Morgunblaðið - 17.02.1991, Side 9

Morgunblaðið - 17.02.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SÚNNÚbAGUR .17.. FEBRÚAR 1991 9 Eyðimerkurstormur eftir sr. HJALMAR JÓNSSON Andinn knúði Jesúm Krist út í eyðimörkina til þess að hans yrði freistað. Þar barðist hann við freist- ingarnar. Hann barðist t.d. gegn þeirri freistingu að nota vald sitt til að ná heimsyfirráðum. Hann kom til þess að verða eitt með mannkyninu, sem ekki hafði vaxið tii þeirrar hæðar og þroska sem Guð ætlar því. Hann kom inn í ófullkominn mannheim og gekkst undir kjör hans. Hann varð líka að berjast við efa og freistni. Hann var kominn til þess að bera kross- inn og þjást með mönnum og fyrir menn. Hann kom með æð&tu mark- mið friðar og réttlætis. Hann kom til að kalla mennina til fylgdar markmið Drottins. En hvemig tekst mönnum lífið? Kristnir menn eru friðarsinnar. Þeir vilja frið, biðja um frið og vilja leggja sig fram um að hafa og halda frið. Þannig skáru þeir sig úr á fyrstu öldum kristninnar. Allir menn skyldu vera jafnir og skyldu njóta þess lífs, sem öllum er jafnt gefið. Hins vegar horfast kristnir menn í augu við ástandið í heiminum, þar sem þeir eru vissulega þátttak- endur. Stundum er um tvo kosti að velja og hvorugan góðan. Stund- um er um margar leiðir að velja og allar slæmar þrátt fyrir að menn vilji aðeins gera það góða. Ákvarð- anir mannanna eru ófullkomnar eins og þeir sjálfir. Samt verður að taka ákvarðanir í heimi, þar sem álitamálin eru mörg. Undanfarnar vikur gefa tilefni til umhugsunar um það að hve miklu leyti kristin trú og kristin viðhorf hafi áhrif á viðbrögð og framgang þeirra sem játa sig kristna. Er kristindómur og félags- leg mótun þeirra sem stríða af hálfu bandamanna við Persaflóa aðeins til spari, til heimanota þegar allt leikur í lyndi? Er trúnni vikið til hliðar þegar alvörumálin koma upp? Islenski landnámsmaðurinn Helgi magri í Kristnési var krist- innar trúar nema þegar átök voru í aðsigi. Þá blótaði hann herguðinn Þór. Eftir afstöðu og áliti margra að dæma, ekki sfet þeirra sem tjá sig í fjölmiðlum, mætti ætla, að lítið hefði hér miðað síðan landjð byggðist. A.m.k. í fyrstu efuðust fáir um nauðsyn stríðsins. En hvað um þá sem standa í baráttunni? Hvað um þá sem hafa völdin og mestu ráða? Vafalaust hefur það mikil áhrif á ráðamenn heimsins, þegar fréttir berast í myndum og máli um mann- fórnir, limlestingar og ægilega neyð í stríðshrjáðu landi, — af þeirra völdum. Samviskuna er naumast hægt að slæva svo, að stríðsreksturinn kosti ekki kvöl og innri baráttu. Er verið að gera rétt? eða er kannski verið að svíkja það sem helgast er, — lífið? Til er saga um það að vinur og samheiji Abra- hams Lincolns Bandaríkjaforseta hafi sagt við hann fyrir tvísýnan bardaga við suðurríkjaherinn: „Ég vona að Guð sé á okkar bandi.“ En forsetinn svaraði: „Ég hugsa ekki svo mjög um það. En ég er alltaf að hugsa um það hvort við séum ekki örugglega Guðs megin.“ Af hálfu vestrænna manna er talað um fórn fyrir réttlæti. Um sé að ræða „réttlátt stríð.“ Stríðið sé og hafi verið nauðugur kostur. Hvað sem því líður getur enginn verið ósnortinn þegar hann sér viður- styggð og hrylling stríðsins. Hver hugsar um kenningar og hugmynd- afræði þegar hann sér börnin sín tætast sundur í sprengingu? Spurn- ingar hljóta að vaka í vitund alls fjöldans. Stríðið kemur okkur öllum við. Það eru bræður og systur okk- ar, sem þjást og deyja í þessu stríði eins og í öðrum styijöldum, — þetta fólk, sem Kristur dó fyrir af því það er svo mikils virði. Við skulum biðja um frið, — réttlátan frið. VEÐURHORFUR I DAG, 17. FEBRUAR YFIRLIT í GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.025 mb hæð og frá henni hæðarhryggur í átt til Færeyja. Lægðardrag fyrir suðvestan land þokast austur en vaxandi 980 mb lægð yfir Labrador hreyfist norðnorð- austur. HORFUR 1 DAG: Hæg norðlæg átt, léttskýjað sunnanlands og vestan en dálítil él norðanlands. Frost 1-6 stig. HORFURÁ MÁNUDAG: Suðaustanátt, sums staðar nokkuð hvöss og hlýnandi veður. Slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið norðaustanlands. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðaustanátt og éljagangur um norðanvert landið en vestlæg eða breytileg átt sunnanlands, líklega él suðvestanlands en bjart veður á Suðausturlandi. Aftur heldur kólnandi. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri +7 léttskýjað Glasgow 0 skýjað Reykjavík 0 léttskýjað Hamborg +2 snjókoma Bergen ■i-2 snjóél London 1 heiðskírt Helsinki -r-8 snjókoma LosAngeles vantar Kaupmannah. vðskýjað Lúxemborg 0 súld Narssarssuaq +7 heiðskírt Madrid 0 skýjað Nuuk ■i-7 snjókoma Malaga 7 heiðskírt Ósló +7 skýjað Mallorca 0 léttskýjað Stokkhólmur -í-9 snjókoma Montreal vantar Þórshöfn 2 vantar NewYork +6 vantar Algarve 8 rigning Orlando 4 vantar Amsterdam 3 heiðskírt París 3 súld Barcelona vantar Róm 1 hálfskýjað Chicago +16 vantar Vín +5 snjókoma Q Heiðskírt / / / / / / / / / / Rigning V Skúrir 4 Lóttskýjað * / # # dft Hálftkýjað / * / * /'* / Slydda V Slydduél Æ Skýjað * * # * * * * * * * Snjókoma * V Él m Alskýjað 5 Súld (X) Mlstur í NorAan, 4 vindatig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjööur er tvö vindstig. Vindttefna 10 Httastig: 10 gráöur á Celsius = Þoka = Þokumóöa Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 15. febrúar til 21. febr., að báðum dögum meðtöldum, er í Ðreiðholts Apóteki, Álfabakka 12.Auk þess er Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar, nema sunnudag. