Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1991 Viðbúnaður herafla bandamanna: Átta Bandaríkjamenn falla í árásum samherja Rivnílh Roiilof Fullvíst talið að Saddam muni beita efnavopnum Lundúnum. The Daily Telegraph. HERSHÖFÐINGJAR bandamanna miða viðbúnað sinn allan við að Saddam Hussein, forseti íraks, beiti efnavopnum og hugsanlega einn- ig sýklavopnum í Persaflóastyrjöldinni. Þeir virðast sannfærðir um að Iraksforseti muni ekki hika við að fyrirskipa slíkar árásir, spurn- ingin sé aðeins sú hvenær og hvernig hann ákveði að beita slíkum drápstólum. Rivadh. Reuter. SJO af bandarísku landgöngulið- unum ellefu, sem féllu í bardag- anum um landamærabæinn Khafji í Saudi-Arabíu fyrir viku, urðu að öllum likindum fyrir flugskeyti frá bandarískri flug- vél. Talsmaður Bandaríkjahers í Riy- adh, höfuðborg Saudi-Arabíu, sagði á sunnudag að sjömenningamir hefðu verið í brynvagni, sem hefði að öllum líkindum orðið fyrir banda- rísku flugskeyti af Maverick-gerð. Hinir landgönguliðarnir fjórir, sem voru í öðrum brynvagni, hefðu hins vegar orðið fyrir árás Iraka. BANDAMENN gerðu í gær og í fyrrinótt harðar loftárásir á Bagdad, höfuðborg íraks, og sögðu fréttamenn í borginni að B-52 sprengjuvélum hefði verið beitt I loftárásum á skotmörk í nágrenni hennar. Talsmenn her- sljórnar bandamanna hafa vísað því á bug að gerðar hafi verið skipulagðar loftárásir á íbúðar- hverfi og önnur skotmörk sem ekki teljast hernaðarlega mjkil- væg en flóttamönnum frá írak og erlendum fréttamönnum í landinu ber saman um að veru- lega sé tekið að þrengja að alþýðu manna í stærstu borgum landsins, orkudreifing liggi niðri og vatnss- kortur sé orðinn alvarlegur. Ferilkúlur lýstu að sögn frétta- manna upp næturhimininn í fyrri- nótt er þijár flugsveitir gerðu harðar loftárásir á borgina og á skotmörk til vesturs og suðausturs frá henni. Sögðu þeir að svo virtist sem þar hefðu farið vélar af gerðinni B-52, sem eru stærstu sprengjuþotur Svipað atvik átti sér stað í öðrum bardaga en þá beið banarískur land- gönguliði bana eftir að hafa orðið fyrir sprengju frá samheijum. Talsmaðurinn skýrði einnig frá því að sprengjuþota af gerðinni B-52 hefði hrapað í Indlandshaf, „líklega vegna bilunar". Þremur úr áhöfninni var bjargað en þriggja er saknað. Þá var skýrt frá því í gær að tvær bandarískar þyrlur hefðu hrapað án þess að hafa orðið fyrir árás. Alls fórust sex menn í þessum slysum. Bandaríkjamanna. Þoturnar bera mikla sprengjufarma en þykja henta illa til nákvæmra loftárása. Virðist svo sem þotum þessum sé nú beitt í vaxandi mæli en loftárásimar fyrstu dagana voru einkum fram- kvæmdar með mjög nákvæmum sprengjum og eldflaugum. Fyrsta árásin var gerð skömmu fyrir miðnætti á staðartíma á sunnu- dag. Fréttamenn sáu gífurlegar sprengingar í útjaðri Bagdad og heitar vindkviður léku um götur borgarinnar. Önnur árásin var gerð þremur klukkustundum síðar (á mið- nætti að ísl. tíma) og sú þriðja um það leyti sem birta tók á ný. Talsmaður írösku herstjórnarinn- ar sagði í gær að níu flugvélum bandamanna hefði verið grandað. Hann kvað bandamenn hafa farið 77 árásarferðir þann sólarhringinn og virtust þær upplýsingar gefa til kynna að sprengjuárásir á írak hefðu verið hertar til muna en dag- inn áður höfðu írakar skýrt frá 58 árásum sprengjuþotna. Saddam hefur nýtt sér vestræna tækni til fullnustu, einkum með aðstoð Frakka og Þjóðveija og hef- ur tekist að koma sér upp gífurleg- um eiturbirgðum. Við blasir að eit- ur- og sýklavopnaárásir geta valdið miklu manntjóni sé slíkum vopnum beitt gegn óbreyttum borgurum, sem