Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 2
8 2 teer sham .8 HUOAQUTgöH aiaAjaviuoflOM HORGUMBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. MÁRZ 1991 Buið að frysta 600 tonn af loðnuhrognum í Eyjum Eftir að veiða um 18 þúsund tonn af loðnukvótanum Vestmannaeyjum. í EYJUM hafa verið fryst um 600 tonn af loðnuhrognum á þess- ari vertíð. Frystihús í Eyjum ætla að vinna um 1.100 tonn af loðnu- hrognum í vetur. Þau hafa verið með um 50% af framleiðslunni en Japanir vilja kaupa allt að 4 þúsund tonn af íslenskum loðnu- hrognum á þessari vertíð. Loðna hefur veiðst við Vestfirði og Snæfellsnes undanfarið og einungis er eftir að veiða um 18 þús- und tonn af 175 þúsund tonna loðnukvóta. Ekki er von til þess að kvótinn verði aukinn. Bátar frá Vestmannaeyjum fengu 47 þúsund tonna loðnukvóta en eiga einungis eftir að veiða um 5 þúsund tonn af kvótanum. Fiski- mjölsverksmiðjan (FIVE) hefur tekið á móti um 21 þúsund tonnum af loðnu í ár en Fiskimjölsverk- smiðja Einars Sigurðssonar (FES) 18 þúsund tonnum. FIVE hefur fryst um 270 tonn af loðnuhrogn- um og þar verður í mesta lagi hægt að frysta 420 tonn, að sögn Bernharðs Ingimundarsonar verk- smiðjustjóra. FES hefur hreinsað um 340 tonn og búið er að frysta 310 tonn af því en FES ætlar að frysta 700 tonn af hrognum á þessari vertíð. Greiddar eru 50-60 krónur fyrir kílóið af loðnuhrognum upp úr sjó en 2.000-2.500 krónur fyrir tonnið af úrganginum, sem fer í bræðslu, að sögn Jóns Svanssonar yfírverk- stjóra hjá Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja. Ágæt nýting hefur verið á loðnuhrognunum, eða 5-8%. Tekið hefur verið á móti um 24 þúsund tonnum af loðnu á Eski- fírði á þessu ári, 22 þúsund tonn- um á Neskaupstað, 14 þúsund tonnum á Siglufirði, 12 þúsund tonnum tonnum tonnum tonnum Vinnubrögðin eru óvirðing við Alþingi - segir Sólveig Pétursdóttir um aug- lýsingar menntamálaráðherra „ÞESSI vinnubrögð Svavars Gestssonar menntamálaráðherra eru fyrir neðan allar hellur og óvirðing við Alþingi,“ segir Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgun- blaðið um auglýsingar menntamálaráðuneytisins i Morgunblaðinu og Pressunni í gær. í auglýsingunni í Morgunblað- inu segir að mörgum foreldrum fínnist þeir hafa of lítið að segja um menntun bama sinna en stór- aukið hlutverk foreldranna í skóla- starfí sé meðal þess, sem boðað sé með nýju frumvarpi til laga um grunnskóla, sem lagt hafi verið fram á Alþingi. I auglýsingunni í Pressunni seg- ir að í nýju frumvarpi til laga um grunnskóla séu boðaðar miklar breytingar á næstu tíu árum. Skól- amir verði einsetnir, skóladagur- inn lengist, færri nemendur verði í hveijum bekk og hlutur foreldra í stjómun skóla verði aukinn. Sóttur út á sjó til að tala á landsfundi Vestmajinaeyjum. SVEINN Rúnar Valgeirsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Eyjum og stýrimað- ur á Breka VE, var á miðviku- dag sóttur um borð í Breka VE á miðunum djúpt suður af Eyjum til þess að komast á landsfund Sjálfstæðisflokks- ins. Sveinn hafði áætlað að vera í fríi þennan túr en skyndileg for- föll í áhöfninni skömmu fyrir brottför á sunnudaginn urðu þess valdandi að hann varð að fara með í túrinn. Eyjamenn voru ekki alveg sáttir við að þeirra maður kæmist ekki á landsfundinn enda átti hann að hafa framsögu um sjávarútvegsmál