Morgunblaðið - 08.03.1991, Blaðsíða 10
ÍLO
ÍVtOköÖNtíLAÐIÐ FÖáTUDA'GÚk 8: ‘MAkz 1091
Afnema verður margskött-
un vegna lífeyrisgreiðslna
eftir Guðmund H.
Garðarsson
Höfundur þessarar greinar hefur
lagt fram á Alþingi svohljóðandi
þingsályktunartillögu varðandi
réttindi lífeyrissjóðsfélaga:
„Alþingi ályktar að fela fjármála-
ráðherra að hefja þegar undirbún-
ing nauðsynlegra lagabreytinga
sem hefðu það að markmiði að af-
nema margsköttun iðgjalda sjóðfé-
laga lífeyrissjóðanna."
Tillaga þessi var tekin til umræðu
á Alþingi 28. febrúar sl. og flutti
ég m.a. eftirfarandi rök fyrir fram-
gangi hennar:
Afar brýnt er að afnema það
ranglæti sem viðgengst í skatta-
legri meðferð iðgjalda til lífeyris-
sjóðanna, ásamt því hvemig lifeyr-
isgreiðslur frá sjóðunum vaída
lækkun greiðslu tekjutryggingar
frá Tryggingastofnun. Þannig má
í raun segja að iðgjald sjóðfélag-
anna til lífeyrissjóðanna sé skatt-
lagt í þrígang, fyrst iðgjaldið, síðan
greiðslur frá sjóðunum og hvernig
þær valda skerðingu tekjutrygging-
ar frá Tryggingastofnun sem auð-
vitað er líka skattlagning.
í flestum löndum Evrópubanda-
lagsins eru iðgjöld bæði launþega
og atvinnurekenda skattfijáls en
lífeyrir frá lífeyrissjóðum í þessum
löndum er aftur á móti skattskyldur
eins og aðrar tekjur svo sem á sér
stað hérlendis.
Nú kann einhver að halda því
fram að 4% iðgjald sjóðfélagans sé
innifalið í persónuafslættinum í
staðgreiðslunni. Um það má deila.
En nauðsynlegt er að taka af öll
tvímæli, þannig að launþeginn finni
greinilega fyrir því að iðgjald hans
til lífeyrissjóðs sé ekki skattstofn.
Margoft hefur komið fram
hversu mikið ranglæti felst í því
að þeim einstaklingum, sem innt
hafa af hendi greiðslur til lífeyris-
sjóðanna, skuli refsað þegar að töku
ellilífeyris kemur með því að greiðsl-
ur frá sjóðunum valdi lækkun á
greiðslum Tryggingastofnunar. í
kjarasamningunum í febrúar 1990
var samið um að greiðslur frá lífeyr-
issjóðum valdi minni lækkun á tekj-
utryggingu en aðrar tekjur. Frá því
þetta var ákveðið hefur aftur sigið
á ógæfuhliðina svo að ekki verður
lengur við unað.
76% jaðarskattur
Jónas Bjarnason verkfræðingur
var fenginn til þess af hálfu Lands-
sambands lífeyrissjóða að kanna
nánar hin skattalegu áhrif vegna
þessa máls. Af niðurstöðum í grein-
argerð og skýrslu sem hann hefur
gert má sjá að jaðarskattur ein-
staklings sem býr einn getur orðið
76% á tilteknu tekjubili, þ.e. að af
hvetjum 1.000 kr. sem ellilífeyrir
hans frá lífeyrissjóði hækkar heldur
hann einungis eftir 239 kr.
Ofangreint ástand þessara mála
er Alþingi og ríkisstjórn til hreinnar
skammar svo ekki sé sterkar að
orði komist. Því er mikilvægt að
þessi þingsályktunartillaga verði
afgreidd þegar á þessu þingi þann-
ig að fjármálaráðherra fari ekki í
grafgötur um vilja Alþingis og leggi
þegar fram lagafrumvörp til lausn-
ar málinu.
