Morgunblaðið - 17.02.1991, Page 34
n
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRt i k UM:áuNi4uBÁG§R:i7; FEBRÚAR 1991
'Krumpuð
og slímug
StúlkaH Stelpan kom á fleygiferð
út úr konunni minni og lenti í
fanginu á ljósmóðurinni sem lamdi
í barnið. Barnið? Það verð ég að
segia alveg eins og er að ég hef aldr-
ei séð neitt jafn
krumpað og
slímugt síðan ég
fékk heiftarlega
kvefkastið haust-
ið '75. Það var
ekki nóg með það,
heldur var litar-
hátturinn svona
eftir Steingrím eins og fjólublátt
Olafsson litaspjald frá Mál-
aranum, Grensásvegi, og var sem
vinsælastur sem litur í svefnher-
bergjum á timum blómabarna og
kommúna. Lítið, dálítið feitt,
slímugt, fjólublátt kríli, með klesst
nef, kreppt saman i kúlu og öskraði
og öskraði. Ég horfði á barnið
drykklanga stund, síðan á konuna
mína, og þá vissi ég að ég var lent-
ur í öðru sæti fyrir fullt og allt. Ég
er ekki lítill, ekki feitur, ja, ekki
svo mjög, ekki slimugur að eðlis-
fari, ekki fjólublár og er ekki í kúlu.
Samt var ég rótburstaður. Þá ákvað
ég að hefna mín. Ég skyldi beita
öllum brögðum til að falla ekki í
skuggann. Ég skyldi sjá til þess að
samband þeirra yrði ekki nærri
jafn gott og samband okkar. Ég
ætlaði mér að ná nýfæddu stúlku-
barninu á mitt vald, ala hana upp
undir mínum verndarvæng, undir
minu eftirliti!!! Með því væri auð-
velt að sjá til þess að hún tryði
ævinlega öllu sem ég segði og hag-
aði sér eins og ég bæði hana um.
Þannig gæti ég tryggt að ég félli
ekki í skuggann af henni. Ha-ha!!
Mitt fyrsta skref var að taka upp
skærin og heimta að fá að klippa á
naflastrenginn. Það var auðfengið.
En þá tók ljósmóðirin barnið og
rétti konunni minni sem setti það
á bijóst sér. Ég sá tengslin mynd-
ast, svo ég vissi að ég yrði að bregð-
ast skjótt við. Ég hugsaði leifturs-
nöggt og reif stúlkuna úr fanginu
á konunni minni. Öskrin mögnuð-
ust um allan helming, því nú bætt-
ist konan mín í grátkórinn. Ég leit
yfir hópinn inni á fæðingarstof-
unni. Þarna stóð ljósmóðirin
hvítklædd hágrátandi og úrvinda
eftir velheppnaða fæðingu. Konan
mín i einhveijum fæðingarbol,
sveitt, sloj, bólgin en grátandi af
því að ég hélt á barninu. Og loks
barnið. Krumpað og beyglað. há-
grátandi yfir að vera komið í heim-
inn. Þijár grátandi konur, og ég.
Spyijið hvern sem er hvað erfiðast
er að standast og svarið verður yfir-
leitt: „Grátandi kvenfólk." Auðvitað
gafst ég upp, rétti konunni minni
grátandi stúlkubarnið og grét með.
Eftir þetta leið tíminn hratt. Til
allrar óhamingju fyrir þær, lenti
konan mín á fæðingarstofu með
tveimur öðrum konum. Ekki vegna
þess að konan mín sé svo óeðlilega
íeiðinleg, heldur vegna þess að
þetta þýddi að konurnar sætu uppi
með mig. Ég var mættur hálftíma
áður en pabbatímarnir byijuðu og
var klukkustund eftir að tímanum
lauk. Ástæðan var sáraeinföld.
Konan mín var nefnilega svo sann-
færð um að hún myndi eignast
sveinbarn, að hún neitaði gersam-
lega að ræða stúlkunöfn. Valið var
drengjanafn ef strákurinn yrði ljós-
hærður og blíður og annað ef hann
yrði dökkhærður og ákveðinn. Það
var því kannski ekki skrýtið að
minni yrðl brugðið þegar strákur-
inn reyndist ekki vera með neitt
dinglandi á milli lappanna. Helm-
ingurinn af pabbatímanum fór því
alltaf í að ræða nöfn. „Hvað um
Svandis?" spurði ég. „Æ nei, ég
þekki eina sem heitir það og hún
er alveg agalega leiðinleg," sagði
konan mín. „En Diljá Hödd?" spurði
hún. „O nel, það er alveg eins og
eitthvað kommúnistabarn," sagði
ég. Þannig fórum við yfir aila síma-
skrána. En verkurinn hvarf ekki.