litlum sem engum vörnum geta komið við. Þá hafa efnavopnaárásir mikil sálræn áhrif og ofsahræðslan og hryllingurinn sem þeim fylgir getur skapað allsheijar upplausnar- ástand. Hersveitir bandamanna eru betur undir það búnar að verða fyrir slíkum árásum. Auk viðeigandi þjálfunar hafa hermennirnir fengið búninga og gasgrímur, einnig héfur þeim hefur verið gefíð mótefni til að vinna gegn eitrinu. Þvf kynnu slíkar árásir í raun að hafa tak- markaða hemaðarlega þýðingu, líkt Neðanjarðar undanfarnar tvær vikur Verkamenn frá Víetnam og Ind- landi, sem komust frá írak yfir til Jórdaníu um helgina, kváðu ástandið í landinu fara síversnandi. Indver- skir verkamenn sem unnu við lagn- ingu skolplagna í Basra, næst stærstu borg íraks, kváðust að mestu hafa hafst við neðanjarðar undanfamar tvær vikur. Stöðugar sprengingar hefðu kveðið við dag og nótt og loftárásimar virtust stöð- ugt þyngjast. Vatnsdreifíng hefði lagst af fyrir tíu dögum 'Basra og matur hefði þrefaldast í verði. Einn flóttamannanna hafði farið til Bagdad til að fá leyfí til að halda úr landi og sagði hann ástandið svip- að þar. Lyfja- og matvælaskortur vær orðinn alvarlegur, vatns- og orkudreifíng lægi niðri og gerðar væm stöðugar loftárásir á borgina. Hann fullyrti, líkt og þeir sem komu frá Basra, að íbúðarhverfi hefðu orðið fyrir loftárásum. Víetnami og eldflaugaárásir íraka á ísrael og Saudi-Arabíu, sem virðast eink- um hafa verið gerðar í sálfræðileg- um og pólitískum tilgangi. Hers- höfðingjar bandamanna gera sér hins vegar fulla grein fyrir ógnar- mætti þessara vopna og vanmeta ekki þá hættu sem af þeim stafar. Óvissa um efnavopnaheraflann írakar beittu óspart efnavopnum í stríðinu blóðuga við írani á sl. áratug. Efnavopnahleðslum var skotið með stórskotaliðsvopnum á vígvöllum Persaflóastríðsins auk þess sem eitri var einnig dreift með flugvélum. Menn hafa haft af því áhyggjur að írakar geti komið eit- urefnahleðslum fyrir í sprengjuodd- um Scud-eldflauga sinna en sér- fræðingar eru flestir þeirrar skoð- unar að þeir ráði ekki yfír slíkri tækni. Yfirmaður efnavopnaherafla einn, Nguyen Hai Xuan, sagði að loftárásimar hefðu minnt sig á árásir Bandaríkjamanna í Víetnam- stríðinu en landar hans sem komust um helgina til flóttamannabúða í Azraq í Jórdaníu höfðu á orði að loftárásirnar á írak væru mun ná- kvæmari en á dögum Víetnam- stríðsins. Fréttamenn CAQV-sjónvarpsstöðv- arinnar í Bagdad fóm um helgina til þorps skammt suður af borginni sem þeir sögðu að orðið hefði fyrir loftárásum. Talsmenn bandarákra stjómvalda og Bandaríkjahers í Washington neituðu því að gerðar hefðu verið skipulagðar loftárásir á íbúðarhverfi í höfuðborginni en sögðu að stýriflaugar sem íraskar loftvarnarskyttur hefðu skotið niður kynnu að hafa hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Talsmaður herráðs Bandaríkjanna sagði á blaðamanna- fundi að flugmenn bandamanna hefðu um það skýr fyrirmæli að ein- beita sér að hemaðarskotmörkum. Bandarísku fjárlögin: Framlög til landvarna minnkuð Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandarlkjafor- seti lagði í gær fram frumvarp til fjárlaga fyrir fjárhagsárið 1992, sem hefst í ðktóber, og er þar gert ráð fyrir að dregið verði úr framlögum til varnarmála. Framlögin til varnarmála verða 295,2 milljarðar dala, eða 3,7 mill- jörðum minni en samkvæmt fjárlög- um þessa árs. Einnig er gert ráð fyrir að veija megi allt að 30 mill- jörðum dala til að standa straum af kostnaði vegna stríðsins fyrir botni Persaflóa á þessu fjárhagsári, þótt talið sé að hann verði mun minni, eða 8,2 milljarðar. Önnur