Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.03.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 Tillögur nefndar um jöfnun orkuverðs: Hitunarkostnaður íbúðarhúsnæðis hvergi hærri en 5 þús. kr. á mánuði Niðurgreiðslufé fjárlaga verði að hluta varið til orkuverðsjöfnunar NEFND sem skipuð var af iðnað- arráðherra í október á síðasta ári til að gera tillögur um verð- jöfnun á raforku og undirbúa lagafrumvarp um það efni skilaði tillögum sínum í gær. Nefndin taldi ekki æskiiegt að takmarka verksvið nefndarinnar við ra- forku heldur eru lagðar fram hugmyndir um jöfnun húshitun- Jónas Ingimundarson Jónas hjá Tónlistar- félaginu JONAS Ingimundarson mun laugardaginn 9. mars halda tón- leika í íslensku óperunni kl. 14.30 á vegum Tónlistarfélagsins. Jónas hefur kennt um margra ára skeið í Tónlistarskólanum í Reykjavík og einnig er hann þekkt- ur um land allt og erlendis bæði sem einleikari og meðleikari, eink- um með söngvurum. Á tónleikunum á laugardag mun Jónas leika Þrjú tónaljóð eftir Schubert, Tunglskinssónötuna eftir Beethoven, Sjö brúðudansa eftir Sjostakovitsj og Myndir á sýningu eftir Mussorgskíj. Tónleikar þessir eru hinirjyrstu á síðari hluta starfsvetrar Tónlistar- félagsins og á næstu tónleikum, 6. apríl, kemur Jónas einnig víð sögu. Þá leikur hann með Gunnari Guð- bjömssyni, tenórsöngvara, sem mun m.a. syngja Dichterliebe eftir Schumann. Síðustu tónleikar á þessu starfs- ári verða 18. maí og mun Rudolf Firkusníj, einn af fremstu píanóleik- urum á þessari öld, flytja verk eftir Beethoven, Schubert, Janacek De- bussy og Martinu. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. (Frcttatilkynning.) arkostnaðar almennt. Er þar m.a. sett það markmið að kostn- aður við hitun íbúðarhúsnæðis vísitölufjölskyldunnar hjá raf- veitum og rafkynntum hitaveit- um, verði ekki hærri en 5.000 kr. að jafnaði á mánuði, miðað við verðlag í janúar sl. Þá er lagt til að Alþingi beini því til þingkjörinna fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar að þeir beiti sér fyrir sérstökum aðgerðum til lækk- unar á heildsöluverði raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis. Aðgerðirn- ar miði að því að heildsöluverð á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis lækki á næstu tveimur árum niður í kostnaðaiverð orku frá nýjum virkjunum að viðbættum flutnings- kostnaði til dreifiveitna. Ennfremur er lagt til að við- skiptaráðherra ákveði að á síðari helmingi þessa árs verði greiddar 35 milljónir af því fé, sem á fjárlög- um er veitt til niðurgreiðslna á vöru- verði á þessu ári, til aukinnar verð- jöfnunar á raforku til hitunar íbúð- arhúsnæðis, enda eigi húseigendur ekki kost á að kaupa orku frá hita- veitum sem byggja á jarðvarma. Ætlast nefndin síðan til að þessi tilfærsia niðurgreiðslufjár verði síðan aukin. Nefndin leggur til að iðnaðarráð- herra láti fara fram úttekt á fjár- hagsstöðu hitaveitna sem byggja á jarðvarma þar sem kostnaður við hitun íbúðarhúsnæðis er hærri en sambærilegur kostnaður við upphit- un íbúðarhúsnæðis vísitölufjölskyl- dunnar hjá rafveitum og rafkynnt- um hitaveitum, og verði úttektinni lokið fyrir 1. október í ár. Nefndin vill að fjármálaráðherra beiti sér fyrir ráðstöfunum til að aðstoða hitaveitur sem byggja á jarðvarma við skuldbreytingar á lánum þeirra eða leggi fram tillögur um aðrar aðgerðir til að tryggja að kostnaður við hitun íbúðarhús- næðis ísitöluijölskyldunnar hjá þeim verði ekki hærri en hjá rafveit- um og rafkynntum hitaveitum enda sýni fyrirtækin aðhald í rekstri og umsvifum. Loks leggur nefndin til að fé það sem Landsvirkjun kann að verða gert að greiða ríkinu fyrir virkjun- arréttindi verði að hluta varið til aukinnar verðjöfnunar á innlendri orku. Alþingismennirnir Pálmi Jónsson og Friðriks Sophusson skrifuðu undir tillögurnar með fyrirvara. I bókun þeirra segir: „Ríkisstjórnin hefur haft langan tíma