Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 Siguijón Þ. Árnason formaður Stúdentaráðs: Stúdentaráð hefur breyst úr þras- stofnun í öflugt hagsmunafélag STARFSEMI Stúdentaráðs hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum og ráðið breyst úr pólitískri þrasstofnun í öflugt liagsmunafélag, segir Sigurjón Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs í samtali við Morgunblaðið. Hann segir mestu framkvæmdir sem stúdentar hafi nokkurn tímann ráðist í nú vera í þann mund að hefjast, nefnilega „Stúdentahverfi 2000“, sem verður 242 íbúða hverfi fyrir stúdenta í Vatnsmýrinni. Lítið megi nú hins vegar út af bera, ekki síst í ljósi þeirra miklu framkvæmda sem framundan eru, til að allt fari í sama farið og áður er samtök stúdenta voru algjörlega háð peningum frá ríkinu. „Við Vökumenn höfum nú veitt Stúdentaráði forystu í þijú starfsár og hafa ótrúlegar breytingar átt sér stað á þeim tíma,“ sagði Sigur- jón. „Breytingarnar eru það miklar að erfitt er fyrir fólk sem er að koma nýtt inn í Háskólann að átta sig á þeim til fulls. Það má kannski segja að áður fyrr urðu menn mun meira. varir við Stúdentaráð en í dag. Það var skrafklúbbur sem af og til sendi frá sér harðorðar álykt- anir um utanríkismál. Við höfum aftur á móti fylgt þeirri grundvall- arstefnu að pólitískt dægurþras eigi ekki að vera hluti af starfi ráðsins og í staðinn einbeitt okkur að beinum hagsmunamálum stúd- enta. Þetta hefur skilað miklum árangri að okkar.mati." Hann sagði Stúdentaráð á þess- um þremur árum hafa breyst úr máttlitlu ályktanabatteríi í öflugt hagsmunafélag stúdenta og væri táknrænt dæmi hinna nýju tíma hin árlega 1. des. hátíð. Hún hefði breyst úr pólitískum skrípaleik í sameiginlega hátíð allra stúdenta í tilefni af fullveldisdeginum. Sigurjón sagði þjónustuhlutverk líka hafa vaxið gífurlega en þau mál hefðu verið í molum er Vaka tók við. Þá hefðu skuldir vegna blaðaútgáfu stúdenta verið þungur baggi á ráðinu en því hefði nú ver- ið snúið við. Útgáfan hefði marg- eflst jafnt að gæðum sem magni og stæði nú auk þess á sléttu fjár- hagslega. „í staðinn fyrir að láta peninga stúdenta renna í ýmsan taprekstur getum við nú veitt auknu fé til deildarfélaganna en efling þeirra hefur verið einn af homsteinum stefnu okkar. Framlög til félag- anna hafa verið þrefölduð á þremur árum án þess að innritunargjöld hafi hækkað að raunvirði. Þau lækkuðu raunar að raunvirði í fyrra og eiga að geta staðið í stað að nafnvirði næsta vetur.“ Góð dæmi um aukna þjónustu á vegum Stúdentaráðs sagði Sigur- jón vera Húsnæðismiðlun stúdenta og Atvinnumiðlun stúdenta. Hús- næðismiðlunin hefði verið starf- rækt um langt árabil en til skamms tíma gert lítið gagn. Nú væri hún orðin að öflugustu húsnæðismiðlun á landinu. Á síðasta ári hefðu ver- ið gerðir 350 samningar á hennar vegum samanborið við 35 samn- inga á ári fyrir þremur árum. At- vinnumiðlun námsmanna sagði hann einnig hafa vaxið svipuðum veldisvexti. Stúdentaráð ætti að mati Vöku- manna að vera faglegt hagsmuna- félag sem og sameiginlegt nem- endafélag. Meðal helstu hags- munamála í því sambandi væru lánamál stúdenta. Hefði því þess vegna verið mótmælt harðlega er tekjutillit var hækkað í 75% þremur dögum áður en núverandi Stúd- entaráð tók til starfa. „Vissulega gerum við okkur fyllilega grein fyrir því að staða Lánasjóðsins er mjög erfið og fjár- hagur hans bágur. Ástæða þess er að lengi vel voru lán úr sjóðnum óverðtryggð og því of fáir sem eru nú að endurgreiða lán. Þá hefur sjóðurinn verið látinn Ijármagna starfsemi sína sífellt meira og meira með lánum. Þetta er það sem er að sliga sjóðinn núna og má nefna sem dæmi að hann þarf að greiða hátt á annan milljarð í af- borganir og vexti á næsta ári. Námsmönnum hefur einnig fjölgað meira en menn gerðu ráð fyrir.