Morgunblaðið - 08.03.1991, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991
fltffrgmiftliifeffe
Útgefandi
Framkváemdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið.
Ohugur
vegna ofbeldís
Ohugur hefur gripið um sig með-
al margra vegna þess að of:
sverkum fjölgar í Reykjavík. í
Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag
mátti lesa þijár fyrirsagnir í sama
dálkinum: Hús við Stigahlíð skemmd-
ist í eldi: Ikveikja líkleg; Ráðist var
á mann og hann rændur veski; Hettu-
klæddir rændu 10 þúsund kr. úrsölu-
tumi. Á baksíðu blaðsins er síðan
sagt frá því að maður hafi fundist
látinn í miðbæ Reykjavíkur og óljóst
sé hvort um slys eða manndráp hafi
venð að ræða.
í sjónvarpi var nýlega rætt við
fíkniefnalögreglumann sem lýsti of-
beldinu sem tengdist fíkniefnaneyslu
hér. Er greinilegt af þeirri Iýsingu,
að við þurfum ekki að lesa gögn frá
lögreglu erlendis til að kynnast
grimmd og óhugnaði.
Almennt má segja, að íslendingar
hafi verið tregir til að horfast í augu
við þá staðreynd, að þeir verða eins
og aðrir að grípa til róttækra ráðstaf-
ana gegn ofbeldi. Þar skiptir mestu
að finna undirrótina, skilgreina vand-
ann rétt og ráðast síðan gegn honum.
Frá Bandaríkjunum berast oft mik-
il ótíðindi um morð, rán og hvers
kyns voðaverk. Fyrir utan herta lög-
gæslu hafa stjórnvöld beitt sér fyrir
miklu átaki gegn fíkniefnaneyslu.
Virðist það hafa borið góðan árang-
ur. Tölur sýna ekki aðeins samdrátt
í neyslu þeirra fíkniefna, sem al-
mennt eru tengd ofbeldisverkum í
huga okkar, heldur einnig áfengis og
tóbaks.
Við sjáum það af fréttum frá ná-
grönnum okkar í Grænlandi hvílíka
ógæfu áfengisbölið hefur fært þeim
og brýst hún meðal annars fram í
auknu ofbeldi. í fyrra voru 23 morð
framin í Grænlandi, tíu fleiri en árið
1989, þá voru gerðar 36 tilraunir til
manndráps þar miðað við 27 árið
1989.
íslenska þjóðfélagið hefur tekið
miklum breytingum á undanförnum
árum og er enn í örri þróun. Sumir
horfa með söknuði til liðinna daga
en þeir þurfa að átta sig á því eins
og allir aðrir, að þeir koma ekki aft-
ur. Við leysum ekki vanda líðandi
stundar með því að líta einungis með
söknuði til baka. Rétt er að minnast
þess, að hér eru það ekki aðeins fíkni-
efni heldur einnig áfengið sem leiðir
til þjófnaðar, rána og annarra voða-
og skemmdarverka. Er ástæða til að
velta því fyrir sér hvort ríkið hefur
meiri tekjur eða útgjöld af sölu áfeng-
is. Ef litið er á mannlega þáttinn og
áhrifín á samfélagið allt, þarf enginn
skynsamur maður að efast um skað-
semi áfengis.
Á baksíðu Morgunblaðsins í gær
er skýrt frá því, að kærum til lögregl-
unnar vegna líkamsárása ljölgi jafnt
og þétt. Ómar Smári Ármannsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í forvarna-
deild lögreglunnar í Reykjavík, segir
í blaðinu, að lögreglan hafí bent á
hættu á að ofbeldisverkum færi fjölg-
andi eftir því sem vínveitingahúsum
fjölgaði, auk þess sem áður hafi ver-
ið rætt um aukna ofbeldishneigð í
þjóðfélaginu og leitt getum að tengsl-
um milli hennar og ofbeldis í kvik-
myndum og sjónvarpi. Loks hafí of-
beldisglæpum farið fjölgandi víðast
hvar á Vesturlöndum.
