Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ét5íl5ÆjÍÍXGt/á 17. FEBRÚAR 1991
23
ur, í Borgarnes, þar sem Árni lézt
13. ágúst 1967 en kona hans tæpu
ári seinna eða 4. apríl 1968. Þessa
fallegu lýsingu á Áma létu mér í té
Sveinn Aðalsteinsson, verzlunar-
maður í Kópavogi, og Bjami Bach-
mann, kennari í Borgarnesi, og nem-
andi Árna í glímu í hádegishléum.
Sveinn var mðrg sumur hjá þeim í
sveit pg er bróðursonur Sigríðar,
konu Áma.
7. Rannveig, f. 15. marz 1898.
Rannveig ólst upp á æskuheimili
sínu, Hreimsstöðum, fram að ferm-
ingu. Hennar starf á heimilinu var
að gæta yngri barnanna og snemma
lærði hún til verka og að veita hjálp
á heimilinu. Hún naut engrar skóla-
göngu, en það kom ekki að sök, því
hún var bæði bókhneigð og stál-
minnug og hafði hið mesta yndi af
ljóðum og rímum. Hún menntaði sig
sjálf, eftir því sem hún gat og var
á ýmiss konar hagnýtum námskeið-
um, s.s. í matreiðslu og hannyrðum.
Eftir fermingu hóf hún þegar störf
hjá vandalausum á ýmsum bæjum í
Borgarfirði, s.s. Hamri í Borgar-
hreppi og Ferjukoti, sem bæði voru
hin mestu myndarheimili. Einkennd-
ust störf hennar af trúmennsku og
vandvirkni. Var það góður undirbún-
ingur fyrir húsfreyjustörfin seinna.
Þá var Rannveig vor- og sumartíma
hjá foreldrum Guðmundar Jónsson-
ar, skólastjóra, á Torfulæk í A-
Húnavatnssýslu. Varð þetta mikið
vinafólk hennar og endurnýjuðust
kynnin við það er Guðmundur flutt-
ist að Hvanneyri og varð nágranni
hennar. Frá Ferjukoti réðst Rann-
veig til Daniels Fjeldsted Teitssonar,
f. 10. október 1892, d. 20. júlí 1974,
árið 1923, en hann hafði þá hafið
búskap það ár að Bárustöðum í
Andakíl. Felldu þau hugi saman og
giftust 29. júní 1924. Þau eignuðust
2 dætur og 3 syni. Af þeirra bömum
er Helgi sonur þeirra látinn. Eftir
19 ára búsetu á Bárustöðum flutti
fjölskyldan að Grímarsstöðum í
sömu sveit eða árið 1942. Rannveig
var ákaflega myndarleg húsmóðir,
gestrisin og greiðug og flínk að
rækta grænmeti. Hún var hjartahlý
og mátti ekkert aumt sjá og dýravin-
ur hinn mesti. Hún var skyggn, ber-
dreymin og forspá, svo sem hún
átti ætt til, en þrátt fyrir, að hún
færi fjarskalega dult með slíkt, leit-
uðu margir til hennar í þeim efnum.
Hjá þeim hjónum lézt Helga móðir
hennar þ. 13. febrúar 1956, sem var
annáluð þrek- og dugnaðarkona.
Rannveig hafði ekki síður sömu eðl-
iskosti. Bjuggu þau hjón ein til árs-
ins 1947, en þá hóf Teitur sonur
þeirra búskap með þeim, en árið
1954 tók hann við jörðinni allri.
Rannveig hélt upp á síðasta afmælis-
dag sinn með rausn og með þeim
ummælum, að þeir yrðu ekki fleiri.
Tveimur dögum síðar var hún látin
eða 17. mars 1966.
8. Guðbjami, f. 7. maí 1899. Var
ráðsmaður í Feijukoti í 9 ár hjá Sig-
urði Fjelsted en kaupir Laxholt í
Borgarhreppi 1929 að áeggjan Sig-
urðar. Hann býr í fyrstu með Helgu
systur sinni, en kvænist 8. maí 1933
Sigurlínu Hjálmarsdóttur, f. 21.
september 1899, ættaðri úr Aðalvík,
frá Glúmsstöðum í Sléttuhreppi.
Byijuðu þau búskap á Stað í Borgar-
hreppi, sem er nýbýli úr Laxholtsl-
andi, en í apríl 1939 fluttu þau á
eignaijörð sína, Straumfjörð á Mýr-
um. Þau eignuðust son og dóttur.
