Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. MARZ 1991 Mannanafnafrumvarpið: Barninu má gefa þrjú nöfn Breytingartillaga Geirs H. Haarde samþykkt FRUMVARP til laga um manna- nöfn var til 2. umræðu í neðri deild i gær. Breytingartillaga frá Geir H. Haarde var samþykkt. Gefa má barni þrjú eiginnöfn sem er einu fleira en áður var leyfilegt. Breytingartillaga frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur (SK- Rv) var einnig samþykkt. Komið Stuttar þingfréttir Slysavarnaskóli sjómanna I gær samþykkti efri deild frumvarp um Slysavarnaskóla sjómanna sem lög frá Alþingi. Frumvarpið var lagt fram af ellefu þingmönnum í þeim til- gangi að löggilda skóiann og tryggja að allir sjómenn sem lögskráðir væru á íslensk skip hefðu lokið þar námi. Arni Gunnarsson (A-Ne) var fyrsti flutningsmaður. Samgöngunefnd neðri deildar breytti frumavarpinu nokkuð. Fellt var á brott ákvæði um að það væri skilyrði lögskráningar í skiprúm að skipveiji hefði lok- ið grunnnámi í Slysavarnaskól- anum. En bætt hefur verið við frumvarpið ákvæði til bráða- birgða um að samgönguráð- herra skuli eigi síðaren 1. febrú- ar 1993 leggja fram frumvarp til laga um breyting á lögum um lögskráningu sjómanna sem m.a. kveði á um skyldu sjó- manna sem lögskráðir eru, til að hafa hlotið grundvallar- fræðslu um öryggismál í Slysa- varnaskóla sjómanna þegar lög- skráning fer fram. Efri deild samþykkti frum- varpið eins og það kom frá hinni þingdeildinni. Grunnskólafrumvarpið Frumvarp Svavar Gestssonar menntamálaráðherra um grunn- skóla er komið til 3. umræðu í neðri deild. A kvöldfundi síðasta þríðjudag var tillaga sjálfstæðis- manna felld en hún var þess efnis að Alþingi vísaði frum- varpinu til ríkisstjórnarinnar {i með tilmælum um að það yrði endurskoðað. En á miðvikudeg- inum voru breytingartillögur meirihluta menntamálanefndar samþykktar. Svo breyttu var frumvarpinu vísað til 3. um- ræðu. er í veg fyrir að nafni stálpaðra barna sé breytt að þeim for- spurðum. Frumvarpið um mannanöfn er samið af nefnd sem menntamála- ráðherra skipaði haustið 1989. Það var lagt fram í febrúar á síðasta ári, 112. löggjafarþingi, en varð eigi útrætt. Nýjum mannanafnalög- um er ætlað að koma í stað eldri laga frá 1925, en fijálslega hefur verið eftir þeim farið. Frumvarpið sem nú er til með- ferðar gerir m.a. ráð fyrir að sér- stakri mannanafnanefnd verði kom- ið á fót. Nefndin skal útbúa skrá yfir þau nöfn sem heimil teljast. Hún skal einnig úrskurða um álita- mál. í frumvarpinu var gert ráð fyrir að hveiju barni skyldi gefa eiginnafn eitt eða tvö. Oheimilt væri að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Frumvarpið var iagt fram snemma á þessu þingi í efri deild og afgreitt til neðri deildar í febrú- ar. Þingmönnum beggja deilda hef- ur orðið skrafdijúgt um þetta frum- varp, — ýmis ákvæði — og nafna- samsetningar. Margvíslegar skoðanir komu fram á einstökum greinar. 1.000 kr. ádag í meðförum menntamálanefnda beggja deilda hefur frumvarpinu verið breytt nokkuð, m.a. hefur skýrar verið kveðið á um ýmis at- riði; frumvarpið gerði ráð fyrir að skylt væri að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu, en ef það væri vanrækt væri ráðherra heimilt að undangenginni áskorun að leggja dagsektir á forsjár- mann/menn barnsins. Menntamála- nefnd neðri deildar lagði til að Hag- stofa íslands, þjóðskrá, sæi um að hvetja forsjármenn nafnlausra barna til að bæta úr nafnleysinu. „Sinni forsjármenn ekki þessari áskorun innan eins mánaðar og til- greini ekki gildar ástæður fyrir drætti á nafngjöf er Hagstofu ís- lands heimilt, að undangenginni skriflegri áskorun að leggja dag- sektir allt að 1.000 kr. á forsjár- menn barns og falla þær á þar til barni er gefið nafn. Hámarksijár- hæð dagsekta miðast við lánskjara- vísitölu í janúat' 1991 og breytist í samræmi við breytingar hennar.