa landa þeirra eða land-
svæða sem þau er fyrir að hitta.
Samtök þeirra manna er stunda
veiðiskap sem íþrótt hafa víðast
sett hjá sér margvíslegar reglur um
hversu meta skuli árangur eða afrek
á sviði veiðimennskunnar sem
íþróttar og eftir þeim em veitt verð-
laun þeim görpum sem leggja að
velli ár hvert mikilfenglegustu bráð-
ina og er þá ýmist miðað við stærð
dýra, lengd og þyngd eða horna-
prýði þeirra dýrategunda sem nátt-
úran hefur búið slíku skrauti eða
vopnum.
Þannig hafa verið samdar all
deildarstjóri strengjadeildar Tón-
listarskólans í Reykjavík og kennir
þar sellóleik og kammertónlist. Árið
1988 stofnaði Gunnar Tríó
Reýkjavíkur ásamt þeim Guðnýju
Guðmundsdóttur, fíðluleikara, og
Halldóri Haraldssyni, píanóleikara.
Frú Vala Thoroddsen afhenti
styrkinn, sem að þessu sinni var
að íjárhæð kr. 250.000. Athöfnin
fór fram íj Höfða.
(Úr fréttatilkynningu)
flóknar stigatöflur — og reyndar oft
mismunandi eftir ríkjum eða heims-
hlutum — sem kveða á um hvað
meta skuli til úrskurðar hverjir hafí
lagt að velli metdýr sem teljast hæf
til verðlauna. Þar eð bók þessi er
einkum ætluð veiðimönnum og
áhugafólki um veiðiskap er í henni
vendilega getið um slík verðlauna-
dýr hverrar tegundar, stærð og
punktatölu þar sem samkomulag er
um þessi atriði, 'jafnframt nöfn
þeirra veiðimanna sem það hnoss
hafa hlotið að komast á verðlauna-
pall.
Aftan við þann hluta bókarinnar
er fjallar um hinar margvíslegu
dýrategundir er ritgerð eftir kunnan
dýrafræðing, A.B. Bubenik. Hann
ræðir þar um líffræðilega þróun
hyrndra dýra og hlutverk hornanna
frá vísindalegu sjónarmiði náttúru-
fræðinnar og er þar að fínna gagn-
rýni á ýmsar reglur veiðiklúbba og
annarra samtaka veiðimanna sem
hann telur ekki ætíð reistar á
vísindalegum gmndvelli. Næst fýrir
aftan er að fínna stutta greinargerð
eftir náttúrufræðinginn Valerius.
Rætt um hættu þá sem dýrategund-
um getur stafað af gálausum til-
raunum mannsins til kynblöndunar
ýmissa dýrategunda, sem leitt geti
af sér -hættu úrkynjunar og sýk-
ingu; jafnvel orðið orsök útrýmingar
heilbrigðra náttúrulegra dýrastofna.
Slíkt ætti að vera ærið umhugsunar-
efni fyrir okkur íslendinga sem höf-
um á síðustu ámm farið af stað
með slíkt fikt í fískræktarmálum
án þess að vita í hvaða óvissu er
stefnt.
Lokakafli bókarinnar er stutt
hugleiðing eftir Sigrid Schwenk um
veiðar og menningarsamfélög
mannsins. Þar er rakin í örstuttu
máli saga veiðimennskunnar, þau
árþúsund steinaldartímans þegar
veiðimennskan var slík nauðsyn að
tilvera mannsins og framtíð hans
stóð með henni eða féll — fram til
nútímans, þar sem svo er skipt um
að nú bíður sú spuming svars hvort
homo sapiens, þetta háskalega
spendýr og grimmasta rándýr, sem
náð hefur mestri útbreiðslu á móður
jörð og jafnframt þróað með sér
heilastarfsemi — vit — sem er langt
umfram það sem náttúran ætlaði
henni, notar þetta vit sitt og tækni
til þess að stilla veiðiskap sínum í
framtíðinni í vitrænt hóf og snýst
til vemdar þeim nú varnariitlu dýr-
um, forðar þeim frá endanlegri
tortímingu, — sem eitt sinn voru
hans daglega „brauð“.
Werner Trense hefur oft heimsótt
ísland og viðað að sér þekkingu um
dýralíf hér og veiðiskap og á hér
ýmsa vini og kunningja. íslands er
eðliiega ekki mikið getið í þessari
bók, enda er spendýrafána Islands
ekki ijölskrúðug. Helsta villta land-
spendýr hér, hreindýrið, er innfiutt
og um “slík dýr er jafnan fjallað í
þessari bók í upprunalegum heim-
kynnum þeirra. Auk þess háttar svo
til um veiðiskap okkar íslendinga á
hreindýrum og öðrum spendýrum
sem náttúran hefur falið okkur til
forsjár að sennilega er okkur best
að sem minnst sé um það rætt á
alþjóðlegum vettvangi.
Bók Wemers Trense er eigulegur
gripur, jafnt fyrir veiðimenn sem
náttúruunnendur — og sem betur
fer em þetta oftar en ekki tvö nöfn
á sömu manngerð. En hún er því
miður líka dapurleg lesning, þar sem
dregin er fram vægðarlaust sú stað-
reynd að fjöimörgum tegundum
dýra hefur verið gjöreytt og öðmm
ógnar nú útrýming ef ekki er gripið
í taumana strax og hiklaust.
Hvað er maðurinn án dýranna?
Ef öll dýr hverfa af jörðinni
deyr andi mannsins af lífsleiða.
Orlög dýranna verða einnig örlög mannsins.
Þetta aldargamla ijóð indíána-
höfðingja eins og skálds er leiðar-
stef þeirra skoðana sem hinn þýski
veiðimaður og náttúmskoðandi,
Werner Trense, hefur sett fram
ásamt samstarfsmönnum sínum í
þessari bók og vonandi átta leiðandi
menn þjóða heimsins sig á sann-
leiksgildi þess áður en það verður
of seint.
Knattspyrnufélagið Valur 80 ára
Blysför — Prettándabrenna
Valsmenn hefja afmælisárið með því að ganga blysförfrá Háteigskirkju að þrettándabrennu
á Valsvellinum.
Safnast verður saman við Háteigskirkju kl.17.00 sunnudaginn 6.janúar.
í fararbroddi verður Lúðrasveit verkalýðsins og fyrirliðar allra flokka í knattspyrnu,
handbolta og körfubolta.
Foreldrar, afar og ömmur Valsmanna í yngri flokkum eru sérstaklega hvattar til að mæta.
Hjálparsveit skáta heldur stórbrotna flugeldasýningu.
í félagsheimilinu býður verksmiðjan Vífilfell Valsmönnum upp á frábært Fanta og Sláturfélag
Suðurlands býður upp á meiriháttar kokteilpylsur.
Við þökkum þessum aðilum kærlega stuðninginn.
Munið að koma vel klædd og í afmæliskapi.