“ Sigurjón sagði námsmenn al- mennt hafa það grundvallarmark- mið að leiðarljósi að standa vörð um Lánasjóðinn. Hefði Stúdenta- ráð reynt að stuðla að kynningu á stöðu sjóðsins meðal forsvars- manna framhaldsskólanna og hagsmunaaðila. „Við erum fylgj- andi grundvallarhugsuninni á bak við kerfið en teljum að það eigi að vera vinnuhvetjandi en ekki vinnu- letjandi. Að okkar mati er það því mjög slæmt að tekjutillitið sé 75%. Um þetta tekjutillit hefur raunar alltaf staðið styrr milli Vöku og andstæðinga hennar í SHÍ en sem betur fer virðist nú loksins vera að nást samkomulag um þá stað- reynd að námsmenn vilja vinna.“ Það væri hins vegar stórt vanda- mál í þessu sambandi hversu rang- ar hugmyndir almenningur hefði um sjóðinn. Það væri löngu liðin tíð að Ián úr honum væru gjafalán þrátt fyrir að margir virtust halda það enn þá. 90% námsmanna greiddu nú til baka hveija einustu krónu að fullu verðtryggða. Aðspurður um hvað hann teldi standa upp úr á þeim tíma sem hann hefði starfað í Stúdentaráði og Háskólaráði sagði Siguijón að meðal þess væru kannanir á gæð- um kennslu sem komið hefði verið á í fyrra. Alls hefðu verið fram- kvæmdar þijár slíkar kannanir eft- ir að samþykki fékkst fyrir þeim í Sigurjón Þ. Árnason Háskólaráði. Taldi hann engan vafa á því að þær hefðu leitt til þess að kennsla við Háskóla ís- lands hefði batnað. Stærsta verkefni sem stúdentar hafa ráðist í „Stærsta málið sem við höfum unnið að í minni stjórnartíð er hins vegar undirbúningsvinna við Stúd- pntahverfi 2000 sem staðið h'efur í allan vetur. Við stefnum að öllu óbreyttu að því að hefja fram- kvæmdir við hverfið í sumar en það verður á lóð Félagsstofnunar stúd- enta í Vatnsmýrinni sem yið feng- um gefins frá Háskóla íslands á síðasta ári. Þarna eiga að rísa alls 250 íbúðaeiningar og er miðað við að 400-450 getið búið I hverfinu í framtíðinni. Þetta er stærsta verk- efni sem stúdentar hafa nokkrum sinnum ráðist í og er kostnaðurinn við það áætlaður á bilinu 1-1,5 milljarðar króna. Við miðum við að taka íbúðir I Stúdentahverfi 2000 jafnt og þétt í notkun, að meðaltali 25 íbúðir á ári til alda- móta. Byggingarhraði ræðst hins vegar mikið af lánafyrirgreiðslu þeirri sem við fáum frá Byggingar- sjóði verkamanna." Samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru á Alþingi á síðasta ári eiga samtök stúdenta rétt á lánum fyrir allt að 90% af byggingar- kostnaði vegna framkvæmda á borð við þessar. Dagvistarstofnun fyrir börn stúdenta Annað stórmál sagði Siguijón vera dagvistarmálin en löngum hefðu verið ákveðin vandræði hjá stúdentum við að koma börnum sínum í vistun. Á nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar væru hins vegar 4 m.kr. sem veija ætti til leikskóla á lóð stúdenta í Vatnsmýrinni. „Það er miðað við að Reykjavíkurborg byggji þarna leikskóla fyrir 70-90 börn. Það á eftir að ganga frá endanlegum samningum um þetta mál og erum við að vinna að því þessa stundina. Standa vonir til að á næsta ári verði veitt það miklu fé til þessa máls að hægt verði að ljúka fram- kvæmdum á því ári. Þetta er gríðarlegt hagsmuna- mál því að dagvistarmál skipta íslenska stúdenta sérstaklega miklu máli. Islendingar eignast börn að meðaltali fyrr en ná- grannaþjóðir okkar og eru stúdent- ar sem eiga börn því hlutfallslega mun fleiri hér en til dæmis á Norð- urlöndunum. Barnaheimilið I Vatn- smýrinni mun koma mjög til móts við þarfir þeirra stúdenta sem eiga börn og verður lang stærsti áfang- inn í dagvistarmálum stúdenta í rúman áratug." Meðal annarra mála sem unnið hefði verið að á starfsárinu sagði Siguijón að nefna mætti meðal annars útgáfu upplýsingarita um margvísleg málefni er vörðuðu hagsmuni stúdenta, s.s. réttinda- mál og nám erlendis. Stúdentaráð gekkst einnig fyrir Ijóðasamkeppni á starfsárinu og í kjölfar hennar var gefin út ljóðabók með úrvali ljóða úr keppninni sem stúdentar fengu afhenta sér að kostnaðar- lausu. Þá hefði það loks náðst í gegn að héðan í frá verða tekin upp desemberpróf í stað janúar- prófa og hertar reglar um ein- kunnaskil kennara fengust sam- þykktar. Loks. mætti nefna að tek- ið hefði verið upp samstarf við ýmis fyrirtæki um að veita stúdent- um ýmist aukna þjónustu eða af- slátt að margskonar vöru og þjón- ustu. Þannig hefði verið samið við Búnaðarbankann um að hann veitti fyrstaársnenium lán fram að