Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991
HÁLENDISVEGIR
MILLI
LANDSHLUTA
urinn liggi í því að Vegagerðin haldi fast við
reglur um vegagerð í byggð með engum þunga-
takmörkunum á vorin vegna aurbleytu og
reiknar þessvegna með að aka burðarlagi að
veginum um allnokkra vegalengd. En ef fallið
sé frá fullri burðargetu og með takmörkunum
stuttan tíma á vorin kostar km ekki 7,2 milljón-
ir heldur eina milljón í samræmi við vegalögn
Landsvirkjunar. í lausiegum útreikningi virðist
sem vegir með bundnu slitlagi til Norðurlands
og með „afleggjara" til Austurlands myndu
kosta 3 til 3,5 milljarða. Samsvarar það verði
þriggja skuttogara eða gerð jarðganga með
einni akrein um 8 km leið. Bent er á að land-
flutningar séu hagkvæm og góð þjónusta í
löndum þar sem vegkerfi er til. Á móti komi
að fækka megi flugvöllum og fækka ferðum
og lækka kostnað við flutningakerfi á sjó.
Ýmis annar ávinningur yrði af góðum hálendis-
vegum s.s. lækkun vöruverðs (um 0,83% með
hverjum 100 km í styttingu), þeir koma að
mestu í veg fyrir utanvegaakstur og þeir skapa
grundvöll fyrir markaðssamvinnu Norður-,
Suður- og Áusturlands.
Hvað snjóavandamálin snertir og möguleika
á að halda vegum opnum sýnist honum það
tæknilega vel mögulegt, ef rétt leið er valin
og bendir á snjóléttu rennurnar sem teygja sig
upp á hálendið úr norðri meðfram Skjálfanda-
fljóti og úr suðri upp með Þjórsá. Og sem fyrr
er sagt þarf Landsvirkjun, sem þegar hefur
lagt 600 km af vegum, hvort sem er að leggja
þarna veg. Landvirkjunarvegur er þegar kom-
inn upp að efstu Kvíslarveitu, á móts við Amar-
fell.
Tvöföld búseta styður þjónustuna
Víkjum nánar að hugmyndum Trausta um
það hvemig lífsmagn streymir með ferðum og
tvöfaldri búsetu út frá höfuðborginni. Þar er
fjallað um þann möguleika að hleypa þeim
straumi sem verið hefur til þéttbýlisins aftur
út á land í formi aukinnar ferðamennsku og
sumardvalar, sem með iengdum dvalartíma
getur svo orðið vísir að tvöfaldri búsetu fólks-
ins í landinu, þannig að sem flestir íbúar þess
nái að njóta bæði þess sem þéttbýli og sveit
hefur upp á að bjóða. Fjárfesting hefur verið
geysileg í þjónustukerfum landsbyggðarinnar
á sl. tveimur áratugum og bent er á að þessi
þjónustukerfi séu einmitt forsenda og að hluta
beinlínis ástæðan fyrir því að ferðaiðnaður
hefur tekið að blómgast á landsbyggðinni.
Samhliða og í kjölfar þess hefur síðan það sem
kalla má frumstig tvöfaldrar búsetu tekið að
þróast. Ekki vantar að íslendingar hafi nú eign-
ast tækin til ferða milli bústaða. Nú er einn
bíll á hveija tvo íbúa, en voru 1960 voru 10
um hvem bíl. En vegna hins slæma vegakerf-
is hefur aukning umferðar út á land þó tak-
markast við þröngan hring út frá höfuðborg-
inni. Á skrá Fasteignamats ríkisins eru 6.000
bústaðir á skrá, en talið að þeir séu 7.000. Á
hálendinu munu vera 300-500 skálar og fáir
þeirra á skrá. Og stór og vaxandi flokkur íveru-
staða tvöfaldrar búsetu eru orlofshús starfs-
mannafélaga, sem orðin eru 500-600, auk
veiðihúsa og húsa við bæi og í þorpum sem
nýtt eru af kaupstaðabúum.
Sem dæmi um tekjur sveitarfélaga af þessu
nefnir Trausti að Grímsneshreppur fær rúmar
10 milljónir í gjöld af 1.000 bústöðum á ári.
