Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNKbAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mare - 19. apríl) Hrúturinn tekur mikilvæga ákvörðun í dag. Hann ætti að varast að eyða of miklu fé. Kvöldið verður kyrrlátt og rólegt. Hópstarf reynist mik- ilvægt næsta mánuðinn. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið á miklar annir fyrir höndum. Það tekur mikil- væga ákyörðun varðandi menntun sína. Tvíburar (21. maí - 20. júní) J» Tvíburinn verður að forðast fljótfæmi og kæruleysi í starfí. Hann hefur góð áhrif á þá sem umgangast hann, en verður að hyggja vandlega að fjármálum sínum. Krabbi : (21. júní —22. júlí) Krabbinn nýtur þess að vera með bömunum sínum í dag. Hann skrifar undir samninga og sinnir ýmiss konar fjár- málavafstri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið vinnur andleg störf núna. Einbeiting þess er frá- bær og það nýtur þess að taka á móti gestum í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það hleypur einhver snurða á þráðinn hjá meyjunni í vinn- unni fyrri hlúta dagsins, en sem fyrr er hún starfssöm og afkastamikil. Ástin gengur fyrir öliu öðru í kvöld. (23. sept. - 22. október) Vogin fmnur sér nýtt áhuga- mál í þessum mánuði. Per- sónuieiki hennar liðkar fyrír henni í viðskiptum núna. Hún tekur mikiivæga ákvörðun sem snertir heimilið. • Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn kann að hafa færst of mikið í fang núna. Hann ætti að hægja ferðina og slappa rækilega af í kvöld. DÝRAGLENS ©1990 Trlbuno Media Sorvicos, Inc. All Hlflhls Reserved LJÓSKA FERDINAND Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Bogmaðurinn reynir að end- urskipuleggja fjármál sín núna þannig að flármunir hans nýtist betur í fram- tíðinni. Hann ætti að ijá róm- antíkinni rúm í lífí sínu í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er alvarlega þenkjandi og marksækin í dag, en í kvöld slappar hún af í hópi góðra vina og kunn- ingja . SMÁFÓLK Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh, Vatnsberinn lýkur við rann- sóknarverkefni núna. Hann sameinar leik og starf með skynsamlegum hætti í dag. Fiskar •"-(19. febrúar - 20. mars) !££ Fiskurinn ræðir alvarlega við vin sinn í dag. Hann ætti að forðast að láta hlutina safn- ast fyrir í vinnunni. Honum býðst freistandi ferðatæki- færi. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni Disindalegra staöreynda'. ...... A5 S00N A5 I U)ALK IN TME POOR, MK MOTMEK WILL 5AY, ''HAVE VOU PONE VOUR HOMEOJOKK?" ..JU5T 501 CAN 60 /anp enpup \ TO 50ME C0LLE6E (MAKKVIN6 SOMEr i THEV'VE alreapv picked V NERP! I OUT FOR ME... L '~K " f (- I I . jwb[\ir L 5 § - - • ráÉ? To-zu Um leið og ég kem inn úr dyrunum, mun mamma segja, „Ertu bú- in með heimaverkefnin þín?“ Það eina sem þau hugsa um er, hvort ég fæ „A“. Bara svo ég geti farið í framhaldsskóla, sem þau eru búin að velja handa mér og endi með því að giftast einhverjum aula! l "J""!"".......... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Þér þekkið ekki Harrison- Gray,“ er heimsfrægt tilsvar í bridssögunni. Harrison-Gray. varð sagnhafí í 7 spöðum, þar sem trompásinn vantaði. Það vakti athygli eins áhorfanda að konan í vörninni sem hélt á spaðaásnum, skyldi láta það ógert að dobla. „Þér þekkið ekki Harrison-Gray,“ var svarið. „Hann redoblar bara!“ Harri- son-Gray lést árið 1968. Tveim- ur árum áður, 1966, sat hann við spilaborð í Varsjá sem full- trúi Breta á Evrópumótinu. í leiknum við Norðmenn varð Gray sagnhafí í frekar vonlitlum 6 laufum: Vestur Norður ♦ 972 ♦ G3 ♦ KD93 ♦ Á1072 Áustur ♦ G863 ♦ D5 VK1087 ♦ 9642 ♦ G1042 ♦ Á765 + 3 Suður ♦ G96 ♦ ÁK104 ♦ ÁD5 ♦ 8 ♦ KD854 Vestur fór illa af stað þegar hann valdi að koma út með hjarta. Gray átti slaginn á gosa blinds, fór heim á Iauf og spilaði strax tígli að hjónunum. Slemm- an vinnst ef tígulásinn er í vest- ur, því þá fríast tvö niðurköst fyrir spaðann. En austur drap tígulkónginn með ás og spilaði hjarta. Minni spámenn hefðu nú lagt traust sitt á tvísvíningu í spaða, en Gray hafnaði þeirri leið fyrir aðra „skítuga“. Hann drap á hjartaás, stakk hjarta og tók öll trompin. Skyldi D93 í tígli eftir í blindum. Vestur gaf sér að Gray ætti tígul eftir heima og fór niður á Gx í spaða. Gray fékk því síðustu 4 slagina á spaða og engan á tígul! „Hvað er þetta maður,“ sagði austur reiðilega við félaga sinn eftir spilið. „Þekkirðu ekki Harrison-Gray!“ SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi stutta skák var tefld á Hoogovensmótinu í Wijk aan Zee sem er að ljúka. Hvítt: Khalifman (2.640), Sovétr., svart: Seirawan (2.595), Bandaríkjunum, Caro- Kann'vöm, 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - dxe4, 4. Rxe4 - Rf6, 5. Rxf6+ - exf6 (Þetta af- brigði getur ekki staðist ströng- ustu kröfur, 5. - gxf6 er venju- legra) 6. c3 - Bd6, 7. Bd3 - 0-0, 8. Re2 - He8, 9. 0-0 - Dc7, 10. Rg3 - Be6, 11. f4 - c5, 12. d5 - Bd7, 13. c4 - Ra6, 14. Df3 - Db6, 15. b3 - Bf8, 16. Bb2 - Rc7, 17. Bf5 - Bxf5, 18. Rxf5 - Hed8, 19. Hael - Re8, 20. Dh5 - Da5? um árabil verið fremstur skák- maður í Vesturheimí hefur hann ótrúlega oft verið í hlutverki þol- andans hér í skákhominu. And- varaíeysi hans gagnvart óvæntum leikjum er reyndar frægt. 21. Hxe8! - Hxe8, 22. Rh6+ - gxh6 (Svartur er kæfingarmát eftir 22. - Kh8, 23. Dxf7 - Be7, 24. Dg8+! - Hxg8, 25. Rf7) 23. Dg4+ og svartur gafst upp, því hann er óveqandi mát. Við þetta tap missti Seirawan möguleika sína, á .að hreppa efeta sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.