Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUE 5. FEBRUAR 1991
Hópur björgunarmanna á þaki Vorsabæjar skammt frá Hveragerði að klæða þakið sem fauk af að verulegu leyti, en óveðursskýin á himni leyna sér ekki.
Verulegt Ijón í öllum
hreppum á Suðurlandi
í ÖLLUM hreppum Suðurlands-
undiriendis varð tjón vegna fár-
viðrisins sl. sunnudag og hjá
allmörgum varð verulegur
skaði. Mestar skemmdir urðu á
gróðurhúsum garðyrkjubænda í
Arnessýslu og einnig var veru-
legt tjón hjá bændum þar sem
"ajárhús og hlöður eyðilögðust
og beinlínis fuku út í veður og
vind. Morgunblaðsmenn voru á
ferð um Suðurland allan sunnu-
daginn til þess að fylgjast með
gangi mála. Hvarvetna voru
björgunarmenn að hjálpa til þar
sem þurfti, bæði menn frá hin-
um ýmsu björgunarsveitum og
einstaklingar sem vildu leggja
lið. Ljóst er að tjónið á Suður-
landi nemur hundruðum millj-
óna króna, en sveitarsljórnar-
menn hófu í gær að safna saman
helstu upplýsingum um
skemmdir á mannvirkjum.
í Hveragerði varð mest tjón á
gróðurhúsum og urðu allmargir
garðyrkjubændur fyrir tjóni. Mesti
skaðinn varð í Gufudal, en þar
gjöreyðilagðist stórt gróðurhús
fullt af plöntum í eldi. í Eden urðu
verulegar þakskemmdir, en menn
brugðust þar skjótt við og náðu
að afstýra frekara tjóni.
Austur á Syðri-Hömrum í Ása-
hreppi í Rangárvallasýslu splundr-
aðist íjárhús og hlaða og kurlið lá
eins og hráviði út um tún. 150
kindur hröktust undan veðri, en
þeim var síðan smalað af bóndan-
tílsli Einarsson í Kjarnholti II, en hlaðan hjá honum hrundi í fárviðrinu.
um og hjálparmönnum í hús hjá
Jónasi bónda í Kálfholti.
Þegar við ókum upp Skeiðin var
slíkur stormur að öldur mynduðust
við bæi þar sem vatn lá á túnum
og vatnsrokið hefti sýn til bæja. Á
Skeiðaveginum stöðvuðum við
bílinn, jeppa sem er 1,6 tonn, en
vindurinn olli því að án vélarafls
ók bíllinn norður Skeiðin á 35 km
hraða. Við Brautarholt voru menn
að laga verkstæði sem einn gaflinn
hafði fokið úr og þannig voru
menn ajlvíða að sinna björgunar-
starfi. Á flestöllum bæjum í upp-
sveitum Árnessýslu varð tjón á
bæjum. Til að mynda eyðilögðust
fjögur fjárhús í Biskupstungum
þar sem fénaður var, á Heiði þar
sem fé og hlaða eyðilögðust, á
Vatnsleysu þar sem 90 kinda hús
hrundi, tvö íjárhús í Miklaholti og
sama er að segja úr öðrum hrepp-
um eins og til dæmis í Hreppunum
þar sem steyptur gafl á ijárhúsi á
Sólheimum féll ofan á fé og dráp-
ust þar 14 kindur. Fleiri íjárhús
eyðilögðust og allmörg gróðurhús
á þessu svæði. Má þar nefna gróð-
urhús í Laugarási, Reykholti,
Syðri-Reykjum, Haukadal og á
Stöllum, en í Friðheimum í Reyk-
holti gjöreyðilagðist 1100 m2 gróð-
urhús. Þá skemmdist gróður víða
og gróðurhús á Flúðum skemmd-
ust mikið.
Gísli Einarsson oddviti í Kjarn-
holti II varð fyrir miklu tjóni er
stór hlaða féll niður, en Gísli sagði
í samtali við Morgunblaðið að
menn væru þrumu lostnir yfir því
ef Viðlagatrygging ætti ekki að
bæta tjón í slíkum náttúruhamför-
um og til dæmis væri það ljóst að
ef svo væri ekki þá hefðu margir
garðyrkjubændur verið hafðir út í
það að kolröngum forsendum að
brunatryggja gróðurhús sín eftir
fárviðrið 1981 einmitt til þess að
lenda með eignir sínar innan
ramma Viðlagatryggingar. „Ef
tjón af völdum slíkrá náttúruham-
fara er ekki þess eðlis að það skuli
bætt úr sameiginlegum sjóðum
landsmanna, þá veit ég ekki hvers
konar orð á að hafa yfir það þjóðfé-
lag sem við búum nú í.“
Texti: Árni Johnsen.
Myndir: Ragnar Axelsson