Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 19

Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 19 Orðaþing haldið á morgun ÍSLENSK málnefnd og menntamálaráðuneytið hafa ákveðið að halda málþing laugardaginn 9. mars nk. með orðanefndum og öðrum sem hafa áhuga á íðorðastarfsemi. Markmið málþingsins er að koma á framfæri upplýsingum um það sem menntamálaráðuneytið og ís- lensk málnefnd hafa gert og hyggjast gera til þess að efla íðorða- starfsemi í landinu. Einnig gefst fólki kostur á að skiptast á skoðun- um og skýra frá reynslu sinni af íðorðastarfi. Málþingið verður haldið í Borgartúni 6, kl. 10-16. Fundarstjóri, Kristján Árnason formaður Islenskrar málnefndar, setur þingið. Síðan ávarpar mennta- málaráðherra, Svavar Gestsson, fundarmenn. Baldur Jónsson pró- fessor kynnir síðan Islenska mál- nefnd og starfsemi íslenskrar mál- stöðvar. Einar B. Pálsson prófessor greinir frá íðorðastarfsemi í Há- skóla íslands. Síðan verða kynntar tillögur menntamálaráðuneytis og Islenskrar málnefndar um tilhögun íðorðastarfsemi í landinu. í hádegis- hléi verður boðinn léttur málsverður og fá gestir þá tækifæri til þess að ræða saman. Að loknu hádegishléi fjallar Jón Hilmar Jónsson orðabókarritstjóri um íðorð, nýyrði og orðabækur. Síðan verður sagt frá leiðbeininga- riti íslenskrar málnefndar fyrir orðanefndir. Leiðbeiningarnar skiptast í þijá þætti: íðorðafræði, orðmyndun og lýsingu á tölvukerfi fyrir úrvinnslu orðasafna. Þá verður starf nokkurra orðanefnda kynnt. Jónína M. Guðnadóttir greinir frá vinnu við Flugorðasafn, Snjólfur Olafsson talar um undirbúning Orðasafns úr tölfræði og Finnbogi Eyjólfsson segir frá störfum Bílorðanefndar. Síðan setja þýðendur fram sjón- armið sín. Sigríður Harðardóttir og Dóra Hafsteinsdóttir, ritstjórar ís- lensku alfræðiorðabókarinnar, greina frá vinnu við hana með til- liti til notkunar íðorða. Jóhanna Þráinsdóttir sjónvarpsþýðandi talar um það að koma íðorðum á markað og Aldís Guðmundsdóttir, þýðandi við EB-verkefni Orðabókar Háskól- ans, ræðir um samræmingu orða- forða í risavöxnu þýðingarverkefni. Að lokum verða umræður. Menntamálaráðherra býður léttar veitingar í lok ráðstefnunnar stuttu fyrir kl. 16. (Fréttatilkynning) Yeðrið: Hlýtt, hvasst og vot- viðrasamt í febrúar HLYTT, hvasst og votviðrasamt var í febrúarmánuði. Meðalhitinn í Reykjavík var 1,8 gráðu yfir meðallagi og mánuðurinn var sá hlýjasti frá árinu 1975. Urkoma var 170 millimetrar og hefur ekki mælst meiri síðan 1953. Hvassviðri voru tíð og fárviðri gekk yfir landið í byrjun febrúar. Edda Jónsdóttir Sýningu Eddu Jóns- dóttur lýkur um hclgina SÝNINGU Eddu Jónsdóttur í verkum höfundar ásamt skrá um Norræna húsinu lýkur nú um sýningarferil. Ljóð eftir Njörð P. helgina. Njarðvík er í formála. Sýningin Sýningin ber heitið Þagnarmál er opin daglega frá kl. 14-19 til og samanstendur af 47 vatnslita- 10. mars. verkum. Sýningunni fylgir vönduð (Fréttatiikynning) sýningarskrá með litmyndum af Opið hús á 75 ára afmæli ASÍ ALÞÝÐUSAMBAND Islands verður 75 ára þriðjudaginn 12. mars. I tilefni þess verður opið hús hjá ASI sunnudaginn 10. mars og gefst þá gestum og gangandi tækifæri til að kynna sér starfsemi stærstu samtaka launafólks. í Reykjavík var meðalhitinn í febrúar 2,2 gráður sem er 1,8 gráðu yfir meðallagi og hefur ekki mælst meiri síðan árið 1975 en þá var hann 2,9 gráður. Úr- koma í Reykjavík