íbúar hreppsins eru um 260, svo að tekjur eru
vel yfir 100 þúsund krónur á hveija fjöl-
skyldu. Fyrir utan þetta koma tekjur af sölu
bústaðalanda, 200-500 þúsund á lóð, eða gjald
eftir leigulóð, 20-30 þúsund á ári. Þá skapar
bygging bústaðanna, Iögn vega, hita- og vatns-
veitu mikla atvinnu. Og þegar húsið er risið
og fólk fer að búa í bústöðunum, kaupir það
ýmsa aðra þjónustu í sveitinni. Mestan hluta
þess hagnaðar sem af þessari nýju byggðaþró-
un leiðir, nýtur nú aðeins svæði, sem er innan
við 100 km hrings út frá höfuðborginni. Telur
Trausti að þennan fjarlægðarhring verði að
ijúfa og nefnir ýmsar aðgerðir, sem ekki er
rúm til að fara út í hér. En sé reiknað með
hálendisvegum, birtist alveg ný sýn, því þá
gætu bílar farið norður eða austur á land að
morgni og komið aftur til baka síðdegis sama
dag.
Þá talar Trausti um hagræðið sem þjónustu-
kerfi landsins er að því að fá meiri nýtingu.
„Þjónustukerfi byggðust fyrst upp í höfuðborg-
inni, síðan komu bæirnir og nú síðast kauptún-
in og sveitimar. Þjónustukerfi þessara tveggja
síðastnefndu byggðaeininga eru því mjög ný
og fullkomin og má þar nefna nýjar hitaveit-
ur, sundlaugar, heilsugæslustöðvar og bóka-
söfn. Þessar síðastnefndu fjárfestingar nýtast
best í þróun og uppbyggingu tvöfaldrar búsetu
FráHraysiskvfi
aö Mýri
720 mflljónfr
Meö gsrö Stafns-
vatnsvlrkjunar t
Frá T angnafsf Isjökll
«1 Fljötsdals 1.000 mliij.
Á svæðinu með lóðréttu strikuninni er
vegagerð hagkvæm vegna lítilla breyt-
inga á hæðarlegu vega. Einnig er þar
allgott vegaefni. Þverstrikunin sýnir
vatnaskil, en með því að fylgja stefnu
þeirra þarf ekki að fara yfir farvegi
stórra áa.
Á íslandi er ekki til nein fjölfarin leið,
sem geti gefið ferðamönnum góða þver-
sniðsmynd af landinu. Myndir sýnir tillögu
að slíkri leið.
Hringvegurinn dregur að sér byggð, bæði utan af annesjum og innan úr sveitum (sjá
minna kortið),. Á líkan hátt og fiskurinn dró byggð áður frá miðju út á ystu annes,
munu auknar orkuframkvæmdir og ferðaiðnaður draga starfsemina nær miðju lands-
ins.
Á þessu korti sést, svörtu strikin, hve langt vegirnir eru þegar komnir upp á hálend-
ið, t.d. Kvíslavegur á Sprengisandsleið, og er tengingin þar á milli sýnd með hvítum
vegum. Nefndar kostnaðartölur miða við forsendur Vegagerðar, en Trausti bendir á
að gera megi vegina miklu ódýrari með minni burðargetu og Iokun stuttan tíma á vorin.
flgnar Olsen,
Landsvirkjun:
SAMRÁÐUM
VEGAGERÐ
„ VIÐ HÖFUM rætt við Vegagerðina um
þessa hálendisvegi og ég á von á því að
samráð verði í vali á
vegarstæðum á þeim
köflum þar sem þetta
getur fallið saman,"
sagði Agnar Olsen, for-
stöðumaður verkfræði-
deildar Landsvirkjunar,
þegar hann var spurður
hvemig mönnum þar á
bæ litist á þessar hug-
myndir um varanlega
vegi yfír hálendið sem
fram koma hjá Trausta Valssyni.
Inntur nánar eftir því kvaðst hann vera
að tala um Sprengisandsleiðina, frá
þeim stað við Kvíslaveitu sem vegurinn
er kominn og norður af. „Þegar er búið
er að breyta línuleiðinni. í stað þess að
iínan liggi um Bleiksmýrardal og til Akur-
eyrar mun hún liggja niður í Bárðardal.