til að gera ráðstafanir til lækkunar orkuverðs án þess að hafast nokkuð að, þrátt fyrir skýrar yfirlýsingar í stjórnar- sáttmála. nefndin hóf störf í byijun október 1990 og get'ði fjárveitinga- nefnd grein fyrir verksviði sínu óg áætlunum um kostnað vegna hug- mynda, sem þá lágu fyrir. engu nýju fé var varið til viðfangsefnisins á fjárlögum né á annan hátt. Ur- lausn þessa máls er því vísað til næstu ríkisstjórnar." Lýtur fyriivari þeirra einnig að einstökum efnisat- riðum í tillögum meirihlutanefndar- innar. Fram kemur í skýrslu nefndar- innar, að meirihluti hennar er þeirr- ar skoðunar að Landsvirkjun eigi að taka meiri þátt í lækkun orku- verðs til húshitunar og auka þann afslátt sgm fyrirtækið veitir til hús- hitunarorku til dreifiveitna. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær þar sem niðurstöður nefndarinnar voru kynntar að hann gerði ráð fyrir að ríkisstjórnin myndi leggja þessar tillögur fyrir Alþingi eftir helgina í formi þingsályktunartillögu. Nefnd- in var skipuð fulltrúum allra þing- flokkanna en formaður hennar var Eiður Guðnason alþingismaður. • 1 • Laugarneskirkja Samkirkjuleg bæna- vika hefst á sunnudag SAMKIRKJULEG bænavika verður í Reykjavík dagana 10. til 17. mars. Helgihaldið er liður í alþjóðlegri einingarviðleitni kristinna manna. Heimsráð kirkna hefur mælt fyrir um efni vikunnar að vanda. Yfirskriftin er sótt í Davíðs sálma: Lofið Drottin, allar þjóð- ir, (sálmur 117:1). Forysta um dagamuninn er í höndum Samstarfsnefndar krist- inna trúfélaga á íslandi. Þar eiga aðila Þjóðkirkjan, Kaþólska kirkjan á Islandi, Aðventsöfnuðurinn, Hvítasunnusöfnuðurinn og Hjálp- ræðisherinn. Helstu liðir bænavikunnar 1991 verða sem hér segir: Sunnudagurinn 10. mars: Gués- þjónusta í Laugarneskirkju kl. 11. Hafliði Kristinsson forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins prédikar. Séra Heimir Steinsson formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfé- laga þjónar fyrir altari. Miðvikudagurinn 13. mars: Sam- koma í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti kl. 20.30. Erling B. Snorrason fyrrverandi forstöðu- maður Aðventsafnaðarins predikar. Fimmtudagurinn 14. mars: Sam- koma í Herkastalanum kl. 20.30. Séra Jakob Rolland kanzlari Kaþ- ólsku kirkjunnar á íslandi predikar. Föstudagurinn 15. mars: Bæna- stund í Aðventkirkjunni kl. 20.30. Einar Gíslason fyrrverandi for- stöðumaður Hvítasunnusafnaðarins predikar. Laugardagurinn 16. mars: Sam- koma í Fíladelfíukirkjunni kl. 20.30. Séra Hjalti Guðmundsson Dóm- kirkjuprestur predikar. Sunnudagurinn 17. mars: Guðs- þjónusta í Neskirkju kl. 14. Erling- ur Níelsson kapteinn í Hjálpræðis- hernum predikar. Séra Frank M. Halldórsson sóknarprestur í Nes- kirkju þjónar fyrir altari. (Fréttatilkynning) Vandi loðdýrabænda: Þingmenn telja Alþingi bera mikla ábyrgð á hvernig komið er MARGIR alþingismenn telja að aðstoð við loðdýrabændur hafi geng- ið hægt og margir virðast þeirrar skoðunar að Alþingi beri mikla ábyrgð á hvernig komið er fyrir loðdýrabændum, sem sumir hverjir eiga ekki fyrir mat á sama tíma og ríkisbankarnir taki lántökugjald þrívegis af sama láninu. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu, sem Stefán Valgeirsson óskaði eftir, um stöðu loðdýra- bænda í sameinuðu þingi í gær. Margir þingmenn tóku til máls og allir voru sammála um að leysa þyrfti vanda loðdýraræktenda, sem væri gífurlegur og mikið til vegna þess að ríkisvaidið hafi hvatt bænd- ur til loðdýraræktunar og ausið fé til þeirra sem vildu á sínum tíma. Menn bentu á að óeðlilegt væri að ríkisbankar tækju lántökugjald af skuldbreytingalánum, en lán- tökugjöldin munu nema um 10 milljónum króna. „Ef bankarnir geta ekki fallið frá þessu gjaldi er mönnum ekki alvara með því að gera eitthvað fyrir loðdýraræktend- ur,“ sagði Árni Gunnarsson Margrét Frímannsdóttir rakti raunverulegt dæmi um vandann. Skuldum bónda