Átti að skíra í höfuðið á mömmu
eða tengdamömm”? En ömmu?
Haldiði kannski að það sé eitthvað
auðvelt að finna nöfn á börn? Svör-
in fundust hvergi. Hvernig á maður
að geta horft á lítið, krumpað, fjólu-
blátt, organdi barn og valið nafn á
persónuleika sem ekki er til staðar?
Jú, maður velur nafn og síðan
þröngvar maður persónuleikanum
upp á barnið. En mín fékk nafn
að lokum. Steinunn Edda Steingr-
ímsdóttir og hún notar helling, hell-
ing af blejjum.
Met þátttaka var í hátíðarhöldunum og myndaðist fljótlega löng biðröð við tunnuna.
ÖSKUDAGURINN
Keflvíkingar hafa tekið upp
sið Akureyringa
Keflavík.
FYRIR nokkrum árum var sá
síður tekinn upp í Keflavík aðslá-
„köttinn úr tunnunni“ á öskudag-
inn eins og tíðkast hefur á Akur-
eyri í áratugi. Þetta tiltæki hefur
mælst vel fyrir hjá ungu kynslóð-
inni sem hefur ekki látið sitt eft-
ir liggja að festa þennan norð-
lenska sið í sessi.
*
Aður en ráðist var til atlögu við
„köttinn í tunnunni“ sem var
við Myllubakkaskóla gengu börnin
um götur bæjarins og létu rigningu
ekkert á sig fá og má telja víst að
met þátttaka var I hátíðarhöldunum
að þessu sinni.
BB
„Kötturinn sleginn úr tunnunni“ — og ekkert gefið eftir. Þetta er
tiltölulega nýr siður í Keflavík, en hefur eigi að síður festst fljótt í
sessi. Morgunblaðið/Björn Blöndal
9KUS.
18.FEB.
gengur Landsbankinn til
samvinnu vió Skagfirðinga
I fnimJialdi af kaupum Landsbankans á Samvinnu-
bankanum flyst útibúiö í nýtt húsnæði í Skagfiröinga-
búö á Sauðárkróki og opnar þar undir merkjum
Landsbankaas. Iandsbankinn býöur viöskiptavini
Samvinnubankans á Sauöárkróki og í Skagafuði
■vdkomna í nýtt útibú og óskar starfsfólki velfamaðar
undir nýju merki.
Afgreiöslutími útibúsins í Skagfirðingabúð er alla
virka daga frá kl. 9:15 -16:00. Síminn er 95-35353-
Verið velkomin í
Landsbankann. Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
HREMMINGAR
Tvo
sólarhringa
aðlosa
jeppann
Þær fregnir hafa borist, að í
snjóleysinu hafi jeppaeigendur
verið djarfari að fara til fjalla
og öræfa en ella. Raunar fara
þeir ekki síður á öræfin er snjór
hylur þau, því jepparnir eru
margir sérbúnir til slíkra ferða.
Þó getur altaf brugðið til beggja
vona eins og dæmin sanna,
kannski fremur í snjó- og frost-
leysi, því þá er hættara við bleyt-
um og þunnum isalögum yfir ám,
vötnum og mýrafenjum. Mynd-
irnar sem hér birtast voru teknar
er vel búinn og öflugur jeppi fór
á kaf í Fúlukvisl á Kili skömmu
fyrir áramótin. Rjúpnaskyttur
voru á ferð á tveimur bílum, tvær
í hvorri. Ein þeirra ræddi um
atvikið við Mbl, en við nefnum
engin nöfn.
Yið komum á Fúlukvísl, en ísinn
var þunnur og strákurinn ók
of hratt, ísinn brotnaði og bílinn fór
á kaf. Það var ekki viðlit að losa
hann og gerðum við þó hvað við
gátum. Við vorum t.d. með annan
öflugan bíl til taks og beittum hon-
um eins og hægt var, en allt kom
fyrir ekki. Það er ekki að orð-
HÆTTIÐ
AÐ
BOGRA
VID
ÞRIFIN!
n ú fást vagnar með nýrri vindu
par sem moppan er undin með
einu handtaki án þess að taka
þurfi hana afskaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta þýðir auðveldari og betri þrif.
Auðveldara,
fljótlegra og
hagkvæmara!
IBESTAI
Nýbýlavegi 18
Sími 641988