Þannig fylgir hún betur Sprengisands-
leiðinni. En þar er um línuveg að ræða,
sem gæti kannski orðið vísir að varanleg-
um vegi. Við mundum því hafa samráð
' Bárðardalinn og austur um að Jökulsá á
Brú. Vegagerðin vill koma þarna inn í
og vera með í vali á vegarstæði og út-
færslu á línuvegi, þótt hún leggi ekki þar
til fé.“
og ferðaiðnaðar og er litlum sveitarfélögum
með dvínandi atvinnutækifæri geysilegur
styrkur að því að fa þessa aðila til að taka þátt
í uppbyggingu fyrnefndra kerfa með sér. Jafn-
framt leiðir þetta til þess að nýting á þeim
nægir til að reka þau áfram, jafnvel þó fólkinu
sem býr á svæðinu allt árið, haldi áfram að
fækka.
Uppbygging í innlendum og erlendum ferða-
iðnaði hefur síðustu áratugi enn sem komið
er, verið byggðunum mikilvægari en tvöföld
búseta.“ Nefnir Trausti að störfum í þessum
greinum hafi fjölgað á síðasta áratug úr 2.000
árið 1980 í 4.000 árið 1990 og gætu fyrir alda-
mót verið orðin 8.000. Snjöll form á samnýt-
ingu þess sem fyrir er hafi verið fundin upp,
svo sem Edduhótelin, ferðaþjónusta bænda
o.fl. Aðstöðumunur þessara nýju atvinnugreina
á landsbyggðinni er geysilegur miðað við SV-
homið. Á SV-hominu hefur þegar tekist að
lengja aðalferðamannatímann á vorin og haust-
in og hótel sem geta boðið ráðstefnuaðstöðu
em einnig fullbókuð mestallan veturinn. Gisti-
staðir innan hins þrönga hrings útfrá höfuð-
borginni njóta einnig þessarar ráðstefnuþróun-
ar, svo sem Örk og Hótel Selfoss. Og Trausti
spyr sig hvað þurfi að ráðast í miklar fjárfest-
ingar til þess að auka tekjur af ferðamannaiðn-
aði, bæði fyrir innlendan og erlendan markað.
Svarið er: ótrúlega litlar að því gefnu að aukn-
ingin verði fyrst og fremst úti á landsbyggð-
inni og þá helst á því tímabili sem ferðaþjón-
ustuaðstaðan annars er minnst nýtt.
En hvar stendur þá hnífurinn í kúnni? Hvað
þarf að gera til þess að heilsársflæði ferða-
mennskunnar nái út fyrir SV-Iand? Svarið er:
Umbætur í samgöngumálum og þá fyrst og
fremst í vegamálum. Og enn erum við komin
að hálendisvegunum ef allt landið á að vera
með í myndinni og nægilega stutt til allra
staða.
Virkjanabúðir verði þjónustustöðvar
Ávinningi ferðamála af hálendisvegum er
lýst sérstaklega í bók Trausta og aðeins hægt
að stikla hér á stóm. Lýst er möguleikum
„þversniðsleiðar" yfir landið, frá Suðvestur-
horninu, yfir láglendi, uppsveitir og síðan há-
lendið milli jökla. Krafa hins almenna erlenda
ferðamanns er að sjá sem mest af þessu á sem
skemmstum tíma. Núverandi pendúlferðir út
frá Reykjavík gefa ófullkomna mynd og hring-
vegurinn, 1400 km, er of langur, segir Trausti.
