Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 23

Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 23
íI'rz; 2$ ður Thorarensen, Þorsteinn Páls- Þorsteinn Pálsson á landsfundi í gær; Þið treystuð mér til for- ystu á erfiðleikatímum nú er spurt hvort þið treystið mér í meðbyr Hér fer á eftir sá kafli í setning- arræðu Þorsteins Pálssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í gær, sem fjallar um framboð Davíðs Oddssonar, vara- formanns flokksins, við formanns- kjör: Undanfarnar tvær vikur hefur þjóðin varla talað um annað meir en starf formanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðan er sú að varaformaður flokksins kemst að þeirri niðurstöðu sem hann hefur kunngert að nauð- synlegt sé að hann taki nú við hlut- verki flokksformanns. Þeim málum ræður þessi landsfundur. Flokks- menn meta á þessum vettvangi hvað * hafa skapað jrnmálum )kksins við setningu landsfundar áður en þeir gátu hrósað fullum sigri. En meginmáli skiptir að menn hvikuðu aldrei frá settu marki, efuð- ust aldrei um gildi málstaðarins, voru reiðubúnir að miðla málum og sætta sig við áfangasigra í þeim tilgangi að ná um síðir lokamarki og það tókst. Áfangasigrarnir sýna að sjálf- stæðisstefnan hefur haft heillavæn- leg áhrif og forystumenn okkar náðu miklum árangri. Sigramir náðust ekki með áhlaupum eða upphlaupum. Stefnufestan og þrautseigjan réðu þar mestu um. Stjórnmálabarátta tekur á sig aðramynd Þegar við nú horfum fram á veg- inn til þeirra miklu verkefna sem bíða á lokaáratug þessarar aldar við mótun íslensks þjóðfélags á 21. öld og þátttöku íslendinga í samfélagi þjóðanna skulum við ekki eitt augna- blik efast um að við náum árangri. En umfram allt verðum við að gera okkur grein fyrir því að margt hefur breyst. Fyrrum voru línur ein- faldar í íslenskum stjórnmálum og andstæður skarpar. En því meir sem hugmyndir okkar sjálfra hafa unnið á hafa hinar skýru línur dofnað. Um leið tekur stjómmálabaráttan á sig aðra mynd. Menn deila ekki lengur um at- hafnafrelsi einstaklinganna og sam- taka þeirra og opinberan rekstur atvinnufyrirtækja. Okkur greinir á um mismikil afskipti og umsvif ríkis- valdsins. En segja má að sjálf meg- inátökin séu nú sagnfræði. Við höf- um gjarnan skilgreint sjálfstæðis- stefnuna á þann veg að við viljum atvinnufyrirtækin í höndum einstakl- inganna en tryggja jafnframt mennt- un, heilbrigði og örugga afkomu allra. Þetta er kjarninn í víðsýnni, frjálslyndri umbótastefnu. Fyrir fáuni ámm deildu menn um það hvort Island ætti að vera aðili að Atlantshafsbandalaginu og hafa á grundvelli þess sérstákt varnar- samstarf við Bandaríkin. Þær raddir eru nú þagnaðar sem kyijuðu mót- mælasöngva gegn þessari undirstöðu utanríkisstefnunnar. Sú var tíð að menn deildu hart um hvort réttlætanlegt væri að leita samstarfs við erlend stórfyrirtæki um að leggja fram erlent fjármagn til uppbyggingar stóriðju. Nú eru flestir á einu máli um að þetta sé bæði æskilegt og nauðsynlegt og menn finna sér það helst til ágrein- ings um þetta efni hvernig að slíkum . samningum skuli staðið og hvaða skilmála skuli setja. Til skamms tíma var hér flokkur manna sem barðist gegn hvers konar þátttöku íslands í alþjóðlegu efna- hagssamstarfi. Nú sitja sömu menn í ríkisstjórn sem á hlut að einhveijum viðamestu samningum af þessu tagi sem íslendingar hafa tekið þátt í. Því fer auðvitað fjarri að stjórn- málaágreiningur sé úr sögunni, en hann er ekki jafn djúpstæður og áður. Og þegar við horfum nú til framtíðar verðum við að gera okkur grein fyrir því að það er ekki síst málefnasigur okkar sem hefur skap- að þessar nýju aðstæður. Auðvitað er þetta fagnaðarefni. En það er líka umhugsunarefni, sem kallar á ný viðhorf og ný vinnubrögð. Á Alþingi sitja nú þingmenn fyrir sex stjórnmálaflokka og í kosningun- um í vor gæti þeim fjölgað enn. Ég er á hinn bóginn sannfærður um að