Þessar tilgátur eiga fullan rétt á
sér. Fullyrðingin um fjölgun ofbeldis-
glæpa á Vesturlöndum er ekki einhlít,
því að hvergi hefur slíkum glæpum
líklega fjölgað meira undanfarið en
í þeim löndum sem eru að losna úr
fjötrum marxismans eða eru ekki
alveg laus úr þeim eins og Sovétrík-
in. Glæpagengi vaða til dæmis uppi
í sovéskum borgum. Hinn almenni
borgari staldrar ekki aðeins við undir-
rótina heldur spyr hann einnig, hvort
fé skattgreiðenda til löggæslu og eft-
irlits á þeim stöðum, þar sem mestar
líkur eru á ofbeldi sé rétt varið. Felst
ekki forvörnin einnig því að löggæsla
sé góð? Davíð Oddsson borgarstjóri
hefur í umræðum um þessi mál varp-
að fram hugmyndum um að borgar-
stjórn tæki aftur að sér yfírstjórn
Iögreglumála í höfuðborginni.
Um alla þessa þætti er nauðsyn-
legt að ræða í mikilli alvöru vilji
menn í raun leita leiða til að stemma
stigu við ofbeldisverkum.
Afnám
kvótakerfis
A fstaða Sjálfstæðisflokksins til
fiskveiðistjómunar verður
væntanlega eitt helzta umræðuefni á
landsfundi flokksins, sem hófst í
gær. í stórum dráttum má segja, að
uppi séu þijár meginhugmyndir um
þetta efni. I fyrsta lagi kvótakerfíð
í sinni núverandi mynd. í öðru lagi
hugmyndir um að endurgjald komi
fyrir réttinn til þess að nýta fiskimið-
in og hefur Morgunblaðið tekið undir
þau sjónarmið. í þriðja lagi hugmynd-
ir um sóknarstýringu, sem fram koma
í þingsályktunartillögu fimmtán al-
þingismanna.
Talsmenn þessara þriggja megin-
hugmynda er að finna á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins. í drögum þeim
að ályktun um sjávarútvegsmál, sem
lögð hafa verið fyrir landsfundinn er
að finna vísbendingu um, að talsmenn
kvótakerfís vilji koma til móts við
gagnrýnendur þess. Þar segir: „Fijáls
verzlun með veiðiheimildir verði tak-
mörkuð þannig, að einungis opin
hlutafélög geti aflað sér veiðiheimilda
umfram ákveðið hlutfall af heildar-
afla landsmanna." Þetta verður ekki
skilið á annan veg en þann, að höf-
undar þessara draga að ályktun telji
nauðsynlegt að koma til móts við þá,
sem telja óhæfu, að fískimiðin verði
afhent fámennum hópi útgerðar-
manna til eignar. Þetta er lítið skref
en alla vega fyrsta skref.
Morgunblaðið hefur hvatt and-
stæðinga kvótakerfísins, sem skiptast
í áðurnefnda tvo hópa, til þess að ná
samstöðu og efla þannig baráttu
gegn kvótakerfinu. Undir það sjónar-
mið er tekið af einum þingmanna
Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgun-
blaðinu í gær.
Nú er það landsfundarins að taka
af skarið, undirstrika eignarrétt þjóð-
arinnar allrar að fiskimiðunum og
leita á þeim grundvelli samkomulags
um raunhæft endurgjald útgerðar-
innar fyrir afnot af auðlindinni.
Slegið á létta strengi við upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Frá vinstri eru Davíð Oddsson, Ástrí
son, Ingibjörg Rafnar, Ragnhildur Helgadóttir og Friðrik Sophusson.
Málefnasigrar okkai
nýjar aðstæður í stjt
- sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflc
HÉR fer á eftir kafli úr ræðu
þeirri, sem Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisfiokksins,
flutti við setningu landsfundar
flokksins í gær:
Ég hygg að við höfum enn á ný
sýnt í undirbúningi þessa fundar að
Sjálfstæðisflokkurinn er sá vettvang-
ur sem getur sameinað ólíka hags-
muni. Hugsjón okkar byggist ekki á
uppskriftum að einföldum lausnum.
Hún felur í sér umburðarlyndi er
leiðir menn í sameiginlegri niður-
stöðu fram á veginn.