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Tannlæknavakt — neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Símsvari 681041. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heílsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími framveg- is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknireða hjúkruna- rfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfól. Virka daga 9-11 s. 21122. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) f s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráögjafasími Sam- taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöö: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiöra heimilis- aðstæöna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofan Ármúla 5 opin 13—17 miðvikudaga og föstudaga. Sími 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal- ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9—10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. ✓ Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspell- um. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Sími 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrífstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökÍrí. Eigir þú viö áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. FundirTjarnar- götu 20 á fimmtud. kl. 20. í Bústaðakirkju sunnud. kl. 11. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15790, 13830 og 11402 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 13855, 11402 og 9268, 7992, 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér send- ingar á 17440, 15770 og 13855 kHz kl. 14.10 og 19.35 og kl. 23.00 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35- 20.10 á 17440, 15770 og 13855 kHz. og kl. 23.00-23.35 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55.' Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn- artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð- deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu- daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar- dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens- ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Heimsóknartími frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.30. — Kleppsspít- ali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogs- hælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópa- vogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslu- stöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akur- eyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. — föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 9-12. Handritasalur mánud.-föstud. kl. 9-17 og útlánssalur (vegna heimlána) sömu daga kl. 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opiö mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Granda- safn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Við- komustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðu- bergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Safniö er opið fyrir hópa og,skólafólk eftir samkomulagi frá 1. okt.—31. maí. Uppl. i síma 84412. Akureyrí: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafnið á Ákureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn- ingarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sýning á verkum þess stendur yfir. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti: Safnið lokað til 15. febrúar. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku- daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Þriðjudaga 20-22. Kaffi- stofa safnsins opin. Sýning á andlistsmyndum. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin á sunnudögum, mið- vikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. v Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. .14-18 og eftir samkomulagi. Sími 54700. Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-fimmtud. 15-19. Föstud. 15-20. ORÐ DAGSINS Akureyri s. 96-21840. Reykjavík sími 10000. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laug- ardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vestur- bæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá'kl. 8.00-17.30. Breiðholts- laug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11,30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — / fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — fimmtud. kl. 6.30-8 og 16—21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45—19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16—18.45. Laug- ardaga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-16. Kvennatimar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Simi 23260. Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.