Skerðingin
Útskýrt skal nokkuð nánar
hvernig þetta kemur út í sambandi
við skattlagningu og tekjuskerð-
ingu ellilífeyrisþega.
Algengt er að lífeyrisgreiðslur til
annars hjóna séu annaðhvort á bil-
inu 9;33 þús. eða 16 og allt til 58
þús. Á fyrrnefnda bilinu er heildar-
skattlagning með sömu forsendum
og fyrr 67% og á því síðarnefnda
80%. Athygli vekur að jaðarskattur
á lágar tekjur og meðaltekjur er
hér mjög hár. Það er nú stundum
kennt við jafnaðarmennsku að hafa
háa jaðarskatta af háum tekjum,
en ef maður gefur sér að svo sé,
þá hlýtur hér að vera um mikla
ójafnaðarmennsku að ræða gagn-
vart þeim sem eru á lægri tekjustig-
um.
Af núverandi kerfi leiðir að lítill
munur er á ráðstöfunartekjum
þeirra sem greitt hafa í lífeyrissjóði
og hinna sem ekki hafa greitt neitt.
Rétt er að nefna þó hér í þessu
sambandi að í ársbyrjun 1990 þeg-
ar kjarasamningar voru gerðir var
ákveðið að hækka þau mörk þar
sem tekjutrygging byijar að skerð-
ast. Mörkin voru síðan hækkuð lítil-
lega í tveim áföngum, þ.e. 1. júlí
1990 og aftur þann 1. jan. í ár.
En þetta kemur því miður ekki til
með að breyta heildarniðurstöðunni
neitt til muna fyrir ellilífeyrisþeg-
ana.
Að vaxa af verkum sínum
eftir Stefán Jón
Friðriksson
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins um þessa helgi mun að öllum
líkindum marka ný spor fyrir flokk-
inn og landsmenn alla. Með honum
hefst hin formlega kosningabar-
átta, sem snúast mun um að varpa
fyrir róða þeirri samsuðu ofstýring-
arafla, sem kenna sig við ,jafnrétti
og félagshyggju" og keyrt hafa
þjóðarbúið fram á brún hengiflugs.
Aðeins Sjálfstæðisflokknum er
treystandi til að snúa þessari þróun
við, í átt til aukins fijálsræðis og
hagsældar. En til þess að svo megi
verða, er flokknum nauðsyn á for-
ystu sem nýtur trausts fólks allstað-
ar að af landinu, forystu með sterkt
tengsl við landsbyggðina jafnt sem
höfuðborg. Til þess er Þorsteini
Pálssyni best treystandi.
Um reynsluleysi hans þarf ekki
að óttast. Hann er sá flokksformað-
ur sem gengið hefur í gegnum eitt
erfíðasta tímabil í sögu Sjálfstæðis-
flokksins með fiokksfélögum sínum.
Það verður á engan hátt skrifað á
persónulegan reikning hans, enda
hefur Davíð Oddsson ásamt öðrum
forystumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins átt þátt í þeim ákvörðunum sem
teknar voru og hlotið hafa gagn-
rýni sumra á hveijum tíma. Þessir
erfiðleikar voru ekki umflúnir. Þor-
steinn er sá flokksformaður sem
tekist hefur að leiða flokkinn á ný
til meira fylgis fyrir alþingiskosn-
ingar en áður hefur þekkst og hon-
um hefur tekist í fyrsta sinn í tutt-
ugu ár að skapa frið og einingu í
flokknum. Þar til fyrir skömmu virt-
ist sem sjálfstæðismenn gætu nú
gengið einhuga til Landsfundar og
komið fram sem órofin heild nú
skömmu fyrir kosningar. Þótt mað-
FYRIRLIGGJANDI
Þ. Þ0RGRÍMSS0N & CO
i jH m m .Ármúla P9 , . . j.