fólkið sem byggir þetta land er hvergi nærri eins sundrað og fjöldi stjórnmálaflokka gefur tilefni til að ætla. Við eigum í raun og veru miklu meira sameiginlegt. Og á umbrota- tímum eins ög þeim sem við lifum nú er það einmitt gildi Sjálfstæðis- flokksins að geta rúmað ólíka hags- muni þar sem engum er ýtt til hliðar vegna þröngra valdahagsmuna ein- staklinga eða hópa hvetju sinni. Það er hægri hlið stjómmálanna, sem hefur staðist dóm reynslunnar. Vinstri fylkingin er sundruð í hug- myndafræðilegri upplausn. Við höfum fylgst með broslegum tilburðum vinstri flokkanna sem sumir hverjir hafa reynt að horfast í augu við hinn nýja veruleika en án árangurs. Þá alþýðubandalagsmenn hefur dagað uppi eins og nátttröll á rauðu ljósi. En hver eiga að vera viðbrögð okkar sjálfstæðismanna? Viljum við hagnýta okkur nýjar aðstæður og þrengja málefnasvið flokksins, og færa hann fjær miðju íslenskra stjórnmála? Mitt svar er nei. Við eig- um miklu fremur að opna flokkinn, breikka málefnasviðið og gefa þann- ig fleirum kost á að finna athafna- þrá sinni farveg innan okkar raða. Við drögum í engu úr stefnu- festunni. Við hvikum hvergi frá markmiðum okkar, en sýnum meiri tillitssemi og umburðarlyndi en áður og bjóðum fleiri velkomna til starfa á okkar vettvangi. Það knýr önnur stjórnmálaöfl í landinu til þess að horfast í augu við breytta tíma og er sannarlega sú leið sem vænlegust er til þess að láta drauminn um einn flokk til ábyrgðar rætast. þeir telja réttast í þessu efni. Þar ræður hvorki mín dómgreind né vara- formannsins, heldur ykkar, hvers fyrir sig og allra saman. Framtíðin er óráðin. Fortíðin er að baki. Það sem máli skiptir er verkefni dagsins og næstu vikna. Ég hef margsinnis verið spurður að því hvernig það sé að vera for- maður Sjálfstæðisflokksins. Þegar á móti hefur blásið hafa góðgjarnir menn kannski sagt: Hvernig líður þér í þessu starfi? Vitaskuld hefur það ekki alltaf verið létt. En ég hef í sannleika sagt notið þess að gegna því. Það hefur gefið mér mikið, ekki síst í gegnum kynni mín af fólki um land allt og úr öllum þjóðfélagshóp- um. Fyrir átta árum sýndi landsfundur mér fyrst það traust að kjósa mig formann Sjálfstæðisflokksins. Ýmsir töldu mig bæði of ungan og reynslulítinn og höfðu sitthvað til síns máls. En ég hafði viljann til þess að vinna verkið og þið veittuð mér traust ykkar og trúnað. Ég þarf ekki að rekja hér að það hafa bæði skipst á skin á skúrir. Sum áföll' voru óumflýjanleg, önnur hefði mátt forðast en mestu máli skiptir í dag að við höfum skilað árangri og byggt upp sterkan flokk og samhentan sem er reiðubúinn að takast á við verk- efni nýs tíma og nýtur augljóslega trausts kjósenda. Fyrir átta árum vitnaði ég til þess sem Bjarni Benediktsson sagði um miskunnarleysi formannsstarfsins. Reynslan hefur kennt mér að þar var ekkert ofsagt. Formaður Sjálfstæðis- flokksins þarf alltaf að vera reiðubú- ön að standa áveðurs. í dag stend ég hér enn á ný frammi 'yrir landsfundi, æðsta valdi Sjálf- stæðisflokksins. Hér er málum flokksins ráðið. Hér eru forystu og þingflokki sett þau stefnumið sem fylgja skal. Eg er sáttur við stöðu flokksins í dag. Engum er ljósara en mér að margt hefði mátt betur gera og ýmislegt hefði getað farið á annan veg en varð svo sem jafnan er. En á þessari stundu skiptir liðinn tími ekki öllu máli. Það eru verkefni dags- ins sem ráða úrslitum. Af þeim ræðst framtíðin. Ég hef barist fyrir því að reyna að fínna flokknum þann farveg sem til mestra heilla horfði fyrir þjóð- ina. Það er hlutverk Sjálfstæðis- flokksins og tilgangur. Við höfum mörg hver setið saman á fundum víðs vegar um land. Við höfum haft áhyggjur í mótlæti. Við höfum glaðst í meðbyr. En án ykkar mikla starfs og vilja til samstöðu og einingar hefði flest verið unnið fyrir gýg. Ég vona að enginn væni mig um að hafa starfað fyrir annað en sameiginlegan