En ef hinn almenni ferðamaður, erlendur sem
innlendur, á að geta notið þessarar þversniðs-
leiðar og nýju hringleiðanna, þarf að byggja
allgóðar þjónustumiðstöðvar með um 150 km
millibili á þessum leiðum. Lýsir hann einni slíkri
miðstöð, þar sem hann leggur til að vinnubúð-
ir Landsvirkjunar við fimmta og síðasta áfanga
Kvíslaveitna verði hannaðar á þann veg að þær
geti orðið þjónustumiðstöð og fjallahótel er
framkvæmdum lýkur. Sá háttur sé víða hafður
erlendis, t.d. í Sviss þar sem mörg fjallahótelin
í Alpastílnum voru í upphafi reist sem virkjana-
búðir. Fjallar Trausti um fleiri lítil þorp, virkj-
anabúðir sem Landsvirkjun verður að reisa á
öllum þeim stöðum sem hún hefur framkvæmd-
ir á, oftast 400-500 manna þorp, þar sem lagt
er frárennslikerfí, vegir, vatnsveita, rafmagn-
sveita, byggð mötuneyti, bensínafgreiðslustöð,
vélaverkstæði o.s.frv. Oftast byggt úr færan-
legum einingum, sem fluttar eru burt, en helm-
ingur fjárfestingarinnar verður þar eftir í veg-
um og tugmilljóna lögnum. Hugmynd bókar-
höfundar er sú að þessum þorpum sé í upp-
hafi þannig valinn staður og þau skipulögð á
þann veg að einhver þeirra geti orðið ferðaman-
namiðstöðvar og fjallahótel. Stingur hann upp
á að heimamenn fái fremur svona fjallahótel
í stað e.t.v. 1.000 milljóna til áburðadreifingar
á land sem nýtist æ færri kindum. Þarna er
enn ein ástæðan til þess að reynt verði að
átta sig á og taka afstöðu til þessara hug-
mynda og hafa einhveija framtíðarsýn.
Sumarið 1990 var áætlað að 18 þúsund
manns færu um Sprengisand og flestir í rút-
um. Nefnir Trausti nokkrar stuttar hringleiðir
út frá hálendisvegi, sem liggja bæði í byggð
og utan hennar, og telur að tekjur af þessum
hringleiðum gætu orðið miklar. Ef reiknað sé
með 300 bflum á dag, sem er svipað og á
uppsveitavegum í 4 mánuði, yrðu bílferðirnar
36 þúsund talsins. Sé reiknað með 2,5 farþega
í bíl, yrðu farþegar 90 þúsund. Ef svo er reikn-
að með að eyðsla sé 10 þúsund krónur á far-
þega á þessum hringleiðum, yrðu tekjur heima-
manna af þessu um 900 milljónir. Og Trausti
bendir á: Sennilega átta menn sig ekki al-
mennt á því, að sú mikla og góða þjónusta sem
Reykjavík hefur upp á að bjóða, veitingahús,
hótel o.s.frv., væri ekki möguleg nema af því
að 70-80 þúsund útlendingar gista þar og eyða
miklu fé á ári hveiju.
Það er ekki tilviljun að Trausti Valsson dríf-
ur út slíka bók nú með nýunnum upplýsingum,
sem ná allt fram á nýbyijað ár. Þótt bókin
nefnist Framtíðarsýn og vísi til 21. aldarinnar,
þá er ljóst að ef á að nýta möguleika og hag-
kvæmni af því að verið er að hefjast handa
um virkjunar- og línuvegi, auk stórra vinnu-
búða á hálendinu, verður að taka afstöðu til
þessara tillagna.
EKKITIL
PENINGAR
,,Það er sitthvað, hraðbraut yfir hálend-
ið eða vegir eins og Landsvirkjun er
að leggja," sagði Jón
Birgir Jónsson, tækni-
forstjóri lýá Vegagerð-
inni, þegar borin var
undir hann hugmyndin
um hálcndisvegi sem
hér er til umræðu. Og
bætti við: „Landsvirkj-
un er að leggja 1-2
miiyónir krónur i
hvern kílómetra í sín-
um hálendisvegum og
ætlar ekki að brúa eða leggja þar ræsi.
En ef um er að ræða alvöruveg með
bundnu slitlagi til hraðakstur cins og
mér skilst að þarna sé talað um, þá fer
kostnaður upp í 10-15 milljónir á kiló-
mctcrann. Og hjá Vegagerðinni cru
ekki til peningar í það. Vegakerfið í
byggð er enn ómannsæmandi. Varla
hægt að fara í þetta meðan svo er.“
Jón Birgir sagði að fyrir 1-2 milljónir á
km mundi Landsvirkjun auðvitað velja
ódýrustu staðina. Vegir þeirra mundu
liggja í hlykkjum og ekki víkja frá línu-
stæðunum. Ef um hraðbraut væri að ræða
þá mundi þurfa að leggja hana á öðrum
stað. „Okkur vantar ekki viljann. En við
neyðumst bara til að velja og hafna," sagði
Jón Birgir.