Utan á hús
„Þorsteinn er sá flokks-
formaður sem tekist
hefur að leiða flokkinn
á ný til meira fylgis
fyrir alþingiskosningar
en áður hefur þekkst
og honum hefur tekist
í fyrsta sinn í tuttugu
ár að skapa frið og ein-
ingu í flokknum.“
ur ali þá von í bijósti að komandi
átök bitni ekki á útkomu flokksins
í alþingiskosningunum er ljóst að
sú hætta er fyrir hendi að flokkur-
inn hljóti ekki þá glæsilegu og verð-
skulduðu útkomu sem skoðana-
kannanir hafa gefið til kynna að
undanförnu.
Sumir hafa haldið því fram að á
fundinum verði annars vegar kosið
um framtíðina og fortlðina hins
vegar. Ekki er verið að tala um
kynslóðaskipti svo mikið er víst. Það
er ekki verið að tala um málefna-
ágreining. Að mínu viti er hér ein-
ungis verið að velja milli manna og
hvor þeirra sé hæfari til að afla
flokknum breiðara fylgis og þar
með glæstari sigurs. Að benda á
glæsilegan sigur í borgarstjórnar-
Stefán Jón Friðriksson
kosningunum sl. vor er ekki ávísun
á sigur nú í apríl. Alþingiskosningar
byggjast einfaldlega á öðrum lög-
málum. Ég vil hvetja unga sem eldri
á landsfundinum nk. sunnudag að
standa vörð um óbreytta forystu
Þorsteins Pálssonar. Þannig mun
Sjálfstæðisflokkurinn standa uppi
sem sigurvegari.
Höfundur er hagfræðinemi og
landsfundarfulltrúi Heimdallar,
FUS.
Skattlagning
I stuttu máli mætti segja að sam-
antekið er skattlagning á lífeyri
umfram skattlagningu almennra
launatekna þannig:
1. Hlutur lífeyris er tvískattlagð-
ur með tekjuskatti.
2. Tekjutrygging virkar eins og
aukinn skattur.
3. Greiddur er 2% skattur til
umsjónarnefndar eftirlauna. Að
vísu má segja að það sé skattur sem
vinnuveitendur og launþegar hafi
samið um sjálfir þannig að ríkið
hefur ekki komið þar til skjalanna.
Sú spurning hlýtur að vakna
hveijar séu ástæður þess að málum
er svo komið sem að framan er lýst.
Tvær skýringar virðast einkum
koma til álitla.
1. Þeir sem hafa tekið ákvarðan-
ir um tekjuskatt annars vegar og
tekjutryggingu hins vegar hafa
ekki áttað sig á hver heildarniður-
staðan yrði. Þegar þeir gera sér
grein fyrir ástandinu munu þeir
væntanlega beita sér fyrir breyting-
um í samræmi við þá þingsályktun-
artillögu sem hér er lögð fram.
2. Stjórnvöld líta á iðgjalda-
greiðslu til lífeyrissjóða sem skatt,
enda ráðstafa þau með óbeinum
hætti meiri hlutanum af ráðstöfun-
arfé lífeyrissjóða. Því eigi það ekki
að skipta máli hvort greitt hafi ver-
ið í lífeyrissjóð eða ekki að mati
Veljum sterkustu forystuna
eftir Svein Óskar
Sigurðsson
Sjálfstæðisfólk mun brátt taka
þá ákvörðun sem skiptir sköpum
fyrir íslendinga. Við sem munum
sitja landsfund Sjálfstæðisflokksins
verðum því að huga að hver getur
haldið um þær breiðu fylkingar sem
skipa flokkinn. Það er glapræði að
ætla að veikja forystu flokksins, þá
forystu sem líklegust er til þess að
stuðla að einingu í flokknum og
auka fylgið á landsbyggðinni, en
eins og er alkunna þá er fylgi
flokksins traustast á Reykjavíkur-
svæðinu.
Á þeim dögum sem liðnir eru frá
því að ljóst var að til formannskjörs
myndi koma hef ég fundið mikinn
stuðning við Þorstein Pálsson um
allt land og einkum hefur unga fólk-
fð fylto sftr iaðMialfi' hbnum>i » «
Þó greinarhöfundur sé ungur að
árum man hann glöggt þá erfiðu
tíma í Sjálfstæðisflokknum þegar
Þorsteinn Pálsson tók við formanns-
embætti. Ýmislegt hefur drifið á
daga formanns flokksins, formanns
sem hefur með áræði tekist að sam-
eina stærsta stjórnmálaafl Iandsins.