Sonurinn býr í Straumfirði en dóttir-
in í Borgarnesi. Sigurlína lézt langt
fyrir aldur fram á Kyndilmessu 2.
febrúar 1940. Guðbjami bjó áfram
í Straumfirði með fjölskyldu sinni
að undanteknu árinu 1949/50. Þá
dvelur hann á Langárfossi með fjöl-
skyldu sinni með Árna bróður sínum
og konu hans. Guðbjarni var mjög
verkhagur og það sópaði að honum.
Hann var hið mesta glæsimenni.
Hann bjó með Magnúsi syni sínum
í Straumfirði til ársins 1979, en eft-
ir þann tíma var hann til lækninga
á Ákranesi og deyr þar 22. júní 1980.
9. Helga, f. 3. nóvember 1900.
Hún er tekin ung í fóstur að Dals-
mynni í Norðurárdal af Vigfúsi
bónda Bjarnasyni og konu hans,
Þorbjörgu. Fer til Reykjavíkur 1923
að læra hjúkran, sem hún lærir í
einn vetur en kemst ekki í fram-
haldsnám á Vífílsstöðum, þar sem
hún hafði ekki tekið berklasmit. Þá
ræðst hún til Ellingsen fjölskyldunn-
ar í Reykjavík og starfar þar í 5 ár,
og þótti öllum þar mjög vænt um
hana. Helga var lítil, dökkhærð og
hnellin. Þessar upplýsingar lét mér
í té frú Erna Ellingsen hér í borg.
Síðan er hún ráðskona hjá Guð-
bjarna bróður sínum, er hann kaypir
Laxholtið, en árið 1932 er hún mat-
ráðskona á Bessastöðum hjá Björg-
úlfi Ólafssyni, lækni, og konu hans.
Helga var mjög flínk í matreiðslu
og bakstri. Þá starfar hún í nokkur
ár við Hótel Borgarnes. Síðan fer
hún til Keflavíkur og vinnur við
mötuneyti. Þar kynnist hún eigin-
manni sínum, Haraldi Jónssyni, f.
18. september 1904, d. 24. ágúst
1964, sem ættaður var frá Litla-Bæ
í Keflavík, þar sem hann var fædd-
ur. Foreldrar hans voru ættuð undan
Eyjafjöllum og úr Rangárvallasýslu
og áttu þau 9 böm, en Haraldur var
7. í röðinni. Hann var sjómaður alla
tíð. Ragnar Guðleifsson í Keflavík
lýsir honum svo í minningargrein
1964: „Haraldur var heldur hlé-
drægur og barst lítið á, en í vina-
hópi var hann hrókur alls fagnaðar
og öllum hugljúfur. Betri vinnufé-
laga varð ekki á kosið. Fóra þar
saman atorka hans og skyldurækni
í störfum, svo og einstök prúð-
mennska." Þau giftu sig 4. maí 1938
og eignuðust dóttur, sem aðeins lifði
í 9 mánuði og son, sem nú býr í
Reykjavík, en dóttur hafði Helga
eignast áður með Sigurði Sigurðs-
syni úr Reykjavík, sem ólst upp hjá
þeim hjónum og býr hún í Keflavík.
Helga lézt í Keflavík 31. marz 1966.
10. Guðlaugur, f. 16. desember
1901. Dáinn tveggja ára á Hreims-
stöðum. (Rangt er nafn hans í Borg-
firzkum æviskrám, þar sem hann
er nefndur Gunnlaugur.)
11. Þorvaldur, f. 23. maí 1903.
Bóndi á Beigalda í Borgarhreppi,
kvæntur Margréti Hallgrímsdóttur,
f. 15. janúar 1882, (rangt er í dánar-
skýrslum frá Hagstofu ísl., að hún
sé fædd 15. júní) ættaðri frá
Hvammi í Vatnsdal. Seinna bjuggu
þau hjón í Reykjavík eða frá 1933.
Þau giftu sig 21. maí 1926 og ólu
upp son Ingibjargar, systur Þorvald-
ar, og Guðrúnu, dóttur Sigurðar,
bróður Þorvaldar, frá 10 ára aldri,
en vora sjálf barnlaus. Þorvaldur
vann að múrverki, lengst af hjá
Steinstólpum, eftir að hann flutti til
Reykjavíkur, en síðustu árin við
benzínafgreiðslu hjá Þrótti á Rauð-
arárstíg. Þorvaldur varð bráðkvadd-
ur á nýársdag 1962. Margrét lifði
bónda sinn og lézt 21. október 1967.
Þau voru mjög raungóð og máttu
ekkert aumt sjá og vel látin af öll-
um, sem þau þekktu.