fyrstu útborgun LÍN. „Okkur til mikillar ánægju hefur starfsemi Stúdentaráðs verið að styrkjast jafnt og þétt á síðustu þremur árum. Því miður eru hins vegar einstaka aðilar sem enn lifa í gamla tímanum og geta ekki sætt sig við að ráðið er ekki vett- vangur landsmálapólitíkur eða umræðna um utanríkismál sem ekki varða beint hagsmuni stúd- enta. Stúdentaráð gamla tímans hefði þannig án efa tekið harða afstöðu gegn aðgerðum banda- manna við Persaflóa. Okkar af- staða er hins vegar _sú að þar sem skylduaðild er að SHÍ sé jafn fárán- legt að við séum að taka afstöðu í slíku máli fyrir hönd allra stúd- enta og Félag bókagerðarmanna. Svona mál eru_ einfaldlega ekki I verkahring SHÍ. Það eru til- aðrir vettvangar þar sem menn geta stundað almenn stjórnmál." Siguijón sagði að lokum að þótt mikið hefði áunnist væru mörg verk eftir að vinna. Það þyrfti ekki mikið að bera út af til að allt færi í sama farveg aftur. „Á næstunni verður án efa stórra frétta að vænta í lánamálum og það verður hlutverk þeirra sem með völdin fara í SHI á næstu árum að koma þeim málum farsællega í höfn. Þá eru mikla framkvæmdir framundan sem mikilvægt er að verði stjórnað af þekkingu og reynslu. Ánnars gæti auðveldlega svo farið að stúd- entar vöknuðu allt í einu upp við þann vonda draum að allt væri komið í sama farveg og áður fyrr þegar Félagsstofnun stúdenta var í fjárhagslegri gjörgæslu hjá ríkinu.“ Hann sagði að meðan Vökumenn hefðu verið að framkvæma hefðu Röskvumenn í Stúdentaráði lítið annað gert en að bera upp sýndar- tillögur sem þeir státuðu sig nú af. Gott dæmi um þetta væri tillaga um að SHÍ ætti að byggja eða kaupa samkomusal fyrir stúdenta. „Auðvitað væri gaman ef Stúd- entaráð hefði það mikið fjármagn milli handanna að við gætum leyft okkur hluti af þessu tagi. Peningar okkar eru hins vegar mjög tak- markaðir og við verðum að sýna þá ábyrgð að nota þá þar sem þeir nýtast stúdentum best. Það hefur verið okkar mat að peningum stúd- enta sé betur varið í verkefni á borð við Stúdentahverfi 2000 og uppbyggingu félagsstarfsins held- ur en þokukenndra hugmynda á borð við þær sem Röskvumenn hafa verið að bera upp.“ Viðtal: Steingrímur Sigurgeirsson ORÐ TIL OLAFS G. EINARSSONAR eftirÞorvald Garðar Kristjánsson Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sendi mér kveðju í Morgunblaðinu í gær. Er þar að finria framlag hans til umræðunnar um formannskjör í Sjálfstæðisflokknum. Vitnað er til greinar, sem ég skrif- aði um þetta efni í Morgunblaðinu 6. þ.m. Engin rökstudd andmæli eru sett fram um það sem ég sagði þar um málið. Er því grein Olafs í raun ekkert annað en sýnishorn af hans eigin eðliseigindum. Það vil ég ekki ræða. En ég viidi aðeins sagt hafa, að ég leyfi mér að haga mér eins og ég veit sjálfur að best má vera - gera það besta sem ég get. Og ég ætla mér að halda slíku áfram svo Iengi sem verða má. Svo að notuð séu víðfræg orð: Ef að lokum kemur í Ijós að ég hafi á réttu að standa, geta engir djöflar breytt þar neinu um. Ef svo reynist að ég hafi rangt fyrir mér, geta engir englar breytt neinu þar um. Ólafur G. Einarsson breytir hér engu um. Höfundur er ulþingisnmdur Sjálfstæðisflokks fyrir Vestfjarðakjördæmi. Alþingi: Tryggingar sjúklinga sam- ræmdar norrænum reglum Þorvaldur Garðar Kristjánsson í athugasemdum með frum- varpi um sjúklingatryggingar sem lagt hefur verið fram á Alþingi segir, að með því sé í aðalatriðum stefnt að samræm- ingu á íslenskum reglum og reglum annars staðar á Norð- urlöndum. Þannig aukist bóta- réttur þeirra sem bíða heilsu- tjón vegna áfalla í tengslum við læknismeðferð. Tilgangur breytinganna er að tryggja tjónþola víðtækari rétt til bóta en hann á eftir almennum skaðabótareglum og jafnframt að auðvelda honum að ná fram rétti sínum. Gert er ráð fyrir að frumvarpið nái til þeirra er verða íýrir líkam- legu tjóni við rannsóknir eða sjúk- dómsmeðferð á sjúkrahúsi, dvalar- stofnunum fyrir sjúklinga eða heilsugæslustöð. Sama á við um þá er missa framfæranda við and- lát slíkra sjúklinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.