Ekki er þörf á að rekja formanns-
feril Þorsteins Pálssonar, en það
sem stendur hins vegar upp úr er
sú staðreynd að honum hefur tekist
að sætta stríðandi öfl I flokknum
og skapa innanflokksfrið sem er
forsenda árangurs í kosningum.
Undir forystu Þorsteins Pálssonar
hefur í Sjálfstæðisflokknum tekist
að sætta öfl sem nú vilja fylkja sér
einhuga að baki núverandi for-
manns.
Ég skora á landsfundarfulltrúa
að fylkja sér um þá forystu sem
i’hefur reynst 'fáráælí'bæði - við það •
„Ekki er þörf á að rekja
formannsferil Þor-
steins Pálssonar, en það
sem stendur hins vegar
upp úr er sú staðreynd
að honum hefur tekist
að sætta stríðandi öfl í
flokknum og skapa inn-
anflokksfrið sem er for-
senda árangurs í kosn-
ingum.“
að skapa innanlandsfrið og auka
fylgi. Farsælast er því fyrir flokkinn
að Þorsteinn Pálsson sem formaður
og núverandi varaformaður flokks-
ins-leiði sjálfBtasðisfiólk’samstíga til
Guðmundur H. Garðarsson
„Hlutverk Alþingis er
að tryggja réttlæti. Að-
förinni að sjóðfélögum
lífeyrissjóðanna, lífeyr-
isþegum, verður að
linna ef ekki á illa að
fara fyrir viðkomandi
aðilum og þjóðfélaginu
í heild.“
þeirra sem þannig hugsa. Er hér
átt við kaupskyldu lífeyrissjóðanna,
55% af árlegu ráðstöfunarfé, á
skuldabréfum Húsnæðisstofnunar.
Mikilvægi lífeyrissjóða
Það er augljóst að við óbreyttar
aðstæður grefur ríkisvaldið undan
starfsemi þeirra lífeyrissjóða sem
það hefur skyldað með lögum til
aðildar að. Þessu verður að breyta.
Lífeyrissjóðir eru grundvallarfor-
senda nútíma ellilífeyristrygginga-
kerfis samhliða örorkutryggingum
og maka- og barnalífeyristrygging-
um þar sem það á við. í lýðfijálsum
þjóðfélögum eru lífeyrissjóðir jafn-
framt mikilvægasti peningasparn-
aðurinn í peninga- og fjármálakerf-
um viðkomandi þjóða. Þessi sparn-
aður er nýttur í þágu atvinnulífs
og þess fólks sem myndar sjóðina,
þ.e. sjóðfélaganna. Gott dæmi þess
á Islandi eru framlög lífeyrissjóð-
anna í þágu húsnæðismála. Það er
eigi ofsagt þótt sagt sé að nú standi
lífeyrissjóðirnir svo til 100% undir
fjárframlögum til húsnæðismála á
Islandi. Hlutverk sjóðanna í upp-
byggingu atvinnulífsins er að verða
stöðugt þýðingarmeiri á íslandi. Er
það sambærilegt við það sem nú
þekkist og á sér stað í háiðnvæddum
þjóðfélögum, svo sem I Vestur-Evr-
ópu, Norður-Ameríku og í Japan.
Hlutverk Alþingis er að tryggja
réttlæti. Aðförinni að sjóðfélögum
lífeyrissjóðanna, Iífeyrisþegum,
verður að linna ef ekki á illa að
fara fyrir viðkomandi aðilum og
þjóðfélaginu í heild.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjavík.
Sveinn Óskar Sigurðsson
sigurs í komandi alþingiskosning-
um.
Höfundur er verkfræðinemi og
landsfundarfulltrúi fyrir Fjölni í
«• *Sm&tvnllnsýsM. *■»*»!»,