Hvarvetna blasa við heillandi við-
fangsefni og möguleikarnir eru
óþijótandi. Ungt fólk hefur á margan
hátt aðra lífssýn en viðgengist hefur
í íslensku þjóðfélagi og þessa sjást
víða merki. Góð menntun þykir sjálf-
sögð, karlar og konur starfa hlið við
hlið á heimilunum ekki síður en á
vinnumarkaðinum. Stundimar með
fjölskyldunni era dýrmætar, frí-
stundir vel nýttar og fast er gengið
eftir framlagi samfélagsins, ekki síst
góðum dagheimilum og skólum. Nýj-
ar áherslur eru settar á oddinn.
Ábyrgð á eigin lífí, andleg verðmæti
og virðing fyrir umhverfinu. Og orð-
ið lífsgæði er að fá nýja merkingu.
Gæði lífsins eru fjölskyldulíf, mennt-
un, menning, ferðalög og hreint
umhverfi og góð heilsa.
Þessar áherslur er hægt að setja
á oddinn af því við erum orðin bjarg-
álna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að
mestu lagt grunn að þeirri skipan
mála sem er í íslensku þjóðfélagi í
dag. Leiðarljós flokksins hefur jafnan
verið velferð og heill þjóðarinnar allr-
ar og vegna eðlis hans og sögu mun
hann einnig marka dýpst spor á
þeirri leið sem framundan er.
En ný lífssýn og ný tækifæri eru
nú ekki lengur forréttindi æskufólks.
Lengri lífaldur og betri heilsa eldra
fólks gerir það að verkum að þetta
fólk lætur í vaxandi mæli áð sér
kveða og það mun aukast mjög á
næstu áram. Það er mjög dýrmætt
fyrir samfélagið að njóta krafta
þessa fólks sem býr að reynslu langr-
ar ævi.
Stöndum um margt á
vegamótum
Mér finnst því sem við sjálfstæðis-
menn stöndum um margt á vegamót-
um um þessar mundir. Við þurfum
að taka tillit til mikilla breytinga og
umskipta. Þetta á við hvort sem við
lítum okkur nær eða fjær. Við höfum
náð nýjum áfanga í flokksstarfi. Við
skynjum umbrot í íslensku atvinn-
ulífí og þjóðlífi og fylgjumst með
straumhvörfum í samskiptum þjóða.
Þau umskipti eru mest um verð
sem leitt hafa til falls sósíalismans.
Mér þykir sjálfum vænt um lítið brot
sem ég á úr Berlínarmúmum. Það
minnir á sigur frelsis, lýðræðis og
mannréttinda yfir ógnarstjóm og al-
ræði sósíalískrar hugsjónar. Þannig
hafa jafnvel múrbrotin fengið nýtt
gildi.
Þjóðir Mið-Evrópu sem áður voru
austan Járntjaldsins hafa öðlast
frelsi og stíga nú fyrstu skrefin á
braut lýðræðis. Og forystumenn
þeirra eru staðráðnir í að byggja upp
efnahags- og atvinnulíf að vestræn-
um hætti.
Enn aðrar þjóðir knýja á um að
endurheimta frelsi sitt. Við íslend-
ingar getum verið stoltir af því að
hafa stutt við bakið á Eystrasalts-
þjóðunum og gengið þar feti framar
en ýmsir aðrir, og getum nú þegar
merkt að staðfesta okkar og ákveðni
er að skila árangri. Við getum verið
hreyknir af því, sjálfstæðismenn, að
hafa átt frumkvæðið að því að leiða
íslensku þjóðina til samstöðu um þær
aðgerðir.
Það er eðli breiðfylkingar af því
tagi sem Sjálfstæðisflokkurinn er að
þar takast á ólík öfl. í slíkum átökum
er fólgið afl framfaranna. En þar á
ofan höfum við um of langan tíma
glímt við margvíslegan innri vanda,
sem við þekkjum öll, og ég ætla
ekki að rekja hér. Það hef ég gert
áður og nú heyrir sá kafli sögunni til.