var 170 milli- metrar og er það meira en tvöföld meðalúrkoma og það mesta frá árinu 1953, en þá var úrkoman í febrúar 174 millimetrar. Meðalhitinn á Akureyri var um frostmark sem er 1,5 gráðu hlýrra en í meðalári. Hlýrra var á Akur- eyri árin 1982 til 1984. Úrkoma á Akureyri mældist 50 millimetrar sem er heldur meira en í meðalári. Á Hveravöllum var að meðatali 3,9 gráðu frost og úrkoma þar mældist 85 millimetrar. Sólin skein í 61 klukkustund í Reykjavík í febrúar, eða níu stundum skemur en í meðalári. Á Akureyri voru sólskinsstundir 50 og 77 á Hveravöllum. Fyrri hluta febrúar voru mikil hlýindi og mikil úrkoma sunnan- lands. Hvassvirði voru tíð og fár- viðri gekk yfir landið sunnudaginn 3.. febrúar. Síðari hluti mánaðar- ins var kaldari en sá fyrri. Lúðrasveit verkalýðsins tekur á móti fólki á Grensásvegi. Síðan er hægt að skoða skrifstofu ASI, Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Listasafn ASI. Húsið verður öllum opið milli klukkan 14 og 18. í húsakynnum ASÍ verður komið fyrir margs konar fróðleik um sögu og starfsemi verkalýðshreyfingar- innar í landinu í formi bæklinga og skýringarmynda og afmælisblað Vinnunnar verður afhent. Hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu gefst fólki kostur á að skoða gömul gögn sem tengjast sögu verkalýðshreyfingarinnar og stofn- un ASÍ. í Listasafninu verður boðið upp á kaffi og meðlæti en þar stend- ur nú yfir farandsýning á grafík- verkum eftir íslenska listamenn og verður sýningin síðan send út á land undir kjörorðunum List um landið. Mörg verkalýðsfélög innan ASI munu einnig hafa opið hús í tilefni afmælisins. ÞJODLEIKHUSIÐ GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikgerð: Þórhildur Þorleifsdóttir og Sigurjón Jóhannsson. Þýðing: Einar Benediktsson. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Sýningarstjórn: Kristín Hauksdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Leikarar: Arnar Jónsson (Pétur Gautur), Ingvar E. Sigurðsson (PéturGautur), Kristbjörg Kjeld (Ása), Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Sólveig). Árni Tryggvason, Baltasar Kormákur, Bríet Héðinsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Hilmar Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Jón Símon Gunnarsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Rúrik Haraldsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, SigurðurSigurjónsson, Sigurþór A. Heimisson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdimar Lárusson og Örn Árnason. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Frosti Friðriksson, Guðrún Ingimarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Hany Hadaya, Ingunn Sigurðardóttir, Páll Ásgeir Davíðsson, Sigurjón Gunnsteinsson, ÞorleifurM. Magnússon. Elín Þorsteinsdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Oddný Arnarsdóttir, Ólafur Egilsson, Ragnar Arnarsson, Þorleifur Órn Arnarsson. Sýningar á stóra sviðinu kl. 20.00: Lau. 23. mars frumsýning, su. 24.3., fi. 28.3. (skírdagur), má. 1.4. (annarí páskum), lau. 6.4., su. 7.4., su. 14.4., fö. 4 9.4., su. 21.4., fö. 26.4., su. 28.4. Miðasala opin í miðasölu Þjóðleikhússins við Hverfisgötu alla daga nema mánudaga kl. 13-18 og sýningardaga fram að sýningu. Miðapantanir einnig í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Miðasölusími: 11200.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.