málstað. Við sjálfstæðismenn höfum horft með tilhlökkun til komandi kosninga. Málefnastaðan er sterk. Innviðirnir traustir. Nýir menn eru að koma til starfa í þingflokknum. Ég fann að sjálfstæðisfólk reiknaði með að nú- verandi forysta stýrði flokknum sam- an til stórsigurs. Menn hafa jafnvel gert sér vonir um meirihluta á Al- þingi íslendinga. Nú er spurningin sú hvort tvístra á þessari forystu eða halda henni óbreyttri. Það er trú mín og sannfær- ing að á þessari stundu sé núverandi skipan foi-ystuhlutverka líklegust til þess að tryggja samstöðu og heyja þá einu orustu sem okkur er áætlað, að beijast við andstæðingana. Þann- ig vinnum við kosningabaráttuna. Þess vegna fer ég fram á end- urnýjað traust. Ég geri ekki kröfur, en er reiðubúinn til þess að leggja fram krafta mína næsta tímabil til þess í einlægni og trú á málstaðinn að ljúka því verki sem ég hef unnið að. Þið treystuð mér á erfiðleikatímum í flokknum til þess að takast á við forystuhlutverkið. Nú er spurt að því hvort þið treystið mér til þess að leiða flokkinn í þeim meðbyr sem við höfum nú. Nokkru áður en þeir atburðir, sem ég nú hef gert að umtalsefni komu upp, átti ég fund með trúnaðarmönn- um mínum austur á Selfossi. Ég sagði þeim sem mína skoðun að tiú- lega gæti fátt styrkt okkur meir í kosningabaráttunni en að við töluð- um vel hver um annan, sjálfstæðis- menn. Þetta vil ég einnig segja við ykkur öll, sem hér eruð í dag. Góðir fundarmenn. Það eru aðeins 44 dagar til kösn- inga. Við höfum lagt góðan mál- efnagrundvöll að kosningasigri. Við höfum beint augum þjóðarinnar fram á veginn og við skírskotum til reynslu af störfum okkar. íslenska þjóðin ætlast til þess af landsfundi Sjálfstæðisflokksins að sjálfstæðismenn komi sterkari og samstæðari frá þessum fundi en til hans. Vonir manna um framfarir, varð- stöðu um þjóðlega menningu og nýja sókn í atvinnuuppbyggingu og al- þjóðlegum samskiptum eru bundnar við stefnu Sjálfstæðisflokksins og trúverðugleika forystumanna hans til þess að koma henni í framkvæmd. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið það er: Að elska, byggja og treysta á landið. Geirs Hallgrímssonar minnzt á landsfundi VIÐ upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær minntist Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgríms- sonar, fyrrum formanns flokksins, og heiðruðu landsfundarfull- trúar minningu hans mcð því að risa úr sætum. Þorsteinn Pálsson sagði: í upphafi vil ég minnast Geirs Hallgrímssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann lést eftir erfið veikindi 1. september síðastliðinn. Landsfundur er nú svipminni en áður, þegar hann er ekki lengur hér á meðal okkar. Geir Hallgrímsson var þegar á ungum aldri kallaður til forystu. Fyrst fór hann fyrir Heimdelling- um og Sambandi ungra sjálfstæð- ismanna. Hann valdist síðan ti! forystu í borgarmálum Reykjavík- ur og naut á löngum og heilla- dtjúgum starfsferli borgarstjóra mikils trausts og einstakra vin- sælda. Þar var hann maður um- bóta og framkvæmda. í heilan áratug gegndi hann formennsku í Sjálfstæðisflokknum og fór með forystuhlutverk á Al- þingi. Hann var bæði forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. Að öðrum mönnum ólöstuðum vann hann hvað mest að lokasigri í land- helgismálinu og ruddi nýjungum braut í meðferð utanríkis- og ör- yggismála. Við minnumst hans sem hins heilsteypta og trausta foringja. Velferð Sjálfstæðisflokksins var honum jafnan efst í huga. Hann stóð af sér mótlæti og skilur eftir sig mikið lífsstarf sem íslenska þjóðin nýtur ávinnings af. Geir Hallgrímsson var dreng- skaparmaður og við heiðrum minn- ingu hans með þakklæti og djúpri virðingu með því að rísa úr sætum. Fjölmenni var við upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gær. Á myndinni sést hluti landsfundarf ulltrúa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.