ríki greiða mikinn hluta herkostnað- arins. Sovétríkjanna, Stanislav Petrov hershöfðingi, sagði nýverið að bandamönnum hefði enn ekki tekist að eyða efna- og sýklavopnastöðv- um íraka þrátt fyrir linnulausar loftárásir undanfarinna tveggja vikna. Hann kvað það með öllu ógerlegt að leggja nákvæmt mat á hernaðarmátt Iraka á þessu sviði og lét þess getið að bandarískir herforingjar hefðu trúlega ekki ná- kvæmar upplýsingar um efna- vopnaherafla Saddams forseta. Talið er að írakar hafí komið hluta efnavopnabirgða sinna undan áður en loftárásir bandamanna á birgðageymslur þeirra hófust. So- véskir sérfræðingar segja að Sadd- am hafi átt 2.000 til 4.000 tonn af eiturgasi, aðallega tauga- og sin- nepsgas, áður en styijöldin hófst við Persaflóa. Sinnepsgas, sem fyrst var notað á árum fyrri heims- styijaldarinnar, veldur miklum bruna og þjáningum en er sjaldnast banvænt. Taugagas leggst, eins og nafnið gefur til kynna, á taugakerf- ið og dregur menn til dauða á nokkrum mínútum. Tauga- og sin- nepsgasi er unnt að koma fyrir í sprengjum, _ stórskotahleðslum og elflaugum. Irakar ráða yfir nokkr- um eldflaugagerðum, sem fræði- lega ættu að geta borið slíkar hleðslur. Auk Scud-eldflauganna eiga þeir flaugar af gerðinni „La- yth“ ,sem er breytt útgáfa af so- vésku Frog-7 eldflauginni sem hönnuð er til landárása. Þá eiga þeir einnig breytta útgáfu af kínverskum eldflaugum af gerðinni „Silkiormur" sem upprunalega voru hannaðar til árása á skip. Sérfræð- ingar efast hjns vegar um að írakar geti búið eldflaugar þessar eitur- hleðslum og vísa m.a. til þess að Scud-eldflaugar Jiær sem skotið hefur verið á Israel og Saudi- Arabíu til þessa hafi allar borið hefðbundnar sprengjuhleðslur. Efnavopnaárásir eru tæknilega nokkuð erfiðar í framkvæmd. Hleðslan þarf að springa í 15 til 60 metra hæð til að eiturskýið dreif- ist yfir skotmarkið. Hleðsla sem springur á jörðu niðri eitrar aðeins nokkra fermetra. Þá má sjálf sprengingin ekki vera of öflug því eitrið gufar þá upp sökum hitans. Varað við óhóflegri bjartsýni Vitað er að írakar hafa minnkað sprengjuhleðslurnar í langdrægari gerðum Scud-eldflauga sinna, sem nefnast al-Hussein og al-Abbas, til að unnt sé að skjóta þeim yfir til ísraels og Saudi-Arabíu. Segja sér- fræðingar að af þessum sökum væri einungis unnt að koma léttum eiturhleðslum fyrir í flaugum þess- um þar sem bæði miðunar- og sprengibúnaðurinn sé plássfrekur. Karl-Heinz Nager, fyrrum herfor- ingi í her Austur-Þýskalands, bjó í írak í tæp 15 ár og þjálfaði liðsafla Saddams forseta í efnavopnahern- aði. Hann sagðist í viðtali við þýska blaðið Bild efast um að írökum hefði tekst að breyta Scud-eldflaug- unum á þann ,veg að þær gætu borið eitur- og sýklahleðslur. Hann kvaðst telja að Irakar hefðu þegar gert efnavopnaárásir á ísrael væri þeim það mögulegt og sagði að sovéskir hernaðarráðgjafar hefðu haft umsjón með þessum hluta eld- flaugaheraflans fram á haustmán- uði í fyrra. Norman Schwarzkopf, yfirmaður herafla bandamanna, sagði nýlega á blaðamannafundi að sú staðreynd að írakar hefðu enn ekki gert efna- vopnaárásir vekti vonir um að þeir gætu ekki komið slíkum hleðslum fyrir í Scud-eldflaugunum. Hann varaði hins vegar við óhóflegri bjartsýni í þessum efnum og bætti við að herforingjar bandamanna miðuðu allar áætlanir sínar við að þess háttar árásir yrðu gerðar. Flóttamenn segja loftárásir bandamanna á írak þyngjast stöðugt: Mikill lyfja- og vatnsskortur og orkudreifing liggur niðri Bagdad, Washington, Bombay, Riyadh. Reuter, The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.