“ Við aðra umræðu í gær var til- laga Geirs H. Haarde (S-Rv) um að heimilt væri að gefa barni þijú nöfn samþykkt. Hins vegar hlaut tillaga hans um að fella burt ákvæð- ið er bannaði algjörlega ný ættar- nöfn ekki undirtektir. Tillaga frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur (SK-Rv) þess efnis að heimilt yrði að kenna sig bæði til föður og móður var felld á jöfnum atkvæðum (15-15). — Frumvarpið gerir því enn ráð fyrir að menn verði að gera upp á milli foreldra sinna. Hins vegar var önnur tillaga Guðnýjar samþykkt. í sjöundu grein er heimilað að breyta nafni barns sem er ættleitt. Frumvarpið gerði ráð fyrir að sú ákvörðun væri háð samþykki barnsins væri það oi'ðið tólf ára. Guðný fékk þessu breytt á þá leið að ákvörðun um nafna- breytingu sé háð samþykki barnsins sé þess kostur. Meirihiuti þing- manna taldi að börn mun yngri en tólf ára hefðu þroska til að hafa skoðun á því hvað þau hétu. Frumvarp um listamannalaun: Taki strax gildi - að hluta FRUMVARP til laga um listamannalaun er komið til efri deildar. Það var afgi'eitt úr neðri deild síðastliðinn mánudag. Degi síðar mælti Svavar Gestsson menntamálaráðherra fyrir því í efri deild. Á fjárlög- um þessa árs er ekki gert ráð fyrir þeim auknu starfslaunum sem þetta frumvarp til laga um listamannalaun kveður á um. Hins vegar er gert ráð fyrir því að lögin taki gildi um leið og samþykkt verða. — En þá er m.a. strax hægt að tilnefna og skipa í úthlutunarnefndirnar. MÞinGI Frumvarpið sem m.a. gerir ráð fyrir íjórum starfssjóðum lista- manna hefur tekið nokkrum breyt- ingum frá upphaflegu formi, í með- förum neðri deildar, m.a. voru starfs- laun og styrkir auknir nokkuð til svonefnds Listasjóðs, en honum er ætlað að sinna þeim listamönnum sem ekki hafa aðgang að hinum þrem sérgreindu sjóðunum; Launa- sjóði rithöfunda, Launasjóði mynd- listarmanna og Tónskáldasjóði. Gert er ráð fyrir að a.m.k. helmingur starfsiauna úr listasjóði sé veittur leikhúslistamönnum. Breytingartillögur Kvennalistans um sérstakan launasjóð fyrir leik- húslistafólk voru felldar. Einnig fengu breytingartillögur sjálfstæðis- manna sömu útreið. Sjálfstæðis- menn voru m.a. því mótfallnir að útiloka algjörlega að listamenn gætu sinnt öðru launuðu starfi á meðan þeir nytu listamannalauna. Sjálf- stæðismenn vildu einnig efla Lista- sjóð hraðar á næstu árum heldur en tillögur meirihlutans gera ráð fyrir. Sjálfstæðismenn vildu ennfremur að helmingi starfslauna Listasjóðs skyldi varið til sviðslistamanna og annarra túlkandi listamanna. Við 3. umræðu kom í ljós ágrein- ingur um hvenær lögin um lista- mannalaun tækju gildi ef samþykkt yrðu. Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) og Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), full- trúar Sjálfstæðisflokksins í mennta- málanefnd neðri deildar, bentu á að ekki væri gert ráð fyrir fé á fjárlög- um til að starfa eftir ákvæðum þessa frumvarps; þær lögðu því til að lög- in tæku gildi 1. janúar 1992. Þessi tillaga var felld en þess í stað var tillaga Ragnars Arnaids (Ab-Nv) um að lögin tækju gildi þegar í stað samþykkt. „Safnkista" Við fyrstu umræðu í efri deild gerði Svavar Gestsson- grein fyrir frumvarpinu og þeim breytingum sem það hefði tekið í meðförum neðri deildar. Guðrúnu J. Halldórsdóttur (SK- Rv) þótti nokkuð hart gengið fram í frumvarpinu með því að fast- ákvarða að listamenn skyldu ekki gegna öðru