var breytt í fimm ára lán með 13,5% vöxtum árið 1988, en skuldin nam 2,7 milljón- um. Láninu var aftur skuldbreyta íslenska óperan: Sólrún Bragadóttir syngur hlntverk Gildu SOLRUN Bragadóttir sópransöngkona syngur hlutverk Gildu í ópe- runni Rigoletto eftir Verdi í Islensku óperunni 15. og 16. mars næstkomandi. Sólrún gerði þriggja ára samning við ríkisóperuna í Hannover í Þýskalandi í fyrra. Þar hefur hún komið fram í hlut- verki Paminu í Töfraflautunni og fengið góða dóma. Sólrún Bragadóttir er fædd og dæmis Erik Werba, Elly Ameling, uppalin í Reykjavík. Hún hóf söngn- ám hjá Elísabetu Erlingsdóttur en fór í framhaldsnám til Banda- ríkjanna og lauk BA og masters- gráðu við háskólann i Bloomington í Indianafylki. Aðalkennarar hennar þar voru Roy Samuelsen og Virgin- ia Zeani en hún hefur einnig notið ^leiðsagnar rkennara jjjóðasöng, til Gerard Souzay og Dalton Baldwin. Að námi loknu hóf Sólrún störf við óperuhúsið Pfalztheather í Kais- erslautern í Þýskalandi, þar sem hún söng aðalhlutverk í mörgum óperum á árunum 1987-1990, til dæmis greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós, Donnu Önnu í Don Gio- vanni og Gildu í Rigoletto. Sólrún Bragadóttir í titilhlut- verkinu í Suor Angelica eftir Puccini í Pfalztheater í Kaisers- lautern í Þýskalandi í maí 1990. og þessar 2,7 milljónir eru með vöxtum og dráttarvöxtum komnar í 4,3 milljónir. Af upphæðinni hefur bankinn frá upphafi tekið um 200 þúsund krónur í lántökugjöld. Halldór Blöndal sagði að Alþingi ætti enn eftir að greiða þá tniklu skuld sem því bæri að greiða loð- dýrabændum. Skuldir þeirra væru orðnar óþarflega miklar vegna sein- agangs við aðgerðir þeim til hjálpar. Steingrímur Sigfússon, landbún- aðarráðherra, sagði ýmislegt hafa verið gert en viðurkenndi að aðgerð- ir hefðu gengið seint. Ef þingmenn standa við orð sín þurfum við ekki að hafa áhyggjur Nokkrir loðdýraræktendur voru á þingpöllum á meðan umræður fóru fram. Viðar Magnússon sagði að umræðurnar hefðu verið ágætar og þarfar. „Allt sem við höfum far- ið fram á er að lánadrottnar sýni okkur meiri þoiinmæði og gefi okk- ur tækifæri til að greiða skuldir okkar," sagði hann. Viðar segir að mesta vandamálið væri að þetta kæmi niður á fjöl- skyldunni. „Ef þingmenn standa við það sem þeir sögðu þá þurfum við ekki að hafa nokkrar áhyggjur. Það er mannlegi þátturinn sem er alvar- legastur í þessu öllu. Ættingjar hafa skrifað uppá lán fyrir okkur og vegna vandans hafa fjölskyldur splundrast og það er erfitt að sætta sig við það. Eg þekki dæmi þess að ríkisábyrgðasjóður hafi farið fram á að ættingi skrifaði uppá lán. Það er mjög alvarlegt mál og svo virðist sem sumir af embættis- mönnum okkar séu með stein- hjarta,“ sagði Viðar. Könnun á viðhorfum til þróunarstarfs NEFND sem forsætisráðherra skipaði 17. desember sl. til að gera tillögur að framtíðarskipan þróunaraðstoðar íslendinga legg- ur til að ráðist verði í gerð skoð- anakönnunar um viðhorf almenn- ings til þróunarsamvinnu. Hlut- verk nefndarinnar er m.a. að leita leiða til _að tryggja að opinbert framlag íslendinga til þróunarað- stoðar nemi 0,7% af þjóðarfram- leiðslu. Nefndinni var jafnframt falið að kanna möguleika á þjóðaratkvæða- greiðslu um sérstakt framlag al- mennings til þróunaraðstoðar. 1 skýrslu nefndarinnar kemur fram að hún mælir ekki með sllíkri þjóðar- atkvæðagreiðslu en leggur þess í stað til að ráðist verði í gerð skoð- anakönnunar um viðhorf almennings til þróunarsamvinnu. „Slík könnun getur svarað spurningunni um vilja almennings til að taka á sig álögur, aflað greinargóðra og áreiðanlegra upplýsinga um þekkingu fólks á þró- unarlöndum og þeirri aðstoð sem þegar er veitt og hægt er að veita með auknum fjárframlögum," segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðu- neytinu. Forsætisráðherra hefur fallist á tillögur nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.