En einmitt þessi umskipti í innra
starfi flokksins gefa okkur tækifæri
til þess að takast á við ný viðfangs-
efni með styrk og samstöðu þar sem
stefnan og hugsjónin er bakhjarlinn.
Vissulega stöndum við hér á tíma-
mótum. En úrlausnir okkar á nýjum
verkefnum og nýjum viðfangsefnum
byggjast enn á sömu traustu og ein-
földu grundvallarhugmyndunum.
Sjálfstæðisstefnunni var í upphafi
Iýst sem þjóðlegri umbótastefnu er
byggðist á athafnafrelsi og einstakl-
ingsfrelsi þar sem stétt stæði með
stétt.
Við heyrum andstæðingana stund-
um segja í niðrandi merkingu að
Sjálfstæðisflokkurinn sé bara samtök
ólíkra hagsmuna. En við vitum að
hann hefur frá upphafí verið annað
og meira. Þjóðernið og menningin
eru samofin sjálfstæðisstefnunni eins
og viljínn til þess að tryggja velferð
allra og strengja öryggisnet í þágu
þeirra sem höllum fæti standa hvetju
sinni. Varðstaðan um þjóðleg réttindi
og öryggi landsins hefur verið sjálf-
stæðismönnum í blóð borin. Fyrir þá
sök byggist stefnan og framkvæmd
hennar á víðsýni en ekki þröngsýni.
Hún krefst umburðarlyndis, ekki
valdbeitingar.
Það felst í sjálfstæðisstefnunni að
við viljum leggja rækt við orðheldni
og trúnað. Lýðræðisþjóðfélag bygg-
ist ekki á einhliða tilskipunum þeirra
sem til forystu hafa verið valdir. Það
byggist á gagnkvæmu trúnaðarsam-
bandi milli stjómmálamanna og
fólksins í landinu. Það er að því leyti
háð sömu lögmálum og sjáift hjóna-
bandið. Án gagnkvæmrar tillitssemi
er enginn trúnaður.
Þetta er undirstaðan sem nýir
tímar breyta ekki og engar nýjar
aðstæður kollvarpa. Og þessi undir-
staða má ekki gleymast á vegamót-
um. Okkur ber því öllu fremur nú
en fyrr að gæta að sjálfri sálinni í
sjálfstæðisstefnunni.
60 ára saga - mikilvægir
áfangasigrar
Rúmlega 60 ára saga er vörðuð
mikilvægum áfangasigrum. í önd-
verðu stóðu hörð átök um eignarrétt-
inn og atvinnufrelsið. í raun réttri
var það varnarbarátta gegn hug-
myndum um ríkisrekstur og afnám
einstaklingseignarréttar. Og vörnin
brást ekki.
Auðna Sjálfstæðisflokksins var sú
að forystumenn hans báru gæfu til
að fylgja eftir hugsjóninni um sam-
vinnu stéttanna með aðild að vinnu-
löggjöf og uppbyggingu almanna-
trygginga í landinu. Samtímis
treystu sjálfstæðismenn stöðu sína
og áhrif í verkalýðshreyfíngunni.
Þegar lýðveldi hafði verið stofnað
blöstu við ný viðfangsefni um mótun
utanríkisstefnu og varðstöðu um
réttindi landsins. Áratuga landhelg-
isbaráttu lauk á endanum með fullum
sigri. Þetta var hörð barátta sem
kallaði á sannTæringarkraft bæði á
heimavettvangi og erlendis. Rík þjóð-
ernisvitund og staðfesta tryggði okk-
ur að lokum fullnaðarsigur.
Um svipað leyti og þessi réttinda-
barátta hófst mótuðum við þá stefnu
að skipa íslandi í sveit með lýðræðis-
þjóðum í vesturálfu. Þannig vildum
við tryggja eigið öryggi og varnir
og leggja okkar skerf að mörkum í
baráttu fijálsra þjóða gegn ofríki
alræðisins.
Baráttan reynir oft á þolinmæði
og þrautseigju. Það fæst ekki allt
fram um leið og þess er óskað. í
fulla þijá áratugi börðust forystu-
menn þessa flokks, hins fijálsa fram-
taks, fyrir afnámi verslunarhafta...