föstu starfi meðan þeir nytu listamannalauna. Listamaður sem væri t.d. í hlutastarfi eins og væri algengt og fengi e.t.v. nokk- urra mánaða starfslaun yrði sam- kvæmt þessu að segja stöðunni lausri. Guðrúnu fannst einnig hlut- verk Listasjóðs vera heldur óljóst, vera „einskonar safnkista", líka fyr- ir þá sem heyrðu undir liina sjóðina, þ.e.a.s. samkvæmt 9. grein væri Listasjóði ætlað að veita sérstök framlög til listamanna eftir að þeir hefðu náð 60 aldri. Guðrún sagði einnig að það vekti furðu að ekki skyldi gert ráð fyrir sérstökum sjóði fyrir leikhúslistamenn. Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) sagðist einnig myndu gera athugasemdir í mennta- málanefnd. Hún vísaði tii breytinga- tillagna sjálfstæðismanna í neðri deild. Salome fannst skjóta skökku við að Iögin ættu að taka gildi á þessu ári, þrátt fyrir að ekki væri ætlunin að starfa eftir þeim. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra þakkaði umræðuna en hann vildi einnig koma því á fram- færi að með ákvæðinu í 9. grein um starfslaun 60 ára og eldri væri verið að brúa bil frá gamla starfslauna- kerfinu til hins nýja. Að tillögu menntamálaráðherra var málinu vísað til annarrar um- ræðu og menntamálanefndar. Fangelsismál: Lög um einangr- un og agaviðurlög FRANCIS FORD COI’POLA’S 1 iJ M5j m Breytingartillögur minnihluta felldar FRUMVARP dómsmálaráðherra um breyting á lögum um fangelsi og fangavist var samþykkt í gær, í efri deild sem lög frá Alþingi. Breytingartillögur frá minnihluta allsherjarnefndar voru felldar. Frumvarpið var lagt fram á Al- þingi vegna tilmæla umboðsmanns Alþingis en liann taldi að ákveðin ákvæði um einangrun fanga og aga- viðurlög væru ekki í samræmi við skuldbindingar sem íslendingar hefðu undirgengist samkvæmt al- þjóðasáttmálum, einkum varðandi ákvæði að einangrun fanga kæmi til iengingar almennri fangelsisvist. Enginn ágreiningur var á Alþingi um að lagfæra þetta atriði. En hins- vegar kom fram ágreiningur í alls- heijarnefnd neðri deildar um hvemig ákvörðun um einangrun fanga skyldi áfrýjað. Dómsmálaráðherra lagði til að forstöðumaður fangelsis tæki ákvörðun um einangrun eða agavið- urlög, en að slík ákvörðun sæti kæru beint til dómsmálaráðuneytis. Fellst meirihluti nefndarinnar á þá skoðun. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Kvennalista taldi á hinn bóginn að með þessu væri gengið framhjá Fangelsismálastofnun. Voru lagðar fram breytingartillögur um að ákvörðun sætti fyrst kæru til Fang- elsismálastofnunar en ákvörðun stofnunarinnar sæti kæru til dóms- málaráðuneytis. Breytingartillögur minnihluta voru felldar. í efri deild varð ágreiningur um þetta sama atriði. Meirihluti allsher- jarnefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt eins og það kæmi frá neðri deild. Minnihlutinn sem fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks skipuðu lagði fram breytingartillögu til málamiðl- unar, þar sem gert var ráð fyrir að ákvörðun forstöðumanns væri háð samþykki Fangelsismálastofnunar. Ákvörðun um einangrun eða agavið- urlög skyldi bóka, og birta fanga í viðurvist vitnis. Ákvörðun sætti kæru til dómsmálaráðuneytis. Guðmundur Ágústsson (B-Rv) formaður allsheijarnefndar óttaðist að ef breytingartillaga minnihlutans yrði samþykkt, myndi málið daga uppi; því þá þyrfti það að fara á nýjan leik til neðri deildar. Hann efaðist um að frumvarpið myndi njóta fylgis í því formi í neðri deild. Breytingartillaga minnihlutans var felld með átta atkvæðum gegn fimm. Frumvarpið var síðar samþykkt sem lög frá Alþingi og sent til ríkisstjórn- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.