Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 17
' < 'MORGtíNBLAÐlÐ - SUNNUDAGUR117.' í’EBRÚAR '1991
aíi?
an fólksflótta utan af landsbyggðinni. Og þá
kemur að þeirri sýn, hvernig við íslendingar
getum á farsælan hátt, búið í landinu. Þar er
ekki átt við „frystingu", þar sem t.d. er reynt
með átthagafjötrum að koma í veg fyrir að
þeir sem vilja, geti flust til suðvesturhornsins.
Frekar þurfí að beina auknum straumi þéttbýl-
isbúa út á land. Og ekki sé hætta á öðru en
að íslendingar vilji nýta sér landið, ef samgöng-
ur um það eru góðar.
Bókarhöfundur telur — hreint út sagt — að
gömlu aðferðirnar séu jafn vonlausar og fyrri
frystingar og miðstýringaraðferðir. „Ég tel að
nú ríði á að gera sér grein fyrir því að hjól
tímans heldur áfram að snúast og fara nú
þegar að búa í haginn fyrir þróun nýrrar heims-
myndar.“ Hann bendir á að aðeins eru 9 ár
til aldamóta og að ekki sé seinna vænna en
að taka mið af þeim miklu breytingum sem
eru að gerast í heiminum og ekki síður hér á
landi og líta til íslands 21. aldarinnar.
A hálfum degi milli
fjærstu landshluta
Sú framtíðarsýn byggir á því að allir íslend-
ingar fái notið landsins alls og leiðin milli þeirra
sé stutt og greið. Trausti bendir á hve langt
við eigum í land með að eignast vegakerfi sem
getur opnað þá möguleika í nýtingu á landinu.
Hann bendir á að dýrt er að leggja hraðbraut-
ir með útjaðri landsins vegna fjallgarða, djúpra
ijarða, stórfljóta, jarðvegs sem er mold o.s.frv.
Miklu ódýrara að leggja hraðbrautakerfi milli
landshluta, stystu leið þvert yfir hálendið. Sér-
stakur kostur er að þar þarf Landsvirkjun
hvort sem er að leggja mikið af vegum.
Það er einmitt ný stefna í samgöngumálum
og útfærðar tillögur Trausta um hálendisvegi
sem styttir leiðir og færir fólkið í landinu nær
hvert öðru, sem vakið hafa athygli. Voru m.a.
til umfjöllunar á fundi í Mývatnssveit nýlega.
„Við athugun kemur í ljós að land okkar er í
rauninni ekki stærra en svo að það ætti að
vera auðvelt að komast á milli landshluta í
þægilegum hálfsdagsferðum, ef vegir væru
lagðir stystu leið yfír hálendið," segir hann.
Hann hefur nú í nokkur ár unnið að kynningu
á hugmyndinni um hálendisvegi og málið verið
tekið upp á ráðstefnum og þar til skipuð nefnd
af Matthíasi Mathiesen samgönguráðherra
skilaði skýrslu um könnun á besta vegastæði
norður Sprengisand niður í byggð í nóvember
1988. Nú opnast möguleikar á að fá þennan
veg lagðan. Tengist því að fjármagn það sem
Landsvirkjun áætlar i línuveg meðfram vænt-
Lýsandi dæmi um byltingu í styttingu
vegalengda með Sprengisandsvegi er að
álíka langt, 370 km, yrði þá frá Reykja-
vík til Mývatns og nú til Sauðárkróks í
Skagafirði.
samstaða um miklar stórfelldar vegabæt-
ur nema þær nýtist líka 70% þjóðarinnar.
Möguleikar á stuttum hringleiðum opnast
með hálendisvegum.
anlegri Sprengisandslínu geti nýst sem grunn-
ur í framtíðarþjóðveg. Þar sem Landsvirkjun
er um það bil að hefja fyrstu framkvæmdir
er málið nú á oddinum. Segir Trausti að þegar
hann gekk frá bók sinni til prentunar nú í
ársbyrjun 1991 virtist samgöngu- og iðnaðar-
ráðuneytið í þann veginn að koma á formlegu
samstarfí Landvirkjunar og Vegagerðar um
þetta mál.
Hugmyndir Trausta gera í stórum dráttum
ráð fyrir vegi þvert yfír landið um Sprengisand
og með„afleggjara“ til Austurlands norðan
Vatnajökuls. Með þessum hálendisbrautum
yrði bylting í samgöngumálum landsins. T.d.
mundi Jeiðin til Egilsstaða frá Reykjavík stytt-
ast úr 710 km í 460 km. „Leiðin þangað yrði
svo greiðfær að það tæki aðeins um 5 tíma
að aka hana. Yrði það augsýnilega mikill ávinn-
ingur fyrir dreifbýlisbúa að geta ekið á hálfum
degi milli landshluta, meðan í dag skrönglast
menn 710 km leið til Egilsstaða á 10—12 tím-
um eða borga 12 þúsund kr. í flugfarið fram
og til baka. Og þar með yrði feijutengingin
til Evrópu með Norröna t.d. loks tiltæk íbúum
SV-lands.“ Sama gilti um leiðina norður í
Mývatnssveit fyrir ferðamenn eða á Akureyrar-
svæðið. Álíka langt yrði i Mývatnssveit og nú
til Sauðárkróks. En gert er ráð fyrir stórum
byggðakjörnum á Egilsstöðum og Akureyri.
