Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 |»ill Deilur hafa vaknað um notkun svefnlyfja og róandi lyfja á sjúkrahúsum landsins. Er sjúklingum boðið reglulega upp á svefnlyf afgömlum vana eða er verið að gera þeim spítalalífið bœrilegra með hóflegum skömmtumL eftir Ómar Friðriksson ÞAÐ ER ekki umdeilt að notk- un svefnlyfja og róandi lyfja er mikil meðal Islendinga. Líta heilbrigðisyfirvöld á neysluna sem heilsufarslegt vandamál enda um ávanabindandi lyf að ræða. En á það sér rætur inn á sjúkrastofnunum landsins? Það er alvarlegt umhugsunar- efni ef marka má stutta en at- hyglisverða ádeilu Katrínar Fjeldsted, heilsugæslulæknis, sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Þar heldur hún því fram að notkun svefnlyfja og róandi lyfja sé næstum því algild regla á sjúkrahúsum. Starfandi læknar utan sjúkra- húsa telji sig verða glögglega vara við að fólk hafi ánetjast lyfjum eftir vist inni á sjúkra- húsum landsins. í framhaldi af því er spurt hvort einhver læknisfræðileg ástæða liggi að baki lyfjatöku af þessu tagi í flestum tilfellum. Katrín og fleiri viðmælendur blaðsins segja að svo þurfi ekki að vera. Gamalgróinn vani og rútína ráði því að sjúklingum séu boð- in svefnlyf Morgunblaðið/ÁRNI SÆBERG Þorsteinn Svörfuður Stef- ánsson, formaður lyfja- nefndar ríkisspítal- anna, hafnar gagnrýni Katrínar. Segir hann ofmælt að um vanda- mál sé að ræða og ró- andi lyf og svefn lyf séu ekki gefin af rútínu einni saman á sjúkradeildum. Sömu svör fengust hjá Kristjáni Linnet, yfirlyfjafræðingi Borg- arspítalans. Viðmælendur blaðsins með- al lækna og hjúkrunarfræðinga á stærstu sjúkrahúsunum svöruðu allir á einn veg; gegnrýni Katrínar á ekki við rök að styðjast. Þó kom skýrt fram að ekki eru allir á einu máli um hvað eigi að telja eðlilega lyfjanotkun og hvort hún hafi slæm og ávanabindandi áhrif á sjúklinga. Þá er ljóst að þrátt fyrir að starfsfólk sjúkradeilda gefi lyf að fyrirmælum og á ábyrgð lækna er sú regla teygjanleg í framkvæmd. Aðeins að fyrirmælum læknis Þorsteinn segir að svefnlyf séu gefin sem lyfjaforgjöf fyrir svæfingar. Aður fyrr hafi það verið regla að gefa sjúkling- um svefnlyf nóttina fyrir skurðaðgerðir, en nú hafi sú regla verið aflögð. „Starfs- fólk deildanna gefur aldrei lyf án þess að fá til þess fyrirmæli frá lækni,“ seg- ir hann. Hann bendir einnig á að sjúklingar spítalanna deildu yfírleitt sjúkrastofum með öðrum. Þar yrði þeim oft ekki svefn- samt vegna hrota eða hósta og léti starfsfólk þeim þá í té eyrnatappa frem- ur en að bjóða svefnlyf. Aðeins í þeim tilfellum ef sjúklingum verður ekki svefnsamt heilu næturnar eru gefín svefnlyf. Þorsteinn sagði að svefnlyf væru og gefín öldruðu fólki sem kæmi inn á spítalana með slík lyf. Að sögn Þorsteins eru róandi lyf og svefnlyf mest notuð á geðdeildum spítal- ans. Tölur sýndu að rúmlega helmingur þessara lyfja á ríkisspítölunum væru notuð á geðdeildum. I heild hefði þó notkun þeirra minnkað á undanfömum árum. Lét hann Morgunblaðinu í té tölu- legar upplýsingar um notkun svefn- og róandi Iyfja á spítalanum sem sýna dags- skammta lyfjanna miðað við fjölda legu- daga á deildum ríkisspítalanna. (Sjá súlurit.) Frjálsleg notkun Katrín Fjeldsted segist telja að farið sé ftjálslegar með svefnlyf á sjúkrahús- um en önnur lyf. „Það er gengið út frá því sem reglu að sjúklingurinn þurfi á svefnlyfjum að halda. Þó þetta sé ekk- ert nýtt vandamál er kominn tími til að staldra við, því úti í sjálfu þjóðfélaginu þykir það ekki eðlilegt að nota svefnlyf. Þess vegna má spyija hvort eitthvað breytist við það að leggjast inn á sjúkra- hús. Er eitthvað athugavert við það þótt sjúklingur sofí skrykkjótt og sé haldinn kvíða?