á fundinum í gærkvöldi. Því var brugðið á það ráð, í samráði við Svein, að fínna afleysingamann, sem félagar í Björgunarféiagi Vestmannaeyja fluttu svo á bát sínum, Kristni Sigurðssyni, um borð í Breka, sem var á veiðum um 30 sjómílur suð- ur af Eyjum og fluttu Svein í land. Grímur Morgunblaðiö/Sigurgeir Jónasson Með pokann sinn í land. Sveinn Rúnar Valgeirsson kastar pok- anum sínum frá borði á Breka en björgunarsveitarmenn sóttu Svein á miðin til að hann gæti talað á landsfundinum. tonnum á Akranesi og Þórshöfn, .10 þúsund tonnum í Bolungarvík og Grindavík, 9 þúsund tonnum í Reykjavík, 7 þúsund tonnum hjá Hafsild á Seyðisfirði, 6 þúsund á Reyðaríirði, 5 þúsund á Vopnafírði, 4 þúsúnd í Njarðvík, þrjú þúsund í Sandgerði, á Akureyri og hjá Síldarverksmiðjum ríkisins (SR) á Seyðisfirði, 2.400 tonnum á Raufarhöfn og eitt þúsund tonn- um á Höfn í Homafirði. Á Óíafsfírði hefur ekki verið tekið á móti loðnu á þessari vertíð vegna þess að verksmiðjumar hafa greitt of hátt verð fyrir hráefnið, miðað við afurðaverð, að sögn Magnúsar Lorenzsonar verk- smiðjustjóra fiskimjölsverksmiðju Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR, segir að SR hafi orðið að greiða hátt verð fyr- ir loðnuna á þessari vertíð til að géta keppt við aðrar verksmiðjur urn hráefnið. Hráefnisverðið hafí verið of hátt hlutfall af skilaverð- inu en SR hafi samt sem áður ákveðið að kaupa loðnu til bræðslu í vetur til að halda uppi atvinnu. Loðnuverksmiðjur SR eru á Siglu- firði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfírði. _ , Gnmur Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hluti hreinsunarliðsins, þeir Magnús Ó. Hansson og Guðmundur Jakobsson. Fuglar drepast vegna fítumengunar Bolungarvík. FIMMTÍU til sextíu fuglar hafa drepist undanfarna daga vegna fitumengunar í Bolungarvíkurhöfn. Talsvert af hvítri fitu sem myndast við hrognatöku rann í höfnina við ioðnulöndun. Að sögn verkstjóra loðnuverksmiðjunnar hefur löndunarbúnaður- inn varið lagaður þannig að mengunarslys sem þetta á ekki að geta komið fyrir aftur. Nokkrir einstaklingar hafa unnið að björgun æðarfugls. Hafa þeir náð fuglum sem voru illa komnir vegna fitunnar og eru að hreinsa þá þessa dagana. í og við Bolungarvíkurhöfn er eins og víða við hafnir landsins allnokkuð af æðarfugli, stokkönd- um og ritu, að ógleymdum varg- fugli, eins og mávi og hrafni. Um líkt leyti á síðasta ári varð umtals- verður fugladauði hér. Á honum fékkst ekki fullnægjandi skýring. Ekki var verið að landa loðnu þá. Gunnar Sólveig Pétursdóttir segir að Alþingi eigi einungis eftir að starfa í nokkra daga í vetur og því sé mjög ólíklegt að hægt verði að afgreiða þetta frumvarp mennta- málaráðherra. Frumvarpið hafi einnig verið gagnrýnt mjög á þing- inu, meðal annars vegna skorts á kostnaðaráætiunum, sem ráðherra beri þó skylda til að leggja fram, samkvæmt lögum. „Þrátt fýrir þessa gagnrýni þykir ráðherranum sæma að eyða stórfé í hönnun og birtingu á þessum auglýsingum. Þetta er ekkert annað en kosn- ingaáróður, sem þjóðin á að greiða," segir Sólveig Pétursdóttir. Stj órnai-tillaga lögð fram um álversmál SAMKOMULAG hefur tekist með stjórnarflokkunum um framhald ál- málsins og var stjómartillaga um málið lögð fram á þingi í gær. Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu málsins á þessu þingi og hefur Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra lagt fram breytingartillögu um lánsfjárlög og farið fram á það við fjárhags- og viðskiptanefnd að Landsvirkjun verði veitt heimild til lántöku vegna undirbúnings virkjana. Samkvæmt tillögunni verður aflað sérstakra heimilda í lánsfjárlögum til að taka allt að 580 milljóna kr. Ián 1991 til þess að undirbúa þær virkjanaframkvæmdir sem sjá eiga álverinu fyrir orku þegar áætlað er að starfsemi þess hefjist áramótin 1994-1995. Þessi upphæð kemur til viðbótar 220 milljónum kr. sem iðn- aðarráðuneytið lagði fram beiðni um í desember á sl. ári. Þá verður aflað sérstakra heimilda í lánsfjárlögum þessa árs til að gera Vatnsleysu- strandarhreppi fært að kaupa jarð- næði fyrir álver við Keilisnes og höfn vegna þess. I stjómartillögunni er kveðið á um að þegar samkomulag hefur tekist um orkuverð og mengun- arvamir skulu niðurstöðvar lagðar fyrir Alþingi. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að með samþykkt þessara heimilda í lánsfjárlögum verði unnt að tryggja að gangsetning álversins frestist aðeins um fímm mánuði þótt útvegun fjármagns taki 6-10 mánuð- um lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Iðnaðarráðherra lagði einnig fram á þingi skýrslu um álverið á Keilis- nesi þar sem farið er yfir stöðu samn- ingamála og helstu ákvæði aðal- samningsins. Samstaða hafði náðst um álmálið meðal stjómarflokkanna annarra en Alþýðubandalagsins, en í gær lagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra fram tillögu Alþýðubanda- lagsins um framhald málsins. Sam- staða náðist síðan um þingsályktun- artillögu sem lögð var fram á þingi í gær með þeirri breytingu að láns- fjárheimild til Landsvirkjunar var felld út og samþykkt að afla sérs- takra heimilda I lánsfjárlögum. Iðn- aðarráðherra hafði áður sagt að í þingsályktunartillögu sem hann hugðist leggja fram ef samþykki Alþýðubandalagsins fengist ekki yrði gert ráð fyrir lánsfjárheimild handa Landsvirkjun upp á 800 milljónir kr. Smygl í Helgafelli: Tíu skipverjar játa TÍU skipverjar á ms. Helgafelli hafa játað að eiga 270 kíló af skinku, 45 kassa af bjór, 93 flösk- ur af sterku áfengi, 19 kíló af ýmiss konar hráu kjöti, 32 lengj- ur af vindlingum og 2 flöskur af léttu víni, sem tollverðir fundu falið um borð í skipinu er það kom til hafnar í Reykjavík í fyrradag. Skipið kom til landsins frá Hull en hafði áður komið við í Dan- mörku, Hollandi og Þýskalandi. Smyglvarninginn höfðu mennim- ir falið í loftblásara framan við brú skipsins. Gripdeild úr Freyjubúð upplýst: 18 ára stal 110-120 þús. kr. úr þremur verslunum TÆPLEGA 19 ára piltur hefur gengist við því við yfirheyrslur hjá RLR að hafa stolið 45 þúsund krónum úr Freyjubúðinni við Freyjugötu í síðustu viku. Hann játaði einnig að hafa stolið 60-70 þúsund krónum úr versluninni Árbæjarkjöri og um 5 þúsund krónum úr kaupfélaginu á Eyr- arbakka með sama hætti. Pilturinn framdi gripdeildir sínar á afgreiðslutíma, allar með svipuð- um hætti. Á Freyjugötu kom hann inn í verslunina að morgni, komst bak við í skrifstofuherbergi og náði þar peningunum. Hann fór síðan út áður en afgreiðslufólk hafði áttað sig á hvað gerst hafði. Hins vegar náðist skráningamúmer á bíl, sem hann var talinn hafa ekið á brott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.