12. Ingibjörg, fædd 28. október
1904. Ólst að mestu upp á Hofsstöð-
um í Hálsasveit hjá frænku sinni,
Valgerði Bjarnadóttur, sem var dótt-
ur afa hennar af 1. hjónabandi, og
eiginmanni hennar, Eyjólfi Gísla-
syni, bónda, sem þar bjuggu. Síðar
var hún á Beigalda hjá Þorvaldi
bróður sínum og konu hans, en 1930
flytzt hún til Reykjavíkur. Hún var
mikil skartkona og átti jafnan falleg
föt. Þann 10. júní 1938 giftist hún
Valdimar Bjömssyni, sjómanni í
Reykjavík, f. 5. ágúst 1907, ættuð-
um frá Gafli í Villingaholtshreppi í
Árnessýslu. Þau eignuðust dóttur,
sem býr í Keflavík. Aður hafði Ingi-
björg eignast son, sem býr í
Reykjavík. Ingibjörg lézt í Reykjavík
langt fyrir aldur fram 29. marz
1944.
13. Emil, fæddur 14. júní 1906.
Árið 1911 fer hann í fóstur til hjón-
anna Elínar Ólafsdóttur og
Hallgríms Sigurðssonar, sem þá búa
á Hreðavatni, en árið 1914 bregða
þau búi og flytja sig yfir að Svartag-
ili í sömu sveit. Þá fer Emil að Svein-
atungu í sömu sveit til Brynjólfs,
móðurbróður síns, sem þar bjó fyrstu
4 árin. Síðan fer hann að Hvammi
í Norðurárdal til Sverris Gíslasonar
og konu hans, þar sem hann dvelur
í 9 ár. Síðan liggur leiðin til
Reykjavíkur, þar sem hann vann á
búi Thors Jensen í ár. Þá að Mýrar-
húsum á Seltjarnarnesi og síðan sem
starfsmaður KRON 1940-48. Vann
síðan við múrverk. Emil kvæntist
17. maí 1940 Ólafíu Guðrúnu Magn-
úsdóttur, f. 10. apríl 1907, skáld-
konu, ættaðri frá Skallhóli í Miðdöl-
um. Hún lézt 1. nóvember 1948.
Þann 14. júní 1965 kvænist Emil
systur Ólafar, Guðfinnu Magnús-
dóttur, f. 18. september 1904, en
hún lézt 18. maí 1971. Bæði hjóna-
böndin voru barnlaus, en Emil og
Guðfinna ólu upp Ingibjörgu, dóttur
Sigurðar, bróður hans. Hjá henni og
fjölskyldu hennar hefur Emil dvalizt
hin síðari ár, en flutti árið 1988, um
haustið, á Hrafnistu að eigin ósk.
14. María, f. 25. júní 1908. Alin .
upp í Klettstíu í Norðurárdal frá
fjögurra ára aldri. Fyrst af hjónun-
um Sigurborgu Sigurðardóttur og
Jóhannesi Jónssyni, bónda, er þá
bjuggu þar. Seinna af Jóni, syni
þeirra hjóna, og konu hans, Sæunni
Klemenzdóttur, en hún var systir
húsfreyjunnar í Króki, Arndísar
Klemenzdóttur. Hjá þessu góða fólki
átti María athvarf í tæplega 30 ár,
en þá flytur hún til Reykjavíkur,
skömmu eftir 1940, og vinnur við
hússtörf og þrif á opinberum stofn-
unum. Fékk hún hvarvetna gott orð
fyrir trúmennsku og vandvirkni í
störfum sínum. Þann 1. desember
1956 giftist María Magnúsi Þorláks-
syni, símaverði, f. 7. nóvember 1895,
ættuðum frá Brokey á Breiðafirði,
sem lengi starfaði hjá Landssíma
íslands. Bjuggu þau hjón í Meðal-
holti 2 hér í borg. Mann sinn missti
María 4. júní 1965. Þau voru barn-
laus. Nokkurn tíma bjó hún áfram
í íbúð sinni, unz hún flutti á Dvalar-
heimili aldraðra í Borgarnesi, þar
sem hún lézt 6. ágúst 1988. Klem-
enz Jónsson, leikari, frá Klettstíu,
ritaði fallega minningargrein um
Maríu í Morgunblaðið 8. september
1988.
15. Leifur, f. 2. júní 1909. Ungur
fór hann í fóstur til Einars, móður-
bróður síns, að Skarðshömrum og
Oddnýjar, konu hans. Þar ólst hann
upp og átti heimili sitt alla tíð síðan.