“ segir hún. Um ástæður gagnrýni sinnar, segir hún: „Þegar fólk sem hefur leitað til heimilislæknis í mörg ár og aldrei verið á svefnlyfjum fer allt í einu að biðja um þau, spyr maður um ástæðuna. Þá kem- ur þessi saga svo oft, að viðkomandi hafí fengið róandi lyf eða svefnlyf við það að leggjast inn á spítala.“ Álag á starfsfólk réttlætir ekki lyfjagjöf Landlæknir hefur lagt fram tölur sem sýna aukið álag á starfsfólk sjúkrahúsa. Hefur því verið haldið fram að þar sé komin skýring á mikilli svefnlyfjanotkun á sjúkrahúsum. Katrín segir að starfsá- lag réttlæti engan veginn lyfjagjöf til sjúklinga. „Vinnuálag veitir engin hald- bær rök fyrir því að gefa sjúklingum ávanabindandi lyf,“ segir hún. Sú skoðun kom fram í máli ýmissa viðmælenda blaðsins á sjúkrahúsum, m.a. svæfingalæknis á Landakotsspít- ala, að svefnlyfjagjöf sé oftast réttlætan- leg áður en sjúklingar gangast undir aðgerðir. Hún dragi úr kvíða og minnki álagið á sjúklingnum. Katrín hafnar þessu. „Sjúklingar sem aldrei hafa notað svefnlyf og eru heilbrigðir að öðru leyti ættu ekki að þurfa að nota svefnlyf nóttina fyrir skurðaðgerð. Ég held að sú venja sé komin frá þeim tíma, þegar aðgerðirnar voru ekki útskýrðar fyrir sjúklingum og ollu þeim því miklum kvíða. Nú er hins vegar útskýrt fyrir þeim í hvetju aðgerðin felst og við hveiju megi búast. Skurðaðgerð réttlæt- ir ekki svefnlyfjagjöf," segir Katrín. Álag hefur kallað á aukna notkun svefnlyfla —seflir ðlafur Ólafsson landlæknir AÐ sögn Ólafs Ólafssonar, landlæknis, hefur dregið verulega úr notkun svefnlyfja og róandi lyfja á íslandi á siðustu 15 til 20 árum þó heildarneyslan hafi aukist aftur að einhverju marki á siðustu árum. íslendingar eru engu að síður næst mestu neytendur þessara lyfja á Norðurlöndunum, og fylgjum við þar á eftir Dönum. Landlæknir segir að athuganir sem gerðar hafi verið á lyfjanotkun á sjúkrahúsum á landinu hafi Ieitt í ljós að verulegur munur er á notkun þessara lyfja eftir stofnun- um. Einnig er meira ávísað á þessi Iyf í Reykjavík en út á landsbyggðinni. Samfara umræðu um þessi mál hefur áreiðan lega dregið mjög mikið úr notkun svefnlyfja á sjúkra- húsum. En þó hefur engin kerfisbundin athugun verið gerð á þessu,“ segir Ólafur. Hann segir að rannsóknir landlæknisembættisins á vinnuálagi hjúkrunarstétta á árunum 1979-89 hafi leitt í ljós að á mörgum sjúkrahús- um hafí það aukist verulega. „Á síðustu árum hafa hlot- ist vaxandi vandræði vegna langra biðlista og sumarlok- ana á deildum. Mun fleiri leggjast inn bráðveikir, oft fólk með langvinna sjúk- dóma. Á bráðavöktum liggur fólk iðulega í löngum röðum á göngum í lengri tíma. Þessu fylgir mikill órói fyrir sjúklinga og starfsfólk. Vinnuálag er mun meira á hjúkrunarfólki, sjúkraliðum . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.