Þær stórfelldu úrbætur á leiðum útfrá höfuð-
borgarsvæðinu framhjá Akranesi norður og
vestur, m.a. með Hvalfjarðargöngum, og fram-
hjá Selfossi til Suður- og Austurlands svo og
á leiðinni norður og austur stystu leið yfír
Sprengisand, nýtast ekki bara fólki á ein-
hveiju afmörkuðu svæði landsins heldur lands-
búum öllum, segir hann. Og bendir á að til
þess að samstaða um mikil átök í vegamálum
náist, þurfí aðgerðimar að vera þess eðlis að
þær nýtist um leið dreifbýlisfólki og íbúum á
Suðvesturlandi sem eru 70% af fólksfjölda
landsins.
Þá vakna spumingar um kostnað annars
vegar og erfítt veðurfar á hálendinu hins veg-
ar. Hvort tveggja tekur Trausti fyrir. Hann
bendir á að miklu ódýrara er að leggja hrað-
brautakerfi milli landshluta, stytstu leið þvert
yfir hálendið. Lausleg athugun verkfræðinga
bendi til að kostnaður við vegagerð á Spengi-
sandi — með bundnu slitlagi — sé um helming-
ur af kostnaði vegagerðar á láglendi. Brúar-
kostnaður er þar að auki lægri á hálendinu.
Trausti tekur fram að þær tölur, sem Lands-
virkjun og Vegagerðin hafi birt um vegalagn-
ingu á hálendinu séu nokkuð misvísandi. Mun-
KYRRÐEÐA
UMFERÐ?
Frá náttúruverndarsjónarmiði er
hægt að koma mannvirkinu sem slíku
fyrir án teljandi nátt-
úruspjalla. En erfið-
ara er að sjá fyrir
afleiðingarnar af
aukinni umferð á
ýmsum árstíma um
hálendið, sagði Þór-
oddur F. Þóroddsson,
framk væmdastj ór i
Náttúruverndarráðs,
þegar hugmyndin
sem sett er fram hér
um hálendisvegi þvert yfir landið var
borin undir hann. Góðir vegir, merk-
ingar vega og fræðsla um umgengni
draga almennt úr utanvegaakstri.
Góður vegur getur hins vegar aukið
umferð og þar með álag á umhverfi
hans.
að sem vantar er að skilgreina hvað
við viljum á hálendinu, bætti Þór
odd ur við. Viljum við kyrrð og fáfama
vegi eða hleypa fjöldanum þarna i gegn
og missa öræfakyrrðina? Viljum við
halda stórum svaéðum ósnortnum? Þeirri
grunnspumingu hefur aldrei verið svar-
að. Andspænis því stöndum við alltaf
þegar taka á afstöðu til einstakra fram-
kvæmda. Vel frá genginn og valinn
vegur um Kjöl og Sprengisand ætti
ekki að vera vandamál frá náttúru-
verndarsjónarmiði. En vegur áfram
norður og til austurs norðan við Vatna-
jökul gæti orðið umdeildari.
VOLVO
— Bifreið sem þú getur treyst!
<5
/\
VOLVO 960
ERÐURFRUMSÝNDUR
HELGINA 23. OG 24/
FEBRÚAR
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SINll 68 58 70
Við kynnum nú fullkomnustu bifreið sem Volvo
hefur nokkru sinni framleitt.
Volvo 960 er búinn nýrri 204 hestafla, 24 ventla,
sex strokka línuvél sem hefúr verið í þróun allan
9. áratuginn.
Með þessari vél er ný fjögurra þrepa tölvustýrð
sjálfskipting sem án efa er ein sú fullkomnasta sem
komið hefur fram á síðari árum.
Hemlalæsivörn (ABS) og sjálfvirk driflæsing era
staðalbúnaður í Volvo 960 og veitir það bifreiðinni
einstaka eiginleika í snjó og hálku.
Mýkri línur svara kröfum nútímans um minni loft-
mótstöðu og rennilegt útlit. Leður- eða plussklædd
innrétting, fúllkoinin hljómflutningstæki með geisla-
spilara, vökva- og veltistýri, samlæsing á hurðum,
rafknúin sóllúga, hraðastilling (Cruise control) og
margt fleira svara hins
vegar kröfúm um há-
marks þægindi öku-
manns og farþega.
Við hönnun á Volvo 960
var hvergi vikið frá hug-
myndafræði Volvo um
hámarks öryggi far-
þeganna. Volvo hefur nú
fyrstur bílaframleiðanda
komið fyrir innbyggðum
barnastól í aftursæti og hefur þessi uppfinning þegar
unnið til alþjóðlegra verðlauna. Þetta er talið vera
eitt markverðasta framlag til öryggisinála í bifreið-
um síðan Volvo fann upp þriggja punkta öryggis-
beltið sem bjargað hefur fjölda mannslífa.