Áslaug Eiríksdóttir, nágranni hans
frá Glitsstöðum í Norðurárdal, sem
er næsti bær við Skarðshamra, skríf-
aði fallega minningargrein um Leif
í Morgunblaðið 7. nóvember 1984,
en Leifur lézt 20. september 1984
á Akranesi, þar sem hún lýsir Leifi
á eftirfarandi hátt: „Hollur granni
er gulli betri. Hann (Leifur) var sami
aufúsugesturinn, hvort heldur hann
kom til þess að rétta fram vinnufúsa
hjálparhönd eða til að lífga upp á
tilverana með spjalli. Hann var
traustur, góðviljaður og hógvær
drengskaparmaður. Hann kom sér
vel og eignaðist vini, hvar sem hann
kom. En lífið var stundum erfitt.
Heilsan ekki sterk. Oft þurfti hann
að fara á sjúkrahús til aðgerða.
Síðustu árin vora þó erfiðust allra,
og hann var áreiðanlega hvíldinni
feginn, þegar kallið kom.“ Eftir lát
móðurbróður síns og konu hans átti
Leifur heimili sitt með börnum
þeirra, þeim Árna og Laufeyju, sem
nú era látin og Jóhannesi, sem dvel-
ur nú á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
16. Sigurður, fæddur 29. apríl
1913. Hann var alinn upp á Bekans-
stöðum í Skilmannahreppi. Var lengi
starfsmaður JL hér í borg. Hann
kvæntist Ágústu Sumarliðadóttur,
ættaðri frá Stykkishólmi, þ. 29. nóv-
ember 1939, en þau skildu seinna.
Þau eignuðust 2 syni og 4 dætur.
Sigurður dvelur nú á Valshamri í
Álftaneshreppi hjá dóttur sinni,
Sveinfríði, og eiginmanni hennar,
Helga Hálfdánarsyni, bónda.
Það, sem hér er skráð, er í sumum
atriðum ósamhljóða Borgfirzkum
æviskrám, og telst það, sem frá-
brugðið er, leiðrétting á því, sem þar
hefur verið skráð um þessa fjöl-
skyldu. Börn hennar voru öll meira
og minna dulræn og a.m.k. 3-4
þeirra vissu lengra en nef þeirra
náði, ef svo má að orði komast. Það
sýnir, að enn lifa forspáir með þjóð
vorri. Hitt er ekki síður merkilegt,
að börn hennar verða öll nýtir þegn-
ar þjóðfélagsins vegna eigin dugnað-
ar og vinnusemi. Ég þakka öllum
niðjum barna þessara sem aðstoð-
uðu, svo og öllum öðrum, skyldum
sem óskyldum, kærlega fyrir upplýs-
ingar þeirra, sem komu að góðu
gagni.
Elín Karitas Thorarensen
skór
NYKOMNIR
Teg. 9463/4
Litur: Svart leður
Stærðir: 36-47
Verð kr. 4.995,-
Ecco-skðr
gæðanna vegna
Laugavegi41,
sími 13570
C-Moll messa
með Berlinar Filharmonian, stjórnandi Herbert von Karajan.
Mozart samdi messuna 1782 ári áður en hann giftist Constanze Weber. Faáir
hans réðst á móti giftingunni á óvissutímum á ferli Mozarts. Mozart lofaái sjálfum
sér ef hann fengi Constanze myndi hann semja stórmessu sem frumflutt yrbi í
Salzburg er hann kynnti frúnna fyrir fjölskyldunni og Constanze ætti a& syngja í
Messunni.
"Fegurð og innileiki Karajans útgáfunnar á C-Moll messunni miklu er einstök."
*** Penguin Guide to Compact Discs
*M U S I K Sígild vers/un - Vaxandi úrvai!
~hT]Tai Tiöluv e r sl'un Laugavegi 24 sími 18670
Skálholt — Kirkjur
er gullfalleg bók, kjörgripur um sögu og glæsileik
Skálholtsstaðar, hins forna höfuðstaðar.
Þessa bók má enginn unnandi listar og menningar
láta fram hjá sér fara. Hún er í stóru broti, 302
bls., prýdd 300 myndum og teikningum sem
einstæðar þykja.
Höfúndurinn, Hörður Ágústsson, hlaut íslensku
bókmenntaverðlaunin 1990*, sem forseti Islands
afhenti 10. janúar 1991. Hörður er meðal helstu
listmálara okkar og landsþekktur fræðimaður um
íslenska byggingarsögu.
'í flokki fræðirita.
HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG
SÍÐUMÚLA 21
SÍMI 67 90 60 Sendum ípóstkröfu.